Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 34

Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 34
34 | 30.11.2003 Það er við hæfi að líta aðeins inn í framtíðina og bjartari tíð, nánar til- tekið næsta vor, nú þegar skamm- degið er skollið á. Margir straumar og stefnur komu upp á yfirborðið í sýningunum á tísku næsta vors í tískuborgunum fjórum í haust. Eitt voru hönnuðir sammála um, ekki síst í Mílanó og París, að guli liturinn verði einn helsti tískulitur næsta vors. Sterkgulur litur, páskagulur, var ekki síst áber- andi. Gul föt og fylgihlutir eru farnir að tínast í búðirnar hér- lendis og á þeim áreiðanlega enn eftir að fjölga. ingarun@mbl.is SÓL, SÓL SKÍN Á MIG Oscar de la Renta A P Christian Dior Yves Saint Laurent Rive Gauche Gayle Met Glenn Kenith Cole Stella Cadente Það er ekki létt að vera grænn, söng Kermit frosk- ur á sínum tíma, því grænt er litur hins hversdags- lega. Það gæti breyst næsta sumar, ef marka má vor- og sumartískusýningar 2004, sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur. Flíkur í margvís- legum grænum tónum voru áberandi, allt frá eplagrænu út í smaragðalit og mosa og flest þar á milli. Meðal þeirra sem völdu grænt voru Helmut Lang, Emilio Puccini, Ralph Lauren, Calvin Klein, Tommy Hilfiger, Versace, Chloé og Marc Jacobs (og Elísabet Bretadrottning). Nærföt minntu á grænt te, töskur á græna ban- ana og fótleggir á nýslegið sumargras, svo dæmi séu tekin. Fleiri litbrigði voru dimmgrænn, sjávar- grænn, grágrænn, tannkrems- og sundlaugargrænn og efniviðurinn jersey, silki, siffon og prjón. Sjálfsagt voru sýningargestirnir líka grænir af öf- und. hke@mbl.is GRÆNA BYLTINGIN R eu te rs Blómleg sumarlína Michaels Kors. Lauren Elísabet Breta- drottning virðist byrjuð að spá í einn tískulita næsta sumars. Chloé Hilfiger Versace Beyonce Knowles var með á nótunum fyrir sýningu Versace. Pastelgrænar silkibuxur Tommy Hilfiger. Grágræn dragt að hætti Vivienne Westwood. TÍSKA D & G Emanuel Ungaro

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.