Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NATO-lið til Íraks Aðildarríki NATO samþykktu í gær að senda mannskap til Íraks til að þjálfa þarlendar öryggissveitir. Mun 40 manna sveit verða send þangað hið fyrsta, en fleiri væntan- lega fylgja í kjölfarið. Leit að Frökkum hætt Leit að hópi Frakka var hætt í gær eftir tveggja sólarhringa leit. Grunur leikur á að um gabb sé að ræða, heildarkostnaður leitarinnar liggur ekki fyrir, en leitarflug þyrl- unnar kostaði a.m.k. 750 þúsund kr. Hættir strandsiglingum Eimskipafélag Íslands mun frá og með 1. desember nk. hætta strand- siglingum í kringum Ísland. For- maður samgöngunefndar Alþingis segir þetta hið versta mál. Á annan tug fórst Að minnsta kosti 15 manns létu lífið og 112 slösuðust er mikil sprenging varð í háþrýstigasleiðslu í verksmiðju í Belgíu í gærmorgun. Kerry gagnrýndur Bandarísk dagblöð gagnrýndu John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, fyrir að gera ekki grein fyrir hugmyndum sínum um Íraks- málið og úrbætur í efnahagsmálum er hann hélt ræðu sína á landsfundi flokksins í Boston í fyrrakvöld. Y f i r l i t Í dag Úr verinu 10 Krossgáta 25 Viðskipti 11/14 Forystugrein 26 Erlent 15/16 Viðhorf 28 Höfuðborgin 18 Minningar 28/32 Akureyri 18 Dagbók 40 Árborg 19 Víkverji 40 Landið 19 Velvakandi 42 Daglegt líf 20 Staður og stund 42 Ferðalög 21 Menning 43/49 Umræðan 23/24 Ljósvakamiðlar 50 Bréf 24 Staksteinar 51 Messur 25 Veður 51 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Vetrarævintýri Heimsferða 2005“. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                 ! " #        $     %&' ( )***       +  SKYGGNI fór niður í nokkur hundruð metra á öræfunum aust- ur af Námaskarði þegar hvessti þar um hádegisbil í gær og svar- brúnn mökkur skyggði á alla fjallasýn um tíma. Ferðamenn spurðu á upplýsingamiðstöðinni í Mývatnssveit hverju sætti. Þeim var sagt að þetta kæmi sunnan frá jökuleyrum hálendisins. Er þetta talið versta moldviðri þar í nokkur ár og til marks um þurrviðrið sem verið hefur í sumar má nefna að áburður sem borinn var á snemma í júní hefur ekki runnið ennþá. Jökulsá á Fjöllum er í mjög mikl- um vexti nú. Þó er ekki hægt að tala um Jökulsárhlaup í henni. Mikil umferð er um Austurfjöll í báðar áttir og vegur ágætur að kalla öll öræfin. Veður er hlýtt, 18° hiti, en vindur fór í um 20 metra. Síðdegis var sólin aftur tekin að skína. Morgunblaðið/BFH Moldarmistur á Fjöllum Mývatnssveit. Morgunblaðið. MAÐURINN sem lést eftir bíl- slys síðastliðið laugardags- kvöld við Vatnsskarð á Krýsu- víkurvegi var þýskur og hét Frank Wettgef, fæddur 1959. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði voru tildrög slyssins á þá leið að bif- reið sem maðurinn var í hafnaði utan vegar og valt. Fimm Þjóð- verjar voru í bifreiðinni. Hafa þeir dvalist tímabundið hér á landi við störf. Allir mennirnir slösuðust lítilsháttar en sá sem lést hafði kastast út úr bifreið- inni á ferð. Að sögn lögreglunnar er rannsókn málsins langt komin, en ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um ölvun við akstur, hefur verið úrskurðað- ur í farbann til 27. ágúst 2004. Lést eftir bílslys AÐ sögn lögreglunnar í Borgarnesi hafa ökumenn almennt stillt hrað- anum í hóf og lögregla hefur lítið þurft að hafa afskipti af ökumönn- um. Sömu sögu var að segja frá Sel- fossi, Blönduósi og víðar en almennt var umferð til fyrirmyndar með ör- fáum undantekningum. Tólf ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Mývatnsöræfum í gær að sögn lögreglunnar á Húsa- vík. Einn ökumannanna var stöðv- aður á 168 km hraða en viðkomandi ökumaður má búast