Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kerry þykir hafa tekiðáhættu, sem virtist nán-ast óhugsandi af hálfudemókrata ekki alls fyrir löngu, með því að skora á George W. Bush forseta til rökræðu um hefð- bundin gildi og öryggismál, tvær meginstoðir velgengni repúblikana á síðustu árum. Þetta er áskorun sem Kerry og ráðgjafar hans virðast telja óhjá- kvæmilega fyrir fyrstu forsetakosn- ingarnar eftir hryðjuverkin 11. sept- ember 2001. Kerry leitaðist við að svara þeim sem hafa gagnrýnt hann síðustu mánuðina og segja að hann sé of frjálslyndur, of vitsmunalegur og skorti kímnigáfu. Hann gagnrýndi ennfremur stefnu Bush og lagði áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu fleiri kosti. Hann færði rök fyrir því, oft með hvössu orðalagi, að hægt væri að tryggja öryggi Bandaríkjanna með öðrum hætti, til væri betri leið til að stuðla að hagsæld og hægt væri að stjórna landinu án þess að valda eins mikilli sundrungu. „Ég verð forseti sem mun aldrei afvegaleiða þjóðina í stríð,“ sagði Kerry. „Ég mun hafa varaforseta sem heldur ekki leynilega fundi með þeim, sem menga, til að endursemja umhverfisverndarlögin. Ég mun hafa varnarmálaráðherra sem mun gefa gaum að ráðum leiðtoga hers- ins. Og ég mun skipa dómsmálaráð- herra sem verndar stjórnarskrá Bandaríkjanna.“ Útlistaði ekki stefnu sína í málefnum Íraks Athyglisvert þótti þó hverju Kerry sleppti í ræðunni og vakti það spurningar um hvaða leið hann og flokksbræður hans hafa valið í kosn- ingabaráttunni. Líkt og aðrir ræðu- menn á flokksþingi demókrata minntist Kerry aðeins lítillega á Íraksmálin, sem hafa verið í brenni- depli í kosningabaráttunni, valdið ágreiningi meðal demókrata og stundum staðið Kerry fyrir þrifum. Margir Bandaríkjamenn svipast nú um eftir einhverri útgönguleið í Írak og velta því fyrir sér hvort for- setaefni demókrata hafi skýra áætl- un, sem sé ólík stefnu Bush, en Kerry lét nægja að segja að hann vissi hvernig leysa ætti vandamálin. Nokkur áhrifamikil dagblöð í Bandaríkjunum sögðu að Kerry hefði misst af tækifæri til að útskýra fyrir þjóðinni hvað hann hygðist fyr- ir í málefnum Íraks og efnahags- málum. „Kerry missti af tækifæri til að gefa afdráttarlaus svör,“ sagði The Washington Post og gagnrýndi for- setaefnið fyrir að leiða hjá sér „þá óþægilegu spurningu hvort hann hefði farið í stríð í Írak, væri hann forseti“. „Hann sagði ekki orð til að fagna því að Afganar voru frelsaðir undan valdi talibana, eða Írakar undan Saddam Hussein, og ekki eitt ein- asta orð um hvernig hjálpa ætti þessum þjóðum að koma á lýðræði,“ bætti The Washington Post við í for- ystugrein. The New York Times gagnrýndi einnig Kerry fyrir að hafa ekki lagt fram skýra áætlun um hvernig koma ætti á friði og lýðræði í Írak og sagði að kjósendur þyrftu að heyra hann segja að honum hefðu orðið á mistök með því að styðja þá ákvörðun Bush forseta að fyrirskipa innrás í Írak. „Ljóst er núna að Kerry ætlar ekki að gera þetta og það er synd,“ sagði The New York Times í forystugrein. USA Today sagði að á fjögurra daga flokksþingi demókrata í Bost- on hefði verið vel staðið að því að kynna frambjóðendur flokksins í kosningunum í nóvember. „Vanda- málið er hins vegar að Kerry fer frá Boston án þess að hafa gefið kjós- endum skýra mynd af því hvað hann hyggst gera í mikilvægustu málefn- unum: stríðinu gegn hryðjuverka- starfsemi og ófremdarástandinu í Írak. Stefna hans í þessum málum virðist vera eins og stefna Bush.“ Loforðin sögð óraunhæf USA Today fagnaði yfirlýsingu Kerrys um að hann myndi ekki hika við að beita hervaldi til að tryggja öryggi Bandaríkjanna og að hann hygðist halda áfram baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi í heim- inum. „Stóra spurningin er hins veg- ar hvaða kosti Kerry sér til að koma á stöðugleika í Írak og halda áfram baráttunni gegn íslamskri þjóðern- ishyggju og hryðjuverkamönnunum sem aðhyllast hana,“ sagði USA Today. Blöðin gagnrýndu einnig stefnu Kerrys í efnahagsmálum. Hann hét því meðal annars að minnka skattbyrði millistéttarinnar en The New York Times lýsti því loforði sem ómerkilegri kosninga- brellu. Kerry lofaði einnig að koma í veg fyrir að fleiri bandarísk störf færð- ust til annarra landa og gera ráð- stafanir til þess að Bandaríkin væru ekki lengur háð olíu í Mið-Austur- löndum. The Washington Post sagði að þessi loforð væru ekki raunhæf. Demókratar tóku áhættu Dan Balz, fréttaskýrandi The Washington Post, skrifaði að hvorki Kerry né John Edwards, varafor- setaefni demókrata, hefðu notað tækifærið til að blása til sóknar gegn keppinautum sínum eða færa sannfærandi rök fyrir því hvers vegna Bandaríkjamenn ættu að hafna Bush og stjórn hans. Ráðgjaf- ar Kerrys