Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 19
7.12.2003 | 19 Hann telur að um 200 brjóstastækkunaraðgerðir hafi verið gerðar á ári á und- anförnum tíu árum, en hann hefur starfað sem sérfræðingur í lýtalækningum í fimm- tán ár. Það er í samræmi við tölur sem teknar voru saman vegna fyrirspurnar á Al- þingi árið 2001 og gerð bæklings á vegum Landlæknisembættisins þar sem fram koma einu tölfræðiupplýsingarnar sem fyrir liggja hjá embættinu varðandi fegrunar- aðgerðir, þ.e. að brjóstastækkunaraðgerðir séu 200–250 á ári, 90% í fegrunarskyni en 10% til að endurskapa brjóst, t.d. eftir krabbamein. Jens segir mjög óalgengt að konur láti fjarlægja sílikonfyllingar úr brjóstum ef að- gerðin hefur gengið eðlilega. Hins vegar getur myndast örvefur umhverfis fylling- arnar sem veldur því að brjóstið verður harðara viðkomu en æskilegt er í u.þ.b. 5% tilvika. Í þeim tilfellum þarf oftast ekki að gera neitt, þ.e. brjóstið getur mýkst með tímanum. Stundum þarf þó að gera aðgerð og losa um eða fjarlægja örvef til að mýkja brjóstið, sem oftast hjálpar. Ef hins vegar slíkt hefur verið gert í tví- eða þrígang og ör- myndunin alltaf tekið sig upp er ekkert annað að gera en að fjarlægja fyllinguna og sætta sig við að viðkomandi kona getur ekki borið brjóstafyll- ingu. Slíkt er þó afar sjaldgæft eða vel innan við 1%. Brjóstastækkunaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi í um þrjátíu ár en Jens getur ekki svarað því hversu margar slíkar að- gerðir voru gerðar á ári fyrir hans tíma, en hafa ber í huga að Tryggingastofnun ríkisins borgaði fyrir fegrunaraðgerðir eins og aðrar aðgerðir allt til ársins 1991 þegar reglugerð var sett og lýtaað- gerðir flokkaðar í annars vegar lýta- og hins vegar fegrunaraðgerðir og hætt var að taka þátt í kostnaði við þær síðarnefndu. A.m.k. má slá því föstu að yfir 2.000 íslenskar konur séu með sílikonfyllingar í brjóstunum. Jafnvel 3.000 ef 200 aðgerðir hafa verið gerðar á ári í fimmtán ár. En miðað við tölur frá nágrannalandi eins og Noregi þar sem talið er að 70.000 konur séu með sílikon í brjóstunum, má tvöfalda íslensku töluna miðað við sama hlutfall af fólksfjölda og í Noregi. Jens telur ekki að aðgerðunum fari fjölgandi, og jafn- vel frekar fækkandi. Hann hefur þó ekki tölur til að byggja á þar sem engin skráning eða flokkun hefur farið fram á fegrunaraðgerðum á Íslandi. „Við vitum ekki einu sinni sjálfir hvað margar konur á Íslandi eru með sílikon í brjóstunum. Við lýtalæknarnir höfum aldrei borið okkur saman. Við gerum miklar kröfur til þess að skjólstæðingar okkar þurfi ekki að hafa áhyggjur af að upplýsingar um þá fari víðar. Þetta er þeirra einkamál. Það á enginn að geta komist að því hvað hver og einn ákveður að gera fyrir sig. Til þess að vera viss um það, verða þessar skrár að vera í vörslu viðkomandi læknis. Annars er kominn þriðji aðili sem hefur vitneskj- una og þegar þrír vita þá veit þjóð,“ segir Jens. Undir þessi orð læknisins geta eflaust margir tekið. Enda er það ekki ætlunin að nafngreina þá sem farið hafa í andlitslyftingu eða brjóstastækkun, heldur að kort- leggja umfang þessara aðgerða hér á landi. „Já, en við höfum ekki einu sinni þessar upplýsingar og það er bara til þess að fyrirbyggja að persónuupplýsingar fari víðar. Við höldum ekki skrá yfir fjölda aðgerða og flokkum þær ekki niður.