við því að missa bílprófið í þrjá mánuði og greiða auk þess sekt vegna hraðakstursins. Þá var annar ökumaður tekinn á 137 km hraða á þessum slóðum í gær. Bíll valt undir Hafnarfjalli í gær- morgun. Farþegar hlutu minnihátt- ar meiðsl. Bílvelta varð einnig á Holtavörðuheiði síðdegis og meidd- ust fjórir sem í bílnum voru lítils- háttar. Þá varð bílvelta á Fróðár- heiði um miðjan dag í gær. Ung kona slapp án teljandi meiðsla þegar bif- reið hennar fór fjórar til fimm veltur á Fróðárheiði í gær. Umferð við höfuðborgarsvæðið var einna mest um Vesturlandsveg í gær en að sögn Sigurðar Helgason- ar, verkefnisstjóra hjá Umferðar- stofu, er útlit er fyrir að flestir hafi sett stefnuna norður í land. „Umferð um Vesturlandsveg er þriðjungi meiri en á Suðurlandsveg- inum. Umferð fór að þyngjast um miðjan dag en þegar umferð var hvað þyngst fóru um 200 bílar um Vesturlandsveg á tíu mínútum. Heldur dró úr umferð þegar á leið kvöldið en hún var samt sem áður þung og það var bíll við bíl,“ segir Sigurður. Umferðarstofa vekur at- hygli á því að komið hefur verið fyrir krönsum á stöðum þar sem banaslys hafa orðið á undanförnum misser- um. Vegna vatnavaxta í ám á hálend- inu hefur Vegagerðin beint þeim til- mælum til vegfarenda að þeir aki þar með gát en þetta ástand mun vara framyfir helgi. Þá segir land- vörður í Þórsmörk að þar sé mikið vatn í ám og þær því varasamar. Ökumenn almennt til fyrirmyndar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þórarinn Bjarki Benediktsson, bóndi á Breiðavaði, kom heyrúllum fyrir við Blönduós og letraði á þær skilaboð. MIKIL aðsókn hefur verið í tjald- stæði í Ásbyrgi, í aðdraganda versl- unarmannahelgar, en þar er spáð prýðisveðri um helgina. Þá hefur heyrst að fólk mæti með tjöld sín deginum áður en það kemur og borgi fyrir tvær nætur til að tryggja sér stæði, þar sem stefnan sé „fyrstir koma, fyrstir fá“. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum, segir mikinn straum af fólki í Ásbyrgi. „Það kom mjög mikið af fólki í gær og fyrra- dag og er að koma mjög mikið núna í dag, bæði frá Húsavík og lengra að af öllu landinu,“ segir Stella. Að sögn Stellu var ennþá pláss á tjaldstæðunum um sexleytið í gær, en hún vissi ekki hvernig færi þeg- ar liði á kvöldið. „Við vonum að við þurfum ekki að vísa fólki frá, en maður veit ekki hvað getur gerst,“ segir Stella. Mikil aðsókn í Ásbyrgi UNGUR Spánverji hafði samband við Neyðarlínuna í gær um klukkan 17 en hann hafði villst á Jökulhálsi á Snæfellsnesi. Lögreglan í Ólafs- vík fór á vettvang og fann Spán- verjann skömmu síðar. Að sögn lögreglunnar hafði Spánverjinn, sem er fæddur árið 1976, haldið upp á Jökulháls sl. þriðjudag. Þegar þangað var komið skall á svartaþoka, rigning og rok. Brá hann þá á það ráð að halda kyrru fyrir í tjaldi sínu og bíða eftir því að veðrinu slotaði. Í gær fauk tjaldið ofan af honum og í kjölfarið hafði hann samband við Neyðarlín- una. Hann var bæði kaldur og hrak- inn þegar lögregla fann hann. Spánverji villtist á Jökulhálsi STUTTMYND Erlu B. Skúladóttur, Bjargvættur, hefur hlotið fjölda verðlauna að undanförnu. Í kjölfar- ið hefur Erla fengið beiðnir frá ýmsum kvikmyndafyrirtækjum, stórum og smáum, um þátttöku í gerð nýjustu myndar hennar, sem er vísindatryllir í fullri lengd. Myndin gerist á Íslandi nútímans og verður að öllum líkindum tekin að hluta hérlendis. Erla útskrifaðist sem leikkona árið 1982 frá Leiklist- arskóla Íslands, nam síðar lát- bragðsleik, starfaði í leikhúsi og lauk 20 árum síðar framhaldsnámi í kvikmyndagerð. /44 Velgengni kvik- myndagerðarkonu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.