Morgunblaðið - 31.07.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 31.07.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Lokað í dag Góða helgi! Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ma llorca 34.240 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 41.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Netverð 2., 9. og 16. september SKÓGARSTÍGUR sem er hannaður með þarfir fatlaðra í huga var nýlega tekinn í notkun í Haukadalsskógi, en þetta mun vera í fyrsta skipti hér á landi sem skógarstígur er hannaður frá upphafi fyrir umferð hjólastóla. Haukadalsskógur er í eigu Skóg- ræktar ríkisins, og er eins og nafnið gefur til kynna í Haukadal, um 1 km frá goshvernum Geysi. „Ég ætla ekki að útiloka að það séu til aðrir stígar þar sem hægt er að komast á hjólastólum, en hugs- unin hefur eflaust ekki verið sú frá upphafi. Það er allstaðar verið að opna skóga, en það er ekki endilega verið að opna skóginn fyrir alla,“ segir Hreinn Óskarsson, skóg- arvörður á Suðurlandi. „Þetta hent- ar líka gömlu fólki og þeim sem eru með barnavagna, þetta er mikið not- að.“ Hreinn segir að stígurinn sé lagð- ur þannig að ekki verði mikill halli, og hann sé hafður nægilega breiður til að tveir hjólastólar geti mæst. Í stíginn var notað efni sem þjappast sérstaklega vel til að hjólastólar sökkvi síður og eigi auðveldara með að fara upp í móti. Stígurinn liggur í hring og er um 1.200 metrar á lengd. Síðar í sumar er ætlunin að gera áningarstað í skóginum út frá stígnum þar sem fólk geti borðað nesti og grillað í skjóli, og segir Hreinn að áning- arstaðurinn verði einnig hannaður með þarfir fatlaðra í huga. Ögrun í skógarstígnum Svanur Ingvarsson, formaður Sjálfsbjargar á Suðurlandi, hefur komið að verkefninu frá upphafi. Hann er sjálfur bundinn við hjóla- stól, og hefur að sjálfsögðu farið talsvert um stíginn. Hann segir ekki mikið mál að komast um í skóginum. „Það hefur heppnast það vel, mal- arlagið, það er orðið svo þétt að það er vel fært á hjólastól. Þetta er um 1.200 metra stígur, og um 500 metr- ar af honum er í smá halla, svo það gæti reynst einhverjum erfitt. En hinir 700 metrarnir eru auðveldir, þeir eru því sem næst á jafnsléttu. Malarlagið er náttúrulega alltaf erfiðara en malbik, en við erum úti í náttúrunni og það felst í því smá ögrun sem er líka svo hollt, og er eiginlega nauðsynlegt fyrir okkur. Maður finnur það þegar maður fer út í skóg, manni líður svo vel þar,“ segir Svanur. Kostar þrefalt meira Hugmyndin að leggja stíg sem hentar fólki í hjólastól kom upp fyrir nokkrum árum, og í samstarfi við Sjálfsbjörgu var farið í það að út- vega fjármagn, m.a. úr pokasjóði. Kostnaðurinn við að leggja stíginn er um þrefalt á við það sem hefð- bundinn stígur hefði kostað, segir Hreinn. Kostnaðurinn stafar m.a. af því að stígurinn þarf að vera breiðari, með meira undirlagi, og það þarf að byggja betri brýr en þurft hefði á venjulegum stíg. Einnig þarf meira viðhald, en stíginn þarf að þjappa á hverju vori. Stíga eins og þennan mætti gera víða í íslenskum skógum að mati Hreins, í raun á flestum stöðum þar sem halli er ekki of mikill. Svanur tekur undir það, og vonast til að fleiri stígar af þessu tagi verði lagðir í íslenskum skógum á næst- unni til að allir geti notið útiver- unnar. Skógarstígur sérhannaður fyrir umferð hjólastóla Skógurinn opnaður fyrir alla Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hópur