Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 23 Til leigu ca. 625 fm á jarðhæð - laust nú þegar. Bjart og glæsilegt skrifstofuhúsnæði við Laugardal. Falleg aðkoma, rólegt umhverfi og næg bílastæði. Sér anddyri er í þennan eignarhluta, auk aðkomu í gegnum glæsilega og mjög snyrtilega sameign sem er með lyftuhúsi. Sameiginlegt glæsilegt mötuneyti. Rýmið skiptist í móttöku, opin rými en einnig er búið að stúka af skrifstofur og fundarherbergi. Gólfefni eru parket og dúkur. Tölvulagnir eru í öllu rýminu með aðgengi að sérstaklega útbúnu tölvuherbergi í kjallara. Mjög miðsvæðis staðsetning. Verð tilboð. Nánari Uppl. veitir Kjartan s. 5692030 eða 825 2030. Bjart og glæsilegt skrifstofuhúsnæði Laust nú þegar Í MORGUNBLAÐINU hinn 20. júní sl. birtist grein eftir Jónas Bjarnason efnaverkfræðing undir fyrirsögninni „Ábendingar og fyr- irspurnir til Jóhanns Sigurjónssonar“ þar sem vakin er athygli á áhugaverðri grein eftir Esben M. Olsen o.fl. sem birtist nýlega í tímaritinu Nature. Þar eru leiddar að því líkur að val hafi átt sér stað á einstaklingum sem verða kynþroska ungir að árum og smáir að vexti í þorskstofnum undan ströndum Kan- ada fyrir hrun veiðanna þar í byrjun síðasta áratugar. Jafn- framt telja höfundar að vísbendingar séu um að eftir að veiðibann tók gildi hafi staða hraðvaxta og síðþroska ein- staklinga í stofninum styrkst. Orðrétt segir Jónas: „Þar sem mjög miklar áreiðanlegar upplýsingar eru nú til um úrkynjun þorsks og annarra fisk- tegunda, jaðrar það við afglöp og of- stærilæti að skoða það ekki með fullri einurð og fordómaleysi.“ Undirritaður telur það ómaklegt að láta sem sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunarinnar vilji ekki kanna með opnum hug þær skýringar sem vera kunna á ástandi þorskstofnsins og annarra fiskstofna á Íslands- miðum. Þvert á móti ber að fagna skoðanaskiptum á borð við innlegg Jónasar þótt ljóst sé að hvorki Jónas né sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unarinnar séu óskeikulir í mati á ástandi og eðli þorsks- ins við strendur Ís- lands. Á undanförnum misserum hefur Haf- rannsóknastofnunin haft frumkvæði að því að efla umræðu um þessi mál og hefur þar verið lögð sérstök áhersla á að útskýra þá óvissu sem óhjákvæmi- lega fylgir niðurstöðum um ástand og afrakstur fiskistofna. Þar tel ég ekki að „ofstærilæti“ hafi verið í fyrirrúmi heldur miklu frekar áherslan á takmörk fræðanna. Það er hins vegar svo að stað- reyndirnar um „úrkynjun þorsks og annarra fisktegunda“ liggja ekki eins ljósar fyrir og ætla mætti af grein Jónasar, a.m.k. hvað varðar Íslands- mið. Þó svo að Hafrannsóknastofn- unin hafi nýlega lagt fram gögn sem benda til þess að meðalþyngd helstu árganga í veiðistofni þorsks sé 6–7% lægri en áætlað var á síðasta ári, þá liggur einnig fyrir að þorskur er engu að síður allvel haldinn víðast hvar við landið, a.m.k. miðað við mælt holda- far sem reyndist aðeins lítið eitt undir meðaltali áranna 1993–2003. Af fregnum frá fiskvinnslu að dæma, virðist þorskurinn einnig vera í góð- um holdum til vinnslu, sem bendir ekki til mikils fæðuskorts. Lækkuð meðalþyngd fer hins vegar saman við minni skörun í útbreiðslu þorsks og loðnu síðastliðin 2–3 ár og því liggur beint við að álykta sem svo að að- gengi þorsks að loðnu hafi skerst. Minnkuð hlutdeild loðnu í fæðu þorsks á síðasta ári er greinileg vís- bending hér um þó enn sé töluvert í að þorskurinn hafi fallið í sambæri- lega þyngd og hann gerði við hrun loðnustofnsins upp úr 1980. Tilgátan um „úrkynjun þorsks“ við strendur Íslands af völdum valbund- inna veiða er engu að síður verðugt rannsóknarefni. Rétt er að fram komi að Hafrannsóknastofnunin og sam- starfsaðilar hafa nú um nokkurt skeið unnið að sérstökum athugunum á breytingum á kynþroska ýsu, þorsks og fleiri fisktegunda. Þó að nið- urstöður liggi ekki enn fyrir skal