Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Septembersól í Salou 8.000 kr. afsláttur á mann Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni, einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsileg- asti skemmtigarður Spánar, gott úrval veitingastaða, fjöl- breytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Allt að 40.000 króna afsláttur fyrir fjölskylduna. 8.000 króna afsláttur á mann. Afslátturinn gildir í pakkaferðir með gistingu á eftirtöldum hótelum: • Novelty • Larimar • Apartamentos California „VIÐ ætlum að byrja á því að fara í Húnavatnssýsluna og svo er stefnan á sólina á Akureyri,“ sagði Þóra Kristinsdóttir þar sem hún var að leggja í hann í gær með dætrum sínum Helgu Dagnýju og Ólöfu Margréti Arnarsdætrum og vinkonu þeirra Hjördísi Eyþórs- dóttur. Þóra sagði að spáin hefði ráðið því hvert þær ákváðu að fara og sagðist fullviss um að sólin yrði fyrir norðan. „Við ætluðum í sum- arbústað, en við nennum ekki að hanga þar í rigningu þannig að við ætlum bara að fara í sólina,“ segir hún. Þóra segir að þær ætli að kíkja á fjölskylduhátíðina „Eina með öllu“ á Akureyri og heimsækja frænd- fólk í leiðinni. „Við höfum aldrei farið á útihátíð, við höfum alltaf bara farið eitthvað svona rólegt um verslunarmannahelgina, en ætlum að gera það fyrir unglinginn núna að kíkja svona aðeins,“ sagði Þóra. Stelpurnar sögðu að sér litist vel á að fara norður. Þær höfðu ekki skoðað hvað verður í boði á hátíð- inni, en voru þess fullvissar að þær myndu skemmta sér vel. „Það þýð- ir ekkert að fara út á land og láta sér leiðast. Maður verður að finna sér eitthvað skemmtilegt. Það er alls staðar gaman ef maður ætlar að hafa gaman,“ sagði Þóra. Hlakka til að heimsækja Eyjamenn Vinkonurnar Berglind Guð- mundsdóttir, Áslaug Heiða Gunn- arsdóttir og Hildur Droplaug Páls- dóttir voru á leiðinni að Bakka, en þaðan ætluðu þær að fljúga til Vestmannaeyja í gærkvöldi. Ár er síðan þær ákváðu að fara á þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum, þar sem þær telja að aðalstuðið verði í Eyj- um, og eins hafa þær gistingu í heimahúsi og þurfa því ekki að gista í tjaldi. Þær hafa aldrei áður farið á þjóðhátíð en hafa farið á útihátíð, á Eldborg og Halló Akureyri. Þær sögðust hlakka mest til flug- eldasýningarinnar, brekkusöngsins og að heimsækja heimamenn í hvítu tjöldin í Herjólfsdal. Þær höfðu ekki teljandi áhyggjur af veðrinu, enda færar í flestan sjó og vel birgar af regnfatnaði. Vel birg af spilum og bókum Hörður Már Harðarson, Guð- finna Aradóttir og synir þeirra Hlynur og Birkir voru á leiðinni á Laugarvatn, þar sem þau ætla að dvelja í sumarbústað. „Við ætlum að fara í sund, golf og gönguferðir og svona ýmislegt,“ sagði Hörður Már. Hann átti ekkert frekar von á því að veðrið yrði gott. „Við erum inni í húsi, þannig að það skiptir ekki öllu. Það er búið að liggja nóg í tjaldi í sumar,“ sagði Hörður. Hann sagði að fjölskyldan væri vel birg af spilum, bókum og dóti sem hægt væri að dunda sér við inni við ef veður væri leiðinlegt, þannig að ekki mun væsa um þau þótt rigni. Margir á faraldsfæti um verslunarmannahelgina – straumurinn virðist liggja norður Hjördís Eyþórsdóttir, systurnar Helga Dagný og Ólöf Margrét Arnars- dætur og Þóra Kristinsdóttir ætluðu í sólina á Akureyri. Hörður Már, Guðfinna og synirnir Birkir og Hlynur ætluðu í sumarbústað