Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 25
É
g horfi rannsóknaraugum á konuna fyrir framan mig – á jarpt
stutt hárið, breið kinnbein og stór augun, svolítið kembd á lit
bak við gleraugun – augnaráðið fullt af einurð. Ég er að bera út-
lit Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar saman við
myndir af Grími Thomsen ljóðskáldi og fyrrum áhrifamanni í
dönsku og íslensku þjóðlífi og ættfólki hans. Meðan á glæstum ferli hans erlend-
is stóð vitjaði hann öðru hverju átthaganna, meðal annars sumarið 1866. Einmitt
þá var Þuríður nokkur Þorgeirsdóttir vinnukona í Pálshúsi í Reykjavík. Hún ól
dóttur 19. maí 1867 og sagði sínu nánasta skylduliði að Grímur Thomsen væri
barnsfaðir hennar, þótt Jón Ólafsson, ógiftur maður á Sýruparti á Akranesi, væri
lýstur faðir stúlkunnar í kirkjubókum.
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður er í hópi afkomenda Sigurlaugar
Jónsdóttur. En hvernig frétti um hún hin meintu ættartengsl við Grím Thom-
sen?
„Faðerni Sigurlaugar, langömmu minnar, var ættarleyndarmál lengi vel, afi
minn, Marinó Jónsson, sem var dulur og hlédrægur maður, hvíslaði þessu leynd-
armáli að mér þegar ég var barn og var að lesa ljóð eftir Grím Thomsen, en
sagði jafnframt: „Þetta er leyndarmál fjölskyldunnar sem við tölum ekki um“,“
segir Margrét.
Þuríður dó ung
Nú er ættarleyndarmálið hins vegar aðgengilegt í bókinni Lífsþorsti og leynd-
ar ástir, þar sem Kristmundur Bjarnason bregður upp svipmyndum úr lífi Gríms
Thomsens og nokkurra samferðamanna, í þeirri bók eru myndir af Grími og
ættmönnum hans.
Í umræddri bók kemur fram að Grímur, hafði mörgum árum áður en Þuríður
Þorgeirsdóttir ól dóttur sína Sigurlaugu, eignast launson með dönsku skáldkon-
unni Magdalenu Krag, sem hann heldur ekki gekkst við en hafði þó forgöngu
um að Ingibjörg móðir hans á Bessastöðum fengi að hitta. Ekki er hins vegar vit-
að til að Grímur hafi haft nein afskipti af Sigurlaugu og hið meinta faðerni fór
lengi leynt
Afkomendur Sigurlaugar herma að henni hafi verið komið fyrir hjá móð-
urfólki sínu eigi löngu eftir að hún var í heiminn borin og hjá því fólki ólst Sig-
urlaug upp. Þuríður móðir hennar dó aðeins fertug að aldri, úr veikindum, en
hafði verði mjög heilsulaus um nokkurn tíma áður. Hún var á þeim tíma vinnu-
kona hjá Grími Thomsen á Bessastöðum, en þar lést hún 24. maí 1870.
Í ágústbyrjun sama ár kvæntist Grímur Jakobínu Jónsdóttur, 35 ára prests-
dóttur frá Hólmum við Seyðisfjörð. Grímur og Jakobína eignuðust ekki börn
saman en ólu upp fósturbörn.
Kemur úr samheldinni fjölskyldu
Margrét ólst upp hjá foreldrum sínum, Hallgrími Marinóssyni og Arndísi
Kristínu Sigurbjörnsdóttur, ásamt þremur systrum sínum á svipuðum aldri, og í
sama húsi bjuggu foreldrar Hallgríms, Marinó og Katrín Kristín Hallgrímsdóttir.
Marinó var sem fyrr sagði eitt sex barna Sigurlaugar, meintrar dóttur Gríms
Thomsens og eiginmanns hennar Jóns Jónssonar silfursmiðs.
„Ég átti mjög góða æsku og kem úr samheldinni fjölskyldu, þar sem bjuggu
saman þrír ættliðir. Mamma var heimavinnandi húsmóðir. Ég hafði herbergi
uppi hjá afa og ömmu og spjallaði oft og mikið við þau, ekki síst afa, við vorum
miklir vinir.
Þegar ég fór til náms í Svíþjóð þótti mér fyrir því að skilja við þau, - þau voru
orðin svo gömul.“
En Margrét á ekki bara hlýjar minningar frá æskuheimili sínu, hún á fjögur
börn sem hún býr með á fallegu heimili við Laugalæk í Reykjavík. Á veggjunum
eru glæsileg listaverk af ýmsu tagi og í bókahillunum eru gamlar bækur sem hún
keypti að eigin sögn fyrir vasapeningana meðan aðrar unglingsstúlkur keyptu sér
föt og snyrtivörur.
„Ég varð strax hrifin af því sem gamalt var og fannst það dýrmætt. Ég gekk
þó ekki með þann draum að verða fornleifafræðingur þegar ég var í mennta-
skóla. Þvert á móti ætlaði ég að verða læknir, enda starfaði ég með námi í MR á
Rannsóknastofu Háskóla Íslands í meinafræði.“
Í bók Kristmundar Lífsþorsti og leyndar ástir er lýsing á Sigurlaugu, meintri
langömmu Margrétar: „Lágvaxin kona, fölleit og skarpleit, ákveðin í fasi og dug-
leg.“
Ég spyr Margréti hvort hún kannist við eitthvað á myndum af Grími og nán-
um ættingjum hans í svipmóti sinnar fjölskyldu.
FJÖLSKYLDA OG
ÆTTARLEYNDARMÁL
Það fer spennuhrollur um sannan Íslending þegar hann heyrir um
rangfeðrun barns, ekki síst þegar þjóðskáld er meintur faðir
Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
7.12.2003 | 25