Morgunblaðið - 30.11.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 30.11.2003, Síða 43
30.11.2003 | 43 Á dögunum hringdi til mín mað-ur einn sem sagði sínar farirekki sléttar. Hann kvaðst hafa komist að því að hann væri ekki faðir þriggja dætra sem honum og konu hans höfðu fæðst í hjónabandi þeirra. „Fyrst fékk ein dóttirin bakþanka um að hún væri ekki rétt feðruð þegar hún fór í læknisrannsókn. Þegar í ljós kom að hún var ekki dóttir mín þá fóru hinar dæturnar á stúfana og í ljós kom að ég átti enga þeirra. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum, ég hafði talið mig gæfusaman föður þriggja mynd- arlegra dætra en var nú sviptur þeim, ég vil að þú takir við mig viðtal, öðrum mönnum sem víti til varnaðar, oftar en menn vilja viðurkenna eru menn sagðir feður að börnum sem þeir eiga svo ekkert í.“ „Hafa stúlkurnar snúið við þér baki?“ „Nei, þær segja að þetta breyti engu, ég hafi alið þær upp og ég sé þannig faðir þeirra,“ svaraði maðurinn. „Þykir þér minna vænt um þær,“ spurði ég. „Nei, auðvitað þykir mér enn alveg eins vænt um þær allar. Samt er stað- reyndin þessi. – Hvað myndir þú gera, Guðrún, ef þú stæðir í svona sporum?“ „Mér finnst að þú ættir að láta kyrrt liggja. Vissulega hefur konan komið illa fram við þig og dæturnar. Gleymdu ekki að hún hefur líka blekkt þær. Hins vegar finnst mér ávinningur þinn við að gera þetta viðkvæma mál heyrin- kunnugt harla lítill miðað við það sem þú þarft að gjalda fyrir það. Þú hefur nú misst þá vissu að vera blóðfaðir dætra þinna en þú hefur ekki misst ást þeirra.“ „Nei, það hef ég sem betur fer ekki gert og ég vil alls ekki gera neitt sem gæti sært þær, það er konan sem ég vil ná mér niðri á.“ „Konan þín fyrrverandi hefur vænt- anlega þegar glatað nokkru af trausti dætra sinna, það ætti að vera henni næg refsing, ef hugsað er á þeim nót- um. Þrátt fyrir allt þá ertu faðir stúlkn- anna í þeim skilningi að þú hefur fóstr- að þær og hafir þú gert það þannig að þeim þykir vænt um um þig sem föður þá munt þú uppskera í samræmi við það. Ég myndi bíta á jaxlinn og láta myllur Guðs sjá um konuna, þær mala jú hægt en örugglega. Þitt lán er að eiga þó þrjár fósturdætur sem láta sér annt um þig, það er meira en margur á í þessum heimi. Kannski væri ástæða til í þínu tilviki að láta athuga með frjósem- ina. Kannski hefur konan ekki getað orðið ófrísk í sambandinu við þig og gripið til þessa óyndisúrræðis. Það eru yfirleitt til skýringar á öllu. Ef þessi skýring væri hin rétta þá væri hún væntanlega ekki eins sár fyrir þig. Eitt er að kona leiti eftir að eignast barn með öllum ráðum – annað að hún taki sér ástmenn fyrir ástríðu sakir. Það er skiljanlegt að fyrir geti komið ótrú- skapur sem leiði af sér getnað barns framhjá eiginmanni, en þrjú þannig getin börn og ekkert getið af eigin- manni leiðir til grunsemda um að eitt- hvað sé eða hafi verið athugavert við frjósemi eiginmannsins. Auðvitað af- sakar slíkt ekki framferði kvenna sem til slíkra ráða grípa en það gerir það skiljanlegra, einkum þegar hugsað er til þess að fyrr á árum voru ekki komin til ráð eins og tæknifrjóvganir eða gjafa- sæði.“ Álitamál „Hinar dæturnar fóru á stúfana og í ljós kom að ég átti enga þeirra“ Guðrún Guðlaugsdóttir Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is Dálítið undarleg en í alvörunni frábær blanda, sem verður að prófa. Handa 4 1x1,5 kg lífrænn kjúklingur salt og nýmalaður, svartur pipar 115 g smjör ólífuolía ½ kanelstöng 1 hnefi ný salvía, bara blöðin börkur af tveimur sítrónum 10 hvítlauksrif, óafhýdd 565 ml mjólk Hitið ofninn í 190°C og takið fram pott, sem rétt passar utan um kjúklinginn. Piprið hann og saltið rækilega og steikið hann í smjöri og ögn af ólífuolíu. Snúið honum svo hann steikist jafnt og verði gullinn. Takið pottinn af hitanum, setjið kjúklinginn á disk og hendið fitunni úr pottinum. Þá er eftir allt mögulegt gott í botninum sem gefur gott karamellubragð á eftir. Setjið kjúklinginn aftur í pottinn með afganginum af hráefnunum og látið sjóða í heitum ofninum í 1½ klukkustund. Ausið vökvanum yfir þegar þið munið eftir því. Sítrónubörkurinn skilur sósuna, sem gerir hana alveg frábæra. Berið kjúklinginn fram með því að skipta honum á diskana og ausið ríkulega yfir af sósunni í pottinum. Berið fram með snöggsoðnu spínati eða grænmeti og kartöflustöppu. Sæludagar með Jamie Oliver, PP-Forlag, 2003. Kjúklingur í mjólk Jamie Oliver

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.