Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 207. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Breskur blús Long John Baldry rifjar upp kynnin við Stuðmenn Menning Lesbók | Hradcany – borgin í Prag  Hernám og háskólar Börn | Á leið í útileguna  Gaman að veiða Íþróttir | Íslendingaslagur í UEFA-bikarnum  FH til Skotlands JOHN Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, og varaforsetaefni hans, John Edwards, voru kampakátir í gærmorgun er þeir hófu hálfsmánaðar kosningaferðalag um Bandaríkin þver og endilöng. Til samans munu þeir hafa viðkomu í 21 ríki og fara um 5.600 kílómetra undir slagorðunum: Treystum Bandaríkjunum. George W. Bush forseti hóf einnig kosningaferðalag í gær og verður megnið af næsta mánuði á þönum landshorna á milli. Landsfundur Repúblíkanaflokksins hefst í New York 30. ágúst. Flestar skoðanakannanir benda til að þeir Kerry og Bush njóti álíka mikils stuðnings meðal kjósenda./16 Reuters Kosningaferðalagið hafið AÐILDARRÍKI Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu í Brussel í gær að bandalagið sendi mannskap til Íraks til að þjálfa þarlendar ör- yggissveitir. Sátt náðist í deilu Bandaríkjamanna og Frakka um hver myndi stjórna þjálfunarsveit- um bandalagsins. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, sagði að 40 manna þjálfunarsveit myndi halda til Íraks eins fljótt og auðið væri og hefja þjálfunina. Í september myndi sveitin leggja til hvernig tengslum NATO-sveitanna og fjölþjóða- herliðsins í landinu yrði háttað. De Hoop Scheffer tjáði fréttamönnum að sveit- irnar yrðu eingöngu á vegum NATO, en fjölþjóða- liðið myndi veita þeim vernd. Óhjákvæmilegt væri að tengsl yrðu á milli þjálfunarsveitanna og fjölþjóðaliðsins, sem lýtur stjórn Bandaríkja- manna. Tafir urðu á því að samkomulag næðist um för þjálfunarsveitanna vegna andmæla Frakka við því að bandarískur hershöfðingi yrði æðsti maður sveitanna. Bandaríkjamenn höfðu krafist þess að för NATO-liðsins til Íraks yrði í tengslum við fjöl- þjóðaliðið í landinu. Frakkar lögðu til að ákvörðun um yfirstjórn NATO-liðsins yrði frestað þar til í september til þess að fyrsta þjálfunarsveitin gæti haldið af stað í byrjun ágúst. Frakkar voru andvígir herförinni til Íraks en höfðu fallið frá fyrri mótmælum sínum við því að NATO þjálfaði írösku öryggissveitirnar innan landamæra Íraks. Þeir vildu þó ekki að NATO- liðið yrði undir stjórn Georges Caseys, æðsta manns herliðs Bandaríkjanna í Írak. Bandaríkjamenn halda því aftur á móti fram að það væri besta leiðin til að tryggja öryggi NATO- sveitanna og að þær geti fyllilega gegnt hlutverki sínu. Meirihluti aðildarríkja NATO studdi tillögu Bandaríkjamanna en öll ríkin verða að styðja til- lögu til að hún teljist samþykkt. NATO-sveitir til Íraks Brussel. AP. Sátt náðist í deilu Bandaríkjamanna og Frakka EFASEMDIR hafa komið upp um það í Noregi að meðferð á þorski sem veiddur er til áframeldis standist lög um meðferð á lifandi dýrum. Mat- vælaeftirlitið þar í landi telur þessar aðfarir fara illa með þorskinn og vill að settar verði reglur um meðferðina. Hér á landi gilda engar sérstakar reglur um meðferð þorsks í áframeldi aðrar en almenn lög um meðferð dýra. Ekki hafa komið fram efasemd- ir um það hérlendis að illa sé farið með þorskinn eða á honum séu brotin lög um dýravernd. Brýtur meðferð á þorski lög?  