á Laugarvatni og höfðu ekki teljandi áhyggjur af veðrinu. Morgunblaðið/Jim Smart Berglind, Áslaug Heiða og Hildur Droplaug ákváðu fyrir ári að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þær höfðu nóg af regnfötum í farteskinu. „Alls staðar gaman ef maður ætlar að hafa gaman“ ÞÓTT verslunarmannahelgin sé ein mesta ferðahelgi ársins kjósa margir heldur að vera heima og taka það rólega þessa frídaga. Þeir sem kjósa að dvelja á höfuðborg- arsvæðinu geta þó komist í útihá- tíðarstemmningu á tónlistarhátíð- inni „Innipúkanum“ í Iðnó, þar sem ýmsir tónlistarmenn koma fram. Eins verður boðið upp á skemmti- dagskrá í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum um helgina og er ókeypis þangað inn á frídegi versl- unarmanna. „Ég ætla að vera heima. Ég er að fara í ferðalag á miðvikudag eftir helgi, til Spánar í þrjár vikur,“ sagði Anna Sigrún Ingimarsdóttir, sem var í gær að leita að mynd- bandsspólu fyrir helgina. „Ég ætla líklega bara að vera heima, gera ekki neitt, slaka á og safna orku.“ Anna Sigrún segist yf- irleitt ekki fara úr bænum um verslunarmannahelgina. „Ég er ekki útilegumanneskja,“ segir hún og bætir við að nánast allar vinkon- ur sínar verði í bænum yfir helgina. Anna Sigrún segist þó kannski munu lyfta sér eitthvað upp um helgina, kíkja t.d. á Stuðmenn í Fjölskyldugarðinum í dag. „Ég er ekki útilegu- manneskja“ Anna Sigrún var að leita að góðri spólu til að horfa á um helgina. „ÞAÐ er alveg ljóst að það stefnir í mikið metár hérna á Akureyri. Ég held að elstu menn muni ekki annan eins fjölda á tjaldstæðunum,“ segir Bragi V. Bergmann, fram- kvæmdastjóri „Einnar með öllu“, fjölskylduhátíðarinnar á Akureyri. „Á tjaldstæðunum eru a.m.k. helm- ingi fleiri en á sama tíma í fyrra. Straumurinn er búinn að vera nokkuð stöðugur og er að þéttast,“ sagði hann í gærkvöld. Bragi sagði að verið væri að slá bletti á tjaldstæðum í nágrenni við Akureyri, svo hægt yrði að taka á móti öllum. Í gærkvöld taldi hann að um 3.000 manns væru komin á tjaldstæðin. „Það er eins konar náttúrulegt járntjald við Stað- arskála. Fólk keyrir í rigningu og drullu og fer síðan inn um „gullna hliðið“. Sunnlendingar eiga alla mína samúð,“ sagði Bragi. Þjóðhátíð var sett í gær í ágætu veðri, þvert á veðurspá. Í gær- kvöldi var kvöldvaka og brenna á Fjósakletti. „Við getum vel við unað því auðvitað var maður kominn með nettan sting á fimmtudaginn þegar ekki gaf til flugs,“ sagði Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í gær. „Það er ekki ennþá hægt að segja til um aðsókn, en nú horfir maður með bjartsýni til helg- arinnar. Það er allt fullt með Herj- ólfi og flugið ætlar að skila sínu.“ Um 2.000 manns voru komin inn á mótssvæðið í Galtalæk í gær- kvöld, að sögn Sigrúnar Gunn- arsdóttur mótsstjóra. „Hér er kom- ið þetta fína veður núna seinni partinn og fólk að tínast inn á svæð- ið,“ sagði hún. Jóhann Þorsteinn Þórðarson, mótsstjóri Neistaflugs í Neskaup- stað, segir að stemningin sé góð. „Það fjölgar jafnt og þétt núna. Það hefur fjölgað þónokkuð á tjald- svæðinu og í heimahúsum.“ Stefnir í metár á Akureyri Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hvít tjöld heimamanna voru farin að rísa í Herjólfsdal í gær. Morgunblaðið/Margrét Þóra Fjölmenni var á Ráðhústorginu í gærkvöld, þegar hátíðin var sett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.