Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 34
34 | 7.12.2003 Margir Íslendingar þekkja danska vörumerkið Georg Jensen. Sennilega erþað mikið til vegna jólaskrautsins sem fyrirtækið framleiðir og þá sér-staklega vegna jólaóróanna sem finna má á mörgum heimilum og koma út árlega. Mörg ár af jólaóróum má finna hangandi í gluggum landsmanna og líklegt er að einhverjir geti ekki ímyndað sér jólin án nýs óróa frá Georg Jensen. En þetta þekkta danska vörumerki er ansi miklu meira en óróar og skraut þótt það standi sig vel í að koma fram með nýjungar á því sviði. Upphaflega silfursmiðja herra Georgs Jensens og síðar stórfyrirtæki á heimsvísu – Georg Jensen ætlaði sér alltaf að verða listamaður og efst á óskalistanum var að verða myndhöggvari. Hann útskrif- aðist úr listaskóla með prýði, vann fyrir sér með námi með því að reka lítið leir- keraverkstæði og til að auka tekjurnar enn frekar vann hann einnig í silfursmiðju. Þar með voru örlög hans ráðin og 1904 opnaði hann sjálfur silfursmiðju í Kaupmanna- höfn og 1909 færði hann út kvíarnar og opnaði útibú í Berlín. Fleiri borgir fylgdu í kjölfarið og fljótlega fór framleiðsla fyrirtækisins að vekja athygli og hljóta viðurkenningar. Stærstan þátt í velgengninni má rekja til þess hversu Jensen var mikill framtíðarsinni og þegar aðrir silfursmiðir voru enn að vinna íburðarmikla skrautmuni í anda söguhyggjunnar varð hann fyrir áhrifum „art nouveau“-stefnunnar, nýlistastefnu þar sem einföld form voru ríkjandi og gjarnan sótt til náttúrunnar. Jensen hafnaði þar með gömlum gildum um meðferð hráefnisins, sótti í gömul einföld form sem áður þóttu lítt spennandi og féllu þau í góðan jarðveg. Mjög fljótlega leitaði Jensen til annarra listamanna og í gegnum tíðina hafa fjölmargir skandinavískir listamenn hannað muni fyrir fyrirtækið Georg Jensen, m.a. Arne Jacobsen, Henning Koppel og Nanna Ditzel. Þeir koma að öllum deildum fyr- irtækisins en um er að ræða framleiðslu á úrum, skartgripum og heimilisvörum af ýmsum toga. Vörur fyrirtækisins verða flestar að teljast tímalausar enda hafði Georg Jensen það að markmiði að fylgja ekki tískunni heldur nútímanum en með því sagði hann að fólk héldi sér ungu í annars eilífri baráttu. Þetta markmið hans hefur fylgt fyrirtækinu frá upphafi en gamalli arfleifð er fylgt eftir af nýjum og ungum listamönn- um sem og þeim eldri sem lengi hafa unnið fyrir fyrirtækið. Georg Jensen er hluti af „Royal Scandinavia Group“ sem eru fyrirtækin Royal Copenhagen – framleiðendur postulíns, Orrefors, Kosta Boda og Holmegaard– sem framleiða listmuni úr gleri, og Boda Nova-Höganas sem framleiðir muni úr keramiki. JÓL MEÐ GEORG JENSEN Ekki fylgja tískunni, fylgdu nútímanum HÖNNUN | HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR Gömul arfleifð – nútímaleg hugsun HÁTALARAR Stefán Her- mannsson rafvirkjameist- ari hefur hannað og smíð- að hágæðahátalara sem hann framleiðir eftir pönt- unum. Tóngæði hátal- aranna eru með því mesta sem þekkist, 4–5 ohm, og getur kaupandi ákveðið nokkurn veginn sjálfur hvernig hátalarnir koma til með að líta út. Kaupandi velur nefnilega viðarteg- und í hátalaragrindina, tauefni framan á hátal- arann og málmgrind. Stærðinni er hins vegar ekki hægt að breyta en hæðin er 165 cm, breiddin 60 cm og þykktin er 5 cm. Hátalararnir fást í Bræðr- unum Ormsson. KRYDDSTAUKAR Góð hönnun sprettur oft fram af hreinni nauðsyn. Þannig var það með kryddstaukana frá fyrirtækinu „Soho Spices“ sem Laura Martin hannaði. Hún bjó við þröng- ar aðstæður í New York og eldhúsið hennar var sérlega lítið. Þá fékk hún hugmyndina að kryddstaukunum sem hafa segul að neðan og festast á plötu sem fylgir þeim. Þá er hægt að hafa hvar sem er, nota þá án plötunnar og í raun undir ýmislegt, t.d. smálegt skrifstofudót. Það var áhugi Lauru á eldamennsku og hagnýtri hönnun sem og listmenntun hennar sem einnig kveikti hugmyndina að þessum hirslum og nú einbeitir hún sér að því að þróa hugmyndina enn frekar. Fyrir utan ryðfrítt stál munu staukarnir með tíð og tíma fást úr plasti og í nokkrum litum og eru þá hugsaðir undir allt mögulegt, allt frá hárteygj- um til sælgætis. Kryddstaukarnir fást í verslununum Kokku, Epal og Tékkkristal. NÝTT SKÁLAR OG VASAR Iittala hefur hafið framleiðslu á nýjum grunni á hinum þekktu skálum og vösum eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto. Hannað árið 1936 og enn eftirsótt en nú komið í nýjan bún- ing – tvær „míní“ stærðir af skálunum, 98 og 136 mm, og boðið í tveimur litum, glærum og berjabláum. Aalto hannaði þessar skálar og vasa með það í huga á sínum tíma að stærðirnar gætu verið marg- ar og nú hefur verið látið verða af því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.