Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 21 FERÐALÖG N ýja-Sjáland er í Suður- Kyrrahafinu um 1.700 kílómetra sunnan við Ástralíu. Nýja-Sjáland er eyjaklasi þar sem mest fer fyrir tveimur stórum eyjum sem kenndar eru við norður og suður. Helga María var á Suðureyjunni, um það bil eins langt og hægt er að komast frá Íslandi á byggt ból. Bær- inn sem hún bjó í heitir Mosgiel. Á Nýja-Sjálandi búa hinir fornfrægu maórar (frumbyggjar) og frá þeim er komin mikil og merk menning. Á þessum ævintýralegu eyjum eru 60 milljónir kinda og hinn ófleygi kíwí- fugl er tákn Nýja-Sjálands. Hvers vegna valdir þú að fara hinum megin á hnöttinn? „Þegar mér bauðst að fara út sem skiptinemi langaði mig til að fara eitthvað langt í burtu á stað sem ég ætti örugglega ekki eftir að fara á sem ferðamaður. Ég ætlaði til Ástr- alíu af því mig hefur alltaf langað þangað, en þar var ekki laust AFS- pláss, svo ég fór til Nýja-Sjálands í staðinn og þetta var besta ár lífs míns hingað til.“ Var ekki erfitt að ákveða hvað þú ættir að taka með þér til árs- dvalar? „Jú, það var sko erfitt því ég á það til að taka með mér miklu meira en ég þarf á að halda. Ég náði þó að taka aðeins með mér 20 kíló þegar ég fór út. Mun erfiðara var að kom- ast heim með allt sem ég hafði sankað að mér. Tveir kassar frá mér bíða enn á Nýja-Sjálandi eftir því að verða sendir hingað heim til mín.“ Kynntist þú öðru fólki en Nýsjálendingum? „Já, ég eignaðist fullt af vinum alls staðar að úr heiminum og meðal annars eignaðist ég tvær mjög góð- ar vinkonur frá Belgíu og Þýska- landi. Ég kynntist líka frábærum krökkum frá Noregi, Frakklandi, Finnlandi, Brasilíu, Argentínu, Ítalíu, Ameríku og Asíu. Þau voru æðisleg og ég sakna þeirra ótrúlega mikið.“ Ferðaðist þú mikið meðan á dvöl- inni stóð? „Já, ég ferðaðist mjög mikið og fór til dæmis um alla Norðureyjuna í 12 daga rútuferð með 40 öðrum skiptinemum. Ég fékk líka tækifæri til að ferðast um Suðureyjuna. Nýja-Sjáland er ótrúlega fallegt land eins og sést vel í Hringadróttinssögubíómyndunum, sem teknar voru upp á Nýja- Sjálandi.“ Var skólinn á Nýja-Sjálandi ólíkur því sem þú átt að venjast hér á Íslandi? „Já, við þurftum að vera í skólabún- ingi sem mér fannst ekkert voða- lega spennandi fyrst en vandist því fljótt. Einu sinni í viku var hald- inn fundur í salnum og þar þurftum við að standa upp fyrir skólastjór- anum eins og drottningu og syngja þjóðsönginn.“ Gerðir þú eitthvað á Nýja- Sjálandi sem þú hefur aldrei gert áður? „Já, ég fór í fallhlífarstökk og það var frábært. Við flugum upp í 12.000 feta hæð og stukkum svo út með leiðbeinendum. Ég hef aldrei verið hræddari á ævinni en ég lét mig hafa það og sé ekki eftir því. Ég fór líka á sjóskíði og ég var til í að prófa allt sem mér gafst tækifæri til nema teygjustökk, mamma var bú- in að banna mér að prófa það. Ég gerði margt annað skemmtilegt, vann til dæmis í sjálfboðavinnu með fötluðum börnum á hestagarði.“ Sástu margar kindur? „Já, það var fullt af kindum og ólík- ar og fyndnar tegundir alls staðar. Til dæmis hin fræga Shrek kind sem var ekki rúin í 6 ár af því að enginn fann hana.“ Borðaðir þú kíwífugl? „Nei, þeir eru verndaðir fuglar og lítið eftir af þeim. Svo eru þeir líka svo sætir að ég gæti ekki hugsað mér að borða þá.