Morgunblaðið - 31.07.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.07.2004, Qupperneq 18
MINNSTAÐUR 18 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ORÐ GETA MEITT Vegna fréttar í DV sl. mánudag vil ég taka fram að hin sláandi fyrirsögn á forsíðu er algerlega frá DV komin og í engu samræmi við það sem ég sagði við blaðið. Unnur Huld Reykjavík | Færsla Hringbrautar vegna aukinnar húsnæðisþarfar Landspítalans – háskólasjúkrahúss (LSH) byggist á vafasömum for- sendum um upp- byggingu LSH, þar sem hundsað- ar voru mun hag- kvæmari hug- myndir um fram- tíð spítalans. Þetta er mat Ólafs Arnar Arn- arsonar læknis, sem hefur unnið náið með danska ráðgjafarfyrirtæk- inu Ementor, sem starfaði hér á landi í nokkur ár við úttekt á heil- brigðisstofnunum og þörfum þeirra. „Það fyrsta sem þeir spurðu okkur var hvort hægt væri að fresta upp- byggingu barnaspítalans á meðan málið væri kannað, en þeir fengu þau svör að það væri ekki hægt,“ segir Ólafur og bætir við að Barnaspítal- inn hafi síðan verið notaður sem helsta ástæðan fyrir nauðsyn þess að byggja upp á Landspítalalóðinni, þrátt fyrir að í honum sé ekki að finna neinar skurð- eða rannsóknar- stofur, heldur þjóni barnaspítalinn nær einungis hlutverki legudeildar. Að sögn Ólafs hefur verið valin mun dýrari leið til uppbyggingar LSH en hægt hefði verið að fara. Sú leið sem var valin og er forsenda færslu Hringbrautar byggist á því að öll starfsemi LSH verði færð á einn stað og byggðir verði 85 þúsund fer- metrar nýrra bygginga við Hring- braut. Sú leið er talin kosta um 30–40 milljarða króna. Ráðgjafar Ementor lögðu til að báðar lóðir yrðu notaðar en öll lík- amleg bráðaþjónusta yrði flutt í Fossvog, þar sem nú þegar er að finna nýjustu og fullkomnustu sjúkradeildir landsins, á meðan Hringbraut sérhæfði sig með geð- deild, endurhæfingu og annarri lang- legu. Ennfremur gæti eldhús þar þjónað báðum stöðum. Einnig væri hægt að koma fyrir ýmissi rann- sókna- og háskólastarfsemi við Foss- vog, þar sem einungis fimm til sjö mínútna akstur væri á milli lóðanna. Vegna nálægðar þeirra væri í raun hægt að líta á þær sem eina lóð, að mati Ementor. Mikið umframmagn bygginga Ólafur segir augljóst að þessar til- lögur hafi ekkert verið ræddar í nefndinni, en þær hefðu kostað á bilinu 8–10 milljarða og séu því lang- ódýrasti kosturinn. Ementor hafi líka bent á að þrátt fyrir að besta lausnin væri að byggja nýjan spítala við sunnanverða Hringbraut væri kostnaðurinn svo mikill að ólíklegt væri að fjármagn fengist nokkurn tíma til uppbyggingarinnar. Þá hafi Ementor bent á að staðsetning við Hringbraut með tilliti til háskóla- starfsemi skipti engu máli. „Ráðgjaf- arnir hreinlega hlógu að þessum hugmyndum manna, en urðu á end- anum að setja þessa hugmynd inn í skýrsluna því vissir aðilar lögðu svo mikla áherslu á nálægðina við há- skólann,“ segir Ólafur. Í viðbót við mikinn kostnað segir Ólafur að núverandi leið geri ráð fyr- ir að heildarbyggingamagn á lóð LSH verði um 175.000 fermetrar, sem er um 55.000 fermetrum meira en gert er ráð fyrir að spítalinn hafi þörf fyrir í fyrirsjáanlegri framtíð. Hann furði sig á að yfirvöld, sem beri ábyrgð á fé skattgreiðenda, skuli ekki hafa sett sig inn í aðrar tillögur en þá langdýrustu. „Hvaðan eiga þessir peningar að koma og hversu langan tíma tekur þetta, nú þegar verið er að lækka skatta og íslenskt samfélag er nú þegar að taka á sig miklar skuldir?