ungmenna frá Íslandi og Belgíu átti á dögunum leið um Haukadals- skóg og stóð stígurinn vel undir væntingum hópsins. ÞÚSUND laxa múrinn var rofinn í Blöndu í vikunni og í gærmorgun voru komnir slétt þúsund fiskar á land og veiði eftir sem áður á mjög góðu róli og öll svæði virk. Þess má geta að allt síðasta sumar veiddust aðeins 504 laxar í Blöndu. Góður gangur er enn fremur í öll- um helstu ám í Húnavatnssýslu, t.d. veiddust í vikunni 40 laxar á einum morgni í Miðfjarðará. Það er stutt í þúsundið í nokkr- um ám og mun það nást fyrr en seinna vegna vætunnar sem hleypt hefur lífi í vatnsbúskapinn. Norð- urá var t.d. komin með 953 laxa á miðvikudagskvöld og Þverá/ Kjarará 916 laxa. Þar næst kom Langá á mikilli siglingu með 811 laxa. Hörkuveiði í Rangánum Veiði hefur farið vaxandi í Rang- ánum að undanförnu og skv. frétt- um frá skrifstofu Lax-á hafa veiðst að jafnaði 70 til 75 laxar á dag í Eystri-Rangá einni saman. Góðar tölur hafa einnig verið í Ytri- Rangá og undir lok vikunnar voru báðar árnar komnar með um 500 laxa á þurrt. Mok í Veiðivötnum Afar góð veiði hefur verið í Veiðivötnum skv. kynningarvef Veiðifélags Landmannaafréttar og má af honum ráða að vel á tíunda þúsund silungar hafi veiðst í sum- ar, mest urriði og hafa þeir stærstu verið 7,5, 8 og 9 punda, þeir stærstu að vanda veiddir í Litlasjó og Hraunvötnum. Með- alvigtin yfir heildina er þó um 2 pund. Þá hefur veiði verið betri en í fyrra í vötnum sunnan Tungnaár og sérstaklega hefur Frosta- staðavatn verið skemmtilega gjöf- ult, en nýlega skráð veiðitala það- an var 812 fiskar, stærstir 4 punda og talsvert af fallegum 2–3 punda fiski í bland við smærri fisk. Þá hafa Ljótipollur og Löðmund- arvatn verið drjúg en önnur vötn gefið minni afla sem kann að stafa af minni sókn. Morgunblaðið/Dagur Jónsson Bjarni Berg glímir við vænan urriða í Ljótapolli. Morgunblaðið/Einar Falur Laxi landað í Blöndu fyrir skemmstu. Blanda fyrst yfir þúsund laxa ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að slysi á Suðurlandsbraut við leikskólann Steinahlíð þriðjudag- inn 27. júlí um kl. 18:25. Þar féll mað- ur af reiðhjóli og sagði hann að lítilli hvítri fólksbifreið hefði verið bakkað í veg fyrir hann og ekið síðan í burtu. Vitni að atvikinu, svo og ökumaður nefndrar bifreiðar, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000. Lýst eftir vitnum ♦♦♦ LANDSSAMBAND framsóknar- kvenna (LFK) skorar á DV að hætta að auglýsa líkama kvenna á niður- lægjandi hátt. Félagið bendir á að DV sé eina dagblaðið hér á landi sem birtir auglýsingar af konum í kynlífs- stellingum með tilboðum um síma- kynlíf. „LFK telur að konur séu allt of oft fórnarlömb kynlífsiðnaðarins og að sá iðnaður gefi ranga mynd af konum í samfélaginu. Slíkt hefur mjög óæskileg uppeldisleg áhrif á börn og ungt fólk þar sem skilaboðin eru þau að konur séu kynlífsleikföng,“ segir í ályktun frá félaginu. Þá er ritstjórn- um Morgunblaðsins og Fréttablaðs- ins hrósað fyrir að birta ekki niður- lægjandi auglýsingar af berbrjósta konum í blöðum sínum. Framsóknarkonur fagna jafnframt herferð V-dagssamtakanna gegn nauðgunum. „Nú þegar verslunar- mannahelgin fer í hönd er full þörf á umræðu í samfélaginu um að nauðg- un er alvarlegur glæpur, en í flestum tilfellum eru konur fórnarlömb þeirra,“ segir í ályktun félagsins. Skora á DV að hætta birtingu nið- urlægjandi auglýsinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.