“ Kynntist þú maórum (frum- byggjum)? „Nei, ekki mikið, en ég fór og sá nokkrar sýningar um þá og ég smakkaði þjóðarrétt þeirra sem heitir Hangi. Það er kjöt sem er grafið niður í jörðina og eldað þar með heitum steinum í nokkra daga og það var mjög gott.“ Fannstu ástina á Nýja-Sjálandi? „Já, ég fann hann James og hann er bestur. Hann ætlar að koma í heimsókn til mín í desember og vera á Íslandi yfir áramótin. Hann hlakkar mikið til að sjá flugeldabrjál- aða Íslendinga.“ Helga María Gunnarsdóttir, 18 ára Reykjavíkurmær, er nýkomin frá Nýja-Sjálandi eftir að hafa dvalið þar í eitt ár sem skiptinemi. Morgunblaðið/Þorkell Helga María og ferðatöskufargan við heimkomuna frá Nýja Sjálandi. Litli frændi hennar bjó til skiltið uppi á vegg til að fagna heimkomu hennar. Borðaði ekki kíwífugl en stökk úr fallhlíf    /.   Sportlegt frí á Spáni ÍT FERÐIR eru komnar með umboð á Íslandi fyrir La Manga Club, í nágrenni Murcia á Spáni. La Manga hefur verið lýst sem heilum heimi útaf fyrir sig, en staðurinn hlaut World Travel Award verðlaunin í flokki golfdvalarstaða árið 2003. Auk golfs er þá hægt að stunda fjölda annarra íþrótta í La Manga, m.a. knattspyrnu og tennis, en svæðið geymir þrjá golfvelli, tennisvelli, átta knattspyrnuvelli, heilsurækt og Spa. Flogið verður í beinu flugi til La Manga 29. september nk. Á öðrum tímum má fljúga til Murcia eða Alicante, í gegn- um London eða Kaupmannahöfn. Fornleifarölt og latínudjass Á HÓLUM í Hjaltadal verður um versl- unarmannahelgina boðið upp á forn- leifarölt um Hólastað undir leiðsögn fornleifafræðings. Þá er þar einnig að finna sýningu á merkum gripum í setu- stofu Hólaskóla. Á sunnudeginum verður haldin guðsþjónusta í Hóla- dómkirkju kl. 11, en kl. 15 um daginn verður latíndjass í kirkjunni með Hav- anabandi Tómasar R. Einarssonar kontrabassaleikara. Ferðamál í brennidepli FAR heitir nýtt tímarit um ferðamál sem kom út á dögunum. Tímaritinu er ætlað að fjalla um allar hliðar ferða- mála, innlendar sem erlendar og er kappkostað að þjóna lesendum með því að birta bæði fræðandi greinar, sem og greina frá tilboðum og gisti- möguleikum. Ritstjóri er Vilmundur Hansen. Nánari upplýsingar um La Manga Club hjá ÍT ferðum Símanúmer: 588 9900 Faxnúmer: 588 9901 Netfang: golf@itferdir.is Vefföng: www.itferdir.is www.lamanga.com Upplýsingar um Hóladagskrá: Ferðaþjónusta Hólaskóla Símanúmer: 455 6334 Faxnúmer: 455 6301 Veffang: www.holar.is khk@mbl.is ÍSLENDINGAR eru þekktir fyrir kaupgleði í útlöndum. Engan þarf því að undra að Íslendingar hafi fljótt orðið eftirlæti kaupmanna og annarra athafnamanna í Porec og næsta nágrenni á Ístríu-skaga í Króatíu eftir að þeir tóku að streyma þangað snemma í vor. En hvað kaupir fólk í Króatíu? Skemmst er frá því að segja að ferðamenn verða að leggja leið sína til stærri borga eins og Pula til að festa kaup á hefðbundnum tísku- fatnaði, t.d. Diesel, Levi’s og þekktri ítalskri merkjavöru. Benet- ton-búðir eru þó í flestum ferða- mannabæjum. Meðalverð á fatnaði er að jafnaði nokkru lægra en á Ís- landi og úrvalið oft með ágætum. Aftur á móti er ekki rétt að treysta því að hræódýr merkjafatnaður og fylgihlutir á götumörkuðum beri endilega traust merki uppruna síns. Gucci-sólgleraugu á 50 kúnur (um 600 kr.) endast þér ekki endilega ævina alla! Bestu kaupin í ferðamannabæj- um eins og Porec eru án efa í gull- og silfurskartgripum. Óhætt er að treysta gullsmiðum (zlatar) í hefð- bundnum