upp- lýst að vísbendingar eru um að óæski- leg þróun geti hafa átt sér stað. Vel er þekkt að veiðar með mismunandi veiðarfærum velja fisk m.t.t. stærðar. Hvort sem tilgátan um að valið hafi gengið svo langt sem Jónas gefur í skyn eður ei, þá liggur það í eðli máls- ins að minnkuð sókn í þorskstofninn, á ungum jafnt sem eldri fiski, eins og Hafrannsóknastofnunin hefur ráð- lagt á undanförnum árum, kæmi í veg fyrir slíka þróun. Með hóflegri sókn hefði ætlað ofval einstakra veið- arfæra ekki getað komið til. Áhersla stofnunarinnar á verndun stórfisks á undangengnum misserum hefur jafn- framt að markmiði að tryggja betur en verið hefur hlutdeild stórþorsks á hrygningarslóð, m.a. með takmörkun á möskvastærð og svæðalokunum. Einnig er unnið að því að rannsaka hvort erfðasamsetning þorsks und- anfarna áratugi hafi breyst, en þær rannsóknir eru framhald athugana stofnunarinnar sem leitt hafa í ljós erfðafræðilega aðskildar stofnein- ingar þorsks í kringum landið. Það er langt í frá að einhlít skýring liggi fyrir á afdrifum þorsks við strendur Kanada og reyndar almennt um þróun stofna þorsks á Norður- Atlantshafi á undangengnum áratug- um. Þessir hlutir eru í stöðugri skoð- un, m.a. hjá Hafrannsóknastofn- uninni, og er mikilvægt að sérfræðingar stofnunarinnar fái hvatningu og aðstoð til að takast á við ögrandi viðfangsefni á þessu sviði. Það er mikilvægt að efast ávallt um niðurstöðuna því það örvar til frekari rannsókna. Og ekki má einblína um of á eina skýringu frekar en aðra. T.d. mega ekki vangaveltur um hugs- anlega úrkynjun í þorskstofni villa okkur sýn um þá augljósu staðreynd, að sókn í þorskstofninn við Ísland hefur verið of mikil á undanförnum áratugum. Einnig hafa miklar um- hverfisbreytingar átt sér stað á Ís- landsmiðum á undanförnum miss- erum sem greinilega hafa veruleg áhrif á samsetningu lífríkisins við landið. Þetta kann að hafa áhrif á af- drif þorskstofnsins og hlutfallslegan styrk hans miðað við t.d. ýsustofninn. Það skal að lokum ítrekað að þetta stutta svar mitt við grein Jónasar, um afar flókið mál, er ekki síst ætlað til að undirstrika þá skoðun mína að um- fjöllun um álitaefni á sviði fiskifræði og veiðistjórnunar er afar mikilvæg. Í því sambandi skal bent á að brenn- andi spurningar varðandi haf- og fiskifræðileg málefni hafa undanfarið verið til umfjöllunar á opnum fyr- irlestra- og umræðufundum á Haf- rannsóknastofnuninni. Málstofan hefur göngu sína á ný á haustmán- uðum og er allt áhugafólk boðið vel- komið enda um að ræða eitt mik- ilvægasta hagsmunamál allra Íslendinga – skynsamlega nýtingu fiskistofnanna við landið. Ábendingar og fyrirspurnir varðandi ástand þorskstofnsins Jóhann Sigurjónsson svarar Jónasi Bjarnasyni ’… þetta stutta svarmitt við grein Jónasar, um afar flókið mál, er ekki síst ætlað til að undirstrika þá skoðun mína að umfjöllun um álitaefni á sviði fiski- fræði og veiðistjórnunar er afar mikilvæg. ‘ Jóhann Sigurjónsson Höfundur er forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Í FYRSTU grein laga um áfengi nr. 75 frá 1998 segir: „Tilgangur laga þessara er að vinna gegn mis- notkun áfengis.“ Einn liður í því, eins og fram kemur í 20. grein sömu laga, er að banna hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum. En hver eru tengslin, ef einhver eru, á milli áfengisauglýsinga, neyslu og misnotkunar áfengis? Stuðla áfeng- isauglýsingar að áfengisneyslu ung- menna? Árið 1996 gerði breski fræðimaðurinn Tim Ambler úttekt á þeim rannsóknum sem gerðar höfðu verið á tengslum áfengisauglýsinga, neyslu og mis- notkunar áfengis. Niðurstaða hans var sú að rannsóknirnar gætu ekki sýnt fram á orsakasamhengi milli auglýsingaútgjalda og heildareft- irspurnar eftir áfengi og þar með ekki heldur að bann við áfeng- isauglýsingum drægi úr heildar- áfengisneyslu. Hlutverk áfeng- isauglýsinga virðist því fyrst og fremst