Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 38
38 | 30.11.2003 Um miðjan mánuðinn hvöttu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ogMatvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) til aukinnarneyslu ávaxta og grænmetis um allan heim. Með þessu er ætlunin að stuðla að bættri heilsu og koma í veg fyrir skort á vissum næringarefnum en ekki síður sporna gegn hinum mikla og vaxandi offituvanda og þeim sjúkdómum sem tengjast honum. Nú er svo komið að fylgikvillar lítillar neyslu ávaxta og grænmetis eru taldir á meðal þriggja algeng- ustu orsaka dauðsfalla af völdum óheilbrigðs lífsstíls, næst á eftir reykingum og óöruggu kynlífi. En hvað er svona sérstakt við ávexti og grænmeti? Ávextir og grænmeti eru einstaklega vít- amínríkar matvörur og einnig sneisafullar af steinefnum. Í þeim er mikið magn trefja sem stuðlar að bættri meltingu og eykur seddu- tilfinningu á sama tíma og um fitulitla og hita- einingasnauða vöru er að ræða. Að auki eru í ávöxtum og grænmeti sérstök plöntuhollefni. Þetta eru líffræðilega virk efni sem ekki hafa neitt næring- argildi en þau hafa mikið gildi fyrir varnir líkamans. Fjöldi rannsókna bendir til að aukin neysla grænmetis og ávaxta geti dregið úr líkunum á því að við fáum sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúk- dóma, sykursýki, háþrýsting og sum krabba- mein. Síðast en ekki síst er aukið grænmet- isát líka ávísun á árangur í þyngdarstjórnun. Vísirinn á vigtinni Þegar ávöxtum og grænmeti er bætt á matseðilinn verður ósjálf- rátt mikil breyting á öðru því sem fer á disk- inn. Orkan úr fæðunni verður minni án þess að svengdin segi til sín því trefjarnar og vökv- inn úr jurtunum veita magafylli. Best af öllu er að það er í raun ekkert hámark – hér virð- ist gilda því meira því betra, sem annars á sjaldnast við um mat. En þá er auðvitað ekki gert ráð fyrir því að nein sósa fari á salatið, hluti af grænmetinu sé steiktur upp úr olíu og ávextirnir fari út á ís eða í kökur. Það er því ágætt hér eins og annars staðar að kunna sér magamál þótt kíló af eintómum salat- blöðum veiti ekki nema um 200 kílókaloríur. Ráðleggingar mismunandi eftir löndum Slagorðið „fimm á dag“ hefur verið áberandi síðsustu ár, en þar er átt við að æskilegt sé að borða minnst fimm skammta af ávöxtum og grænmeti daglega og slagorðið er notað víða um heiminn. Sumar þjóðir ganga reyndar lengra, eins og Danir sem mæla með „sex om dagen“ og ná þar örugglega að hvetja vissan hóp til dáða með ögrandi en jafnframt fögru myndefni. Bandaríkjamenn eru líka teknir að færa sig upp á skaftið og eru nú með sér- staka heimasíðu fyrir karlmenn þar sem þeir mæla með að alvöru karlmenn stefni á níu skammta eða „shoot for 9“. Kannski kom- inn tími til að við hvetjum til ávaxtaáts með kynlífsauglýsingum og karlmennsku? Að minnsta kosti borða íslenskir karlmenn mun minna af ávöxtum en konur. En hvað er venjulegur skammtur stór? Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 75–100 g af grænmeti (þ.e. 1 dl af soðnu grænmeti eða 2 dl af salati), 1–2 kart- öflur eða glas af hreinum ávaxtasafa. En það þýðir ekkert að borða bara kartöflur út í eitt eða drekka safa í miklu magni. Það er öðru frem- ur fjölbreytnin sem skiptir máli – fimm mismunandi tegundir. Líta á þetta sem leik með bragð og liti. Eitt grænt, annað blátt, rautt, gult og hvítt – fimm litir og fimm skammtar. Hverjum lit fylgja aðrar tegundir hollefna og samspil þeirra skiptir máli fyrir virknina í líkamanum. Eru börnin þín afsökun? Það er ótrúlegt hversu oft maður heyrir að ekkert þýði að gefa börn- um ávexti og grænmeti og því taki því varla að kaupa þessa vöru til heimilisins. Hvað þá ef húsbóndinn á heimilinu heldur því svo fram að „gras“ sé ekki matur. Erlend rannsókn þar sem börn voru látin bragða á ýmiss konar ávöxtum, grænmeti og sælgæti sýndi hins vegar að börn gáfu flestum teg- undum ávaxta jafn háa einkunn og sælgæt- inu þótt grænmetið stæði nokkuð langt að baki. Ef þessi rannsókn hefði verið gerð hér á Íslandi í október síðastliðnum á meðan Orkuátakið var í fullum gangi held ég þó að grænmetið hefði náð hærri einkunn. Börn virtust hreinlega sólgin í gulrætur og gúrkur! Að festa ávexti og grænmeti í sessi Eitt- hvað virðist valda því að þessi góða fæða hreinlega gleymist. Hún er jafnvel keypt, en ratar svo ekki út úr ísskápnum aftur. Það er svo miklu auðveldara að stinga höndinni í kexpakkann en að þvo og skræla ávexti. Vinnufélagi minn fann gott ráð við þessu. Hún hefur tekið upp ávaxtatíma á heim- ilinu. Þegar búið er að sækja börnin í leik- skólann og allir koma þreyttir heim eftir leiki og störf dagsins byrjar hún á því að brytja niður ávexti og grænmeti í handhæga bita. Þetta stendur svo frammi þar til maturinn er tilbúinn en hún fær frið til að elda og jafnvel lesa blöðin. Það fylgir þessu þó örlítill fórn- arkostnaður – kexskúffuna þurfti að tæma, en ávaxtaskálin er komin í staðinn og kexið löngu gleymt. Tenglar: www.5aday.com, www.manneldi.is naering@simnet.is Anna Sigríður er matvæla- og næringarfræðingur HOLLUSTA | ANNA SIGRÍÐUR ALLT ER VÆNT ... ... sem vel er grænt, blátt, rautt, gult og hvítt Ljósmynd: Golli Gómsætt og hollt vetrarsælgæti ½–1 epli á mann, hakkaðar heslihnetur, rúsínur, kanill og örlítið hunang. Eplin skorin í tvennt og kjarninn tekinn úr. Hnetum, rúsínum, hun- angi og kanil blandað saman og eplin fyllt með blöndunni. Hitað í 200°C heitum ofni þar til eplin verða mjúk. Borðað við kertaljós á dimmum, köldum kvöldum. Einföld ráð að markinu ◆ Hreinn ávaxtasafi (gjarnan nýkreistur) með morgunmatnum ◆ Ávextir í millibita – alltaf með einn til tvo í töskunni ◆ Salat með hádegismatnum – eða sem aðalrétt ◆ Grænmetisbitar tilbúnir að grípa í – heima og í vinnunni ◆ Þurrkaðir ávextir þegar sælgætisþörfin tekur völd ◆ Ávexti í mixerinn með skyri, jógúrt, súrmjólk eða sojamjólk ◆ Bauna- og grænmetisréttir í kvöldmat 1–2 daga í viku ◆ Baunir út á salatið eða í salsasósuna ◆ Drýgja hakkrétti með röspuðum gulrótum ◆ Frosið grænmeti í ommelettuna, súpuna og pottréttinn ◆ Grænmetið fyrst á diskinn – þá verður það örugglega ekki útundan ◆ Ávexti í eftirrétt – heita eða kalda í fallegri desertskál Æskilegt magn ávaxta og grænmetis á dag (í skömmtum) Grænmeti Ávextir Börn 2–6 ára 3 2 Börn eldri en 6 ára, unglingsstúlkur og flestar konur 4 3 Unglingsstrákar og flestir karlmenn 5 4 *USDA, ráðleggingar fyrir Bandaríkjamenn 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.