“ spyr Ólafur, sem fullyrðir að þróun spítalans stöðvist algjörlega á þessum langa og erfiða framkvæmdatíma. Efasemdir um forsendur færslu Þær röksemdir að stækkað svæði LSH styrki miðbæinn segir Ólafur úr lausu lofti gripnar, enda sé það nánast verra fyrir bæði miðbæinn og sjúkrahúsið að vera svo nálægt hvort öðru. Allar helstu röksemdir fyrir þessari útfærslu LSH eigi sér ein- hverjar sálfræðilegar ástæður, en enga stoð í raunveruleikanum. „Þetta eru óskiljanlegar tylliástæður sem gefnar eru fyrir þessari ákvörð- un,“ segir Ólafur. „Það á að leggja niður það sem er nútímalegasti spít- ali landsins og ódýrasti og hag- kvæmasti möguleikinn í uppbygg- ingu sameinaðs sjúkrahúss.“ Ólafur segir einnig möguleika á mun þéttari sjúkrahúsalóð í Fossvogi, þar sem meiri möguleikar séu á að byggja á hæðina auk þess sem aðgengi þar sé mun betra. Ólafur bendir, máli sínu til stuðnings, á vel heppnaða samein- ingu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landakotsspítala, þar sem Landa- kotsspítali tók við öldrunardeildum, en Sjúkrahúsið tók við öðrum hlut- verkum, s.s. barnadeild. „Þar náðist mjög góð hagræðing,“ segir Ólafur. Friðbjörn R. Sigurðsson, formað- ur læknaráðs LSH, segist ekki geta lagt mat á fullyrðingar Ólafs. „Hins vegar erum við komin mun lengra en þetta, það er búið að ákveða að upp- bygging skuli vera við Hringbraut. Vissulega var mikil umræða um það á sínum tíma,“ segir Friðbjörn og bætir við að fyrst ákveðið hafi verið að sameina sjúkrahúsin telji menn mikilvægt að ljúka við það og færa alla þjónustu á einn stað. Friðbjörn segir þó umhugsunar- efni hvernig staðið var að ákvörðun um færslu Hringbrautar. „Forsenda færslu Hringbrautarinnar er alltaf að þetta séu þarfir Landspítalans. Gamla Hringbrautin sker þó enn spítalasvæðið,“ segir Friðbjörn. „Flestir aðilar innan spítalans telja það mikinn kost fyrir spítalann ef það væri hægt að leggja niður gömlu Hringbrautina, því hún sker í sundur mjög mikilvægt svæði á spítalanum. Nýja Hringbrautin sker einnig svo- nefndan C-reit frá spítalanum. Höfuðborgarsamtökin hafa kynnt okkur tillögur sínar og mikilvægt er að þær verði skoðaðar til hlítar.“ Forsendur færslu Hringbrautar gallaðar og persónulegar að mati Ólafs Arnar Arnarsonar læknis Hagkvæmari hugmyndir hundsaðar Formaður læknaráðs segir ákvörðun að baki en forsendur færslu óljósar Ólafur Örn Arnarson Morgunblaðið/Þorkell Ódýrari möguleiki? Ólafur Örn Arnarson læknir segir mun hagkvæmara að sameina líkamlega þjónustu í Foss- vogi og leggja áherslu á geðdeild, hjúkrun og aðrar legudeildir á Landspítalalóðinni. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Messa í Kjarnaskógi | Fjölskylduguðsþjón usta verður í Kjarnaskógi í dag kl. 11. Hún verður í lundinum norðan við flötina hjá sólúr- inu. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og sr. Arn- aldur Bárðarson annast hana. Sumartónleikar | Fimmtu og síðustu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 1. ágúst kl. 17. Flytj- endur eru Madrigalakórinn í Kiel í Þýskalandi ásamt stjórnanda sínum Friederike Woebcken og Lutz Markward orgelleikara. Kórinn munu einnig syngja í messu í Akur- eyrarkirkju kl. 11.    Markaðsdagur í Laufási | Árlegur mark- aðsdagur verður haldinn í Laufási á mánudag, 2. ágúst frá kl. 14. Á boðstólum verða nýupp- teknir garðávextir, kartöflur, gulrætur og kál, einnig sulta og saft, nýbakað brauð og harð- fiskur.    