Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MATVÆLAEFTIRLITIÐ í Noregi hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu bréf þar sem hart er deilt á meðferð eldisþorsks, bæði við veiðar á honum og þegar hann er settur í kvíar. Tel- ur eftirlitið aðferðirnar brjóta í bága við lög um meðferð á lifandi dýrum. Sérstaklega er tiltekið að snurvoð sé ekki heppileg til að veiða þorsk til áframeldis. Matvælaeftirlitið hefur kannað þessi mál víða í norska þorskeldinu. Það telur notkun snurvoðar við veið- arnar skaðlega fyrir fiskinn. Stór hluti þorsksins verði fyrir áfalli og skaðist af þrýstingi, klemmist. Þá skorti fiskinn súrefni í mörgum til- fellum. Að teknu tilliti til þess sé það ljóst að með veiðum í snurvoð og dælingu fisksins yfir í kvíar, sé ekki verið að fara eftir lögum um dýra- vernd. Það þurfi til dæmis að kanna á hve miklu dýpi megi veiða fiskinn, eigi að halda honum lifandi en deilt er á það að fiskurinn sé veiddur á 200 til 260 metra dýpi. Þegar fiskurinn sé dreginn af svo miklu dýpi geti sundmaginn sprungið og augnskað- ar séu algengir. Þá er deilt á notkun fiskidælna við að flytja fiskinn til. Dýrunum, eins og tekið er til orða í bréfi matvæla- eftirlitsins, er dælt í gegnum teljara og flokkara, en heildarmagn fisksins er ýmist metið eftir vigt eða fjölda. Stærð röranna sé ekki löguð að stærð fisksins og skaði þetta hann því og fylli hann streitu. Dæmi séu um að 40% þorsks sem veiddur sé til áframeldis drepist, enda sé stór- þorski, allt að 15 kílóum, troðið í gegnum dælurörin. Fyrir vikið sé mikið af særðum og dauðum fiski í kvíunum. Matvælaeftirlitð kallar því eftir reglum eða lögum um meðferð á fiski sem veiddur sé til áframeldis og að- búnað hans. Leiðigildrur og snurvoð Engar reglur eru um meðferð á þorski til áframeldis hér við land. Hann er ýmist tekinn í snurvoð eða leiðigildrur. Vaxandi hluti er tekinn í gildrurnar en við það verður hann fyrir litlu sem engu hnjaski en líklegt er að streita geti komið við sögu. Þorskurinn fer einnig í gegnum telj- ara og flokkara, sem ekki á að skaða fiskinn. Nauðsynlegt er að flokka fiskinn, þannig að fiskurinn í hverri kví verði sem jafnastur að stærð. Þannig er minni hætta á að smærri fiskurinn verði afétinn eða hreinlega étinn af hinum stærri en ef stærð- armunurinn er mikill er það töluvert algengt að sá stærri éti smærri fisk- inn. Þorskeldi brot á lög- um um meðferð dýra? Norska matvæla- eftirlitið telur meðferð á þorski til áframeldis varða við lög „VIÐ þurfum engar reglur um með- ferð á þorskinum okkar. Við förum með hann eins og gæludýr og hon- um líður vel hjá okkur,“ segir Run- ólfur Guðmundsson í Grundarfirði. Runólfur hefur umsjón með áframeldi á þorski hjá sjáv- arútvegsfyrirtækinu Guðmundi Runólfssyni á Grundarfirði og er með mikið af þorski í kvíum. „Við tökum fiskinn okkar í leiði- gildrur og snertum hann aldrei fyrr en við slátrun. Hann syndir bara í makindum sínum úr gildrunni inn í kvína í gegnum teljara og verður ekki fyrir neinu hnjaski. Svo syndir hann um í kvínni og hámar í sig loðnuna okkar og vex og dafnar við ákjósanleg skilyrði, segir Runólfur. Hann segir að sér þyki Norð- menn vera farnir að ganga anzi langt í þessum efnum og spyr; hvað með laxeldi, svínarækt, alifugla og svo framvegis? „Það sem menn eru farnir að gera við laxinn í ánum er miklu verra en þetta. Þegar menn veiða hann, taka hann