Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 38
38 | 7.12.2003 UM fátt er rætt og rifist af meiri áhuga af kvikmyndaáhugafólki þessimisserin en það hvaða leikari kemur til með að verða næsti JamesBond. Nú þegar Pierce Brosnan er dottinn í fimmtugt og yfirlýsing liggur fyrir af hans hálfu að hann hyggist aðeins drepa samkvæmt leyfi í einni mynd til viðbótar er óhjákvæmilegt að huga að eftirmanni. Endurnýjunin er sosum tímabær og þörf, ekki síst er menn minnast þess hve „aldinn“ Roger Moore var orðinn að sjá í sinni síðustu mynd, A View To a Kill. Margir verða eflaust um hituna enda hlutverkið eitt það eftirsóknarverðasta í heimi kvikmyndanna. Lítum á hverjir hafa helst verið nefndir til Bond-sögunnar að svo stöddu, og spáum í möguleika hvers og eins á að hreppa hnoss- ið. Fyrst er þó að reyna að kortleggja laus- lega hvað leikari þarf að hafa til að bera til að teljast líklegur Bond – James Bond. James Bond er persóna tveggja öfga. Annars vegar er hann hábreskur séntilmað- ur (og um leið heimsmaður), skarpgreindur og veraldarvanur, fágaður í framkomu, óað- finnanlega klæddur í hvívetna, sérfróður smekkmaður á allt er snýr að mat og vínum. Hins vegar er hann njósnari og útsendari fyrir bresku leyniþjónustuna, hann tilheyrir sérstakri úrvalssveit sem er auðkennd með tveim núllum sem þýðir að viðkomandi hef- ur leyfi til að deyða fólk eftir þörfum við störf sín án þess að eiga á hættu að verða sóttur til saka, hann hefur gráður í boxi bæði og júdó, er fullfær um að stjórna hvaða farartæki og beita hvaða vopni í ver- öldinni sem er og með afbrigðum úrræða- góður á ögurstund. Eins og þetta séu ekki nægir mannkostir þá er hann líka fjall- myndarlegur. Það er því ljóst að sá leikari sem gerir sér vonir um að verða trúverð- ugur í hlutverki James Bond verður að geta sýnt af sér fullkomna fágun sem og hörku- tólshátt. Að milljón dollara útlitinu ógleymdu. Sannarlega miklar kröfur, en svona er Bond; konur þrá hann og karl- menn þrá að vera hann. Fyrst er að nefna hinn enska Jude Law. Hann er sannarlega ástmögur almennings í heimalandi sínu og skipar iðulega, ásamt David Beckham, efstu sæti lista sem teknir eru saman yfir kynþokkafyllstu og best klæddu karlmenn Stóra-Bretlands. Law er flinkur leikari, var til dæmis tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrhir frammistöðu sína sem auðmannssonurinn Dickie Greenleaf í The Talented Mr. Ripley. Vissulega hefur Law útlitið með sér, en þar gæti líka fall hans verið falið; hann er máske fullunglegur að sjá til að taka að sér skyld- ur njósnara hennar hátignar, ekki síst er manni verður hugsað til hinna hast- arlegu umskipta sem ættu sér stað ef hann tæki nú við af Brosnan – sem er næstum tuttugu árum eldri en Law. Hins vegar hefur Law til að bera útgeislun og stíl sem myndu nýtast honum fullkomlega í hlutverkinu svo hann telst enn koma alvarlega til greina. Ástralski leikarinn Hugh Jackman hefur einnig þótt álitlegur kostur í stöð- unni. Hann hefur útlitið klárlega með sér og harðjaxlaelementið er sömuleiðis til staðar, það höfum við séð í Swordfish og X-Men myndunum tveim. Hann sýndi ennfremur á sér fágaðar séntilmannahliðar í myndinni Kate & Leopold – nokkuð sem ætti að koma sér vel þegar keppnin um Bond hefst fyrir alvöru. Nýstirnið Colin Farrell á eflaust töluverða framtíð fyrir sér á hvíta tjaldinu, og eftir reffilega frammistöðu