Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 26
26 | 21.12.2003 T il hamingju! „Þú hefur tekið stórt skref. Að flytja til nýs lands kostar mikið hugrekki. En það býður líka upp á spennandi tækifæri og nýtt upphaf. Ef þú tekur þér tíma til að læra hvers er að vænta – og hvers er vænst af þér – mun það auka líkurnar á að vel gangi. Fyrsta árið þitt á Íslandi verður bæði tilfinningaríkt og viðburðaríkt.“ Þessar hamingjuóskir er að finna á vef Alþjóðahússins en starfsemin þar byggist á hugmyndafræðinni um fjölmenningarleg samfélög þar sem allir íbúar samfélagsins geta notið þeirra kosta sem slík samfélög bera með sér. Nýr framkvæmdastjóri Al- þjóðahúss var ráðinn í sumar: Einar Skúlason. Hann er með BA-próf í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og er að útskrifast þessa dagana með MBA-gráðu frá Edinborgarháskóla. Skemmtileg húsakynni Alþjóðahúsið sem Einar stjórnar er einkahlutafélag í eigu Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Það var stofnað 2001, meðal annars í þeim tilgangi að stuðla að virkum samskiptum milli fólks af ólíkum uppruna, en nýlega voru fjölbreytilegar uppákomur þar sem 2 ára afmæli starfsemi Alþjóðahússins var fagnað. Húsið stendur við Hverfisgötu og er númer 18. Það er hátt og skemmtilegt að sjá og gluggar þess eru stórir og geta gestir á Café Kúlture verið sýnilegir og séð margt sjálfir. Það er gott að húsið er svo sýnilegt og í miðbænum því þögnin og hulan eru eitt sterkasta vopn kynþáttafordóma, þögn jafngildir stundum samþykki. Einar Skúlason kemur í raun beinustu leið úr fjölmenningarlegu umhverfi því FJÖLMENNING ER ALMANNAHEILL Farsæl aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi er hagsmunamál allra, að mati Einars Skúlasonar, framkvæmda- stjóra Alþjóðahússins L jó sm yn d: G ol li Eftir Gunnar Hersvein samnemendur hans í Edinborgarháskóla voru frá fjörutíu löndum. „Í náminu var mikið um hópastarf og þar fékk maður þjálfun í að vinna með ólíkum aðilum,“ segir hann, „enda kom það í ljós að ekki veitti af, til dæmis þegar kom að hlutum sem manni þykja alla jafna nokkuð einfaldir, eins og að skipuleggja fundi fólks úr ólíkum menningarsamfélögum.“ Fundastjórn er mikil kúnst. Einar segir reyndar margs að gæta hvað fundi varðar. Hann segir að á Íslandi teljist það góður fundur ef dagskrá hans gengur nokkuð snurðulaust fyrir sig, svo er spjallað eftir fundinn. Í Japan er það þekkt að ákvarðanir eru teknar á milli funda og í Venesúela eru málin rædd í hörgul með vínglas í hendi. „Af þessu lærði ég að ekkert er sjálfgefið á fundum eða í vinnuhópum,“ segir Einar og bætir því við að Alþjóðahúsið sé fjölmenningarlegur vinnustaður sem kunni skil á nokkrum aðferðum. „Fjölmenningarleg stjórnun er heil fræðigrein og felst meðal annars í því að taka tillit til starfsmanna sem einstaklinga í stað þess að steypa þá alla í sama mót,“ segir hann. Straumar mætast Einar byrjaði í fullu starfi í Alþjóðahúsinu í september eftir að hafa lokið námi í Edinborg. Lokaritgerðin var um skilgreiningar á árangri í stjórnun vísindagarða og hvernig hægt sé að meta hann. Fjallaði hann um enn óbyggða vísindagarða í Vatns- mýrinni sem ætlað er að verða brú milli atvinnulífs og háskólarannsókna. Verkefni hans í Alþjóðahúsinu eru fjölþætt, m.a. að koma starfseminni í rekstrar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.