upp úr á sporð- inum til að láta taka af sér mynd og sleppa honum svo aftur og halda að allt sé í lagi. Þannig er það ekki því þegar þungum fiski er lyft upp á sporðinum losna hryggjarliðirnir í sundur og mænan getur slitnað. Þorskurinn er eins og gæludýr hjá okkur. Við fæðum hann og klöpp- um honum. Við förum vel með gæludýrin okkar,“ segir Runólfur Guðmundsson. Förum vel með gælu- dýrin okkar Morgunblaðið/Hjörtur Þorskeldi Grundfirðingar fara vel með eldisþorskinn sinn enda er hann veiddur í leiðigildru. Runólfur Guðmundsson klappar hér einum af „gullfiskunum“ sínum. ÚR VERINU HJÁLPARBEIÐNI hópsins sem tal- ið er að sé týndur á sunnanverðu hálendinu barst um rás sem Ferða- félag Íslands notar, en engrar stað- setningar var getið. Fjarskiptakerfi Ferðafélags Íslands er byggt upp í kringum leiðina á milli Land- mannalauga og Þórsmerkur, Laugaveginn svokallaða, og af þeim sökum var í upphafi ákveðið að senda björgunarsveitir til að skoða skála á svæðinu og athuga með hvort eitthvað myndi hafa sést til tjaldbúða, sem gætu tilheyrt hópnum. Ferðafélag Íslands nýtir sér fjar- skiptatækni til þess að hafa sam- band við skálaverði og fer það eftir atvikum hvort um er að ræða GSM síma, NMT síma eða VHF tal- stöðvar að sögn Ingunnar Sigurð- ardóttur, skálafulltrúa hjá Ferða- félagi Íslands. Hún segir að samband á svæðum sé misgott eðli málsins samkvæmt, t.a.m. næst ekki símasamband inni á Fjallabaki syðra en þar fara öll fjarskipti í gegnum talstöðvar. Aðspurð um hvernig samskiptum skálavarða við skrifstofur félagsins er háttað segir hún að félagið sé í samskiptum við verðina daglega. Engir fastir tímar séu ákveðnir fyrirfram, hvenær skuli haft samband. „Þetta er nátt- úrulega spurning um hvenær skála- verðir hafa lausa stund frá sínum störfum,“ segir Ingunn og að allur gangur sé á því hver hefur sam- band við hvern. „Við náttúrulega notum hana [talstöðina] ekki nema til þess að afgreiða ákveðin mál,“ segir hún. Allt verði að spilast eftir því hvernig aðstæður séu hjá vörð- unum. Ingunn segir að skálaverð- irnir fylgist mjög vel með þeim ferðamönnum sem séu á ferðinni og á leið í ákveðna skála, þannig að það sé vitað að allir ferðamenn hafi skilað sér í skálana. Ferðafélagið Útivist hafði sömu sögu að segja varðandi það hvernig fjarskiptasamband leiðsögumenn hafa en þeir treysta einnig á GSM- síma, NMT-síma og talstöðvar eftir atvikum. Ekki sé fyrirfram ákveðið að hafa samband við skrifstofu eða aðila á bækistöðvum félagsins. T.d. viti allir af öllum uppi á Fjallabaki og vel sé fylgst með umferð á svæð- inu. Fjarskiptatækin séu fyrst og fremst öryggisbúnaður sem sé not- aður í neyð. ÁKVEÐIÐ var að leita til þrautar í gær að hópi 20 Frakka á fimmtudag, en Frakkarnir áttu að hafa veikst af matareitrun. Beri það ekki árangur verður leit hætt. Ákvörðunin var tek- in á fundi í hádeginu í gær þar sem viðstaddir voru þeir aðilar sem stjórnað hafa leitaraðgerðum síðustu tvo daga. „Við ætlum að ljúka þeirri leit sem var skipulögð í dag,“ sagði Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, í samtali við Morgunblað- ið í gær. Hann segir að eftirgrennsl- an verði haldið áfram en ekki skipu- lögð leit nema frekari upplýsingar komi fram. „Þetta er búin að vera umfangsmikil leit,“ sagði Kjartan og tók undir það að málið væri hið und- arlegasta. Skipulögð leit staðið frá því á fimmtudag Stjórn aðgerða hefur nú