“ segir Jens. Hann segir ekki standa til að skrá eða flokka aðgerðir á annan hátt. Jens segir að þeir læknar sem sinni fegrunaraðgerðum hér á landi sendi Landlækn- isembættinu engar upplýsingar, hvorki um fjölda aðgerða né tegund, kostnað eða annað. Hann segir að það hafi orðið sameiginleg niðurstaða læknanna og Landlækn- isembættisins fyrir u.þ.b. tveimur árum, m.a. í tengslum við umræðu um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. „Að mínu mati er mikilvægt að málum sé svona háttað svo að fólk haldi þessum upplýsingum bara fyrir sig. Og það er sérstaklega mikilvægt í fámennum þjóðfélögum.“ Sigurður Guðmundsson landlæknir kannast ekki við að slík niðurstaða liggi fyrir. Nú er unnið að því að efla skráningarferli upplýsinga úr öllu heilbrigðiskerfinu til Landlæknisembættisins. Þá er átt við upplýsingar frá sjúkrahúsum, heilsugæslu og stofum sérfræðinga um tegund aðgerða, fjölda, aldur sjúklinga o.s.frv. Landlæknir tekur skýrt fram að ekki sé verið að safna persónuupplýsingum, heldur tölulegum. Allar upplýsingar verða dulkóðaðar og í allra viðkvæmustu upplýsingunum eins og t.d. um fóstureyðingar verður persónugreinanlegum upplýsingum eytt varanlega. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu (97/1990) á landlæknir að skipuleggja skýrslugerð heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisstofnana og innheimta þær og við það lagaákvæði er stuðst til að efla skráningarferlið, en í bígerð er ítarlegri lagasetning. Skráningin er komin lengra á veg frá sjúkrahúsum og heilsugæslunni en frá stofum sérfræðinga. En af hverju? „Það hefur gengið mun tregar að fá þessar upplýsingar frá stofum úti í bæ. Þar er þróun rafrænnar sjúkraskráningar ekki komin eins vel á veg. Það hafa allir mjög mikinn áhuga á því að þetta geti gengið eftir því að þetta er ekki síður hagur þeirra sem vinna á stofunum, en okkar eða heilbrigð- iskerfisins sem heildar. Í gegnum svona dýnamískt skráningarkerfi sem við sjáum fyrir okkur er hægt að fá upplýsingar fljótt um hvern- ig tíðni tiltekinna verka er að breytast, árangur þeirra og læknar geta borið sína stofu saman við aðra. Við förum með upplýsingar sem snúa að einstaklingum sem trúnaðarmál en hægt verður að fá upplýsingar um að á tiltekinni stofu hafi verið gerður ákveðinn fjöldi aðgerða sem svo er hægt að bera saman við heildina. Mein- ingin er að þegar fram í sækir verði hægt að skrá fylgikvilla og annað sem kann að koma upp, til að meta árangur, auk umfangsins,“ segir Sigurður. Hversu langt er að bíða þess að upplýsingar berist frá stofum og skráning komist í fullan gang? „Þetta er komið vel á veg hjá sjúkrahúsunum og heilsugæslunni en ég held að það verði lengra í að upplýsingar berist frá einkastofum. Þá erum við sennilega að tala um ár frekar en mánuði.“ Og þá á landlæknir við nokkur ár. „Það er gríðarlegur kostn- aður sem felst í svona skráningarkerfum. Ef fasteignaskrá kostar 600 milljónir má gera ráð fyrir að heilbrigðisþjónustuskrá kosti að minnsta kosti svipað eða meira þeg- ar öll kurl eru komin til grafar.