Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 6
     !  " #$ % &  ' () * + , -. $ / *.0 1 "  (2- " 2 "  ) . 3  4" - "2$ 3 3 4" - " 2 - " 2 5 %%. - "2$ 3 3 4" - " 2 - "2$ 3 3 3        6 -5 . (    7   4 5 4 8 1 . !  " - %" 9 -5 .. #$ #$ /: -5 ' ; $2 "2': .< # . 3 2 # . 3 2 # 3 2 9 2 9 2 4" 53 9 2 9 2 9 2 -"2" = 3       6 -5 . (    "  "2 & & 5 7 " / > ) *; . - " 2"  ." ; . -%$ -. % " / *.< ) ..! 3 ' ? 7 ? 3@ ?A=3 - " 4 = ; .  8" ." 4 %! : ".  : ". 4*! % 2 5 ; 3 ":> : ". ".* 8" ." -%$ ." 4 %! : ". 3     6 % BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbanka Ís- lands, greiðir hæstu opinberu gjöldin á Íslandi samkvæmt álagningar- skrám skattstjóra, sem lagðar voru fram í dag. Eru heildargjöld Björg- ólfs 295,6 milljónir króna. Þar af greiðir hann 278,5 milljónir í tekju- skatt. Árný Enoksdóttir í Grindavík greiðir næsthæstu opinberu gjöldin í ár, alls 102,3 milljónir króna. Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Al- mennra, greiðir rétt rúmar 100 millj- ónir króna og er í þriðja sæti. Samanlagðar skattgreiðslur ein- staklinga á Íslandi samkvæmt álagn- ingarskrám nema 129,2 milljónum króna og hækka um 6,3%. Í fyrra var gjaldhæsti greiðandi op- inberra gjalda einnig í Reykjavík og greiddi hann 95,7 milljónir króna. Þeir tveir sem komu næstir greiddu þá í krinum 71 milljón króna. Alls greiða 60.600 manns í umdæmi skattstjórans í Reykjavík tekjuskatt, samtals 27 milljarða króna. 30.082 greiða eignarskatt, samtals 1,2 millj- arða króna, og 27.169 greiða svo- nefndan hátekjuskatt, samtals 703 milljónir króna. Þá greiða 88.995 manns útsvar, samtals 25,8 milljarða, og 31.740 greiða fjármagnstekju- skatt, samtals 3,2 milljarða króna. Einstaklingar í Reykjavík greiða samtals 58,8 milljarða króna í opinber gjöld í ár samkvæmt álagningarskrá. Hjónin Björgólfur Guðmundsson og Þóra Hallgrímsson greiða hæstu eignaskattana í Reykjavík eða tæpar 8 milljónir króna hvort. Í þriðja sæti er Jónína S. Gísladóttir sem greiðir 4,8 milljónir króna í eignaskatt í ár. Guðmunda Helen Þórisdóttir og mað- ur hennar Sigurður Gísli Pálmason greiða 2,7 milljónir hvort. Reykjanes og Vesturland Alls greiða 65.139 skatta í umdæmi skattstjórans á Reykjanesi, samtals tæpa 43 milljarða króna, en var á árinu 2003 tæpir 40 milljarðar króna. Þar af greiða 43.337 manns tekju- skatt, samtals 19,8 milljarða króna, og er það hækkun um 7,27% frá síðasta ári. 62.737 manns greiða útsvar, sam- tals 18,9 milljarða, og er það 6,55% hækkun. Í umdæmi skattstjóra Vestur- landsumdæmis greiðir Páll V. Stef- ánsson, Snæfellsbæ, hæstu opinberu gjöldin, tæpar 33,5 milljónir króna. Ólafur Ólafsson í Eyja- og Mikla- holtshreppi greiðir 17,9 milljónir króna. Vestfirðir og Norðurland vestra Leif Halldórsson, útgerðarmaður á Patreksfirði, greiðir hæstu gjöld ein- staklinga í umdæmi skattstjórans á Vestfjörðum í ár, tæplega 9,5 millj- ónir króna. Þeir sem eru í 2. og 3. sæti listans búa einnig á Patreksfirði; Jón Björgvin G. Jónsson og Birgir