Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 31
7.12.2003 | 31 rýmingarhættu í dýragörðum. Það reyndist ekki heillavænleg stefna. Malilangwe var því algjörlega ný upplifun – að vera í heimkynnum dýranna og að fá að sjá t.d. afríska fílinn eins og hann hegðar sér í raun og veru. Hann fer um stór svæði og vissulega fellir hann trén og skilur eftir sig eyðileggingu en málið er að hann er alltaf á ferðinni og þarf gríðarstórt svæði til að athafna sig. Innfæddir kalla fílinn Júmbó. Við mættum fílahjörð að snæðingi sem fetaði sig markvisst áfram.. Hjörðin var með unga með í för og þegar hún varð okkar vör myndaði hún vörð í kringum þá – en þegar hún taldi hættuna liðna hjá, hélt hún iðju sinni áfram. Fílar eru mjög greind dýr og félagslega þroskuð. Þeir hafa mjög gott minni og geta þekkt a.m.k. 200 aðra einstaklinga og nota lágtíðnihljóð til að tala saman. Kvendýrin eru mjög samrýmd og halda fjölskyldunni saman. Karldýrin þurfa að glíma við sitt testosterón-kynhormón og yfirgefa hjörðina til að ferðast allt að 300 km til að eðlast. Á því tímabili eru þeir árásargjarnir og geta verið hættulegir. Fílar eru tilfinningaverur og taka það mjög nærri sér þegar einhver úr fjöl- skyldunni deyr. Þeir þekkja jafnvel bein vina sinna og til eru skjalfest dæmi um af- kvæmi sem vitja beina mæðra sinna. Fullorðnir fílar éta um 250 kg á dag en þeir nýta ekki nema um 40% af næring- unni sem af því fæst. Við héldum för okkar áfram og fylgdumst með stöku karldýri. Unglingi, sagði Mark, og að fíl- ar yrðu kynþroska um fjórtán ára ald- urinn en að þeir maka sig ekki fyrr en um fertugt, þá fyrst væru þeir nógu stórir og sterkir til þess. Þessi sýndi okkur gríð- arstóran lim sinn og Mark sagði okkur að í fullri reisn yrði hann S-laga og væri um 60 kg að þyngd, sæðið mældist ekki minna en sex lítrar. Kvendýrið getur borið eftir 20 ára ald- ur unga á um fjögurra ára fresti. Það eru eldri kvendýr sem eru höfuð hjarðarinn- ar og þær gæta ungviðisins vel. Afríski fíllinn er þekktur af stórum eyrum sínum og þegar hann telur sér ógnað blakar hann þeim og hristir höfuðið. Hann verður um 60–70 ára gamall og í einstaka tilfellum getur hann náð 100 ára aldri. Hann getur orðið allt að sex og hálft tonn að þyngd. Júmbó rænir höfuðfati Í einni ferðinni mættum við fíl sem vildi nálgast okkur. Bifreiðin nam staðar og Júmbó kom á móti okkur. Mark sagði að hann væri ekki í árásarhug, heldur væri það for- vitnin sem drifi hann áfram. Hann blak- aði stórum eyrunum, hristi höfuðið og urraði lítillega á okkur – til að kanna hvort við myndum hörfa undan. Hann kom að bifreiðinni og Komondo skimari þurfti að beygja sig undan hon- um þar sem hann sat í stólnum á húdd- inu. Hann kom hægra megin við jeppann þar sem ég sat við hlið bílstjórans (stýrið er vinstra megin í bílnum). Hann rak ranann út í loftið og festi lyktina af okkur í minni – svo sveiflaði hann rananum og það slettist fílahor á bert læri mitt! Júmbó er stórvaxinn og gæti gert talsverðan usla hlypi einhver geðvonska í hann. Nú sneri hann sér að bílstjóranum vinstra megin sem sveiflaði hattinum sín- um lítillega og lagði varlega út fyrir bílinn. Fíllinn þefaði vel af höfuðfatinu, tók það svo með rananum og hljóp í burtu sem fætur toguðu og hvarf bak við tré. Við skelltum upp úr en Mark var of undrandi til að hlæja strax. Hann sá eftir uppáhaldssafaríhattinum sínum. Afríski fíllinn (loxodonta africana) er stærsta spendýrið sem þrífst á landi. Það var mjög áhrifaríkt að mæta honum. Hin fílategundin sem enn er eftir í þessum heimi er asíski fílinn (elephas maximus). Safaríferð okkar lauk við sólsetur úti á engi. Þar lögðum við bílnum og fengum okkur nesti um leið og fylgdumst með óviðjafnanlegu afríska sólarlaginu sem gír- affa bar við. guhe@mbl.is tekið við sér og allt var orðið grænt. Möguleikarnir til að sjá þessi kattardýr voru meiri áður en skógurinn blómstraði. Sumarið var byrjað og hitinn gat orðið um 34 stig á Celsius að degi til. Tákn Mililangwe er hlébarðinn eða leopard – og sagt er að auðveldara sé að heyra í