vera að auka markaðs- hlutdeild einstakra áfengisvörumerkja á kostnað annarra en ekki að stækka heild- armarkaðinn! Árið 2001 birtu síðan Jon P. Nelson og Dou- glas J. Young nið- urstöður viðamikillar rannsóknar á tengslum banns við áfeng- isauglýsingum í ljós- vakamiðlum og notk- unar og misnotkunar á áfengi. Rannsóknin náði til 17 OECD-landa (þar á meðal Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar) og yfir tímabilið 1977 til 1995. Í henni kem- ur fram að ekki var almennt um töl- fræðilega marktækan mun að ræða á áfengisneyslu í þeim löndum sem bönnuðu áfengisauglýsingar og þeim sem gerðu það ekki. Það sem kannski kom mest á óvart í rannsókn Nelson og Young var að í þeim tilfellum sem um töl- fræðilega marktækan mun var að ræða á áfengisneyslu eftir löndum leiddi bann við áfengisauglýsingum til aukinnar neyslu! Sama gilti um misnotkun áfengis (dauðsföll vegna skorpulifrar og umferðarslysa). Nið- urstöður rannsóknarinnar benda, að síðustu, til þess, að efnahags- og menningarlegir þættir hafi meiri áhrif á drykkjuvenjur en bann við áfengisauglýsingum þótt bann kunni að hafa áhrif á val neytenda á áfeng- isvörumerkjum eða áfengisflokkum (brennd vín, léttvín eða bjór). En hvernig má þetta vera? Hlýtur bann við því að auglýsa ekki að draga úr sölu (og neyslu)? Er það ekki markmiðið með áfengisauglýs- ingum að auka sölu? Þeir sem eru hlynntir banni við auglýsingum átta sig ekki á því hvert meginhlutverk þeirra fyrir vörumerki er eða hverju þær geta áorkað. Í fyrsta lagi þá hafa auglýsingar það hlutverk að sjá neytendum fyrir upplýsingum sem auðvelda þeim að taka ákvarðanir (í þessu tilfelli hvort kaupa eigi þetta áfengisvörumerkið eða hitt) en ekki hvort yfir höfuð eigi að kaupa eða neyta áfengis. Í öðru lagi geta aug- lýsendur aukið virði vörumerkja sinna með því að tengja jákvæða huglæga þætti við þau t.d. í gegnum ímyndarauglýsingar. Aðgreiningin leiðir síðan aftur til þess að auglýs- endur geta hækkað verðið á vörum sínum sem aftur leiðir til minni heildarneyslu áfengis. Og það er ein- mitt þetta sem rannsókn Nelson og Young bendir til að hafi gerst í þeim löndum sem ekki bönnuðu áfeng- isauglýsingar! En hvað með þá gagnrýni að áfengisauglýsingar stuðli að áfeng- isneyslu ungmenna? Gagnrýnin virðist grundvallast á þeirri skoðun að ungt fólk verði frekar fyrir áhrif- um auglýsinga en eldra fólk og sé því auðveld bráð fyrir auglýsendur. Með rannsóknum hefur aftur á móti hvorki verið hægt að sýna fram á bein tengsl milli auglýsinga og kaup- hegðunar barna og unglinga né tengsla þeirra og atferlis almennt. Í samantekt á niðurstöðum slíkra rannsókna í Svíþjóð, Belgíu, Hol- landi og Bretlandi, sem Jeffery Goldstein gerði árið 1999, kom í ljós að engar rannsóknir hafa, á sann- færandi hátt, sýnt fram á að auglýs- ingar hafi áhrif t.d. á matarvenjur barna eða unglinga eða notkun þeirra á tóbaki og/eða áfengi eða að þær hafi yfirleitt nokkur lang- tímaáhrif á þau! Því miður virðast margir halda að hægt sé að leysa ýmis félagsleg vandamál með því að banna auglýs- ingar. Þeir hinir sömu virðast yf- irleitt ekki hafa haft mikið fyrir því að kynna sér nýjustu rannsóknir á tengslum auglýsinga og þess fé- lagslega vandamáls sem þeir ætla sér að leysa með því að banna þær. Ef rót vanda (í þessu tilfelli misnotk- un áfengis) er ekki rétt skilgreind er hætta á því að teknar séu rangar ákvarðanir sem auka einungis á vandann þegar til lengri tíma er lit- ið. Bann við áfengisauglýsingum er gott dæmi um slíkt. Auglýsingar og áfengisneysla Friðrik Eysteinsson fjallar um auglýsingar á áfengi ’Því miður virðastmargir halda að hægt sé að leysa ýmis félagsleg vandamál með því að banna auglýsingar. ‘ Friðrik Eysteinsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur, lektor og sviðsstjóri markaðsgreina í THÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.