Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 17
Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson frissigf@mmedia.is Evrópurútur Úrvals Útsýnar í Smáranum eru flestar uppseldar, síðustu forvöð að bóka Evrópurúta 6. Miðevrópurúta með Friðriki G. Friðrikssyni, 7.-21. ágúst. Uppseld. Evrópurúta 7. Vínuppskeruferð með Friðriki G. Friðrikssyni, 3.-10. okt. Sæti laus. Sígild ferð um fegurstu vínhéruð Þýskalands með viðkomu í Elsass, Frakklandi. Kennslustund í meðferð gæðavína og matarveisla hvert kvöld. Mikið innifalið. Verð kr. 93 þús. í tvíbýli, aukalega 10 þús. fyrir einbýli. Evrópurúta 8. Aðventuferð til Trier með Friðriki, 21.-28. nóv. Uppseld. Evrópurúta 9. Aðventuferð til Trier með Friðriki, 28. nóv.-5. des. Sæti laus. Innif.: Skoðanaferðir m.a. til Luxemborgar, 5 kvöldmáltíðir og vínsmökkun. Verð kr. 84 þús. í tvíbýli, aukalega 11 þús. fyrir einbýli. Sérferð til Búlgaríu með Dr. Þorleifi Friðrikssyni 14.- 20. október. Sæti laus. Beint flug til og frá Sofíu. Ekið að Svartahafi, gist á 3ja og 4ja stjörnu hótelum með morgunverði. Innifaldir eru 5 kvöldverðir með drykkjum, þar af einn „Gala- dinner“. Heimsókn í Ivano klettaklaustrið og þrakýskt grafhýsi í Svesthari (UN- ESCO) og næturheimsókn til Nessebur, eins elsta bæjar Evrópu. Verð kr. 113.300 í tvíbýli, aukalega 7 þús. fyrir einbýli. Göngu-Hrólfs ferð með Steinunni Harðardóttur til Mallorka 2.-9. sept. Uppseld. Göngu-Hrólfs ferð með Steinunni til Mallorka 16.-23. sept. Sæti laus. Ferð í hefðbundnum takti, gegnið u.þ.b. 6 tíma á dag. Nánast allt innifalið. Verð kr. 94.500. Sími 585 4100 • www.urvalutsyn.is Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Árborgarsvæðið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það var líf og fjör á knattspyrnusvæði bæjarins um síðustu helgi er þar fór fram árlegt Vestfjarðamót Skeljungs í knatt- spyrnu. Keppendur, sem voru vel á þriðja hundrað á aldrinum fimm til fimmtán ára, komu frá Fjölni í Reykjavík, HK í Kópa- vogi, Ísafirði, Hólmavík, Suðureyri, Súða- vík, Tálknafirði, og Bolungarvík. Mót þetta er haldið ár hvert síðustu helgina fyrir verslunarmannahelgi og hefur þátttakan aldrei verið meiri en nú og reikna má með að 8-900 hundruð manns hafi verið á íþróttasvæðinu meðan mótið stóð yfir. Tek- ið var á móti þátttakendum og gestum með suðrænni stemmningu í Sundlaug Bolung- arvíkur á föstudagskvöldinu en sjálft mótið hófst á laugardagsmorguninn með skrúð- göngu að knattspyrnusvæðinu.    Auk þess sem unga knattspyrnufólkið atti kappi fór fram hörkukeppni þar sem mömmur og pabbar þátttakendanna áttust við í knattspyrnu sem úr varð hin besta skemmtun enda á stundum beitt hinum skrautlegustu aðferðum við að hemja knöttinn. Í þessum leik stóðu uppi sem sig- urvegarar HK-foreldrar frá Ísafirði. Mótinu lauk um kl 17 með verðlaunaaf- hendingu og grillveislu þar sem allir þátt- takendur voru leystir út með gjöfum. Þeir sem stóðu að undirbúningi mótsins voru sérstaklega ánægðir með það hversu mótið fór vel fram þar sem háttvísi og prúð- mennska einkenndi alla framkomu leik- manna og gesta.    Sjóminjasafnið Ósvör dregur á hverju ári að sér fjölda ferðamanna. Á síðasta ári komu í safnið hátt í sex þúsund gestir og var um þriðjungur þeirra erlendir ferða- menn. Geir Guðmundsson, sem verið hefur safnvörður í Ósvör frá upphafi, lét af því starfi í sumar og við starfinu af honum tók Finnbogi Bernódusson. Nýlega var sett niður þjónustuhús við bílaplanið að safninu þar sem ætlunin er að verði mótttaka gesta og upplýsingamiðstöð fyrir ferðalanga. Mikið hefur borið á ferðamönnum í bæn- um og greinilegt að landinn er í auknum mæli farinn að leggja leið sína á Vestfirði enda gríðarlega margt að skoða og ekki skemmir fyrir þegar veðrurguðirnir gæla við okkur eins og undanfarnar vikur. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA Sjálfboðaliðar | Auglýst hefur verið eftir sjálf- boðaliðum sem vilja leggja fram krafta sína á Menn- ingarnótt í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 21. ágúst. Allir sem hafa náð 18 ára aldri og hafa gaman af að taka myndir, eiga við græjur, setja upp sýningar, vísa til vegar eða vera almennt hjálpleg- ir geta tekið þátt. Áhuga- samir hafi samband við Höfuðborgarstofu fyrir 18. ágúst í síma 590 1504 eða 590 1508.    