Brot á/10 HUNDRUÐ þúsunda sjófugla við Skotland, Orkneyjar og Hjaltland hafa ýmist ekki verpt á þessu sumri eða varpið hefur misfarist. Óttast breskir vísindamenn, að þetta sé ein af afleiðingum hærra hitastigs af völdum gróðurhúsaáhrifa. Ástæðan fyrir brestinum, sem tekur til margra fuglategunda og er næstum alger á Hjaltlandi, er fæðu- skortur en vegna meiri sjávarhita hefur mjósílisstofninn farið minnk- andi ár frá ári og virðist nú alveg horfinn við Orkneyjar og Hjaltland. Er mjósílið mjög mikilvæg fæða fyr- ir fuglinn. Skýringin á hvarfi mjósíl- isins er svo aftur sú, að svifið, sem það lifir á, hefur fært sig norður á bóginn. Kom þetta fram á fréttavef The Independent. Síðustu 20 ár hefur hiti í Norð- ursjó hækkað um tvær gráður og telja vísindamenn að þar sé að verða grundvallarbreyting á vistkerfinu. Varp sjófugla misferst EIMSKIPAFÉLAG Íslands, dótturfélag Burðar- áss hf., mun frá og með 1. desember næstkomandi hætta strandsiglingum í kringum Ísland, að því er kemur fram í tilkynningu um afkomu Burðaráss á fyrri hluta ársins. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Al- þingis að sér þætti niðurfelling strandsiglinga hið versta mál. „Þetta kemur til með að auka álag á vegakerfi landsins, enda segir það sig sjálft að um umtalsverða aukningu á vöruflutningum á landi er að ræða.“ Þá segir Guðmund- ur að þróun í átt til meiri land- flutninga á kostnað strand- flutninga hafa haft óæskileg áhrif. Í skýrslu samgönguráðuneytisins um flutningskostnað komi fram að mikil samþjöppun hafi orðið í land- flutningum á undanförnum árum og nú séu tveir aðilar nánast allsráðandi á markaðnum. Því ríki fákeppni á markaðnum og að það hafi haft áhrif til hækkunar á verðskrám. Þegar Eimskip hætta strandsiglingum í kring- um landið hinn 1. desember nk. má segja að ljúki kafla í samgöngusögu þjóðarinnar, en félagið hef- ur sinnt strandsiglingum í kringum landið allt frá árinu 1917. Nú síðustu ár hefur Mánafoss gegnt þessu hlutverki og siglt hring um landið vikulega. Samskip hf. hættu strandsiglingum í ágústmán- uði árið 2000 og efldu þess í stað landflutninga sína. Hið sama hyggst Eimskipafélagið gera og væntir þess að þessi aðgerð skili hagræðingu á bilinu 300–400 milljónum króna á ári. Sér eftir þeim Að Mánafossi horfnum verður aðeins eitt flutn- ingaskip, Jaxlinn, eftir í reglulegum ferðum milli íslenskra hafna, þótt ekki sé um hringsiglingu um landið að ræða. Ragnar Traustason, eigandi Sæ- skipa ehf. sem rekur Jaxlinn, segir að þrátt fyrir brotthvarf keppinautarins muni skipið halda sig við siglingar til Vestfjarða. Eimskip hætta strand- siglingum Formaður samgöngu- nefndar segir álag á vega- kerfið munu aukast Mánafoss við Vestmannaeyjar.  Ætla að/14 ♦♦♦ ♦♦♦ SÚDÖNSK stjórnvöld höfnuðu í gær ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) þess efnis að súdanska stjórnin hefði 30 daga til að afvopna arabíska vígamenn sem sagðir eru hafa myrt þúsundir manna í Darfur- héraði í Súdan, en sæta pólitískum og efnahagslegum refsiaðgerðum ella. Sögðu Súdanar að ályktunin gengi í berhögg við samninga sem þeir hefðu þegar gert við SÞ. Hörmuðu þeir að Darfur-málið hefði verið tekið upp á vettvangi öryggisráðsins. Súdan hafnar ályktun SÞ  Hundruð manna/16 Kartúm. AP. Lesbók, Börn og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.