Morgunblaðið - 31.07.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 31.07.2004, Qupperneq 24
UMRÆÐAN 24 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í FRAMHALDI af grein sem birt- ist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. júlí 2004 um niðurstöður rannsókna og gæði leikskólaþjónustu langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Leitað var eftir áliti hjá Bergi Fel- ixsyni, framkvæmda- stjóra Leikskóla Reykjavíkur, og Ingu Hönnu Dagbjarts- dóttur í stjórn dagfor- eldra. Tel ég að þar vanti inn í umræðuna upplýsingar til foreldra um fleiri valkosti og gæði þeirra. Til að gefa réttari mynd af þeim úrræðum sem standa til boða í dagvistun er rétt að nefna einkaleik- skólana. Meðan fæðingarorlof foreldra hér á landi er að hámarki 9 mánuðir gera foreldrar ráðstafanir fyrir börnin sín frá þeim aldri séu þeir útivinnandi. Sumum hentar að vera hjá dagfor- eldrum en öðrum ekki. Þar ættu leik- skólar að koma inn í myndina. Ein af þeim lausnum sem for- eldrum barna 6–18 mánaða býðst eru dagforeldrar. Það er staðreynd að dagforeldrar hafa margir hverjir skorið niður þjónustu sína við for- eldra varðandi lengd vistunar. Marg- ir bjóða ekki lengri vistun en til kl. 16 og þeim fjölgar sem eru einungis til kl. 14. Það hentar ekki foreldrum sem þurfa að skila 8–9 klst. vinnu. Sumir foreldrar hafa vinnutíma frá kl. 10–18 og hvaða úrræði hafa foreldrar þá. Leikskólar Reykjavíkur hafa ekki mikið gefið kost á sér sem valmögu- leika fyrir foreldra í dagvist- arúrræðum fyrir börn frá 6–18 mán- aða aldri. Þar stjórna pólitískar ákvarðanir því hvort börn undir 18 mánaða hafa örugga dagvistun eða ekki. Lítið fer því fyrir áhyggjum af velferð barna 6–18 mánaða svo sem félags- og tilfinningaþroska þeirra. Þau úrræði sem standa foreldrum barna á aldrinum 6–18 mánaða til boða hjá leikskólum borgarinnar og dagforeldrum eru mjög takmörkuð. Þau eru ekki til þess fallin að skapa öryggi fyrir börnin né sett fram sem vænlegur kostur fyrir foreldra því einungis er boðið upp á hluta þeirrar þjónustu sem foreldrar þurfa. For- eldrar þurfa að vera öruggir um vel- ferð barna sinna meðan dagvistunar nýtur. Í umræðu um dag- vistarúrræði barna 18 mánaða og yngri og gæði þeirra þjónustu er lítið talað um einkaleik- skóla. Þeir eru engu að síður staðreynd og einn af valkostum foreldra. Einkaleikskólar hafa borið þungann af dag- vistun yngri barna og aðlagað sig þörfum þeirra og væntingum foreldra. Þeim hefur þó verið þröngur stakkur skorinn þar sem borg- aryfirvöld hafa ekki stutt við dagvist- un yngri barna inn á einkaleik- skólana. Það var í lok síðasta árs að þjónustusamningur var boðinn einka- leikskólum og er hann skref í rétta átt. Hann nær þó einungis til barna frá 18 mánaða aldri og enn og aftur eru foreldrar barna 6 til 18 mánaða komir út í horn með örugga dagvist- un. Með stuðningi borgarinnar við vistun barna yngri en 18 mánaða inn á einkaleikskólana væri óöryggi og kvíða eytt. Leikskólarnir Fossakot og Korpu- kot eru einkaleikskólar sem hafa um árabil boðið foreldrum yngri barna þjónustu sína. Leikskólarnir hafa að sumu leyti sérhæft sig í að sinna börnum frá 6–18 mánaða. Bæði fag- lega og aðstöðulega. Þeir hafa lagt sig fram við að laga allt starf að þörfum barnanna en ekki börnin að þörfum leikskólanna. Þar er tekið mið af því að leikskólarnir eru fyrir börnin. Starfsmenn leikskólanna vita að