Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 11
H vað er í þessum stóra pakka? er það sem hann er að hugleiða fyrir prédikunina í Fríkirkjunni á aðfangadag. Ekki bókstaflega þeim pakka sem er undir jólatrénu, heldur hinum, þessum sem við eig- um öll og opnum stundum og stundum ekki. „Við erum upptekin af umbúðum og yfirborði. En hvert er innihaldið? Hver er kjarn- inn? Hverjar eru væntingar okkar til Guðs?“ segir hann. „Og kannski velti ég einnig fyrir mér þessari bleiku sögu í Biblíunni af englum og fjárhirðum sem virðist eins og fantasía eða óraunverulegt ævintýri. Er eitthvað á henni byggjandi?“ Og svarið er? Hjörtur Magni Jóhannsson hlær. „Við þurfum ekki að taka Biblíuna bókstaflega. Kjarni hennar er kærleikurinn, réttlætishugsjónin, umhyggjan fyrir þeim sem minna mega sín og tengslin við almættið. Allt á það fullt erindi við okkur í dag, en hættan er að við týnum þessu erindi í ytri umgjörðinni.“ Þegar ég spyr hann hvort erfitt sé að vera ævinlega jafn frjór og finna nýjar leiðir til að leggja út af ritningunni svarar hann játandi. „Það getur verið viss glíma. En ég vil forðast bókstafslestur á ritningunni. Ég lít á Biblíuna sem mjög dýnamíska bók, sem kallar á skap- andi spennu og veldur skapandi spennu í huga þess sem les hana opnum augum. Henni er hins vegar stundum stillt upp sem sjálfum Guði eða þá að hún er stofnunarvædd, negld niður í trúarjátningum og úr henni tekið allt skapandi afl. Þetta hendir presta stundum. Hér ræður miklu hvernig prestar meta hlutverk sitt. Ef okkar hlutverk er að segja það sama aftur og aftur, ef við lítum á okkur sem fulltrúa statískrar stofnunar sem hefur það hlutverk eitt að viðhalda sjálfri sér og ríkjandi ástandi, þá er hætt við að erfitt reynist að finna nýjar hliðar á kjarnanum. En ef við lítum á okkur sem fólk á vegferð, á stöðugri MAÐUR MEÐAL MANNA Eftir Árna Þórarinsson Ljósmyndir Kristinn Ingvarsson Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur í Reykjavík vill ekki hafa séra eða síra á undan nafninu sínu; í hans huga eru allir menn prestar. Og gegn mismunun þjóðkirkju- skipulagsins berst hann með oddi pennans og egg orðsins. 21.12.2003 | 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.