Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 33
Björk Bjarkadóttir er nýflutt heimtil Íslands eftir að hafa búið íParís og Brussel síðastliðin tólf ár. Í farteskinu lumaði hún á frumlegum armbandsúrum sem hún hannaði sjálf og eru sannkallað listaverk enda hefur Listasafn Íslands tekið þau til sölu. „Þessi úr voru lokaverkefni mitt frá ESAG-listaskólanum í París, þar sem ég nam grafíska hönnun, myndskreytingu og ljósmyndun,“ segir Björk sem leitaði fanga í þjóðararfinum en myndirnar á úrunum vann hún upp úr Gylfaginn- ingu Snorra Eddu þar sem sagt er frá sköpun heimsins allt til ragnaraka. Einnig gerði hún myndir af tröllum og fígúrum. Ólarnar á úrunum gerði hún svo úr fiskiroði og notaði steinbít og lax sem hún ýmist litaði eða hafði ólitaðan. Björk fór upphaflega til Suður- Frakklands að loknu stúdentsprófi til að læra frönsku í eitt ár. En ástin kom í spil- ið og heimferðinni var frestað. „Ég kynntist manninum mínum, Frederic, sem er hálfur Frakki og hálfur Norð- maður og það varð til þess að ég ílentist í Frakklandi. Við fluttum saman til Par- ísar þar sem hann hélt áfram í sínu við- skiptanámi en ég skellti mér í grafíska hönnun sem var fimm ára nám.“ Eftir að Björk útskrifaðist sem graf- ískur hönnuður fluttust þau Frederic til Belgíu og hún fékk vinnu á auglýsinga- stofu í Brussel. „Ég tók líka að mér verkefni meðfram sem myndskreytari, bæði fyrir fyrirtæki hér heima og úti. Auk þess gaf ég út tvær barnabækur um Gíru stýru, þar sem ég samdi bæði texta og myndskreytti.“ Þau skötuhjúin fluttu aftur til Parísar eftir að sonur þeirra kom í heiminn og Björk hélt áfram að vinna sjálfstætt og var alltaf með einhver verkefni hér heima. Björk segir ástæðuna fyrir því að þau Frederic ákváðu að flytja til Íslands, fyrst og fremst hafa stjórnast af löngun til að breyta til, þó svo að hún hafi kunn- að mjög vel við sig í Frakklandi. Frá því að Björk fluttist aftur til Ís- lands hefur hún verið að vinna við að ganga frá þriðju bókinni sinni sem heitir Leyndarmálið hennar Ömmu og kom nýlega út hjá Eddu útgáfu. „Ég hef einnig unnið verkefni fyrir bókaforlög, hannað bókakápur og fleira. Svo hef ég verið að vinna fyrir Íslensku mennta- samtökin,“ segir Björk að lokum sem á nokkrar vinkonur úti í París sem allar eiga úr eftir hana með íslenskum mynd- um á skífum og roði í ól. khk@mbl.isLj ós m yn di r: G ol li FORNSÖGUR Á SKÍFUM OG FISKIROÐ Í ÓL Frumleg úr með ólum úr steinbíts- og laxaroði. HÖNNUN | KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR Þ Ú Á T T Þ A Ð S K I L I Ð ! Business Ladies 92117-101 Business Ladies 91857-101 Business Man 97704-1118 Business Men 97414-101 s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.