Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 14
14 | 21.12.2003 stærsti stjórnmálaflokkurinn, hver sem hann kann að vera á hverjum tíma, fengi 1,5 milljarða króna á hverju ári frá ríki til að efla flokksstarfið umfram hina flokkana? Þetta fyrirkomulag er í fullkominni andstöðu við evangelísk-lútherska trú og því ættu guðfræðingarnir að mótmæla því. En meðan 98% starfandi guðfræðinga á Ís- landi eru ríkisstarfsmenn, á ríkislaunum og háðir því hvað framfærslu varðar eru ekki miklar líkur á mótmælum úr þeirri átt. Prestar upp til hópa vinna gott starf og eru trúir sinni köllun, en ábyrgð þeirra sem setja málin í þennan farveg, kirkjustjórn- arinnar, er mikil: Að setja prestana í þetta ótrúverðuga hlutverk. Prestar eiga að hafa möguleika til að vera ráðnir og launaðir af þeim söfnuðum, sem þeir þjóna, óháð miðstýringu biskupsstofu eða ríkis. Og á þeim grunni á að tryggja þeim starfs- öryggi.“ En var þá ekki erfitt fyrir þig að vera þjóðkirkjuprestur, þiggja laun þín frá ríkinu, en vera um leið í hugmyndafræðilegri andstöðu við þessa stofnun? „Kannski. En ég er ekki að halda því fram að allt sem gert er innan þjóðkirkjunnar sé ómögulegt, fjarri því. Mín skoðun er einfaldlega sú að yfirbyggingin hvíli ekki á réttum grunni kristinnar trúar og skyggi á þau markmið og góðu störf sem kirkjan vinnur að. 86% þjóðarinnar eru að nafninu til skráð inn í þjóðkirkjuna en fram kem- ur ítrekað í félagsfræðilegum könnunum að meirihluti þjóðarinnar, og þar með kirkj- unnar því þetta er sama mengið, vill aðskilnað ríkis og kirkju. Síðan segir biskup Ís- lands: Ja, þetta segja kannanirnar, en þjóðkirkjan vill vera nátengd ríkinu. Hvaða kirkju er biskup að tala um? Hann er að tala um stofnunina, örfáa menn, en ekki hina raunverulegu kirkju, sem samkvæmt lútherskum skilningi er fólkið í landinu. Hin sanna og almenna kirkja vill eindregið aðgreiningu ríkis og kirkju enda er það þróunin yfirleitt í hinum kristna heimi. Stofnunin sem sækir umboð sitt til hinnar al- mennu kirkju vill það ekki. Hinn almenni Íslendingur er látinn halda að „hinir kristnu á Íslandi“ vilji alls ekki aðgreiningu ríkis og kirkju. Kirkjuhugtakið hefur því verið misnotað. Á tyllidögum segir þjóðkirkjustofnunin að þjóðkirkjan og þjóðin séu eitt, svo samtvinnuð að ekki verði sundur greint. En þegar til umræðu eru hags- munamál og afstaða til annarra trúfélaga hangir allt annað á spýtunni. Þá virðist í raun afar fámennur hópur, sem hefur sérstakra sérhagsmuna að gæta, standa á bak við hugtakið þjóðkirkja.“ Hjörtur Magni kveðst treysta því að upplýst íslensk þjóð fái breytt þessu ástandi, þótt það taki tíma. „Og að almenningur sé meðvitaður um trúfélagsskráningu sína. Hún á að vera heilög og ekki sjálfvirk og í samræmi við réttlætiskennd hvers og eins.“ Fríkirkjan og frjálslyndið Þegar hann frétti af því að staða Fríkirkjuprests í Reykjavík væri að losna kveðst hann hafa orðið heillaður af þeim möguleika. „Ég sá að skoðanir mínar og guð- fræðileg sannfæring féllu saman við það sem Fríkirkjan hefur staðið fyrir í meira en heila öld. Langamma mín starfaði hér í meira en 30 ár þannig að fjölskyldutengsl áttu einnig sinn þátt.