Morgunblaðið - 31.07.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 31.07.2004, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ AFKOMA Burðaráss batnar mikið frá í fyrra og skýrist það fyrst og fremst af óinnleystum gengishagn- aði af hlutabréfum í eigu félagsins, sem og ríflega 5 milljarða króna fjárfestingartekjum sem féllu til á fyrsta ársfjórðungi, en þar af voru rúmir 4 milljarðar vegna sölu á sjávarútvegshluta félagsins, Brimi. Auk þessa hefur stórbætt afkoma flutningahluta félagsins, Eimskips, sín áhrif en afkoma Eimskips hefur verið mjög slök á síðustu árum. Nú er hins vegar útlit fyrir að flutn- ingastarfsemin sé að færast í rétt horf en ástæða umskiptanna er rak- in til aukinna flutninga og hagræð- ingar í rekstrinum. Uppbrot gamla Eimskipafélags Íslands og sala sjávarútvegshlutans Brims virðist vera að skila sér í betri afkomu og vekur það upp spurningar um kaupin á sjáv- arútvegsfyrirtækjunum á sínum tíma. Ákvörðun nýrra eigenda fé- lagsins að skera sjávarútvegshlut- ann frá og leggja áherslu á flutn- inga og fjárfestingar lítur, enn sem komið er að minnsta kosti, út fyrir að hafa verið hárrétt. Enn er unnið að breytingum hjá Eimskipi í átt að aukinni hag- kvæmni og bættri arðsemi. Miðað við þetta uppgjör má gera ráð fyrir að félagið stóreflist á næstu árum. Greiningardeildir bankanna spáðu Burðarási 6,8 milljóna króna hagnaði að meðaltali og er nið- urstaðan því nokkuð umfram vænt- ingar.  INNHERJI | Stórbætt afkoma Eimskips innherji@mbl.is Á góðri siglingu HAGNAÐUR Burðaráss hf. og dótturfélaga nam 6.964 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins, sem er töluverð aukning frá því á sama tíma í fyrra, en þá nam hagnaður félagsins 134 milljónum króna. Hinn mikli munur skýrist að mestu af sölu eigna, enda eru heildareignir samstæðunnar rúm- um sex milljörðum minni en á sama tíma í fyrra. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi var 6.699 milljónir króna, en hagnaður dótt- urfélags Burðaráss, Eimskipa- félags Íslands ehf. var 265 millj- ónir króna. Rekstrartekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins voru tæpir 12 milljarðar króna og er það aukning upp á rúman millj- arð frá sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld jukust einnig frá fyrra ári, eða um tæpar 700 millj- ónir. Arðsemi eigin fjár fyrri hluta þessa árs var 68,6% á ársgrund- velli. Veltufé frá rekstri nam 1.208 milljónum króna og í lok tímabils- ins nam handbært fé samstæðunn- ar tæpum 6,3 milljörðum króna, sem er hækkun upp á rúma 2,8 milljarða frá áramótum. Hagnaður samstæðunnar á öðr- um ársfjórðungi var 2.032 milljónir og munar þar mestu um óinnleyst- an gengismun upp á rúma 1,9 milljarða króna. Í kjölfar endurskipulagningar á starfsemi samstæðunnar og nafn- breytingar henni fylgjandi voru dótturfélög Brims ehf. seld og er sjávarútvegur ekki lengur hluti af starfsemi samstæðunnar. Í frétta- tilkynningu Burðaráss kemur fram að til að einfalda samanburð á milli ára hefur rekstur sjávarútvegs- starfsemi árið 2003 verið færður undir liðinn aflagða starfsemi. Fjárfestingartekjur samstæð- unnar fyrstu sex mánuði ársins voru 5.355 milljónir króna, en þar af er söluhagnaður af sölu dótt- urfélaga Brims, sem fór fram á fyrsta fjórðungi ársins, 5.153 millj- ónir króna. Heildareignir samstæðunnar voru rúmir 47 milljarðar 30. júní í ár, en voru rúmir 53 milljarðar í árslok 2003. Minnkun efnahags- reiknings stafar af áðurnefndu brotthvarfi Brims úr samstæðunni. Í tilkynningu félagsins til Kaup- hallar Íslands segir að framtíðaraf- koma samsteypunnar muni ráðast annars vegar af þróun á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum og hins vegar af því hvort hagræð- ingaraðgerðir sem gerðar hafa ver- ið á rekstri Eimskipafélagsins muni skila tilætluðum árangri. Sala eigna grunnur að hagn- aði Burðaráss     0/  # -!