Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 42

Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 42
42 | 30.11.2003 Úranus, pláneta skyndilegra breytinga, verður aftur í Fiskum í lok ársins eftir sjö ára veru í Vatnsbera. Að sögn stjörnufróðra breytist sýn okkar á framfarir þegar Úranus flyt- ur sig um set; áherslan á tækni og félagslegar umbætur sem verið hefur áberandi undanfarin ár mun víkja, en knýjandi þörf fyrir tengsl við æðri og dýpri svið tilverunnar gera vart við sig. Framkvæmdaplánetan Mars fer úr Fiskum yfir í Hrútinn í byrjun mánaðarins og kemur hreyfingu á hlutina. Vert er að hafa Merkúr, sendiboða sólkerfisins í huga á næstunni, en hann verður til trafala frá 17. desember til 6. janúar á næsta ári. Þegar þannig stendur á virðist hann „bakka“ eftir sporbaug sínum, séð frá jörðu, og má búast við alls kyns töfum, ýktum veðrabreytingum, misskilningi og samskipta- og samgöngutruflunum. Vert er að nota tækifærið til þess að fara yfir áætlanir og hugmyndir, end- urskipuleggja og bæta þar til þrettándinn er liðinn, en þessi tími þykir óheppilegur fyrir stórinnkaup, ákvarðanir eða meiriháttar fjárfestingar. Lesið smáa letrið. Hrútur 21. mars - 20. apríl Langt ferðalag væri góður kostur fyrir Hrútinn í þessum mánuði, það er ef hægt er að koma því við, helst fyrir 22. desember. Ef hann kemst ekki frá væri ekki vitlaust að brydda upp á framandi nýjungum í hversdagslífinu og krydda tilveruna svolítið. Samferðafólki og vinnufélögum mun þykja Hrúturinn töfrandi og dularfullur í desember. Hann má búast við miklum önnum í vinnunni í lok ársins. Margir Hrútar verða beðnir um að halda ræðu á gamlárskvöld og ekki úr vegi að byrja snemma að undirbúa sig. Hann verður stjarna kvöldsins. Naut 21. apríl - 20. maí Nautið verður upptekið af dýpri þáttum tilverunnar framan af desember og mun leggjast í sjálfsskoðun. Ekki væri úr vegi fyrir Naut að skella sér í helgarferð um miðjan mánuðinn. Jólahátíðin verður töfrum líkust og sam- neyti við fjölskylduna með besta móti, þótt ótrúlegt megi virðast í sumum til- vikum. Ekki er ólíklegt að hlutskipti Nautsins og ýmis hlutverk þess breytist nokk- uð á næstu misserum og nýtt mynstur taki við af gömlu. Einfarar í Nautsmerkinu gætu fundið með sér mikla þörf fyrir félagsskap. Tvíburi 21. maí - 22. júní Fullt tungl í byrjun desember mun vekja sterkar tilfinningar hjá Tvíbur- anum og ástvinum hans. Einlægni er því áríðandi um þær mundir. Hugsast getur að Tvíburinn verði upptekinn af vangaveltum um líf eftir dauðann og endurholdgun. Á hinn bóginn gæti hann verið með viðskipti og skattamál á heil- anum. Hvað sem því líður má ætla að hann verði óvenjulega mikið inn í sig í mán- uðinum. Margt bendir til þess að jólahátíðin verði með rómantískasta móti, en ekki er víst að mikill tími gefist til að njóta tækifæranna. Krabbi 23. júní - 21. júlí Löngun til þess að bæta vinnuskipulag og heilsufar verður Krabbanum ofarlega í huga í byrjun desember. Núna er rétti tíminn til þess að losa sig við slæma ávana og byrja upp á nýtt. Útivinnandi í Krabbamerkinu gætu átt erfitt með að þola vinnufélagana. Krabbinn gæti líka hæglega orðið ástfanginn og elskað einhvern úr fjarlægð, en þarf að gæta þess að detta ekki í gamlan og kunn- uglegan pytt. Nú ríður meira á en nokkru sinni fyrr að standa við skuldbindingar sínar. Aukið sjálfstæði virðist líklegt. Ljón 22. júlí - 23. ágúst Ljónið verður í essinu sínu framan af og ætti að fá næga útrás fyrir til- finningar sínar og sköpunarkraft. Fyrstu tvær vikur desember gætu reynt talsvert á þolrif Ljónsins og eru vandamál tengd börnum hugsanleg, án þess að lausn sé í sjónmáli. Samskipti við vinnufélaga verða gefandi og einhleyp Ljón gætu lent á séns með samstarfsmanni. Áramótin gætu orðið einstaklega róm- antísk. Náin sambönd Ljónsins eru kraftmikil en afbrýði og þráhyggja eru á næsta leiti. Í lok mánaðar gæti hallað undan fæti í fjármálum. Meyja 24. ágúst - 21. september Ýmislegt