verið flutt til Ríkislögreglustjórans og Lands- stjórnar björgunarsveita. Í tilkynn- ingu frá stjórnendum leitaraðgerða kemur fram að samband hafi verið haft við fjölda ferðaþjónustuaðila auk margra sem hafi verið á ferð um há- lendið. Enginn þeirra hafði orðið var við hópinn. Skipulögð leit hefur stað- ið frá hádegi á fimmtudag um allt sunnanvert hálendið, farið hefur ver- ið í skála, slóðar eknir, gil skoðuð, þekktir tjaldstaðir skoðaðir og aðrir líklegir staðir. Að leitinni hafa komið 25 björgunarsveitarbílar, 120 leitar- menn, starfslið lögreglu auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vill lögreglan beina því til almennings að gera lög- reglu viðvart í síma 112 með upplýs- ingar sem gætu átt við í þessu máli. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg var leitað á fimmtudagskvöld á sunnan- verðu hálendinu, allt frá Hvanngili í austri að Langjökli í vestri. Færðist leitarsvæðið vestar seint í fyrrakvöld eftir að kortlagt hafði verið það svæði sem talið er að fjarskiptin hafi getað komið frá, en fyrir því voru þær upp- lýsingar að kallið heyrðist vel í Reykjavík og þá ekki eingöngu hjá Ferðafélagi Íslands. Þá heyrðist kall- ið í bíltalstöð við Þórisvatn. Þetta er talið til merki þess að kallið hafi farið um VHF-endurvarpa í Bláfjöllum. Flugbjörgunarsveitin á Hellu var í viðbragðsstöðu eftir að hjálparbeiðni barst frá að því er talið 20 manna hópi Frakka og karlmanns sem fór fyrir hópnum og talaði íslensku. Sá maður kallaði í talstöð á rás sem Ferðafélag Íslands notar og heyrði einn af starfsmönnum félagsins hjálparbeiðnina. Þegar starfsmaður- inn kallaði til baka og bað um stað- setningu komu engin svör. Leitarskilyrði slæm „Það er búið að fara í alla skála og keyra alla vegi og það er enginn neinu nær,“ segir Valgeir Elíasson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Landsbjargar. Hann segir leitarskil- yrði hafa verið slæm þannig að þyrla Landhelgisgæslunnar hefur ekki náð að nýtast sem skyldi. Þyrlan fór hins vegar af stað í fyrradag og kallaði og kallaði á þeirri tíðni sem talið er að neyðarboðið hafi borist á. Í fyrradag höfðu björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu leitað á landsvæðinu allt frá Jökulheimum og Skaftár- tungum í austri að Þjórsá í vestri án árangurs. Björgunarsveitarmenn fóru í skála á svæðinu og keyrðu veg- arslóða í von um að verða einhvers vísari um hvaða hópur hefði verið á ferðinni. Klukkan 22 voru kallaðar út björgunarsveitir í Árnessýslu og við það færðist leitarsvæðið meira í vest- ur og var leitað allt að Bláfelli og Hvítárnesi. Hátt í 50 björgunarsveit- armenn á 10 björgunarsveitarbílum tóku þátt í leitinni í fyrradag. Fjölg- aði þeim umtalsvert eftir útkall björgunarsveita í Árnessýslu, en fyrr um daginn hafði verið kallað eftir öll- um björgunarsveitum Landsbjargar í Rangárvallarsýslu. Um 120 manns á 25 bílum og þyrla Landhelgisgæslunnar leituðu að ferðamannahópi í gær Hætta skipulagðri leit Leitað áfram ef nýjar upplýs- ingar koma fram Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kristín Waage (t.v.) og Bryndís Harðardóttir, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita í Vestur-Skaftafellssýslu, voru í stjórnstöð Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal meðan á aðgerðunum stóð.            Talstöðvar nauðsynleg öryggistæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.