Svínadalur | Guðmundur Þórir Friðjónsson, 12 ára strákur á Hóli í Svínadal, segist vera duglegur að hjálpa til við ýmis störf á bænum. Hann hafði tekið að sér að bera fúavörn á skúr sem notaður er undir verkfæri og annað smálegt, þegar ljósmynd- ara bar að garði. Hann hefur svo að sjálfsögðu hjálpað til í heyskapnum, sem hann segir að hafi gengið alveg ágætlega í sumar. Morgunblaðið/ÞÖK Hjálpar til á bænum Í Laxárvirkjun hefurverið sett upp sýningá sögu og starfsemi stöðvarinnar. Þar má finna vísur um starfsfólk, m.a. Snjólaugu Sigurð- ardóttur, sem var einka- ritari forstjóra frá 1965 til 1994: Stúlkan sú er staðföst og klár í starfi sínu svo einhverju munar, hafandi starfað í öll þessi ár allt frá stofnun Landsvirkjunar! Um Guðmund Jósefsson sem komið hefur að bygg- ingu á öllum virkjunum Landsvirkjunar frá 1969, er ort: Hann á skilið skjall og hrós. Skarpur lausn á vanda sér. Glöggur maður, Gummi Jós, getur nánast hvað sem er. Um Rán Jónsdóttur, eina stöðvarstjórann á land- inu: Nú telja menn sumir að lífið sé lán og leikur á suðrænni ströndu, þegar í stöðinni stendur hún Rán og stjórnar þeim öllum í Blöndu. Stuðlavirkjun pebl@mbl.is Akureyri | Það skemmtilegasta sem margir krakkar gera er að sulla í vatni, og ekki spillir fyrir að hafa sína eigin ferju til afnota á tjaldstæðinu á Hömrum við Akureyri. Á Hömrum voru um 1.700 gestir á fimmtudagskvöld og straumurinn stöðugur í allan gærdag. Það má því búast við því að þar verði margt um manninn um helgina – og mikið buslað í tjörninni. Þau Krist- mundur frá Keflavík, Berglind Sara frá Þorlákshöfn, Andri Már frá Grundarfirði og Viktor úr Kópavogi skemmtu sér hið besta við að busla og gera væn- anlega alla helgina. Brugðið á leik í blíðunni Morgunblaðið/Margrét Þóra Sullað KRAFA um almennan íbúafund vegna fyr- irhugaðrar sameiningar Norður-Héraðs við Austur-Hérað og Fellahrepp var afhent Arnóri Benediktssyni, oddvita sveita- stjórnar Norður-Héraðs á fimmtudags- kvöld. Undir hana rita 93 íbúar í sveitarfé- laginu, eða um 43% kosningabærra manna. Krafan var sú að fjallað væri um málið á fundi sveitastjórnarinnar og ákveðið að halda íbúafund um málið. Einnig var því beint til sveitarstjórnarinnar að efna til al- mennrar bindandi atkvæðagreiðslu í sveit- arfélaginu um fyrirhugaða sameiningu í samræmi við sveitastjórnarlög. Þessi krafa íbúanna var rædd á fundi sveitarstjórnarinnar í gær og lagði Arnór Benediktsson, oddviti sveitarstjórnarinn- ar, til að hætt yrði við aðra umræðu um sameiningu og þess í stað tekin ákvörðun um að halda íbúafund um málið. Breyt- ingatillaga kom fram við þessa tillögu odd- vitans, þar sem fram kom að krafan um íbúafund og kosningu væri of seint fram komin. Þar segir að búið sé að samþykkja sameiningu í fyrstu umræðu og ekki hægt að afturkalla þá ákvörðun með íbúaþingi eða almennum kosningum. Þessi breyt- ingatillaga var samþykkt, og því var sam- einingin tekin til annarrar umræðu, og samþykkt þar. Aðspurður segir Arnór að hann eigi von á því að íbúafundur fari fram, annað hvort nk. föstudag eða laugardag. Hann sagði einnig að það kæmi honum ekki á óvart þótt sameiningin yrði kærð til félagsmálaráðuneytisins. Krefjast fundar um sameiningu UM 6.000 íslenskar skógarplöntur, rækt- aðar á Hallormsstað, voru sendar með flugi til Grænlands nýlega, en þar verða þær gróðursettar í trjásafninu í Narsarsuaq við Eiríksfjörð á Suður-Grænlandi. Sendar voru um 14 tegundir, þ. á m. fjallafura, japansgreni, fjalllerki og blá- greni, að því er fram kemur á vef Skóg- ræktar Íslands. Í trjásafninu í Eiríksfirði hafa verið gerðar tilraunir með erlendar tegundir frá norðlægum slóðum í áratugi, en safnið verður formlega vígt 3. ágúst nk. í tengslum við ársfund norrænu trjásafns- nefndarinnar sem haldinn er á Grænlandi að þessu sinni. Plöntur til Grænlands ♦♦♦ Markaðsdagur | Árleg- ur markaðsdagur verður haldinn í Laufási í Grýtu- bakkahreppi næstkom- andi mánudag frá kl. 14. Á boðstólum verða ný- uppteknir garðávextir, kartöflur, gulrætur og kál, einnig sulta og saft, ný- bakað brauð og harð- fiskur. Margs konar hand- verk og listmunir verður til sýnis og sölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.