börnin eru þeirra starf og yndi og endalaus uppspretta gleði og þroska. Starfsmenn leikskólanna eru meðvit- aðir um þarfir foreldra og koma til móts við óskir og væntingar foreldra á allan hátt samhliða því að hafa í frammi gott leikskólastarf. Starfið með yngstu börnunum leggur áherslu á umönnun, nánd og samskipti og örvun alhliða þroska með hentugu umhverfi og aðbúnaði. Leikskólarnir geta í senn sinnt þörf- um yngstu barna í leik og starfi og komið til móts við foreldra sem við- unandi dagvistarúrræði. Leikskól- arnir eru opnir frá 7.30–18.30 eða í 11 klst. Samskipti og samstarf foreldra við leikskólana eru góð og dagleg og með þeim hætti sem hverjum hentar. Leikskólarnir sinna dagvistun for- eldra barna 6 mán. til 6 ára. Mikið er um að börn komi inn í leikskólana þegar fæðingarorlofi lýkur. Opn- unartími þeirra er rúmur, boðið er upp á sérfæði sem hentar hverjum aldri og þarfir barna virtar og í fyr- irrúmi við skipulag starfsins. Leikskólarnir Fossakot og Korpu- kot 3ja og 4ra deilda leikskólar sem eins og allir leikskólar fylgja lögum og reglugerðum um leikskóla og eru undir eftirliti frá menntamálaráðu- neytinu. Fram hjá því verður ekki litið að flestir foreldrar eru útivinnandi. Þessir foreldrar þurfa dagvistun fyrir börn sín og velja af kostgæfni það besta sem býðst hverju sinni. Dag- vistun fyrir börn frá 6 mán. eru úr- ræði sem foreldrum eiga að standa til boða vandræðalaust hvort sem um ræðir leikskóla borgarinnar, dagfor- eldrakerfið eða einkaleikskóla. Engu fæst áorkað með því að koma inn samviskubiti hjá foreldum sem nota dagvistarúrræði fyrir börn sín. Þeir sem bjóða dagvistun yngri barna ættu að kappkosta að bæta valmögu- leika foreldra í dagvistun með tilliti til þarfa foreldra, væntinga og kröfu um gott atlæti fyrir börn. Dagvistun barna yngri en 18 mánaða í Reykjavík Guðríður Guðmundsdóttir fjallar um dagvistun fyrir ung börn ’Þau úrræði sem standaforeldrum barna á aldr- inum 6–18 mánaða til boða hjá leikskólum borgarinnar og dagfor- eldrum eru mjög tak- mörkuð.‘ Guðríður Guðmundsdóttir Höfundur er leikskólastjóri og yfirmaður fagsviðs LFA ehf. Á TÍMUM umræðna um mann- réttindi og stjórnarskrá er sér- kennilegt að sjá hvernig réttindi barna eru oft sniðgengin og þau virðast á stundum eiga sér furðu fáa talsmenn. Áfengisauglýsingar streyma í síauknum mæli inn í íslenska þjóðfélagið og í hinum ýmsu formum. Langt er síðan þessar auglýs- ingar snerust ekki ein- göngu um að auglýsa hinn svokallaða „létt- bjór“. Nú eru auglýs- ingarnar líka beinar auglýsingar á léttvíni og sterkum vínum og auglýsendur reyna ekki einu sinni lengur að setja auglýsing- arnar í form kynninga. Öllum má ljóst vera að um beinar auglýsingar er að ræða sem greitt er fyrir. Hví skyldu fjölmiðlar annars þjónusta þessa viðskiptavini? Ekki eru það margir af okkar þingmönnum sem tekið hafa upp hanskann fyrir ung- menni þessarar þjóðar og sagt; Hingað og ekki lengra! Hægt er að stöðva þessa þróun með enn skýrari lagasetningu um bann við áfeng- isauglýsingum. Þetta er létt verk en til þess þarf vilja og ég neita að trúa að við Íslendingar séum það áhrifa- gjarnir og leiðitamir að okkur finnist við þurfa að apa eftir áfengisstefnu annarra þjóða sem síðan hefur sýnt sig leiða til aukinnar neyslu áfengis með því böli sem því fylgir. Þegar rætt er um áfengisauglýs- ingar verður talsmönnum þeirra gjarnan tíðrætt um sænska dóminn