“ Helstu viðbrigðin við að færast úr sveitasókn og hingað á mölina fólust ekki aðeins í ólíku umhverfi, heldur einnig ólíkri kirkjuvitund. „Fríkirkjan er að stofni til íslensk grasrótarhreyfing sem reisti sína kirkju af hugsjón, fórnfýsi og dugnaði. Afkomendur þessa fólks hafa viðhaldið þessari hugsjón að vissu leyti þótt samkenndin sé kannski ofurlítið útþynnt eftir 100 ár. Sumir tilheyra Fríkirkjunni frekar en þjóðkirkjunni á svipaðan hátt og t.d. fólk tilheyrir KR frekar en Val. Það er ósköp eðlilegt. En jafn- ræðishugsjónin, frelsishugsjónin og trúverðugleiki kirkjunnar gagnvart samtíðinni eru enn jafn gild baráttumál og þau voru við stofnun Fríkirkjunnar.“ Hann segir að Fríkirkjusöfnuðurinn hafi á síðustu árum verið að endurnýja sinn lagagrunn og stundum hafi verið átök, þótt þau séu ekki núna. „Þessu starfi lýkur aldrei. Við erum ekki stofnun heldur samfélag á vegferð.“ Hjörtur Magni hefur á þeim rúmu fimm árum sem hann hefur verið Fríkirkju- prestur í Reykjavík tekið frjálslynda afstöðu í starfinu, opnað kirkjuna fyrir alls kyns samkomum og tónleikum og varð m.a. fyrstur íslenskra presta til þess sumarið 2000 að blessa samkynhneigt par í safnaðarkirkju. „Mitt frjálslyndi byggist ekki á guð- fræðilegu ábyrgðarleysi heldur á því að ég ber svo mikla virðingu fyrir sköpun Guðs og Guðs orði, fyrir fjölbreytileika sköpunar hans, sem stundum er meiri en ég get skilið og höndlað sjálfur. Ég þori því ekki að meina samkynhneigðu fólki aðgang að blessun Guðs. Mér er gert að blessa kærleikssamband fólks, sem byggist á sam- komulagi tveggja jafnrétthárra einstaklinga og fullri gagnkvæmri virðingu, og ég get ekki tekið að mér að dæma hvaða fólk fái slíka blessun og hvaða fólk ekki. Það er hægt að finna ritningarstaði í Biblíunni sem virðast fordæma samkynhneigð, en þá þarf að skoða þann texta í víðara samhengi. Sama gildir um afstöðu Biblíunnar til kvenna og jafnvel þrælahalds. Í nýja testamentinu er t.d. sagt að konur eigi að þegja á safnaðarsamkomum og vera eiginmönnum sínum undirgefnar. Á öðrum stað er þrælahald réttlætt. Slíka texta eigum við að skoða í samhengi við aðra texta, eins og þá sem segja að enginn munur sé á þræl og frjálsum manni og enginn munur sé á karli og konu og að Guð fari ekki í manngreinarálit. Kærleikurinn er æðstur. Það er ókristilegt að mismuna fólki eftir kyni og einnig kynhneigð. Kirkjan er að skilja þetta smátt og smátt. Hvergi dettur nokkrum manni í hug að réttlæta í dag þrælahald og sama mun gilda um aðra mismunun.“ Þögn og skeytingarleysi Hann segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð utan úr samfélaginu við þessari af- stöðu og athöfn en stöku menn hafi gert athugasemdir. Bætir við að nokkrar sams- konar blessunarathafnir hafi farið fram í Fríkirkjunni síðan en einnig að einhverjir prestar þjóðkirkjunnar hafi fylgt í þessi fótspor. Fjölgun varð í Fríkirkjusöfnuðinum, ekki aðeins úr hópi samkynhneigðra heldur einnig gagnkynhneigðra. Raunar hafi verið stöðug fjölgun í söfnuðinum, síðustu fimm árin um eitt þúsund manns. „Það held ég að sé viðurkenning á því að við erum að gera eitthvað rétt.