Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 46
46 | 21.12.2003 Tveir lögregluþjónar fengu dómfyrir ólögmætar handtökur,skýrslufölsun og harðræði. DV fór í upphrópun, að gömlum DV sið, og dró fram Loga Bergmann til að bera karaktervitni um annan lögregluþjón- inn, sem hafði handtekið hann þegar Bergmann vildi hlaupa í logana á frétta- vettvangi og leika hetjudáð fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar. Logi lét hafa eftir sér að honum sýndist niðurstaða dómsins sanngjörn. Fyrirgefið, en hvað kemur Logi Bergmann þessu máli við? Er hann nú orðinn karaktervitni og sér- fræðingur í sanngirni eða ósanngirni dóma Héraðsdóms? Ekki ber á öðru en héraðsþing götunnar hafi nú fellt sinn dóm og hann verið staðfestur í Hæsta- rétti. Mig grunar hins vegar að með því að fella svo léttvægan almenningsdóm, um að hér séu vondar löggur á ferð sé hinn íslenski sauðfjárheili að þurrka út hina hliðina á málinu, nefnilega: hin vikulegu sveitaböll sem haldin eru í höf- uðborginni. Hver sá sem gluggar í Dag- bók lögreglunnar í Morgunblaðinu á þriðjudögum getur sagt sér sjálfur, eða réttara sagt, séð svart á hvítu, að það er ekki allt með felldu í þessu litla borgar- samfélagi. Einhvers staðar undir niðri er sjóðbullandi geðveiki á ferðinni sem fólk á fullt í fangi með að bæla niður, svona framan af viku. En þegar líður nær helgi eru komin áramót, gullbrúð- kaup, bekkjarpartý, fimmtugsafmæli og menningarnótt – allt í senn, hjá öllum – að því er virðist. Já, Menningarnótt, hin merka upp- götvun R-listans undir slagorðinu „vök- um af list“. Sjaldan hefur íslenskur alkó- hólismi fengið jafn fagurlega skreyttan felubúning. Og það var auðvitað nauð- synlegt til að byrja með, en eftir því sem menningarnóttum fjölgar því augljósara verður að menn vilja vaka af „þyrst“ en ekki „list.“ R-listinn hreykir sér af fjölg- un veitingahúsa og lengingu opnunar- tíma, sem sannarlega var full þörf á að breyta vegna áramótastemningar í mið- borginni eftir kl. 03. Líklega voru menn að vonast eftir að fólk gæfist upp á drykkjunni svona upp úr kl. 04. En það fór nú reyndar á annan veg, enda ekki hægt að þamba bjór si sona fram undir morgun. Menn þurftu að vaka lengur úr því að opnunartíminn hafði verið lengd- ur og nú þurfti að vaka af „lyst.“ Til að halda vöku sinni við þessar aðstæður þarf fólk heilmikið af spítti og amfeta- míni og sjálfsagt helling af fleiri örvandi efnum – enda hefur eiturlyfjamarkaður borgarinnar blómstrað sem aldrei fyrr eftir lengingu opnunartíma vínveitinga- húsa. Furða að rannsóknarblaðamenn landsins hafi ekki komið auga á þessa tengingu. Fíklum hefur ekki bara fjölg- að einsog geitungum heldur ganga þeir lausir nótt sem dag, berja fólk til fjár, brjótast inn í íbúðir og fyrirtæki, ræna söluturna eða banka til að fjármagna menningarneyslu sína. Þeir fara hamför- um snemma á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum einsog stjórnlaus flug- skeyti með kjarnaoddi sem Guð einn veit hvar lendir. Og hver skyldi nú axla ábyrgð á þessu ástandi? Ekki R-listinn, sem var bara að efla borgarmenninguna í anda mussuklæddra rauðvínskellinga, sakleysið uppmálað, og ekki Fram- sóknargoðinn sem tróð sér í ríkisstjórn með loforði um hreinsunarátak í dóp- málum, tvennar kosningar í röð. Nei, ábyrgðin, eða réttara sagt; afleiðing þess að enginn axlar ábyrgð leggst á herðar undirmannaðrar lögreglu, sem nú hefur fengið að heyra það að hún skuli sko aldeilis hafa sig hæga um helgar þegar lýðfrjálsir og heiðvirðir Íslendingar eru að vaka af list í rústum menningarborg- arinnar. Það er stranglega bannað að móðga fyllibyttur á Íslandi Friðrik Erlings Pistill STAÐURINN Á ÍSNUM ÚT AF SCORESBYSUNDI, VIÐ GRÆNLAND L jó sm yn d: R A X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.