Morgunblaðið - 31.07.2004, Side 26

Morgunblaðið - 31.07.2004, Side 26
26 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. É g hef orðið vitni að mörgum skelfilegum hlutum í starfi mínu fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Ekkert er þó eins átakanlegt og það að sjá „næturferða- langana“ í norðurhluta Úganda. Þessir ferðalangar eru 44.000 börn sem fara frá þorpum sínum á hverjum degi til að leita athvarfs í nálægum bæjum fyrir dagsetur af ótta við að liðsmenn Andspyrnuhers Drottins (LRA) ræni þeim. Heimsbyggðin kann að hafa gert sér grein fyrir neyðinni í Súdan en hefur nánast gleymt hryllingnum í grannríkinu Úganda þar sem LRA hefur rænt um 12.000 piltum og stúlkum á síðustu tveim- ur árum. Ólíkt öllum öðrum stríðum er þetta stríð á hendur börnum. Hermenn LRA, sem eru flestir börn sjálfir, leggja til atlögu í rökkrinu. Þeir umkringja litlu byggðirnar, ráðast inn í þær til að ræna mat og nema á brott börn til að neyða þau í herinn. Árásirnar eru undantekningarlaust blóðugar. Börn eru oft neydd til að drepa foreldra sína og önnur börn. Þau sem eru numin á brott, sum þeirra aðeins sex ára, eru hneppt í kynlífsánauð í uppreisn- arhernum, neydd til að vinna sem þrælar eða til að gerast hermenn. Í uppreisn- arhernum eru börn talin geta byrjað að berjast sjö ára. Erfitt var að útskýra fyrir piltunum og stúlkunum hvers vegna heimsbyggðin er svo afskiptalaus um hryllinginn í Úganda þegar ég hitti þau í síðasta mánuði í mót- tökumiðstöð í Gulu fyrir börn sem hafa sloppið undan LRA. Ég ræddi við ungar konur sem höfðu fætt börn sem getin voru þegar þær voru neyddar til að eiga mök við yfirmenn LRA. Ég talaði við pilta sem voru neyddir til að fremja óum- ræðileg ofbeldisverk þegar þeir hefðu átt að vera að læra að lesa fyrstu orðin. Átökin í norðurhluta Úganda hafa stað- þau fengið v Önnur sofa rykugum in fara börnin Úganda e arland í þró Yoweris Mu ið í átján ár og gert að engu hugmyndina um að barnæskan eigi að vera verndaður tími heilbrigðs uppvaxtar. Foreldrarnir eru orðnir svo örvæntingarfullir vegna óttans við að börn þeirra verði numin á brott eða myrt að þeir hafa þurft að láta börn sín ganga langa leið ein síns liðs á næturnar, því að það er eina von þeirra. Síðdegis á hverjum degi, þegar sólin tekur að setjast, koma börnin af ökrunum og safnast saman á rykugum vegunum. Eldri börnin halda á þeim minnstu eða láta þau sitja á stöngum reiðhjólanna. Mæður halda á ungbörnunum sínum, en flestir næturferðalangarnir eru börn sem eru ein síns liðs. Þau sem eru heppin fá athvarf í nokkr- um bráðabirgðaskýlum, sem reist hafa verið til að hjálpa börnunum, og þar geta Næturferðalanga Eftir Carol Bellamy ’Börninbrott, su sex ára, lífsánau arhernu vinna se að geras Um 44.000 börn flýja þorp sín á hverjum degi til að forðas S kilningsleysi stjórnvalda á mik- ilvægi menntunar stendur ís- lensku samfélagi fyrir þrifum og gagngerra breytinga er þörf. Á öllum skólastigum. Næstu misserin þarf að fara fram heildstæð um- ræða um menntamál en stefnubreyting í skólamálum er nauðsynleg viljum við ná sambærilegum árangri og nágrannaþjóð- irnar. Þar