verður á seyði í einkalífi Meyjunnar í desember og gætu breyt- ingar á högum foreldra haft mikið að segja í því tilliti. Sköpunargleði og rómantík verða hins vegar allsráðandi eftir 22. desember. Frásagnargáfa henn- ar verður með besta móti og um að gera að nýta meðbyrinn til góðra verka. Vinnu- sambönd gætu stirðnað um miðjan mánuðinn og mikils um vert að reyna að fara milliveginn og gæta hófs í orðavali. Óvenjulega einstaklinga gæti rekið á fjörur Meyjunnar í mánuðinum og aðstæður breyst snögglega. Vog 22. september - 23. október Voginni liggur nánast óviðráðanlega mikið á hjarta í jólamánuðinum. Einnig gæti hugsast að hún fengi mikilvæg og afgerandi skilaboð á næstunni. Fjölskylda og heimili verða Voginni ofarlega í huga í byrjun mánaðar en hún þarf að gæta þess að muna að hlusta. Síðustu dagar ársins verða fullir hlýju, hamingju og kæti. Annríki gæti orðið mikið um miðjan desember og þarf Vogin því að gæta að heilsunni svo hún leggist ekki í rúmið. Vogir sem vilja byrja í leik- fimi ættu að drífa sig strax. Ekki er eftir neinu að bíða. Sporðdreki 24. október - 22. nóvember Útsjónarsemi er lykilorð desembermánaðar fyrir Sporðdrekann, sem þarf að rýma til hjá sér. Fyrstu tvær vikur mánaðarins gætu orðið nokk- uð átakamiklar og Sporðdrekinn gæti þurft að leita á náðir vinar í kringum 2. des- ember til þess að létta á hjarta sínu. En ekki er ráð að taka ákvarðanir nema að vel athuguðu máli. Desember er rétti tíminn til þess að skrifa ástarbréf, Sporðdrekinn þarf þó að varast að fara yfir strikið við iðkun lystisemda lífsins. Jafnvel lötustu Sporðdrekar nenna í gönguferð í mánuðinum. Bogmaður 23. nóvember - 22. desember Óþolinmæði einkennir Bogmanninn í byrjun desember, hann vill fá allt á stundinni. Hann ætti ekki að vera í vandræðum með að tjá sig, en verð- ur að gæta þess að móðga engan. Bogmaðurinn ætti að athuga stöðuna á tékka- reikningnum áður en ráðist er í síðustu jólagjafakaupin. Ágreiningur um fjármál og eignarhald er hugsanlegur um miðjan desember. Hann gæti átt von á launa- hækkun og verður fullur gjafmildi í mánuðinum. Þeir sem ekki eiga fé aflögu geta verið rausnarlegir á tíma sinn í staðinn. Steingeit 23. desember - 20. janúar Ró og friður er það sem Steingeitin þráir um þessar mundir. Ekki mæta alls staðar þar sem þú ert boðin. Nú er rétti tíminn til þess að gera upp fortíðina og setja sér markmið fyrir nýtt ár. Samkvæmisljónið nær yfirhöndinni eftir 22. desember og Geitin kemst í jólaskap. Ýmislegt bendir til þess að henni verði mikið niðri fyrir næstu vikur. Steingeitin mun virðast dulúðug og töfrandi framan af mánuðinum og hugsanlegt sú einhleypa kynnist þroskuðum einstaklingi á næstunni. Bara að hann sé nógu jarðbundinn. Vatnsberi 21. janúar - 19. febrúar Vinir og félagar eru ráðandi afl í lífi Vatnsberans um þessar mundir. Sumir þeirra gætu komið mikið við sögu í byrjun mánaðar. Varastu að reita valdamikla einstaklinga til reiði. Vinir sýna hugsanlega sitt rétta andlit um miðjan desember. Innsæi Vatnsberans verður með mesta móti og hugsanlegt er að hann þurfi að þegja yfir leyndarmáli. Sýndu einungis þeim trúnað sem þú treystir til fullnustu. Búðu þig undir mikla yfirvinnu en ekki nota annríkið sem skálkaskjól eða átyllu til þess að forðast reikningsskil. Árinu ætti að ljúka með tilþrifum. Fiskar 20. febrúar - 20. mars Starfsframi og staða Fisksins eru í brennidepli í desember og spennandi breytingar hugsanlega í vændum. Hann verður svo sannarlega í sviðs- ljósinu og einstakt tækifæri gæti boðist. Veldu félagsskap þeirra sem deila draum- um þínum og viðhorfum yfir hátíðirnar. Vinir og félagar hafa mikla þörf fyrir að tala. Ekki láta það sem ósagt er fara framhjá þér, líkamstjáning og blæbrigði raddar varpa skýru ljósi á sannleikann. Fiskurinn verður kraftmikill í mánuðinum en þarf að losa sig við streitu með jóga og hugleiðslu. 2003 DESEMBER         RÝNT Í STJÖRNURNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.