(    ! " ! " !     < B  '   C B  '   ,      2022 33116 339.0   )&%1 6&6. %33. /    # 5       %/3%% %91%0   # !( '   2.A%8 63 3/106 3/1.6  .& .1 369 13   001// 31693   09A28 !"#$%  # !&'()(% !"    #* +    Tekjur Eimskipafélags Ís-lands ehf. munu vaxa um40-50% á næstu tveimurárum, eða upp í 30-35 milljarða króna, samkvæmt nýrri stefnumörkun félagsins. Vöxturinn verður studdur af hagræðing- araðgerðum, markaðssókn og bættri þjónustu og nýju og einfaldara skipuriti. Nýr forstjóri, Baldur Guðnason, tók við félaginu í maí sl. Hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi ársins er sexfaldur miðað við sama tímabil í fyrra, og EBITDA framlegð hefur tæplega tvöfaldast á sama tíma. Aðkallandi var að grípa til fyrr nefndra hag- ræðingaraðgerða að sögn Baldurs til að snúa við afkomu félagsins, en hún hefur verið óviðunandi síðustu misseri að hans sögn. Baldur segir að árangurinn sem þegar er búið að ná megi rekja til aukinna flutninga annars vegar og hagræðingar í rekstri hinsvegar. Annar ársfjórð- ungur, segir Baldur, var sá besti í rekstri flutningastarfseminnar frá því sérstakt félag var stofnað um reksturinn í ársbyrjun 2003. Baldur segir að ný stefnumörkun félagsins og hagræðingaraðgerðir henni tengd miði að því að gera félagið sveigjanlegra til að geta lagað sig að aðstæðum á markaðnum, hvort sem þar er uppsveifla eða niðursveifla. „Félagið er efnahagslega mjög sterkt. Heildarefnahagur er 18,3 milljarðar, þar af eru 5,5 milljarðar eigið fé. Eiginfjárhlutfall er rúm 30% og veltufjárhlutfall er 1,47,“ segir Baldur Guðnason. Liður í hagræðingaraðgerðum fé- lagsins sem skila á 3-400 milljón króna sparnaði á ári, en um leið betri þjónustu, er afnám strand- flutninga frá og með 1. desember nk. Færa á þá flutninga inn í land- flutningakerfi félagsins, en Eimskip á landflutningafyrirtækið Flytjanda sem er eitt öflugasta flutningafyr- irtæki landsins. „Þéttriðið landflutn- inganetið mun auka verulega flutn- ingstíðni, draga úr birgðahaldi fyrirtækja um allt land, tryggja hraðari afhendingu alls varning og mæta kröfum seljenda sjávarfangs sem verða að koma ferskum sjáv- arafurðum sem skjótast á heims- markað. Við getum tekið stóran hluta af því magni sem er í strand- flutningum inn í Flytjandakerfið án þess að bæta við nema 5-10 flutn- ingabílum. Bílarnir verða nýttir bet- ur og fleiri kílómetrar keyrðir.“ Lykilstjórnendum fækkað um þriðjung Í byrjun júlí var tilkynnt um upp- sagnir 40-50 starfsmanna á skrif- stofum félagsins, seim einnig var lið- ur í hagræðingu hjá félaginu. Fækkað var um eru 10 lykilstjórn- endur á Íslandi. Þeir eru nú 20 en voru 30 fyrir. „Að undanförnu höf- um við unnið að því að skilgreina innra skipulag félagsins. Síðan höf- um við skilgreint skipulag og stefnu- mörkun hvers sviðs og sett upp fjár- hagsleg markmið sem styðja heildarstefnu félagsins,“ segir Bald- ur. Sviðin sem Baldur talar um eru svið skipaflutninga og vörustjórn- unar, og innanlandssvið og al- þjóðasvið. Stoðsviðin eru síðan þrjú; fjármálasvið, starfsþróuarsvið og upplýsingasvið. Fjárhagsleg markmið félagsins á næstu tveimur árum eru að auka arðsemi um 1.000-1.500 milljónir króna. Áætluð EBITDA framlegð á árinu 2004 er í kringum 2.300 millj- ónir króna og EBITDA framlegð fyrir árið 2005 er áætluð um 3.000 milljónir og síðan 3.500 milljónir ár- ið 2006. Þarna er að sögn Baldurs einungis miðað við afkomu af núver- andi rekstri og núverandi rekstr- arhverfi. Stefnt