“ Sigurður segir að margar þjóðir séu komnar lengra í skráningu heilbrigðisupplýsinga en Íslendingar, en við stöndum þó ekki aftast. Ekki krafist upplýsinga um fylliefnasprautur Þegar skráningin verður komin í gang, verður þá beðið um upplýsingar um allar tegundir fegrunaraðgerða, þ.e. skurðaðgerðir og sprautur? „Við höfum aðallega beint sjónum okkar að skurðaðgerðum. Það er alveg á mörk- unum að hægt sé að kalla fylliefnasprautur læknisaðgerð og við munum láta annað hafa forgang.“ Kemur þá að því að snyrtifræðingar sprauti fólk með fylliefnum? „Í sumum löndum er það gert en ekki hér. Við setjum þau mörk að það sé verk heilbrigðisstarfsmanns að sprauta fólk en ekki eru allir sammála okkur um það.“ Sigurður segir ekki standa til að breyta þessu, enda má finna þessar vinnureglur í leiðbeiningum til heilbrigðisstarfsfólks. „Við viljum krefjast þekkingar, færni og þjálf- unar, sem heilbrigðisstarfsmenn einir hafa, í að meðhöndla sprautur. Því það er hægt að meiða fólk illa með þeim.“ Lengi vel töldust fullnægjandi þær upplýsingar um verk á læknastofum sem bárust í gegnum Tryggingastofnun ríkisins en nú er unnið að því að fá læknastofur til sam- Að minnsta kosti 2.000 konur á Íslandi með sílikonpúða í brjóst- um. Átta lýtalæknar á Íslandi fást við fegrun- araðgerðir. Algeng- ustu aðgerðirnar eru: Augnlokaaðgerð, brjóstastækkun, fitu- sog, brjóstalyfting, and- litslyfting, nefaðgerð ALLT FYRIR FEGURÐINA Nr. Meðferðir án skurðaðgerðar Hvað er Áhætta Varanleiki Kostnaður Tími Aldur þess sem fer í aðgerðina Hversu lengi að jafna sig 1. Fylliefnið Restylane Hyaluronic-sýra, lífefnaframleiðsla. T.d. notað í varastækkun og til að fylla upp í hrukkur í kringum munninn. Sjaldgæf ofnæmisviðbrögð. 6–12 mánuðir 30–70 þús. 30–40 mín. 18–80 ára 12 tímar 2. Photoderm leysimeðferð Einfasaljós sem beint er á húð og hiti myndast. Lokar t.d. æðum og æðasliti með því að eyðileggja æðina. Photoderm-leysimeðferð er notuð með endurteknum meðferðum og getur fjarlægt fíngerðar hrukkur með því að breyta kollageninu í húðinni. Lítil áhætta á litabreytingum í húð og örmyndun. Þarf 4–6 skipti með stuttu millibili og endist í 5–10 ár stundum ævilangt. 20 þús. skiptið 1 klst. skiptið. 18–60 ára 24 klst. 3. Leysimeðferð til háreyðingar Einfasaljós. Eyðileggur hársekki djúpt í húð þannig að hár fellur af og ný hár myndast ekki fyrstu mánuðina og oftast varanlega. Gagnast best dökku hári. Getur verið sviði við meðferð og stundum yfirborðsbruni. 6 mánuðir til ævilangt 30–200 þús. 30 mín– 2 klst. 20–50 ára 4 dagar 4. CO2 leysimeðferð f. bólur og djúpar hrukkur Einfasaljós sem beint er á húð og hiti myndast. Umbreytir kollageni djúpt í leðurhúðinni en getur einnig skaðað ysta lag húðarinnar vegna sáramyndunar við meðferð en sárin gróa á 10–14 dögum. Litabreyting og örmyndun í húð. 5–10 ár 100 þús. 1 klst. 20–25 og yfir 50 ára. 6 vikur Botox* Óvirkt eitur, Botulinum A, sem lamar taugar. Að efnið fari víðar en ætlað er og stærri svæði lamist. 3 mánuðir 20–30 mín. 20–60 ára 12 tímar Artecoll** Litlar perlur sem þjappað er saman við kollagen. Getur hlaupið í kekki, þ.a.l. djúp ör. Tekur 3–6 mánuði að virka og er þá var- anlegt. 500–1.000 USD 30–40 mín. 18–80 ára 4 dagar Cosmoderm** Verksmiðjuframleitt úr fósturvef. Svipuð og af Restylane. 3–6 mánuðir 500–2.500 USD 30–40 mín. 18–80 ára 12 tímar *verður leyft hér á landi innan nokkurra mánaða **ekki leyft hér á landi en verður hugsanlega í framtíðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.