og breytta löggjöf í Sví- þjóð sem heimilar nú að auglýsa áfengi sem er innan við 15% að styrkleika. Þegar er komin reynsla á þessa löggjöf. Á fyrri helm- ingi þessa árs hafa sænskir áfeng- isframleiðendur og vín- innflytjendur auglýst fyrir um 270 milljónir króna og á sama tíma hefur sala á áfengi auk- ist um 4,7% mælt í lítr- um af vínanda. Þá eru aðrar þjóðir eins og frændur okkar Danir orðnir svo áhyggjufullir yfir þróun áfeng- ismála að þeir hækkuðu nú á vordög- um áfengiskaupaaldurinn. Hættum að hugsa um hvað tíðkast erlendis og verum stolt af því sem VAR hér í eina tíð þegar við buðum börnum okkar og ungmennum upp á umhverfi laust við lífsmótandi áreiti áfengisauglýsinga. Svar þingmanna um að þeir „efist um“ að þessar auglýsingar hafi áhrif á ungt fólk nægir ekki. Nauðsynlegt er að skoða þetta mál dýpra og þættu slík vinnubrögð ekki hæfa í öðrum málaflokkum. Rannsóknir vísindamanna, meðal annars hjá WHO, hafa leitt til þess að stofnunin hefur gert það eitt af forgangsverk- efnum sínum að taka málið upp á arma sína og ráðlagt þjóðum frá því sem við Íslendingar erum nú að inn- leiða. Ég skora á þingmenn að breyta áfengislögum á þann hátt að ekki sé hægt að fara í kringum ákvæði þeirra um bann við áfengisauglýs- ingum. Ennfremur skora ég á lög- regluyfirvöld að framfylgja okkar ákvæðum sem eru skýr. Allir sjá og heyra að þau eru margbrotin oft á dag. Eftirfylgni laganna hefur ein- faldlega brugðist í mörgum tilvikum þar sem hægt hefur verið að bregð- ast við. Þeir sem efast eða hafa hagsmuni af því Ragný Þóra Guðjohnsen fjallar um auglýsingar og áfengi ’Ég skora á þingmennað breyta áfengislögum á þann hátt að ekki sé hægt að fara í kringum ákvæði þeirra um bann við áfengisauglýs- ingum.‘ Ragný Þóra Guðjohnsen Höfundur er lögfræðingur. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ENDALAUST halda fjölmiðlar á lofti áróðri ökuníðinga, um að hæg- fara ökumenn séu hættulegir í um- ferðinni. Ég verð aftur á móti lítið var við þessa hægfara ökumenn. Ég ek yfirleitt í námunda við 90 km hraðann og er alltaf síðastur, nema rétt á með- an menn eru að fá tækifæri til að fara fram úr vegna umferðar á móti. Öku- menn með aftanívagna fara fram úr mér á langt yfir 100 km hraða. Það er undantekning ef maður ekur fram á bíl með aftanívagn sem ekur á lögleg- um hraða eða 80 km. Það er aftur á móti mun hættuminna að aka fram úr bíl með aftanívagn sem er á 80 km hraða en ef hann ekur á yfir 100 km hraða. Þar að auki eru flestir með alltof breiða vagna fyrir okkar vegi og ættu raunverulega að aka á innan við 80 km hraða. Menn tala mikið um að hægfara ökumenn eigi að hleypa fram úr sér. Það er eins og þeir sem fjalla um um- ferðarmál séu ekki búnir að átta sig á því að það eru tugir ára síðan þjóð- vegir landsins voru einbreiðir og menn þurftu að víkja fyrir þeim sem komu á móti, og hleypa þeim sem á eftir komu fram úr, vegna þess að að- eins var um eina akrein að ræða fyrir báðar akstursstefnur. Nú eru allir vegir á landsbyggðinni með tvær ak- reinar og mótstefnuakreinin notuð til framúraksturs, þess vegna er það ekki sá bíll sem menn ætla að aka fram úr sem ræður því hvenær tæki- færi gefst til framúraksturs, heldur er það umferðin á móti sem því ræð- ur. Aftur á móti er það fremsti bíllinn sem sér best til umferðar fyrir fram- an og getur gefið þeim sem á eftir eru merki um það hvort tækifæri sé til