Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 18
18 | 7.12.2003
NEFAÐGERÐ
Verð: 100–300 þúsund.
Áætlaður fjöldi: 70* á ári.
Aðgerð: 1–2 klst., deyfing eða svæfing.
Áhætta: Venjuleg áhætta af skurðaðgerð.
Ending: Endist ævilangt.
Nr. Skurðaðgerðir Hvað er Aldur þess sem
fer í aðgerðina
Hversu lengi
að jafna sig
1. Augnlokaaðgerð Hangandi húð- og/eða augnpokar. Húð, vöðvi og fita fjarlægð úr efri og neðri augnlokum. 25–80 ára 7–10 dagar
2. Brjóstastækkun Sílikonpúðar settir í brjóst, ýmist undir vöðva, sem er mun algengara, eða undir kirtil. 20–50 ára 7–10 dagar
3. Fitusog Fitufrumur eru sogaðar af ákveðnum stöðum á líkamanum. Gert með vél sem skapar undirþrýsting og sog. Sogpípa er sett inn í fituna um örlítinn
skurð og fitufrumur sogaðar út eftir meðhöndlun fitunnar með saltvatni og ákveðnum lyfjum.
20–70 ára Þrýstingsumbúðir í 8
vikur en rólfær eftir viku
4. Brjóstalyfting Brjóstinu lyft og mótað nýtt úr því sem er til staðar. Frá 25 ára 2 vikur
5. Andlitslyfting Losun á húð og bandvef í andliti (SMAS). Með því að draga SMAS til, losa það og færa til er hægt að fá lyftingu á það sem hefur látið undan þyngd-
araflinu. Síðan er húðin strekkt og lögð yfir. Skorið er í hársvörð, niður fyrir framan eyra, aftur fyrir eyra og inn í hnakkahársvörð. Losað fram undir
kinnbein og undir allan hálsinn og strekkt á honum líka.
35–80 ára 10–14 dagar
6. Nefaðgerð Breytingar eða minnkun á nefi. Aðgerð á brjóski og/eða beini. 20–50 ára 10–14 dagar
7. Eyrnaaðgerð Útlitsbreytingar á eyrum. 20–40 ára 7–10 dagar
8. Svuntuaðgerð Oftast til að laga slit eða fellingar á neðanverðum kvið, sérstaklega eftir meðgöngu. Skurður gerður neðantil á kviðveggnum og hann losaður frá
undirliggjandi vöðvum. Naflinn losaður frá húð og húð dregin yfir, hann tekinn í gegn á nýjum stað.
30–60 ára 2–3 vikur
9. Varastækkun Eigin fita er tekin í kringum nafla, þvegin og hreinsuð og komið fyrir með fínum sprautum m.a. í vörum eða fellingum í andliti. 25–50 ára 1–2 vikur
10. Fylling í andlit Stækkun á t.d. kinnbeinum eða höku með varanlegum fylliefnum, yfirleitt sílikoni, sem gerð eru eftir móti og eru hörð eins og bein. Þeim er komið
fyrir t.d. í gegnum munn en ekki skorið í húð.
30–45 ára 10 dagar
11. Augnabrúna- og
ennislyfting
Skurður um framanvert höfuðleður, ennið losað frá höfuðkúpu og augabrúnum lyft upp. Umframhúð tekin af höfuðleðri og saumað. 40–60 ára 2 vikur
FYLLING Í ANDLIT
Verð: 100–200 þúsund.
Lengd aðgerðar: 1½ klst., svæfing.
Áhætta: Venjuleg áhætta af skurðaðgerð. Ekki algeng aðgerð.
Ending: Endist ævilangt.
BRJÓSTASTÆKKUN
Verð: 200–230 þúsund.
Áætlaður fjöldi: Um 200* á ári.
Lengd aðgerðar: Tekur 1–2 klst., svæfing.
Áhætta: Að brjóstið verði hart, 5% áhætta á ör-
myndun í kringum púðann, auk venjulegrar
áhættu af skurðaðgerð.
Ending: 10–30 ár.
SVUNTUAÐGERÐ
Verð: 280–320 þúsund.
Lengd aðgerðar: 3–4 klst., svæfing.
Áhætta: Venjuleg áhætta af skurðaðgerð.
Ending: Endist ævilangt.
AUGNLOKAAÐGERÐ
Verð: 65–80 þúsund.
Áætlaður fjöldi: Allt að 300* á ári.
Lengd aðgerðar: 1 klst., róandi og staðdeyfing.
Áhætta: Lítil áhætta, aðallega blæðingar.
Ending: Varanleg í 15 ár, kemur ekki í veg fyrir öldrun.
AUGNABRÚNA- OG ENNISLYFTING
Verð: 120 þúsund.
Lengd aðgerðar: 1½ klst., svæfing.
Áhætta: Lömun í ennisvöðvum (óalgengt) eða dofi í höfði (algengt).
Ending: A.m.k. 15 ár til ævilangt.
EYRNAAÐGERÐ
Verð: 90 þúsund.
Lengd aðgerðar: 1½ -2 klst., deyfing eða svæfing.
Áhætta: Venjuleg áhætta af skurðaðgerð.
Ending: Endist ævilangt. ANDLITSLYFTING
Verð: 200–400 þúsund.
Áætlaður fjöldi: 80* á ári.
Lengd aðgerðar: 4–6 klst., róandi og staðdeyfing.
Áhætta: Blóðrásartruflanir í vef, sérstaklega hjá reykingafólki, auk venju-
legrar áhættu.
Ending: Varanleg í 15 ár, kemur ekki í veg fyrir öldrun.
BRJÓSTALYFTING
Verð: 260–300 þúsund.
Áætlaður fjöldi: 100* á ári.
Aðgerð: 3 klst., svæfing
Áhætta: Venjuleg áhætta af skurðaðgerð, þ.e. blæðing og sýking.
Ending: 10–15 ár.
VARASTÆKKUN
Verð: 80 þúsund.
Lengd aðgerðar: 1½ –2 klst., deyfing.
Áhætta: Lítil áhætta vegna þess að eigin fita er notuð, en bólgumyndun fyrstu vikuna.
Ending: Endist ævilangt.
FITUSOG
Verð: 80–200 þúsund.
Áætlaður fjöldi: 150* á ári.
Lengd aðgerðar: 1–3 klst., svæfing.
Áhætta: Að dældir myndist á staðinn þar sem fitusog hefur
farið fram ef viðkomandi fitnar mjög mikið eftir aðgerð, auk
venjulegrar áhættu af skurðaðgerð.
Ending: Varanleg.
Almenn áhætta af skurðaðgerðum er sýking eða blæðing.
Heildarfjöldi aðgerða á ári er líklega 900 og heildarkostnaður
á ári á bilinu 120,5–183 milljónir króna. Þá eru einungis teknar
saman áætlaðar tölur yfir sex algengustu aðgerðirnar.
*Þar sem upplýsingum er ekki safnað á einn stað
eru tölur áætlaðar út frá fyrirliggjandi upplýsingum
um brjóstastækkanir og ágiskunum lýtalækna.