“ Fríkirkjusöfnuðurinn er næststærsta trúfélag landsins með nú um sex þúsund manns. „Reyndar tel ég að umgjörð Fríkirkjunnar sé framtíðarfyrirkomulag trúmála á Íslandi. Ekki svo að skilja að við þykjumst vera Guðs útvaldi lýður. Við erum sam- félag breyskra manna, rétt eins og önnur trúfélög, og eflaust mætti margt betur fara hjá okkur, enda erum við stöðugt að reyna að bæta starf okkar og efla. En mér sárnar að það virðist engu líkara en þjóðkirkjustofnunin sé að refsa Fríkirkjunni fyrir það lýðræðislega, evangelísk-lútherska frumkvæði sem hún tók við stofnunina árið 1899 og hefur nú tekið aftur í þeirri umræðu um fjárhagslegt jafnræði trúfélaga og að- skilnað ríkis og kirkju sem við ræddum áðan. Samkvæmt kristnum viðmiðum ætti að umbuna Fríkirkjunni en ekki refsa henni.“ Telurðu að í þessu felist ótti við hugmyndir ykkar? „Gæti verið,“ svarar hann. Hefur þessi gagnrýni þín á þjóðkirkjuna og einnig á forystu Prestafélags Íslands fyrir að reyna að ná fermingarbörnum annarra trúfélaga til þjóðkirkjunnar – hefur hún haft einhverjar afleiðingar fyrir þig persónulega? „Þjóðkirkjustofnunin hefur einfaldlega þagað; slíkt er í eðli stórra og þunglamalegra stofnana að þegja yfir alvarlegum vandamálum. Það er ekki mjög kristilegt. Ég hef feng- ið mikinn stuðning frá fólki í samfélaginu. En um tíma var ég settur undir sérstaka með- höndlun vefstjóra umræðulista presta og sendingar stöðvaðar til mín vegna umræðunn- ar um fermingarbörnin; var settur inn aftur þegar sú umræða komst í fjölmiðla. Ég finn semsagt einkum fyrir skeytingar- og sambandsleysi frá þjóðkirkjustofnuninni.“ Þegar ég spyr hvort hann myndi eiga eða vildi eiga afturkvæmt í þjóðkirkjuna ef hann hætti í Fríkirkjunni svarar Hjörtur Magni: „Sjálfsagt er ein af ástæðunum fyrir því að fleiri prestar hafa ekki tjáð sig um þessi mál óttinn við að mótmæli eða and- mæli geti leitt til þess að menn missi atvinnumöguleika sína og eigi hvergi heima. Ég vil ekki stýrast af ótta, heldur af köllun og hugsjón.“ Hann kveðst hafa hug á að vera Fríkirkjuprestur eins lengi og fólkið í söfnuðinum vilji hafa sig og hann hafi sjálfur köllun til. „Ég hef trúarsannfæringu fyrir því sem ég er að gera og legg mikla orku í það.“ Flest áhugamál verða að víkja fyrir þessu starfi. En þegar álagið og annirnar eru sem mestar segist hann einna helst losna við streituna með því fara í göngu uppi í Heiðmörk eða í kringum Elliðavatn, sem „tekur klukkutíma og kortér“. Hann hefur áhuga á bóklestri, félagsfræði, mannfræði og tónlist og fullyrðir að í himnaríki hljómi ekki aðeins orgeltónlist, jafnvel rokk og ról. Hann fylgist vel með stjórnmálum en tel- ur sig tæplega myndu þrífast í flokki, nema ef vera skyldi Fríkirkjuflokknum! „Og efri árunum gæti ég vel hugsað mér að verja fyrir botni Miðjarðarhafsins og skrifa bók um borgina helgu.“ Þar verður Hjörtur Magni Jóhannsson á ný kominn að rótum fjallsins. Trúarþörf fólks er aðeins laustengd trúrækni, kirkjusókn á sunnudögum. Í nútímasam- félagi er svo mikil fjölhyggja og mikið um uppbrot hefða, sem sumir vilja kalla afhelgun samfélagsins en ég tel að mörgu leyti jákvæða þróun. Kirkjustofnunin hefur ekki náð að fylgja þessari þróun og laga sig að henni.“ Hvernig getur hún lagað sig að henni? „Hún þarf að geta lesið samfélagið og gæta þess að festast ekki í stofnunarhugsuninni. “ MAÐUR MEÐAL MANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.