er að því að brúttó- velta félagsins fari í 30-35 milljarða króna á næstu tveimur árum sem samsvarar 40-50% vexti. Baldur segir að á alþjóðasviði félagsins séu mikil tækifæri til innri og ytri vaxt- ar. „Við höfum verið að færa skil- greiningu á okkar heimamarkaði sem verið hefur Norðuratlantshafið til Evrópu og Eystrasaltslandanna og sjáum þar tækifæri bæði til innri vaxtar og ytri með kaupum á fyr- irtækjum í svipuðum rekstri. Við ætlum okkur að starfa að flutn- ingum í Evrópu í framtíðinni auk þess að bjóða vörustjórnun því tengda. Við ætlum að nota þá þekk- ingu sem við höfum byggt upp hér heima og flytja hana út til Evrópu.“ Nýtt upplýsingakerfi Framundan er innleiðing á nýju upplýsingakerfi, en innleiðingu þess á að vera lokið á fyrsta fjórðungi næsta árs. Baldur segir að kerfið muni spara félaginu 200 milljónir króna á ári þar sem það einfaldi alla vinnuferla í fyrirtækinu. Ný verk- efni eru einnig handan við hornið hjá Eimskipafélaginu. Samningur við DHL um samstarf á sviði flutn- ingsþjónustu, er í burðarliðinum, sem og stofnun söluskrifstofa á Spáni og í Kína, en þar er að byggj- ast upp öflugur markaður fyrir sjáv- arafurðir að sögn Baldurs. Hann segir það vera mikilvægt fyrir félag- ið að koma sér fyrir á öllum helstu höfnum sem sjávarafurðir fara um. Þá eru umsvif Eimskips að aukast í Noregi, en Euro Container Line AS, norskt hlutdeildafélag Eimskips sem rekur gámaskip milli Noregs og meginlands Evrópu, er í samninga- viðræðum um kaup á norska skipa- félaginu CoNor Line. Sameinað fyr- irtæki verður með þrjú gámaskip í rekstri. Samanlagt munu Eimskip og dótturfélögin CTG og Euro Con- tainerLine flytja um 300.000 tonn af frystum og kældum sjávarafurðum árlega frá Noregi. Það svarar til 15% alls útflutnings Norðmanna á þeim afurðum. Ekki merkilegri en aðrir Þrátt fyrir að hafa aðeins verið forstjóri í tvo mánuði er Baldur bú- inn að setja mark sitt á starfsemina. Hann segir að meðal annars hafi hann heimsótt flestar skrifstofur og starfsstöðvar félagins hér á landi og erlendis. „Ég vil að samskipti á milli manna séu opin og ég sem forstjóri er ekkert merkilegri en aðrir hér í fyrirtækinu. Við höfum öll okkar hlutverk. Ég legg áherslu á að við tökum sjálf okkur ekki of alvarlega, en tökum frekar viðskiptin alvar- lega,“ segir Baldur Guðnason. Ætla að vaxa um 40–50% Morgunblaðið/Eggert Hagræðing Baldur Guðnason vill auka arðsemi Eimskips og snúa við óviðunandi afkomu síðustu ára. HAGNAÐUR af rekstri Eimskipa- félags Íslands ehf. nam 265 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og er það ríflega tvöföldun frá sama tímabili árið áður. Myndaðist hagn- aðurinn allur á öðrum ársfjórðungi og var 330 milljónir þann fjórðunginn en 65 milljóna króna tap var af rekstr- inum á fyrsta ársfjórðungi. Rekstrartekjur voru samtals 11,9 milljarðar króna og er það 9% aukning frá fyrra ári. Þar af eru flutninga- tekjur 11,8 milljarðar og jukust um 8%. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða, EBITDA, var 1,1 milljarður króna á tímabilinu og er það 93% aukning frá fyrri hluta árs 2003. Af- skriftir jukust um 29% milli ára og fjármagnsliðir versnuðu um 157 millj- ónir. Heildareignir Eimskipafélagsins námu 18,3 milljörðum króna í lok júní og höfðu aukist um 34% frá áramótum. Heildarskuldir jukust á sama tíma um 28% og námu 12,8 milljörðum. Aukning eigin fjár nam 52% en eiginfjár- hlutfall Eimskips var í lok júní 30,2%. Veltufé frá rekstri nam 901 milljón króna og jókst um 83% frá fyrra ári. Hagnaður Eimskips ríflega tvöfaldast #  $   "  % &' <48EG' S   C$.  %3       K  K            

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.