Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 19
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 19 Aðaldalur | Tóverið Tumsa er nafn á vinnustofu sem starfrækt er á bæn- um Norðurhlíð í Aðaldal og var henni komið upp í gömlu fjósi. Það er Elín Kjartansdóttir, bóndi og hand- verkskona, sem stendur fyrir starf- seminni en verk hennar hafa vakið verðskuldaða athygli á undanförnum árum, og hefur hún tvívegis fengið verðlaun á handverkssýningunni á Hrafnagili. Norðurhlíð, sem stendur í túnfæt- inum á gamla stórbýlinu og kirkju- staðnum Múla, hét áður Tumsa sem mun vera stytting á Tómasarhús og er það vel við hæfi að nota nafnið sem er reyndar óvanalegt en hljóm- ar mjög vel. Elín safnar saman miklu af nátt- úrulegu hráefni og sýnir það með verkum sínum að hægt er að fara ótroðnar slóðir og ná miklum árangri með listsköpun sinni þó svo að efni- viðurinn sé ódýr og ef til vill fenginn fyrir lítil fjárútlát í eigin búi og af sjálfum bústofninum, en þó stundum með töluverðri fyrirhöfn. Hún notar dýrahár af öllu tagi, dagblöð, bein, horn og trjágreinar, tuskur, aflóga flíkur, glerbrot, gaddavír, leður og margt fleira. Úr þessu verða svo gluggatjöld, kort, lampaskermar, mottur, skálar, treflar, tölur og ótal- margt fleira. Nýlega gekk Elín til liðs við hand- verkshópinn Kaðlín á Húsavík og starfar þar með 13 konum sem vinna og selja muni í gamla Pakkhúsinu á Húsavík. Hennar verk eru þar til sölu og er þar um margt að ræða eins og t.d. glervörur, gluggatjöld, lampa og mottur úr leðri, tölur og m.fl. Má með sanni segja að gluggatjöld og lampaskermar úr alaskavíði, leðri og spunnu hrosshári með fjallagrasalit- uðum beinhringjum hafi vakið mikla eftirtekt. Þá eru spænir úr hófum og kýrklaufum mjög vel gerðir og sést vel á þessu hve margt það er sem El- ín er að fást við. Lærð í skóla lífsins Hún hefur haldið einkasýningar og verið með öðrum í sýningum og má þar nefna staði eins og Hlaðvarp- ann í Reykjavík, Punktinn á Akur- eyri, Tjöruhúsið á Ísafirði, Perluna, Hrafnagil og Vín í Eyjafirði. Þá hef- ur Elín tekið þátt í samsýningum í Svíþjóð og með Nytjalist á Akureyri. Elín hefur ekki stundað formlegt listnám en hefur lært mikið í lífsins skóla á þessu sviði og sótt námskeið m.a. í beinvinnu, glervinnu, spuna og vefnaði. Samhliða afgreiðslustörfum í Kaðlín handverkshúsi þá grípur Elín í verk og hefur fólk gaman af því að sjá hvernig listaverkin verða til. Ný- lega var hún að gera beinavef sem er veggstykki þar sem uppistaðan er handspunnið tog sem þrætt er í gegnum bein og ívafið er hrosshár. Elín segir handverksfólk þurfa að hafa laun fyrir sína vinnu og hún hef- ur mjög gaman af sýningunni á Hrafnagili þar sem fólk minnir á sig um leið og það kynnir verk sín. Vinnur listmuni úr því sem til fellur Morgunblaðið/Atli Vigfússon Handverk: Elín vinnur við beinavef, en hjá henni má sjá sýnishorn af vörum hennar,ur svo sem lampa, gardínur, teppi, vesti o.fl. Selfoss | Persónur úr Latabæ, Óliv- er Tvist, trúðurinn Sóli Heimar og fleiri skemmtilegir félagar skemmtu viðskiptavinum í Nóatúni á Selfossi eina góða dagstund síðastliðinn fimmtudag. Þessi knái hópur var að fylgja eftir lífrænu grænmet- isframleiðslunni á Sólheimum og má segja að um hafi verið að ræða sölu- átak í framleiðslunni undanfarið. Það er segin saga að allir íbúar Sólheima taka þátt í starfinu og fylgja eftir því sem gert er. Hinn knái söng- og leikhópur Sólheima kynnti brot af því besta sem í boði er á Grænu könnunni sem er kaffihús þeirra á Sólheimum en þar er í gangi dagskrá í sumar undir leikstjórn Eddu Björgvinsdóttur. Núna um verslunarmannahelgina bætast við þekktir söngvarar og má í því sam- bandi nefna Pál Óskar Hjálmtýsson. Lífrænt ræktað grænmeti verður nú í sumar í öllum verslunum Nóa- túns en Sólheimar hafa mikla sér- stöðu í þeim efnum. „Við í Nóatúni erum afskaplega stolt og ánægð með samstarf okkar og Sólheima. Í þessu tilviki eru vörurnar sem við fáum ekki bara góðar heldur framúrskar- andi. Svo er það ekki síður skemmti- legt við Sólheima að þar býr og starfar mjög jákvætt og skemmti- legt fólk, eins og við höfum fengið að heyra,“ sagði Sigurður G. Mark- ússon rekstrarstjóri Nóatúns. Sunna hefur gert samning við Nóatúnsverslanirnar og markar hann tímamót fyrir fyrirtækið en hann felur í sér sölu á grænmeti frá Sólheimum í verslunum Nóatúns. Dreifingarfyrirtækið Búr mun sjá um dreifingu á grænmetinu. Smíðuðu standana sjálf Yfirsmiður Sólheima Þorvaldur Kjartansson og smíðastofa Sólheima smíðuðu 13 fallega tréstanda fyrir allar verslanir sínar og var það lista- konan Helga Alfreðsdóttir sem mál- aði þá af mikilli snilld. Helga hefur vakið athygli fyrir list sína og málaði til dæmis sviðsmyndina í Latabæ á Sólheimum sem Leikfélag Sólheima var með sýningar á í vor. Haukur Þorsteinsson skar út falleg merki Sólheima sem prýða standana en hann hefur sérhæft sig í útskurði um langt skeið. Standarnir verða fullir af lífrænt ræktuðu grænmeti í allt sumar en á veturna verða þar aðrar fram- leiðsluvörur Sólheima svo sem kerti, listmunir, sápur og sjampó. Morgunblaðið/Sigurður JónssonFagnað: Söng- og leikhópurinn sýndi góða takta í Nóatúni á Selfossi. Lífrænt ræktað grænmeti frá Sólheimum í Nóatúnsverslunum Erum stolt og ánægð með samstarfið við Sólheima Standar: Smíðaðir hafa verið stand- ar fyrir grænmetið og aðrar vörur. LANDIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Djúpivogur | Það var mikið um dýrðir á Kofaborgarhátíðinni á Djúpavogi í síðustu viku. Eftir margra vikna vinnu hafði yngstu kynslóðinni tekist að byggja glæsilega kofa sem málaðir voru í öllum regnbogans litum. Til að fagna nýju „borginni“ var haldin hátíð og opnaðar verslanir sem seldu kakó og kökur, steina, sælgæti og fleira. Fullorðna fólkið var duglegt að versla og kunni greinilega vel að meta framtak barnanna. Krakkarnir í Kofaborg ætla að láta allan ágóðann af sölunni renna til krabbameinssjúkra barna en alls söfnuðust 16.596 krónur. Morgunblaðið/Sólný Sölumenn: Auður Gautadóttir og Selma Harðardóttir seldu góðgæti. Hátíð í Kofaborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.