þeim en sjá þessa mikilfenglegu dýrategund. Hlébarðinn veiðir m.a. fugla, apa, bavíana, vörtusvín, antilópur og klettabjór (dassie). Hann er snjall að klifra í trjám og hvílir sig gjarnan á trjágreinum. Stundum dregur hann bráð sína upp í tré og étur hana þar. Einfari nema á fengitímanum. Ljónið er hinsvegar mikið letidýr og á vinsældir sínar að mestu að rekja til útlits- ins, því það notar daginn aðallega til að hvíla sig og melta fæðuna sem fæst á nótt- inni. Ljónin eru ekki mjög markviss á veiðum sínum og þau ná einungis fimmta hverju fórnarlambi sem þau velja. Við sáum hvorki afríska ljónið né hlébarðann. Gíraffar og sebrahestar Við keyrðum út í víðáttuna og þar var mögnuð sjón – og dýr sem margir halda upp á: Gíraffar og sebrahestar sem gjarnan halda hópinn. Þessir hópar finna víst styrk hver í öðr- um. Karlgíraffi getur orðið um fimm metrar á hæð en meðalhæð kvendýrsins er fjórir og hálfur metri. Þeir þurfa nán- ast að krjúpa á kné til að fá sér að drekka. Þeir eru fremur stressaðir þegar þeir beygja, finnst þeir sennilega ekki í góðri stellingu til að bregðast við óvini. Þeir eru hálslengsta spendýrið og éta lauf trjánna, þótt sum þeirra hafi brugð- ist við með þyrnum sínum. Enginn sebrahestur er eins þótt þeir virðist allir vera það - og sagði Mark okkur að þeir þekktu hver annan á röndunum. Þeir eru félagsleg dýr og slást oft í för með öðrum dýrategundum eins og vísundum, fílum og antilópum auk gíraffa. Verstu óvinir þeirra eru ljón, hýenur og villihundar. Þeir reynd- ust ekki gott burðardýr fyrir menn - ekki með nógu sterkt bak. Hljóðin í skóginum eru flest frá fugl- um og lirfum í trjánum - sem minna á engisprettuhljóðin. Það er erfitt að lýsa þessari tilfinningu sem fæst við að fara um heimkynni dýranna í Malilangwe. Þetta er einskonar paradís en hönd mannsins sést því hún hefur lagt vegina um skóginn og sum stöðuvötnin eru með manngerðum stíflum í þágu dýr- anna. Kosturinn er að á þessum stað gerir maðurinn þetta með velfarnað þeirra í huga. Hann hefur snúið frá eig- in hagsmunum og vill gera sitt til að dýr- in endurheimti frelsi sitt og réttindi. Túristar og antilópur Staðan er ekki svona góð í öllum þjóðgörðum því á ákveðnum túristastöðum í afrískum þjóðgörðum hafa ráðamenn skotið dýr- in með svæfingalyfjum og komið fyrir nemum í líkömum þeirra til að geta leit- að þau uppi fyrir túrista. Á öðrum stöð- um er hræjum úthlutað handa dýrum til að lokka þau fram. Þau dýr sem venjast því hætta að veiða sjálf og verða einskonar dýragarðsdýr. Þótt kyrrðin í skóginum í Malilangwe væri rofin með bifreið okkar og forvitni þakkaði ég mínu sæla fyrir að þetta var vistvæn ferðamennska eins og gerist best - og virðing fararstjóranna fyrir umhverfinu var óumdeilanleg. Við sáum antilópur reglulega og var ótrúlegt að sjá þær á hlaupum, þær bók- staflega svifu í loftinu. Við mættum oftast einstaklingum af nyala-, impala- og kudu-tegundum. Impala eru mjög tignarlegar. Karldýrið ber löng lýrulaga horn, allt að 75 cm. Þetta dýr nær ógnarhraða á sprettum sínum, fer 10 metra í stökki og þrjá metra upp í loftið. Þær eru eftirlætismatur ljóna, blettatígurs (sem er ekki á þessu svæði), villihunda og jafnvel hýena. Við fórum í þrjá safarítúra í Pamushana og ég skráði hjá mér allt það sem ég upplifði í fyrsta sinn; framandi trén, skordýrin, villiblómin, fuglana og dýrin. Afríski fíllinn Ég hef heimsótt marga dýragarða og alltaf fundið til með dýr- unum vegna þess að þeim drepleiðist. Á 19. öld var talið best að vernda dýr í út- Malilangwe Markmið: Safarí eða Game Drive um heimkynni villtra dýra. Staðsetning: Sunnanverð Afr- íka, Zimbabve, Malilangwe, 21 gráða suður. Helstu séð dýr: Flóðhestar, fíl- ar, vísundar, bavíanar, sebra- hestar, gíraffar, hýenur, nas- hyrningar og nokkrar tegundir af antilópum eins og impala, kudu, nyala og klipsspringer. Safaríbifreiðin, fremst situr Komondo skimari. Fararstjórar eru vel menntaðir. Fögur hýena að drepast úr forvitni.Gíraffar eru óumdeilanlega tignarlegir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.