Ing- ólfsson. Gísli Ólafsson, læknir á Blönduósi, greiðir hæstu opinberu gjöldin sam- kvæmt álagningarskrá skattstjóra Norðurlandsumdæmis vestra, tæpar 7,5 milljónir króna. Alls nema álögð gjöld í umdæminu tæpum 3,5 millj- örðum króna sem er 4,16% hækkun frá síðasta ári. Eru 7.253 gjaldendur á skrá í umdæminu og fjölgaði þeim um 27 frá fyrra ári. Norðurland eystra og Austurland Birgir Ágústsson, verkfræðingur á Akureyri, greiðir hæst opinber gjöld samkvæmt álagningarskrá skatt- stjórans í Norðurlandsumdæmi eystra, eða 14,7 milljónir króna. Í 2. sæti er Vilhelm Ágústsson, einnig á Akureyri, sem greiðir 14,4 milljónir. Þorsteinn Már Baldvinsson er þriðji gjaldhæsti einstaklingurinn og greið- ir 13,9 milljónir króna. Guðbrandur Sigurðsson, Akureyri, greiðir hæsta útsvarið, 2,9 milljónir. Örn Þór Þorbjörnsson skipstjóri greiðir hæstu opinberu gjöldin í Aust- urlandsumdæmi, samkvæmt álagn- ingarskrá, samtals 31,7 milljónir króna. Ágúst Hilmar Þorbjörnsson greiðir litlu minna eða 31,1 milljón króna. Þeir sem koma næst greiða rúmar 8 milljónir eða minna. Hæsta útsvarið greiðir Sturla Þórðarson í Neskaupstað, 2,7 milljónir. Suðurland og Vestmannaeyjar Guðmundur A. Birgisson, Núpum í Ölfusi, greiðir hæst opinber gjöld samkvæmt álagningarskrá Suður- landsumdæmis. Guðmundur greiðir samtals 16,3 milljónir króna í gjöld. Næstir koma Gunnar A. Jóhannsson, Skrár yfir opinber gjöld einstaklinga lagðar fram í gær Björgólfur Guðmunds- son með hæstu gjöldin FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu einstök eign í glæsilegu umhverfi - sumarhúsið Birkihlíð við Álftavatn í landi Miðengis í Grímsnesi, Árnessýslu. Landið er skógivaxið 2,8 ha eða 28.000 m2 eign- arland við Vaðlækjarveg, sjöttu braut, Grímsnesi og er landið hægra megin við veginn þegar ekið er að Ljósafossi, þar sem Álftavatn gengur lengst upp að veg- inum. Allt landið er gróið, m.a. með háum trjám, skógarbotni, þar er einnig fallegur lækur, stígar og flatir. Húsið er um 82 fm að stærð og einnig er á lóðinni útihús (u.þ.b. 35 fm skemma) og útisturta (sérskýli). Sumarhúsið er úr steini á einni hæð, klætt utan með standandi viðar- borðum og við það er verönd og stéttar. Í húsinu er stofa, borðstofa, eldhús, gangur, þrjú herb. og snyrting, í stofu er kamína og á gólfum eru viðargólfborð. Einnig lítil bygging sem nýtt er sem bátaskýli. Óvenju fallegt umhverfi og eru elstu trén yfir 40 ára. Mögulegt að byggja fleiri sumarhús á landinu. Hitaveita. Dráttarvél og bátur fylgja. Áhugaverð eign. Sjá myndir á fmeignir.is og mbl.is. Verðhugmynd 29,0 millj. eða tilboð. 