sem öflugt starfs-, tækni- og há- skólanám liggur til grundvallar uppbygg- ingu samfélagsins. Ekki þarf annað en að minnast á þá leið sem Finnar fóru, svo dæmi sé tekið. Þeir réðust í risavaxnar fjárfestingar í mennt- un, með sérstaka áherslu á tæknimenntun hverskonar. Árangurinn af þeim fjárfest- ingum er undraverður og stendur á bak við uppganginn í finnska hagkerfinu og það hve vel þjóðinni tókst að rísa úr öskustó sovéttímans. Hugsanagangur íslenskra stjórnvalda er hins vegar enn ákaflega sov- éskur þar sem allt afl er lagt í risavaxnar ríkisstóriðjur en lítið til mennta. Það þarf að móta nýja skólastefnu og nálgast menntamálin með grundvall- arspurningum á borð við; hvar erum við stödd? Hvert stefnum við? Hver eru mark- miðin? Hvert viljum við fara? Nýtum við öll skólastigin til fulls, t.d. leikskólann þar sem hefur verið mikil gróska á liðnum ár- um? Þetta eru áleitnar spurningar sem vinna verður út frá í nýrri rökræðu um menntamál. Vandræðagangurinn í framhaldsskólunum Staðan í framhaldsskólunum er vondur vitnisburður um hvar við erum stödd og hve langt er í land. Stór árgangur kemur inn í skólana, eins og legið hefur fyrir síð- astliðin 16 ár, og stjórnvöld standa þannig að málum að til að byrja með var fjölda ný- nema vísað frá skóla! Þrátt fyrir lögbundna skyldu um að veita öllum skólavist. Eftir dæmalausan vandræðagang vikum saman var reynt að bjarga því sem bjargað þingi í vor a með haustin Forsendu samráð við m að byggjast kerfinu öllu Þar skiptir m grunnskóla þessu var um ráðuneytisin verði staðið metnaðarfu allt. Framtí hefur lítið fa Framsókna áratuginn. Þa Stytting n þegar farið varð með bráðabirgðalausnum. Skúrum er skellt upp við stærstu skólana til að hægt sé að hefja kennslu með einhverjum ráðum í haust. En mörgum sem áður hafa fallið á brott en vildu hefja nám að nýju er synjað um skólavist. Fullkomin stefnubreyting frá því sem verið hefur. Er þetta framtíðarsýn stjórnvalda í menntamálum? Í stað aukinnar fjölbreytni og öflugs starfsnáms þar sem hver nem- andi lýkur námi við hæfi en fjöldinn allur fellur ekki brott í miðju kafi. Stytting náms til stúdentsprófs Fyrir tæpu ári komu frá mennta- málaráðuneytinu tillögur um styttingu náms til stúdentsprófs sem að flestra mati voru ófullnægjandi forsendur styttingar. Lækkun útskriftaraldurs úr framhalds- skólum er grundvallarbreyting á íslensku menntakerfi sem á að mínu mati að vera markmið sem hangir saman við aðrar breytingar á menntakerfinu. Til að mynda eflingu starfs og listnáms í framhaldsskól- unum. Þessar tillögur sofnuðu hins vegar vært með skyndilegu brotthvarfi þáver- andi menntamálaráðherra til Parísar. Nú- verandi ráðherra málaflokksins sagði á Ný skólastefna er Eftir Björgvin G. Sigurðsson ’Staðan í framhalds-skólunum er vondur vitnisburður um hvar við erum stödd og hve langt er í land. Stór árgangur kemur inn í skólana, eins og legið hefur fyrir síðast- liðin 16 ár, og stjórnvöld standa þannig að málum að til að byrja með var fjölda nýnema vísað frá skóla!