skartgripaverslunum og úrvalið af smekklegum skart- gripum fyrir konur og karla er yf- irleitt gott. Gnótt er af ýmiss konar handunnum minjagripum í ferða- mannabæjum í Króatíu, t.d. má víða fá falleg málverk, listaverk úr tré og leir á góðu verði. Fagurlega handunnir dúkar endurspegla vel menningarlega arfleifð Króata. Bókaormar ættu að varast að geyma kaup á kiljum á ensku þangað til komið er á áfangastað. Stundum er eins og að leita að nál í heystakk að finna slíkar bók- menntir á hefðbundnum ferða- mannaslóðum í Króatíu. Á slóðum ferðamanna eru búðir yfirleitt opn- ar langt fram á kvöld á hverjum degi. Liðleg þjónusta á veitingahúsum Ekki borgar sig að eyða of stórum hluta fjármuna sinna í ver- aldlega hluti. Þegar allt kemur til alls felst besta fjárfestingin í því að ná að slappa vel af í fríinu og gæða sér á ljúffengum veitingum á króat- ískum veitingahúsum. Engin ástæða er til að elda flókna rétti á hótelinu þótt eldunaraðstaða sé fyr- ir hendi. Að borða á veitingahúsum er bæði þægilegra og skemmti- legra. Verðið ætti heldur ekki að þvælast fyrir hinum venjulega Ís- lendingi. Hver máltíð kostar á bilinu 30 til 80 kn eða á bilinu 400 til 1.000 ísl. kr. (fyrir utan drykki). Þjónustan er góð og ákaflega sveigjanleg, t.d. er auðsótt að skipta einum skammti í tvo þegar ferðast er með lítil börn, fá soðnar kartöflur í staðinn fyrir franskar og áfram mætti telja. Ef þjónustan er góð þykir kurteisi að gefa þjórfé. Ferskleiki umfram annað Veitingahús leggja metnað sinn í að bjóða upp á nýtt kjöt og fisk- meti með tilheyrandi grænmeti og ávöxtum. Hvers konar ávextir og grænmeti vaxa í Króatíu, t.d. fíkj- ur, appelsínur, ferskjur, apríkósur, nektarínur, tómatar, kartöflur, ólíf- ur og vatnsmelónur að ógleymdum vínberjunum. Víða er boðið upp á þessar vörur ásamt víni og ólífu- olíu á söluborðum við vegkantinn. Á Ístríu-skaganum gætir tölu- verðra áhrifa frá Ítalíu í matargerð og hægt er að fá vinsæla rétti á borð við lasagna, spaghetti bologn- ese og pítsur af öllu tagi alls staðar í Króatíu. Eins og í öðrum stór- borgum er hægt að ganga að McDonalds-veitingahúsum og öðr- um alþjóðlegum veitingahúsakeðj- um í flestum stærri borgum. Að ítalska matnum ólöstuðum eru ferðamenn hvattir til að bragða á sérréttum heimamanna. Cevapi er vinsæll réttur meðal barna og fullorðinna. Rétturinn sam- anstendur af hökkuðu ungnauta- eða lambakjöti í litlum rúllum og er stundum borinn fram í eins konar pítubrauði (somun). Hann kemur raunar frá Bosníu og á rætur að rekja alla leið til Miðausturlanda. Af öðrum réttum má nefna pršut, þ.e. þurrreykta skinku, geitaost, kúaost og fleiri tegundir af osti. Þá er pasulj, baunasúpa með beikoni og pršut, einstaklega ljúffeng. Hik- ið ekki við að prófa fleiri króatíska rétti. Bragðið kemur á óvart. Verði ykkur að góðu!  KRÓATÍA| Bestu kaupin Gull og gómsæt- ir réttir ago@mbl.is Reuters Ferskmeti: Fiskimenn yfirgefa höfnina í Trogir til að kasta netum við Solta-eyju. Sjö milljónir Evrópubúa heimsækja Króatíu ár hvert, svo fiski- menn standa í ströngu við að afla nægs sjávarmetis fyrir veitingastaðina. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Sól og sumar: Eftir góða af- slöppun á ströndinni er tilvalið að gæða sér á kræsingum á dæmigerðum króatískum veitingastað. Hvaðan ertu að koma?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.