Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 30
Þó að hvít jól séu yfirleitt ofarlega á óskalistanum á þessum dimmasta tíma árs er rautt ekki síður litur jólanna. Kúlur, kerti, ljós og aðrar skreytingar í hárauðum lit kalla líka fram hátíðlega jólastemn- ingu. Rauði liturinn þarf þá ekki að vera bundinn við hús og heimili, heldur er ekki síður vel til fallið að kalla fram hinn eina sanna jólaanda með rauðum klæðnaði, skarti, skóm eða varalit. 1 Rauðir steinar í voldugri silfurfestingu. Óvenjulegur hringur sem skákaðdáendur kunna efalítið að meta. Dyrberg/Kern, Rhodium, 4.390 kr. 2 Fyrir konuna eða köttinn? Rautt leð- urhálsmen setur óneitanlega óvenjulegan svip á sparifötin. Kenzo hálsmen frá Hygeu, 4.900 kr. 3 Rauð gloss-slikja á vörum getur frískað upp á þreytulegasta andlit. Estée Laud- er Pure Color Lip Vinyl – Plastique Red frá Clöru, 2.340 kr. 4 Hárautt naglalakk er sígild og einföld leið að glæsileika án fyrir- hafnar. Chanel Image Rose nagla- lakk, Clara, 1.940 kr. 5 Hárauður varalitur í stíl að hætti háskakvendisins í stíl setur svo punktinn yfir i-ið. Chanel Hydrabase varalitur – Image Rose, Clara, 2.190 kr. 6 Úrkeðja lögð rauðu krókódílaskinni er góð gjöf fyrir dekurrófur sem vilja láta á sér bera. Dolce & Gabbana úr frá Rhodium, 18.700 kr. 7 Einfaldir eyrnalokkar með rauðum steinum. Einfalt, klassíkt og gengur vel við flest. Dyrberg/ Kern eyrnalokkar, Rhodium, 2.290 kr. 8 Hlý en um leið sparileg ullarkápa getur yljað jafnvel kulnuðustu hjörtum. BZR- kápa frá Evu, 23.990 kr. 9 Rauð taska kallar alltaf á athygli, en hentar samt jafnt við fínni sem hvers- dagslegri tækifæri. Hexagona taska, Hygea, 7.500 kr. 10 Með rauðum leðurhönskum er hægt að töfra fram fágun og glæsi- leika með lítilli fyrirhöfn. Isotoner hanskar frá Debenhams, 3.990 kr. 11 Glitrandi kristallsarmband getur keppt jafnvel við best skreytta jólatré um athygli. Leonard, 7.900 kr. 12 Samkvæmisveski með krókódíla- munstri er eins og punkturinn yfir i- ið þegar kemur að samkvæmisklæðn- aðinum. Furla taska frá 38 þrep- um, 13.000 kr. 13 Hárauðir skór með pinnahælum og mjórri tá lífga upp venjulegasta klæðnað og kalla fram jólaand- ann um leið. Oasis, 7.990 kr. 14 Silfurhringur með stórum rauður rúbín er brýst fram líkt og úr klaka- böndum er óneitan- lega glæsilegur á að líta. Hringur eftir Kjartan Örn Kjartansson, Or, 17.300 kr. 15 Konunglegar og jafnframt jólalegar umbúðir um höfugan ilm Alexanders McQueen, Kingdom. Hönnunin minnir líka nokkuð á ríkisepli. Clara, 4.300 kr. 16 Rauður jólakjóll, í anda lífstykkisins, sem fellur vel að línum líkamans kallar óneitanlega á bæði aðdáun og athygli. Karen Millen, 19.990 kr. 17 Rauðir skór verða áber- andi næsta vor og því til- valið að vera hagsýnn og kaupa rauða spariskó fyrir þessi jól. Again & Again skór, GS skór, 7.900 kr. annaei@mbl.is Rauðjól TÍSKA | ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR 3 8 10 9 11 2 1 5 13 12 6 14 17 15 7 16 4 L jó sm yn di r: G ol li 30 | 21.12.2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.