Líf og fjör | Það verður mikið um að vera við safnasvæðið hjá Minjasafninu og Nonnahúsi á morgun, sunnudaginn 1. ágúst frá kl. 14 til 17. Félagar úr Laufáshópnum verða að störfum, hægt verður að leigja fjölskylduhjól, skoða Minjasafnsgarðinn sem er elsti skrúðgarður- inn á Akureyri og einnig er hægt að bregða sér í gönguför um Nonnaslóð. Minjasafnið og Nonnahús verða opin um verslunarmanna- helgina frá kl. 10 til 17.    Sýningu lýkur | Hrund Jóhannesdóttir lok- ar sýningu sinni í Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2 á Akureyri á sunnudag, 1. ágúst frá kl. 11 til 13 og verður þá jafnframt til við- tals við gesti. Þetta er fjórða einkasýning Hrundar en hún hefur tekið þátt í á annan tug samsýninga.    Söguganga | Á vegum Minjasafnsins verður boðið upp á sögugöngu frá Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 1. ágúst kl. 12.30. Þaðan verður gengið inn Hafnarstræti, Aðalstræti og að safnasvæðinu og litið á gömul hús með stíl og sögu á leiðinni.    STÖÐUGUR straumur fólks var til Akureyrar í gærdag og tjald- stæði voru þegar orðin þéttskipuð á fimmtudagskvöld, en þá voru um 2.000 manns á Hömrum og við Þórunnarstræti að sögn Ásgeirs Hreiðarssonar hjá Skátafélaginu Klakki sem umsjón hefur með stæðunum. Mun fleira fólk var í bænum síðdegis í gær en á sama tíma um verslunarmannahelgi í fyrra að sögn Braga Bergmann hjá Vinum Akureyrar sem standa fyrir fjölskylduhátíðinni Ein með öllu sem nú fer fram í fjórða sinn. „Tala gesta fer ört hækkandi,“ sagði Bragi, en erfitt er að gefa upp nákvæmar tölur um fjölda gesta á hátíðinni. „Það er bíll við bíl nánast frá Staðarskála, stöðug umferð norður þannig að við búumst við geysilegum fjölda hér um helgina.“ Bragi sagði að fjölskyldufólk væri í meirihluta gesta. Ás- geir sagði að einhver ölvun hefði verið á tjaldstæðinu við Þórunn- arstræti á fimmtudagskvöld, en engin vandræði. Björgunarsveitir munu aðstoða tjaldverði við gæslu á tjaldsvæðunum um helgina og þá er allt tiltækt lið lögreglunnar í bænum á vaktinni. Fjölskylduhátíðin Ein með öllu Morgunblaðið/Margrét Þóra Fjöldi er kominn á hátíðina þannig að gera má ráð fyrir að þessi gestur sem sötraði kaffi einn muni fljótlega hitta mann og annan. Gestum fjölgar ört „SJÁÐU! Hann er að koma með pakka handa okkur,“ sagði Oddrún, þriggja ára Ísfirðingur við tvíbura- bróður sinn, Guðjón, og sýndi honum lítinn jóla- svein sem hélt á fallegum pakka. Tvíburarnir voru með Ingunni Rós stóru systur sinni og foreldrum á ferðalagi fyrir norðan á dögunum og gripu þá tækifæri og litu inn í Jóla- garðinn í Eyjafjarðarsveit. Og þar var vissulega margt sem heillaði unga fólkið. Flestir eru senni- lega með hugann við ferðalög um komandi verslunarmannahelgi og jólin einhvers staðar í fjar- lægri framtíð; enn tæpir fimm mánuðir til þeirrar hátíðar. Gestir Jóla- garðsins eru hins vegar ekki lengi að komast í jólagírinn, jólalög eru leikin innandyra og flís af hangikjötslæri svíkur engan. Ekki má svo gleyma öll- um varningnum sem menn geta gleymt sér við að skoða, líkt og þau gerðu ísfirsku systkinin.„Mér finnst mjög gaman að sjá allt jóladótið,“ sagði Odd- rún. „En ég veit ekki hvenær jólin koma,“ bætti hún og kærði sig eflaust kollótta á sólríkum sumardegi. Með pakka handa okkur Morgunblaðið/Kristján Jólaskrautið heillar. Tvíburasystkinin Guð- jón og Oddrún Kristjánsbörn frá Ísafirði voru í jólaskapi í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit þótt margir mánuðir séu til jóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.