teldu að kjósendurnir væru nú þegar orðnir fúsir til að snúa baki við Bush og aðeins þyrfti að sannfæra þá um að þeir gætu treyst Kerry. „Þeir hafa ef til vill rétt fyrir sér, en þeir tóku líka áhættu,“ skrifaði Balz og bætti við að Kerry fengi ekki betra tækifæri til að færa rök fyrir því hvers vegna nauðsynlegt væri að skipta um forseta fyrir kappræðurnar í haust. Á flokksþinginu var lögð mikil áhersla á að sannfæra kjósendur um að Kerry og demókratar væru stað- ráðnir í því að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Kerry skírskotaði til þess að hann barðist í Víetnam- stríðinu þegar hann reyndi að sann- færa kjósendur um að þeir gætu treyst demókrötum til að halda áfram baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi. „Ég varði landið sem ungur maður og ég mun verja það sem forseti,“ sagði hann. Kerry notaði hvert tækifæri til að skírskota til bandaríska fánans og reynslu sinnar sem hermanns fyrir 35 árum í því skyni að tengja sig við föðurlandsást og sannfæra kjósend- ur um að hann væri sérlega vel til þess fallinn að gegna forsetaemb- ættinu. „Sem forseti mun ég heyja þetta stríð með þeim lærdómi sem ég dró af stríðinu.“ Frá þingkosningunum fyrir tveimur árum hafa demókratar ver- ið tregir til að setja öryggismálin á oddinn þar sem Bush hefur verið talinn sterkastur á því sviði. Ræða Kerrys bendir til þess að þetta hafi breyst og að hann telji að eina leiðin til að sigra í forsetakosningunum felist í því að sýna að demókratar hafi lagað sig að breyttum aðstæð- um eftir hryðjuverkin 11. september og taki öryggismálin alvarlega. John Kerry heitir því að „endurreisa traust og trúverðugleika forsetaembættisins“ ReutersJohn Kerry heilsar fundarmönnum eftir að hann var formlega valinn forsetaefni demókrata á flokksþingi þeirra í Boston í fyrradag. Gagnrýndur fyrir að sneiða hjá Íraksmálunum Boston. The Washington Post, Los Angeles Times, AFP. ’Kerry missti af tækifæri til að gefa afdráttarlaus svör.‘ JOHN Kerry leitaðist við að lýsa sér sem holdtekju föðurlandsástar og hefð- bundinna, bandarískra gilda í ræðu sem hann flutti á flokksþingi demókrata í Boston í fyrrakvöld þegar hann var formlega valinn forsetaefni flokksins. Hann hét því að bæta tengslin við bandamenn Bandaríkjanna erlendis og „endurreisa traust og trúverðugleika forsetaembættisins“ en bandarísk dag- blöð gagnrýndu hann fyrir að útskýra ekki fyrir þjóðinni hvað hann hygðist gera í Íraksmálunum og til að styrkja efnahag Bandaríkjanna. Á DEGI hverjum láta hundruð manna lífið í Darfur-héraði í Súdan vegna þess að þarlend stjórnvöld hafa ekki afvopnað vígasveitir sem herjað hafa á héraðið. Fréttavefur BBC-útvarpsins hafði þetta eftir sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, John Danforth, sem hvatti öryggisráð samtakanna til að hóta stjórnvöldum í Súdan refsiaðgerðum yrðu vígamennirnir ekki afvopnaðir innan mánaðar. Að minnsta kosti sjö ríki af fimm- tán í öryggisráðinu voru andvíg því að Súdan yrði hótað refsiaðgerðum. Bandaríkjamenn féllust því á að milda orðalag ályktunardraganna, þannig að hótað yrði „aðgerðum“ í stað „refsiaðgerða“. Ályktunin var samþykkt með þessari breytingu í gær. Danforth sagði að aðgerðirnar, sem öryggis- ráðið hótaði, gætu falið í sér refsiað- gerðir. Stjórn Súdans hét því 3. júlí að af- vopna vígamennina í Darfur og Bandaríkjamenn vildu að öryggis- ráðið hótaði refsiaðgerðum yrði ekki staðið við þetta loforð. Sjö ríki – Pak- istan, Kína, Rússland, Alsír, Angóla, Filippseyjar og Brasilía – vildu hins vegar að hótuninni um refsiaðgerðir yrði sleppt þar sem þau töldu að stjórn Súdans þyrfti meiri tíma til að afvopna vígamennina. 2,2 milljónir manna þarfnast hjálpar Eftirlitsmenn Afríkusambandsins í Darfur skýrðu frá því í vikunni að arabískir vígamenn hefðu ráðist á þorp í héraðinu fyrr í mánuðinum og myrt íbúana, suma með því að hlekkja þá og brenna lifandi. Að minnsta kosti 30.000 manns og hugsanlega allt að 50.000 hafa látið lífið í átökunum sem staðið hafa í 17 mánuði í Darfur. 1,2 milljónir manna hafa flúið heimkynni sín vegna átak- anna og áætlað er að 2,2 milljónir manna þarfnist matvæla eða lækn- ishjálpar. Sameinuðu þjóðirnar óskuðu eftir framlögum, að andvirði alls 349 milljónum dollara, 25 milljarða króna, vegna hjálparstarfsins í Darf- ur. Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði að þau hefðu fengið tæpan helming þeirrar fjár- hæðar. Hundruð manna týna lífi á hverjum degi í Darfur  ,  ()*  +   '   '&  ,  &  - .% /  '  0       %  . 1  - . 2 -  3 4&  5 -    3  5 -    . 5 -    6=  <D !    4    3% ; :3 := T  )   ;"."% ': A! -UG'6  J  %  D .. % E    J    J  -*    J  %L&  @ :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.