Morgunblaðið - 31.07.2004, Side 29

Morgunblaðið - 31.07.2004, Side 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 29 stíl handa sér og börnunum sínum, hélt heimili sínu hreinu og snyrtilegu og garðurinn hjá honum var stórkost- lega fallegur. Á haustin fór hann í berjamó og tíndi aðalbláber (ekkert annað) og bjó til úr þeim gómsæta sultu, veiddi rjúpur í jólamatinn og snaraði fram kökuhlaðborði, í anda Öldu sinnar, í hvert sinn sem okkur bar að garði. Eftir að við fjölskyldan fluttum frá Akureyri til Þorlákshafnar hafa heimsóknir okkar til Steingerðar og Hreiðars og barnabarnanna, verið bundnar við hátíðar og frí. Í heim- sóknunum höfum við notið samvistar við Hreiðar á hans fallega heimili og hjá börnunum okkar. Umræðuefnin voru alltaf fjölmörg, en stundum gát- um við líka þagað saman. Fyrst og fremst var talað um barnabörnin Sig- urð Ágúst (f. 1991) og tvíburana Ragnhildi og Sigurjón (f. 1996), en stundum komst Hreiðar á flug og tal- að þá af miklum eldmóði um náttúru landsins og jarðsögu þess, ferðalög, atvinnutækifæri í sinni heimabyggð og sá ýmsa möguleika í þeim efnum, ýmsar framfarir fannst honum spennandi s.s. vegir yfir hálendið, jarðgöng í gegnum fjöll og beislun orkunnar. Hann var fróður um landið og sögu þess, enda hafði hann ferðast um það vítt og breitt á sínum starfsferli sem vörubílstjóri og í fríum með fjölskyld- unni. Hann rifjaði oft upp ferðir sínar fyrr á árum, s.s. þegar hann flutti sauðfé milli landshluta vegna mæði- veiki og ýmislegt annað sem hann hafði reynt á sinni löngu starfsævi. Hann nam mikinn fróðleik af bókum um land og þjóð og var afar minnugur og gat sagt frá því sem hann hafði les- ið á skýran og lifandi hátt. Tónlist var hans líf og yndi og hafði hann mest gaman af söngtónlist. Í hverri heimsókn á Baughólinn var tekinn fram hljómdiskur sem Hreiðar hafði hlustað á í einhvern tíma og stúderað. Þá bað hann mig að taka eftir því, hvernig flytjandi túlkaði þetta eða hitt, hvernig raddbeitingin og tæknin var hjá viðkomandi söngv- ara. Þegar kórar áttu í hlut þá voru raddirnar teknar fyrir, samhljómur- inn og stjórnandinn. Yfirleitt lét hann mig bara hlusta á það sem honum fannst gott. Eitt sitt brá hann þó út af vananum og setti ungan og efnilegan tenór á fóninn og var alls ekki ánægð- ur með hvernig hann beitti röddinni og spáði honum ekki miklum frama, ef hann lagaði ekki þessa vankanta. Um sl. páska var það ítalski tenórinn Andrea Bocelli sem söng fyrir okkur aríurnar leikandi létt og var Hreiðar ánægður með hann. Og ekki má gleyma Karlakórnum Hreimi sem alltaf fékk að fljóta með og þá voru spiluð vel valin lög sem honum fannst ýmist fallega flutt eða einfaldlega fal- leg. Sum lögin átti bróðir hans Sig- urður. Ég held að mér sé þó óhætt að segja að sá tónlistarflutningur sem hreif Hreiðar mest þessa páska hafi verið gítarspil afadrengsins Sigurðar Ágústar, sem varð við bón minna og annarra um að spila á gítarinn kvöld eftir kvöld þetta frí. Honum fannst hann hafa svo fallegan áslátt og vera músíkalskur. Hreiðar hafði ótrúlega næmt tón- eyra og söng í kórum og kvartett á sínum yngri árum. Einhvern tímann sagði hann mér frá því að faðir hans hefði stofnað kór, Karlakór Reyk- hverfunga, en þá voru bræðurnir þrír í Heiðarbót á unglingsaldri. Þeir lærðu og