framúraksturs, t.d. með því að gefa stefnuljós til hægri eins og margir gera. Einnig getur sá sem ekið er fram úr liðkað fyrir framúrakstrinum með því að hægja örlítið á sér um leið og bíllinn fer fram hjá honum, það auðveldar báðum framúraksturinn. Það er líka nauðsynlegt að þeir sem fram úr aka fari vel fram fyrir bílinn sem fram úr er ekið svo þeir svíni ekki fyrir hann, það skapar hættu. Menn mættu líka gefa merki um að þeir ætli fram úr og gefa bílnum á undan tækifæri til að laga sig á veg- inum en ekki þjösnast fram úr. Sig- urður Helgason hjá Umferðarráði sagði í sjónvarpinu að annar eða þriðji bíll mættu taka frumkvæði í framúrakstri. Það er alveg rétt, ef löng röð myndast er það mikið örygg- isatriði að fremri bílarnir fari fram úr fyrst svo þeir aftari fari ekki að fara fram úr rununni. Eða að menn hafi það gott bil á milli bíla að hægt sé að komast inn á milli og fara fram úr ein- um í einu. Það er svo aftur spurning hvort menn eigi að fara fram úr bíl sem ekur á 90 km hraða. Aðalumferð- arhraðinn í sumar hefur verið 110– 120 km og mér finnst það ekki hlut- verk fjölmiðla að hvetja til slíks. Rétt er að vekja athygli á því að menn fara ekkert út í kant á þjóð- vegum landsins því vegirnir eru þannig byggðir að það er ekki út í neinn kant að fara og út af komast menn ekki. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Framúrakstur Frá Guðvarði Jónssyni: ÉG VELTI því fyrir mér hvort þessi skilaboð séu líkleg til að ná til þjófa sem leggja sig niður við að stela eigum annarra. Getur verið en lögreglan velur aðra leið til að reyna að hindra þessa menn í að ræna og rupla. Hún ráðleggur fólki að læsa húsum sínum og ganga þannig frá þeim að þau veki ekki sérstaka eftirtekt þjófa, hafa dýr- mæta hluti ekki sýnilega og fá jafn- vel nágrannann til að fylgjast með þegar það fer að heiman. Flestir, sem leið ættu um, myndu láta hús- ið óáreitt þótt það stæði opið upp á gátt en við vitum aldrei hvar og hvenær þjófar eru á ferð og því er öruggast að fara að ráðum lögregl- unnar. Má ekki gefa stelpum/konum sömu ráð þegar þær leggja af stað á útihátíð þar sem við vitum að nauðgarar leynast innan um þá sem þar eru? Gættu þess að vera allsgáð (læstu húsinu), klæddu þig ekki í föt sem vekja óþverra- kenndir nauðgara (gakktu þannig frá að þú vekir ekki eftirtekt þjófa og hafðu DÝRMÆTA hluti ekki sýnilega) og vertu ekki ein á ferð (fáðu nágrannana til að fylgjast með). Þjófur sem stelur úr opnu húsi er alveg jafn mikill þjófur og sá sem stelur úr læstu húsi. Eins er með nauðgara, sá sem nauðgar dauðadrukkinni stelpu í bol flegn- um niðrá brjóst og stuttu pilsi er alveg jafn mikill nauðgari og sá sem nauðgar allsgáðri stelpu sem er í síðbuxum og minna flegnum bol. Skaði fórnarlambsins er sá sami. Ekki svo að skilja að ég sé á móti því að reynt sé að ná til karl- manna sem nauðga, það er ein- ungis af hinu góða og ég tek ofan fyrir þeim sem ganga fram í þeim efnum. Gleymum því samt ekki að ábyrgð stelpnanna liggur í því að gæta að sjálfum sér og gera það sem í þeirra valdi stendur til að minnka líkurnar á að verða fórn- arlömb nauðgana og halda sjálfs- virðingunni. Góða skemmtun á útihátíðinni. ÁSTHILDUR GARÐARSDÓTTIR, Hallormsstaðarskóla, 701 Egilsstaðir. Sumir geta ekki eignast hluti nema stela þeim úr ólæstum húsum! Frá Ásthildi Garðarsdóttur, kennara og móður. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.