‘ Það þarf að ÞREKVIRKI Í NAFNI MANNÚÐAR Í Morgunblaðinu í gær fjallaði AgnesBragadóttir blaðamaður m.a. um af- leiðingar átaka stríðandi fylkinga á Sri Lanka á líf óbreyttra borgara og hvernig hægt væri að koma bágstöddum þar í landi til hjálpar. Velti hún því m.a. fyrir sér hvort íslenskt fyrirtæki á borð við stoðtækjafyrirtækið Össur gæti komið að þróunaraðstoð á Sri Lanka með því að smíða gervilimi fyrir börn sem misst hafa útlimi á jarðsprengjusvæðum. Slíkt átak gæti jafnvel orðið að veruleika fyrir söfn- unarfé frá Íslendingum, að hennar mati. Í blaðinu í dag er greint frá því að Jón- asi Þ. Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, lítist vel á hugmyndina þótt enn sé of snemmt að segja til um hvort mögulegt sé að hrinda henni í framkvæmd. Í fréttinni kemur fram að Einar Karl Haraldsson, stjórn- arformaður Hjálparstarfsins, og Jón Sig- urðsson, forstjóri Össurar hf., hafa rætt saman um hugmynd Agnesar og að þeim lítist báðum vel á hana. Jón bendir í frétt- inni á að Össur bjóði upp á háþróaðar lausnir fyrir fólk á Vesturlöndum, en tek- ur jafnframt fram að hugsanlega komi til greina að ná samningum um að framleiða einfaldari vörur sem gætu hentað hjálp- arsamtökum eða öðrum sem vilja styrkja uppbyggingu í stríðshrjáðum löndum á þennan hátt. Hann segir réttilega að „þróunaraðstoð í heiminum [fari] mikið eftir því hvað gefandinn vill en ekki þiggjandinn“, og vill þar af leiðandi árétta mikilvægi þess að vörurnar henti aðstæðum þess fólks sem þær eiga að koma að gagni, sem auðvitað er mjög veigamikil ábending í þessu tilliti. Þessi hugmynd um aðkomu Íslendinga að hjálparstarfi á Sri Lanka er að sjálf- sögðu einungis á upphafsreit enn sem komið er. En hún er lýsandi fyrir það hvernig litlar þjóðir á borð við Íslendinga geta komið öðrum þjóðum til aðstoðar með mjög svo áþreifanlegum hætti er óumdeilanlega skiptir sköpum í lífi fjöl- margra einstaklinga. Eins og rakið var í forystugrein Morgunblaðsins 29. júlí sl., er Agnes vísar til í grein sinni, er þetta rakið dæmi um þær breyttu áherslur í al- þjóðapólitík sem „full ástæða getur verið fyrir okkur að hafa afskipti af“. Ef samn- ingar tækjust um það að Össur fyndi lausnir, fjármagnaðar af íslensku söfn- unarfé, er hentuðu þeim ógnarstóra hópi sem misst hefur útlimi á stríðshrjáðum svæðum heimsins, svo sem á Sri Lanka, væri það þrekvirki í nafni mannúðarsjón- armiða sem þjóðin öll gæti verið stolt af. KERRY ÁVARPAR KJÓSENDUR Þótt fátt virðist hafa gengið GeorgeBush Bandaríkjaforseta og stjórnhans í hag undanfarnar vikur og mánuði virðist staða hans enn sterk meðal bandarískra kjósenda og hefur hann sam- kvæmt skoðanakönnunum staðið nokk- urn veginn jafnfætis mótframbjóðanda sínum úr röðum demókrata, John Kerry. Undanfarna daga hafa demókratar haldið flokksþing í Boston í Massachusetts og þegar Kerry var formlega valinn forseta- efni flokksins á fimmtudagskvöld hélt hann ræðu sem beðið hafði verið með nokkurri eftirvæntingu. Ræða þessi er at- hyglisverð, bæði vegna þess, sem þar er sagt, og eins þess, sem Kerry lét ósagt. Þar reyndi hann bæði að koma höggi á repúblikana og um leið að verjast þeirri gagnrýni, sem hann hefur sætt af hálfu þeirra, meðal annars fyrir að eiga erfitt með að gefa