æfðu ásamt föður sínum hverja rödd fyrir sig heima og kenndu svo hinum þegar komið var á æfing- arnar þannig að tíminn nýttist sem best, enda var mikið á sig lagt til að komast á æfingar í þá daga. Barna- börnin okkar voru afar hænd að Hreiðari afa sínum og sóttu mikið til hans á Baughól og vissu að hjá afa væri alltaf kaffi klukkan þrjú. Milli Sigurðar Ágústar og Hreiðars ríkti mikill kærleikur og kom Sigurður oft við hjá afa sínum eftir skóla til að spjalla, taka í spil, tefla og læra. Hreiðar var líka ötull við að gæta barnabarnanna þegar á þurfti að halda og oft bauð hann fram krafta sína í garðvinnu. Steingerður dóttir mín sagði við mig, oftar en einu sinni, að sér þætti svo gott að heimsækja tengdapabba sinn og fá sér kaffi eða bara sitja hjá honum og stundum dormaði hún jafn- vel. Það væri mjög góður andi í hús- inu hans og sér liði svo vel návist hans. Við fjölskyldan getum svo sann- arlega tekið undir það því það var oft erfitt að rífa sig upp og kveðja eftir notalega stund á Baughólnum. Þegar Alda dó fyrir átta árum bar fjölskylda kvíðboga fyrir því hvernig Hreiðari myndi reiða af einum án Öldu sinnar. Áhyggjurnar reyndust óþarfar því hann hélt ótrauður áfram að hugsa um húsið og garðinn, eins og þau höfðu gert saman í gegnum árin, og virtist pluma sig vel. Börnin hans og fjölskyldur þeirra sýndu honum mikið ástríki sem hann var þakklátur fyrir. Á sólbjörtum sunnudegi 18. júlí, þegar Kinnafjöllin skörtuðu sínu feg- ursta, kvaddi Hreiðar Sigurjónsson þennan heim. Fyrsta rósin í rósabeð- inu, sem Hreiðar útbjó í vor í garði Hreiðars, sonar síns og vinar, sprakk út og teygði sig á móti sólinni. Guð gefi börnum hans og fjölskyld- um styrk í sorginni. Blessuð sé minn- ing Hreiðars Sigurjónssonar. Sigríður Guðnadóttir og fjölskylda. ✝ Erla SóleySteinsdóttir fæddist í Bolungar- vík 9. apríl 1931. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 15. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- rós Guðbjartsdóttir, f. á Meiribakka í Skálavík 30. maí 1912, d. 2. jan 2000, og Steinn Ingi Jó- hannesson, f. í Dala- sýslu 20. des 1906, d. 8.júlí 1987. Syst- ur Erlu eru Kristín, gift Hjálm- ari Guðbjörnssyni, Valgerður, gift Magnúsi Tryggvasyni, Ingi- björg, gift Kristjáni Björnssyni og Svanhvít. Erla giftist 9. apríl 1953 Helga Magnúsi Sigvaldasyni, f. 26. jan 1929. Móðir hans var Dómhildur Skúladóttir, f. á Ísa- firði 17. júní 1904, d. 14. jan. 1992, og kjörfaðir Sigvaldi Jó- hannes Þorsteinsson, f. 22. feb. 1898, d. 23 ágúst 1952. Börn Erlu og Helga eru: 1) Sigrún, f. 6. sept 1953. Giftist Sigurbirni Þór Sigurðssyni, þau skildu. Börn þeirra eru Jóhanna Björk, f. 1972, Helga Margrét, f. 1974, Sigurður, f. 1981 og Rúnar Þór, f. 1987. 2) Hugrún, f. 17. mars 1955, maki Adam Ásgeir Ósk- arsson, börn þeirra eru Lilý Erla, f. 1985, Óskar Helgi, f. 1989 og Ásgeir Andri, f. 1991. 3) Guðrún, f. 6. nóv 1956. 4) Svava, f. 18. ágúst 1958. Var í sambúð með Ríkharði Jóns- syni, sonur þeirra er Ríkharður, f. 1994. Fyrir átti Svava Erlu Sóley Bjarnadóttur, f. 1977. 