Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 32
Um jól og áramót er gyllt og glimmer allt um kring og útfærslurnar margvíslegar. Þær birt- ast einnig í förðun kvenna, einkum kvöldförð- un, enda ekki síður ástæða til að konur gefi út- liti sínu hátíðarljóma rétt eins og umhverfinu. Með snyrtivörum frá MAC sem og öðrum teg- undum má prófa sannkallaða hátíðarförðun samkvæmt neðangreindum leiðbeiningum. Augun: Á augnlokin og í kringum augun, Vanilla 1.890 kr. Gyllt undir augun og í augnkrókum, Gold 1.890 kr. Svart laust glimmer hringinn í kringum augun og línan dregin út til hliðanna undir augum, Dark Soul Pig- ment 2.250 kr. Svartur augnblýantur notaður til að draga línur meðfram efri og neðri augnhvörmum innanverðum. Gott er að loka augum eins og eitt augnablik, til að jafna svarta litinn í augnhvörmunum. Gyllt glimmer er síðan borið á allt augnlokið, Lustdust 1.490 kr. Til að undirstrika glæsileikann og gera förðunina sterkari eru notuð 3 stök gerviaugnahár undir augun og heil gerviaugnahár á augnlokin. Sett er þunnt lag af lími á gerviaugnahárin, límið látið þorna í örskamma stund áður en þau eru sett þétt upp að eigin augnhárum. Í lokin er maskari borinn á gerviaugnahárin og um leið á þau náttúrulegu til þess að heildarmyndin verði sem eðlilegust. Varir: Spice varablýantur 1.390 kr., Tanarama varalitur, 1.790 kr., Impish og glært varagloss 1.290 kr. Kinnar: Rauður kinnalitur, Red Note 1.790 kr. Bringa og axlir: Gyllt krem með gullögnum, Glitter Cream, 2.050 kr. Vanilla Pigment á axlirnar 1.890 kr. Förðun: Elín Reynisdóttir Módel: Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Snyrtivörur: MAC Ljósmynd: Golli GYLLT OG GLIMMER FÖRÐUN | NANNA ÓSK JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.