afdráttarlaus svör. „Ég veit að til eru þeir sem gagnrýna mig fyrir að sjá flókið samspil og ég geri það vegna þess að sum mál eru alls ekki einföld. Það að segja að það séu gereyð- ingarvopn í Írak verður ekki til þess að svo sé. Það að segja að hægt sé að fara í ódýrt stríð verður ekki til þess að svo sé. Og það að segja að sendiförinni sé lokið verður ekki til þess að svo sé,“ sagði Kerry. „Sem forseti mun ég spyrja erf- iðra spurninga og krefjast haldgóðra sannana. Ég mun þegar gera endurbætur á leyniþjónustu okkar þannig að stefna mótist af staðreyndum og verði ekki skrumskæld með pólitík. Og sem forseti mun ég færa þjóðinni aftur þá hefð að Bandaríki Norður-Ameríku fari aldrei í stríð vegna þess að okkur langar til þess heldur vegna þess að við neyðumst til þess.“ Þrátt fyrir þessa hörðu gagnrýni fjallaði Kerry ekki um það hvað hann hygðist fyrir í Írak og Afganistan. Stefna hans er ekki sú að hverfa þaðan á braut, en hann hyggst fá ýmsar þær þjóðir, sem hingað til hafa gagnrýnt Bandaríkin hvað harðast, til samvinnu. Sennilega er ein ástæðan fyrir því að hann sneiddi hjá þessu umræðuefni sú að stór hópur demó- krata er algerlega andvígur innrásinni í Írak og veru bandarísks hersetuliðs í landinu. Sumt í ræðunni hefði þó rétt eins getað ratað úr munni Bush. Hann kvaðst mundu bregðast hart við hverju áreiti og árás yrði svarað með hervaldi. Um leið umorðaði hann eitt helsta kjörorð Bush fyrir fjórum árum og gerði að sínu. Árið 2000 sagði Bush að hann hygðist halda í heiðri „heiður og reisn“ forsetaembætt- isins og vísaði þar til vandamála Bills Clintons, þáverandi forseta. Í ræðu sinni sagði Kerry að hann myndi innleiða „traust og trúverðugleika í Hvíta húsinu“. Áratugum saman voru demókratar hafðir að skotspæni fyrir að vera óhæfir í efnahagsmálum – þeir kynnu aðeins að leggja á skatta og eyða peningum. Nú veitast þeir að repúblikönum fyrir efna- hagslegt ábyrgðarleysi. Þegar Clinton fór frá völdum var afgangur á fjárlögum en nú blasir við gríðarlegur fjárlagahalli. „Fjárlagahallinn er orðinn það stór að hann getur séð um sig sjálfur,“ sagði Ron- ald Reagan einhvern tímann þegar hann var spurður hvernig hann hygðist rétta hann af. Bush duga ekki slík svör og hans helsta haldreipi er að segja að lausnir Kerrys muni ekki bæta stöðuna. Fátækt hefur verið svartur blettur á bandarísku samfélagi og hvorki demó- krötum né repúblikönum hefur tekist að tryggja hlut þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og njóta hvorki viðunandi menntunar né heilbrigðisþjónustu. Kerry talaði um fátæktina og þörfina og sagði að hjálp væri á leiðinni. Slík orð hafa menn látið falla á undan honum án þess að geta staðið við þau. Búast má við að Kerry fái byr í seglin eftir flokksþingið en það er langt í kosn- ingar og margt getur gerst. Með ræðu sinni á fimmtudag svaraði Kerry ýmsum spurningum en lét öðrum ósvarað. Hann fer nú fram undir merkjum, sem repúbl- ikanar hafa hingað til notað: ábyrgrar fjármálastjórnar og staðfestu í öryggis- málum. Það á eftir að koma í ljós hvort kjósendur láta sannfærast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.