5) Helgi, f. 16. sept 1964. Fyrir átti Erla soninn Stein Inga Árnason, f. 14. nóv 1949, d. 18. nóv. 1980, kvæntur Kolbrúnu Þorvaldsdóttur, synir þeirra eru Árni Ingi, f. 1970, Halldór Ingi, f. 1973 og Þorbjörn Ingi, f. 1977. Þau hjónin tóku að sér um eins og hálfs árs skeið Svövu Tyrf- ingsdóttur, f. 2. apríl 1960, maki Jóhann Gestur Jóhannsson, börn þeirra eru Davíð Ingi, f. 1979, Jóhann Líndal, f. 1982, Baldvin, f. 1986 og Magdalena Margrét, f. 1993. Erla ólst upp í Bolungarvík og starfaði við barnagæslu og fisk- vinnslustörf þar til hún flutti til Reykjavíkur 1950, þar sem hún starfaði m.a. við fæðingardeild Landspítalans. Hún kynntist Helga Magnúsi eftir komu sína til Reykjavíkur. 1958 fluttu þau hjónin til Njarðvíkur og 1967 tók hún við umboði Happdrætti Háskóla Íslands og DAS á Kefla- víkurflugvelli og í Njarðvík, sem hún annaðist í 30 ár. Útför Erlu fór fram frá Innri- Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 22. júlí síðastliðinn, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku amma mín. Nú er þessu veikindastríði þínu lokið. Ég trúi því að nú hafi tekið við nýtt og betra líf. Ég þakka fyr- ir að þetta skyldi ekki taka lengri tíma en þessa níu daga. Ég veit að þú varst ekki hrædd við að kveðja okkur og ég veit að þú ert sæl og ánægð að hafa fengið að fara til Steina frænda, ömmu Sigurrósar og afa Steins Inga, þau hafa nú tekið á móti þér með útrétta arma. Þær stundir sem ég sat hjá þér á sjúkrahúsinu í Keflavík komu upp í huga mér margar gamlar og góðar minningar. Þær voru marg- ar stundirnar sem ég átti á Hlíð- arveginum, á heimili ykkar afa. Þú varst mikil húsmóðir og hannyrða- kona á meðan heilsan leyfði. Ég man ilminn sem kom oft úr eldhús- inu þínu af nýbökuðu bakkelsi, alltaf eitthvað til með kaffinu. Ég man líka að í mörg ár byrjuðu jólin hjá þér, þá komum við fjölskyldan saman í eldhúsinu á Hlíðarveg- inum og bökuðum, skárum út og steiktum laufabrauð, ó það var svo gaman. Og alltaf varstu með eitt- hvert hannyrðadót í höndunum þegar þú settist niður. Ég man þegar við keyrðum með allar lopa- peysurnar og sjónvarpssokkana í húsið fyrir neðan Grænásbrekk- una, sem síðan voru seldar í Ísl. markaðnum. Og garðurinn þinn, í honum var ýmislegt ræktað, jarð- arber, rabarbari, kartöflur og fl. Og rósirnar þínar, þú varst oft stolt af þeim og klipptir og settir í vasa. Oft var maður líka leiddur út í garð til að sjá hvað þær blómstr- uðu fallega. Ég man að ég fór oft með þér sem krakki og hjálpaði til í garðinum þínum, en einhvern veginn tókst þér ekki að gera hendur mínar grænar, það virðist bara vanta þessi gen í mig. Ég man líka ferðalögin sem þið afi tókuð okkur systurnar með í, tjaldútilegur, bæði á Þingvelli og Snæfellsnesið, þegar við fórum í heimsókn til Ingu frænku og Kidda á Rif. Þegar heilsu þinni fór að hraka fyrir um 7 árum og þú þurftir að hætta með happdrætt- ið misstir þú mikið, því þú varst mikil félagsvera. Ég man að oft þegar ég kom inn um dyrnar á Hlíðarveginum sat einhver í kaffi sem var að endurnýja mið- ann sinn. Ég held að stór hluti af þeim sem áttu miða hjá þér, hafi líka einhvern tímann drukkið kaffi í eldhúsinu þínu. Ég man líka þegar ég sagði þér frá því að ég væri að hugsa um að drífa mig í nám erlendis, þá varstu dugleg að stappa í mig stálinu. Þú sagðir við mig að þú vildir sjá mig nota hendurnar sem mér voru gefnar. Það kom oft fyrir að ég leitaði ráða og huggunar hjá þér og þú varst alltaf tilbúin að hlusta og gafst hlutlaus ráð. Elsku amma mín, með þessum örfáu orðum kveð ég