13626 Nánari uppl. á skrifstofu FM sími 550 3000 og í síma 892 6000. SUMARHÚS RÉTT VIÐ ÁLFTAVATN ÞETTA hafa verið annasamar vik- ur við útungun og uppeldi hjá þrastarhjónum í Seljahverfi. Þau verptu snemma í júlí í blómakörfu sem hangir í skoti í garðinum. Þar hafa íbúar hússins geta fylgst með dugnaði hjónanna við að liggja á og síðan önnunum við að bera orma, geitunga, ber og annað fæði í ung- ana. Tíu dögum eftir að unganrnir skriðu úr eggjum, voru þeir komnir niður í garðinn, rétt hálf-fleygir, og þar hafa foreldrarnir mikið að gera við að bera í þá æti og vara þá við hættum, svo sem köttum, en íbúar hússins hafa einnig reynt að bregð- ast við hættuköllunum og aðstoða þrestina í neyð. Annasamar vikur Morgunblaðið/Einar Falur NORSKI forsætisráðherrann, Kjell Magne Bondevik, vill fá starfsbræð- ur sína á hinum Norðurlöndunum með sér í lið til að þrýsta á Evrópu- sambandið til að koma í veg fyrir að skattar á áfengi verði lækkaðir enn frekar. Norska blaðið Aftenposten hefur eftir Bondevik að áhrifin af því að lækka álögur á áfengi séu mjög slæm. „Þegar eitt land minnkar álögurnar eru önnur lönd þvinguð til að gera slíkt hið sama. Við verðum að berjast gegn þessari þróun,“ hefur Aftenposten eftir Bondevik í viðtali sem ráðherrann veitti VG. Bondevik segist vilja fjalla um málið á fundi norrænna ráðherra, sem fram fer á Íslandi dagana 8. og 9. ágúst nk í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð. Vegna veikindaforfalla Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra verður Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra gestgjafi af Íslands hálfu á fundin- um, að því er fram kemur á vef for- sætisráðuneytisins. Komið verði í veg fyrir lækkun áfengisskatta Málið verður rætt á fundi ráð- herranna á Íslandi Tíu minni háttar fíkniefnamál FYRSTA nótt Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum, aðfaranótt föstu- dags, gekk þokkalega fyrir sig að sögn lögreglu. Þar komu þó upp 10 minniháttar fíkniefnamál. Þar var aðallega um að ræða amfetamín ætlað til neyslu, að sögn lögreglu. Þá gistu þrír fangageymslur lög- reglunnar eftir ölvunaróspektir í fyrrinótt. Bein finnst í Hvítá LÍTIÐ bein fannst við Hvítá í gær. Ferðamaður sem var á ferli við ána fann beinið og gerði lögreglu við- vart. Þær vangaveltur hafa komið upp að um mannabein sé að ræða en þær grunsemdir eru óstaðfestar. Vitað er um menn sem hafa týnt lífi í Hvítá á undanförnum árum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er málið í rannsókn og hefur beinið verið sent til Reykjavíkur til greiningar. Kölluðu á aðstoð TVÆR þýskar konur, sem gengið höfðu á Loðmund seint í fyrra- kvöld, kölluðu eftir aðstoð björg- unarsveita. Áður en björgunarsveit fór af stað skiluðu konurnar sér hins vegar sjálfar í Landmannahelli og sakaði ekki, samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Hvolsvelli. Sviku út tugi þúsunda TVEIR menn voru handteknir á ESSO-bensínstöðinni á Egilsstöðum í fyrradag, grunaðir um ávísanafals og þjófnað. Mennirnir eru rétt rúm- lega tvítugir og höfðu stundað það að falsa ávísanir í nokkurn tíma. Upp komst um þá þegar þeir greiddu fyrir bensín með fyrirfram- greiddu bensínkorti, sem þeir höfðu borgað fyrir með falsaðri ávísun. Lögreglan á Egilsstöðum segir að upphæðin sem mennirnir hafi svindlað út nemi mörgum tugum þúsunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.