Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þegar við kvöddum hana systur okkar á Landspítalanum þar sem hún var á leið til Eyja, var okkur orðið ljóst að hún var búin að tapa bar- daganum fyrir þeim veikindum sem hún var með. En okkur grunaði ekki að við værum að kveðja hana í síðasta skipti í jarðnesku lífi. Kristný Hulda veikist fyrir tæp- um tveimur árum og háði hetjulega baráttu fyrir tilvist sinn. Hún hafði nýlega keypt sér yndislega íbúð á Skólaveginum og hafði hún bæði mikið yndi af og hæfileika að búa fallegt heimili því íbúðin hennar var áður skrifstofa fyrir verkalýðsfélag. Allt sem hún gerði var gert af svo mikilli smekkvísi og urðu allir hrifn- ir af hve fallegt heimili hún hafði búið sér og sínum. Það er reyndar ekki skrýtið að henni skyldi takast svo vel til með heimilið þar sem hún systa var mikil hagleikskona í hönd- unum. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur svo sem að klippa systur sínar þegar hún var lítil eða prjóna. Hún var alltaf að prjóna eitthvað og gefa börnunum okkar húfur, peysur ofl. Það var ljóst frá hennar fyrstu árum að þar færi kona sem hafði fengið mikið í vöggugjöf. Að læra var ekki vanda- mál hjá henni. Hún varð fyrirmynd KRISTNÝ HULDA GUÐLAUGSDÓTTIR ✝ Kristný HuldaGuðlaugsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 4. ágúst 1954. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja 18. júlí síðastliðinn og var jarðsungin frá Landakirkju 24. júlí. okkar hvað varðar dugnað og eljusemi. Í vinnu var hún á við marga. Hún hafði því- líka orku að um var talað. Við vitum að hún er núna á góðum stað og mun halda áfram að nýta orkuna sína til að búa til eitthvað fallegt fyrir sig og aðra. Við trúum að hún sé núna hamingjusöm þar sem ein af hinstu óskum hennar var að gifta sig og fékk hún þá ósk sína uppfyllta skömmu áður en hún kvaddi þennan heim.Við gætum haldið áfram í marga daga að tala um alla hennar góðu kosti og allar þær góðu minningar sem við eigum og munu ylja okkur í framtíðinni. Elsku mamma, Jón, Rúnar, Lilja, Guðlaugur og Bogi Ágúst, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Guðrún Erla Guðlaugsdóttir, Gylfi Þór Guðlaugsson, Erna Guðlaugsdóttir. Sumardagur í Vestmannaeyjum árið 1977. Einn af þeim fáum dög- um þar sem maður gat hlaupið um á sundbol að hjálpa Guðlaugi afa að slá grasið við Brimhólabraut 32 ásamt frænkum og frændum í stjórn mömmuafa, eins og hann var kallaður á mínu heimili. Í seinni tíð komst ég að því að föðurafi minn hafði byggt húsið við Brimhóla- braut 32 og selt síðan móðurafa mínum það í gosinu þegar hann missti hús sitt undir hraun á ör- stuttri stundu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Guðlaugur afi dó úr krabbameini og nú er dóttir hans farin úr sama sjúkdómi langt fyrir aldur fram. Kristný er látin, rétt fyrir 50 ára afmælið sitt, eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Í veikindum Kristnýjar fékk hún af- not af íbúð krabbameinsfélagsins við Rauðarárstíg. Þar áttum við oft kaffispjall og rifjaðar voru upp gamlar og góðar minningar. Meðal þeirra var þegar ég sem unglings- stelpa var í „vist“ hjá þeim hjónum. Það gerðist að ég, frænkan, kom ekki heim alveg á réttum tíma. Eitt sinn um klukkan 5 um morgun fór ég á klósettið, að sjálfsögðu hálf svefndrukkin. En þegar ég kom út af klósettinu stóð Rúnar, maður hennar Kristnýjar, skelfilegur ásýndum og spurði hvað ég væri nú eiginlega að hugsa að koma svona seint heim! Um leið og hann sleppti setningunni sá hann auðvitað að stelpan var í náttfötum og löngu sofnuð. Að þessari sögu hló hún Kristný mín mikið. Við frænkurnar áttum fleiri dýr- mætar stundir en þessa, um lífið og tilveruna. Um tilgang lífs og dauða svo eitthvað sé nefnt. Ég átti við Kristnýju mjög dýrmætt samtal stuttu áður en almættið kallaði hana til meiri verka í betri heimi. Ég trúði ekki að Guð myndi kalla hana svo fljótt á sinn fund og sagði henni það. En ég hafði rangt fyrir mér. Ég vil enda þessa kveðju á orðum sem við Kristný höfðum sem sam- eiginlegt markmið: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Elsku Rúnar, Lilja, Laugi og Bogi, megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Ykkar frænka að eilífu, Kristín Björg Pétursdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98 Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR, Stóru-Borg, Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, verður jarðsungin frá Breiðabólstað í Vestur- hópi þriðjudaginn 3. ágúst kl. 14.00. (Björn) Tryggvi Karlsson, Ólöf Hulda Karlsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Leo J. W. Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést miðvikudaginn 21. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Þórðardóttir. Við þökkum kærlega fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR KRISTRÚNAR ELÍASDÓTTUR (Dúddu), dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á dvalarheimilinu Hvammi og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Elías Kristjánsson, Lísbet Bergsveinsdóttir, Dagbjört Eysteinsdóttir, Kristján G. Þorsteinsson, Kristján Jón Eysteinsson, Sigríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN PÁLMI KARLSSON, Lindasíðu 2, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 3. ágúst kl. 13:30. Elsa Halldórsdóttir, börn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs bróður okkar, ARA BENEDIKTS SIGURÐSSONAR, Fagurhólsmýri, Öræfum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkr- unardeildar HSSA fyrir góða umönnun. Nanna Sigurðardóttir, Tryggvi Sigurðsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ARNBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR frá Höskuldarnesi, Mýrarvegi 113, Akureyri, verður jarðusungin frá Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Árni Árnason, Jóhannes Árnason, Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Jórunn G. Árnadóttir, Bjarni Maronsson, Árni Árnason, Kristín M. Axelsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, EIRÍKUR JÓNSSON múrarameistari, Rauðhömrum 12, Reykjavík lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 29. júlí sl. Útför hans verður auglýst síðar. Sjöfn Jónsdóttir, Jón Eiríksson, Ragnhildur K. Sandholt, Yngvi Eiríksson Herdís Guðmundsdóttir, Auður Eiríksdóttir, Ómar Runólfsson, Garðar Eiríksson, Anna Vilhjálmsdóttir, Kristinn Eiríksson Birna Ragnarsdóttir, Sjöfn Eiríksdóttir, Thor Smitt-Amundsen og fjölskyldur. Lokað Lokað verður frá kl. 12.00 miðvikudaginn 4. ágúst vegna útfarar JÓNS VIGNIS JÓNSSONAR. Hellusteypa JVJ, Vagnhöfða 17, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.