þig, en þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Mig langar að þakka öllu þessu frábæra starfsfólki á sjúkrahúsinu í Keflavík fyrir hlýja og góða umönnun. Elsku afi, mamma, Guðrún, Svava, Helgi, Hugrún, Addi og öll barnabörnin og fjölskyldur, Guð gefi okkur styrk. Jóhanna Björk. Erla frænka er látin. Um mig seyðirreiði, þakklæti, innblástur. Erla Sóley, móðursystir mín og ömmusystir dætra minna, er þess verð að minnast. Hún gaf af öllum mætti og þáði aðeins til þess að gefa aftur margfalt. Ég naut þess að kynnast henni í æsku sem stoð- ar fjölskyldunnar, æðruleysið, um- burðarlyndið, líknin. Ég skil nú að hennar styrkur var sóttur í guðs- myndina, sem birtist í lífi hennar sem Helgi Sigvalda. Hann syrgir, sár ekkillinn. Mér er um getu að rekja per- sónusögu frænku minnar enda ekki við hæfi. Hljóðlætið var henn- ar dyggð. Hún var eins og kyrrð hinna vestfirsku fjalla, tigin, áleit- in, stórhættuleg. Af ófyrirleitni, sem mér og mín- um er skyld, segjum við aðeins. Haf heila þökk. Flosi Magnússon, Vala og Lára. ERLA SÓLEY STEINSDÓTTIR Áslaug Skúladóttir vinkona okkar, hefði orðið áttræð á morg- un, ef henni hefði enst aldur til. Engum sem þekkti hana blandast hugur um það að Áslaug hefði notið sín á slíkum afmæl- isdegi, umvafin kærleika vina sinna og vandamanna og hrókur alls fagnaðar. Sjálf hafði hún þann sið á afmælisdögum vina sinna að hringja í þá og flauta af- mælissönginn á munnhörpuna sína. Áslaug dvaldi stóran hluta ævi sinnar erlendis, við störf í sendi- ráðum Íslands og hún lagði sig fram bæði í starfi og leik að vera glæsilegur fulltrúi Íslands. Hún var frábær diplómat, hvort tveggja í senn nákvæm, minnug og vel vinnandi og svo þessi geisl- andi, persónuleiki sem einkennd- ist af smitandi glaðlyndi. Hún var lífið og sálin í sendiráði Íslands í Stokkhólmi um áratugaskeið, þekkti bæði Íslendingana og Svíana og ræktaði garðinn sinn svo af bar. Tónlist var henni í ÁSLAUG SKÚLADÓTTIR ✝ Áslaug Skúla-dóttir fæddist í Danmörku 1. ágúst 1924. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans 20. janúar 2003 og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 29. sama mánaðar. blóð borin og hún sótti tónleika og leik- hús alla ævi, hvar sem hún starfaði. Bestu vinirnir voru leikarar og tónlistar- fólk fyrir utan okkur samstarfsmennina og vini sem hún sinnti alla ævi. Það var reisn yfir Áslaugu og hún skóp sér sjálf stöðu, gerð- ist virkur þáttakandi í lífi þeirra sem hún lét sig varða. Við kynntumst henni báðar í Stokkhólmi, Berg- lind á níunda áratugnum og Sig- ríður á þeim tíunda. Hún átti í okkur hvert bein, hvatti okkur til dáða, smitaði af áhuga sínum á Svíþjóð, landi og þjóð, og dekraði við okkur á alla lund. Okkur þótti hún kveðja alltof fljótt, þessi kona sem virtist aldrei hafa haft meira að gera, en eftir að hún hætti að vinna. Áslaug kvaddi með reisn og er hún vissi að hverju stefndi ákvað hún að láta Sinfóníuhljómsveitina njóta þess sem hún hafði eignast af verald- legum gæðum. Það sem hún gaf sínum samferðamönnum var glaðværð og jákvæðni og einstök samkennd og tryggð. Við geym- um kærar minningar um vinkonu okkar Áslaugu, sem lifði lífi sínu svo að til fyrirmyndar var. Sigríður Ásdís Snævarr, Berglind Ásgeirsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.