Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 24
24 | 21.12.2003 Guðrúnu Gunnarsdóttur söngkonu fannst hún heldur betur rausnarleg við manninn sinn þegar hún lét senda sér glæsilegt handofið veggteppi frá Afríku til að gefa hon- um í jólagjöf. „Valgeir var rosalega ánægður því honum finnst allt svo flott sem er frá framandi löndum. Þannig að þetta fór upp á vegg og var aðalstofustássið hjá okkur,“ segir hún. Sælan varði þó ekki lengi því eftir nokkrar vikur sá Guðrún lítil göt í teppinu sem hún hafði ekki tekið eftir áður. „Svo virtust þau verða stærri og stærri þangað til að gestur, sem var að rýna í teppið til að skoða vefnaðinn í því, tók eftir því að það var morandi í maðki. Þannig að fína jólagjöfin frá Afríku var bara farin að maðka, takk fyrir.“ Það er ekki laust við að það hafi farið um Guðrúnu við þessa uppgötvun. „Ég ger- samlega sturlaðist því ég er mjög pödduhrædd og ég man að ég þreif alla íbúðina í hólf og gólf þótt þetta hafi ekkert farið út fyrir teppið. Og við kveiktum í því á eftir.“ Þeim hjónunum þótti mikil eftirsjá í teppinu og þrátt fyrir pödduhræðsluna lét Guðrún senda sér annað teppi frá sama stað nema að þessu sinni var það sett í frysti- kistuna og spreyjað í bak og fyrir áður en það fór frá heimahögum sínum. Það virðist hafa dugað til. „Það er ofsalega fallegt og það kom aldrei neitt fyrir það – a.m.k. er það búið að hanga uppi á stofuvegg í mörg, mörg ár,“ segir hún. Þegar Guðrún er spurð hvað sé best heppnaða jólagjöfin nefnir hún risastórt Barbí-hús sem þau hjónin gáfu dætrum sínum litlum. „Valgeir fór upp á háaloft með húsið í bútum og var svo að setja það saman allan aðfangadag á milli þess sem hann steikti kalkúninn. Það þarf að fara upp um gat til að komast upp á loftið og þegar kom að því að sækja dúkkuhúsið fór hann upp. Á meðan stóð ég fyrir neðan og sagði stelpunum að nú myndu þær fá dálítið flott. Þá komst Barbíhúsið ekki niður um opið þannig að við þurftum að taka það í tvennt. En stelpurnar voru ofboðslega ánægðar og léku sér mikið með það.“ GJÖFIN SEM RÝRNAÐI AÐ GÆÐUM Ólafur Kjartan Sigurðarson barítónsöngvari segir að misheppnaðasta jólagjöfin hafi ekki verið svo misheppnuð gagnvart þeim sem fékk hana heldur hafi ættingjar hans blandað sér í málið. „Þegar við Sibba konan mín vorum nýbyrjuð saman gaf ég henni voða fína körfu með alls konar olíum, ilmsöltum og sápum og svoleiðis drasli. Það var mjög eftirminnilegt því hjörð föðursystra minna réðst á mig og át mig lifandi fyrir að hafa gert þetta. Þær sögðu að ég væri að gefa í skyn að hún Sig- urbjörg væri illa lyktandi.“ Hann segist ekki muna hvort föðursysturnar hafi allar verið viðstaddar þegar pakkinn var opnaður en einhvern veginn fengu þær pata af gjöfinni. „Það var eig- inlega sama hvað ég gerði sem unglingur – þessar föðursystur mínar voru alltaf með nefið ofan í öllu enda afskaplega lyktnæmar. Þú skalt athuga að við erum að tala um ljósmóður, kvensjúkdómalækni, jafnréttisfulltrúa, sálfræðing og ég veit ekki hvað og hvað í einum hóp.“ Hann segist því hafa verið með allt félagsmála- batteríið á herðum sér. „Og heilbrigðisbatteríið líka,“ bætir hann hlæjandi við. En hvernig brást Sigurbjörg sjálf við gjöfinni? „Hún hefur lyktað betur síðan,“ segir Ólafur sposkur en heldur svo áfram. „Hún var að minnsta kosti svo dipló- matísk að hún sagði ekki annað en takk. Hvað henni fannst veit ég ekki.“ Hann segist þó halda að hún hafi nýtt sér ilmvörurnar illræmdu. Hvað varðar best heppnuðu jólagjöfina segir Ólafur erfitt að setja fingur á eitt- hvað eitt. „Það er eiginlega allt sem börnin mín hafa fengið, þau eru alltaf að springa úr þakklæti yfir hinum minnsta hlut. Það eru yfirleitt ákaflega farsælar gjafir.“ HNEYKSLAÐI LYKTNÆMAR FÖÐURSYSTUR Skyldi jólagjöfin í ár hitta í mark? Þessi spurning nagar margan manninn um þessar mundir enda hafa ófá skref verið stigin á verslunargötum og ranghölum verslunarmiðstöðva nú í desember í því skyni að finna réttu jólagjöfina. Það er þó meira en að segja það. Sumir virðast eiga allt eða eru vanir að kaupa sér það sem þá langar í þegar þá langar í það. Aðrir eru svo nægjusamir að þeir virðast ekki óska sér neins eða þurfa á neinu að halda. Hver kannast ekki við að hafa teygt og togað heilann dögunum saman við að reyna að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug fyrir ömmu gömlu, nú eða pabba? Og það allra versta er að hafa ekki grænan grun um hvað ástin manns eða makinn girnist af veraldlegum munum. Það er því ekki laust við að það sé svolítill fiðringur í maganum þegar við fylgjumst með börnum, mökum og ættingjum taka upp pakkana frá AÐ HITTA EKKI Á Eftir Bergþóru Njálu Guðmun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.