á móti Tom Cruise í Minority Report fóru ein- hverjir að flagga honum sem mögulegum næsta Bond. Hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér er þó nokk ljóst að launatékki fyrir að leika Bond sést tæplega í spilum Farrels; til þess er órakaða pörupiltagenið allt of ríkjandi hjá honum og að kenna honum þá hnökralausu fágun sem Bond þarf að eiga í handraðanum myndi líklega ganga jafnvel og það hefur gengið að kenna Arnold Schwarzenegger sæmilegan framburð á enskri tungu. Ef Colin Farrell er ólíklegur í hlutverkið sökum grófs yfirbragðs, þá er næsti kandídat líklega út úr öllu korti. Þar er átt við söngvarann og „Íslandsóvininn“ Robbie Williams, en hann hefur ítrekað lýst yfir miklum áhuga á því að spreyta sig á því að leika Bond, fyrr eða síðar – hefur meira að segja birst í gervi njósnarans í tónlistar- myndböndum sínum. Hann er því tekinn hér til skoðunar mestmegnis vegna eigin áhuga. Það er morgunljóst að það yrði ein- hver afdrifaríkasti skandall kvikmyndasög- unnar ef þessi götustrákur yrði gerður að Bond. Enda hefur varla nokkrum manni dottið það í hug, fyrir utan hann sjálfan. Endrum og sinnum hef ég rekist á lesendakannanir, einkum á Netinu, hvar þátttakendur eru beðnir um að gefa sitt álit því sem hér er til umræðu, næsta James Bond. Þar ber Hugh Grant merkilega oft á góma, og kemur það allnokkuð á óvart að einhver geti séð hann fyrir sér í rullunni þar eð hlutverk hans hingað til hafa ekki bein- línis verið í línu við 007. Hann hefur varla mundað skotvopn svo ég muni eftir. Hinn fágaði helmingur hlutverksins ætti reyndar ekki að vefjast fyrir honum og þeir eru ef- laust til sem segja hann hafa útlitið – þó að ég sjái Bond ekki fyrir mér með hárið skipt í miðju og lubbagardínur niður á kinnbein. En það er í harðjaxlahluta Bonds sem Grant fer halloka; hann yrði ekki til stórræðanna í slagsmálum og vopnaskaki, hvað þá er kem- ur að því að bjarga heiminum. Pass. Sá síðasti sem nefndur er að þessu sinni er mun minna þekktur en þeir sem voru reifaðir hér að framan, nefnilega enski leik- arinn Clive Owen. Íslenskir áhorfendur muna sjálfsagt einhverjir eftir honum í breskum spennuþáttum sem kölluðust Chancer og voru sýndir á Stöð 2 árið 1990 eða 1991, og svo í frábærri mynd Robert Altman, Gosford Park. Honum brá einnig fyrir í The Bourne Identity hvar hann lék atvinnudrápara sem kallaður var „Prófessorinn“. Það var hins vegar frammistaða hans í myndinni Croupier sem fékk menn til að hripa nafnið niður í Bond-samhenginu, ekki síst þar sem hann þykir taka sig vel út í smóking. Ef pródúserum er treystandi til að fín- pússa Hr. Owen örlítið til og venja hann á framburð í áttina að Oxford-ensku þá kemur hann óneitanlega sterkur inn í umræðuna, ekki síst með tilliti til þess að framleiðendur myndanna hafa alla tíð forðast að ráða til starfans leikara sem komnir eru á stjörnustall – sjálfsagt til að auðvelda þeim að eigna sér per- sónuna sem og til að almenningur sjái viðkomandi fyrir sér sem 007, óhindrað af þekktum eldri hlutverkum. HVER VERÐUR BOND – JAMES BOND? James Bond:Tomorrow Never Dies. Pierce Brosnan í hlutverki Bond. Hugh Jackman Hugh Grant Colin Farrell Robbie Williams Pierce Brosnan ætlar aðeins að vera í þjónustu hennar hátignar Bretadrottningar í einni mynd til viðbótar Clive Owen Jude Law KVIKMYNDIR | JÓN AGNAR ÓLASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.