Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Hafþór minn, hvað geri ég nú? Þú, minn besti vinur, ert skyndilega farinn eins og hendi sé veifað. En slysin gera ekki boð á undan sér, kæri vinur. Þakka þér alla vinsemd og góðar stundir sem við áttum saman, þær voru ekki svo fáar stundirnar sem við sátum saman og töluðum um allt milli himins og jarðar. Þegar þú ert tekinn svona skyndilega frá okkur finn ég hvað það er dýrmætt að eiga góðan vin og sálufélaga. Ekki voru þær fáar ferðirnar sem við fórum eitthvað út í náttúruna saman. Þakka þér Hafþór minn að leyfa mér að fljóta með, það var virkilega gaman að ferðast með þér. Ég fann það svo vel hvað þú hafðir gaman af því að ferðast og njóta þess að vera úti í náttúrunni. HAFÞÓR L. JÓNSSON ✝ Hafþór Arnfinn-ur Líndal Jóns- son fæddist á Minni- Bakka við Nesveg í Reykjavík 18. ágúst 1947. Hann lést af slysförum á heimili sínu í Reykjavík 7. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 16. júlí. Það er frá svo mörgu að segja en dýrmætast er að geyma góðar minningar í hjarta sér. Elsku Hafþór minn, þú gafst mér svo mikið með því að vera góður vinur, vonandi hef ég getað gefið þér eitt- hvert lítilræði af sjálf- um mér. Um leið og ég kveð þig, elsku Hafþór minn, votta ég systkinum þín- um og skyldfólki mína dýpstu samúð. Þinn vinur Hilmar Þór. Hinn 16. júlí var ég viðstaddur út- för góðs vinar míns, Hafþórs L. Jónssonar, í Seljakirkju í Reykjavík. Eins og oftast þá eru slíkar stundir ekki fyrirsjáanlegar og átti ég síst von á að standa í þessum sporum hans vegna, þar sem stutt var síðan við höfðum hist og allt var í lukk- unnar velstandi. Ég kynntist Hafþóri þegar ég fluttist út á Seltjarnarnes 1956, þá fimm ára gamall. Hafþór frá Minni- bakka var í þeim krakkaskara sem hélt hópinn í hverfinu mínu ásamt krökkunum á Eiði. Þá strax kynntist ég þeirri greiðasemi og góðu vináttu sem Hafþór var orðlagður fyrir æ síðar. Hálfónýtt reiðhjól sem ég af veikum mætti reyndi að koma í gang, það var ekkert mál þegar Hafþór var annars vegar. Nei maður þurfti ekki að hafa áhyggjur af slíku, hann redd- aði því. Púki eins og ég þurfti að hafa hjól. Hafþór gekk erfiðari götur en við flest. Slys og aftur slys allt frá barn- æsku hjá honum sjálfum og ekki síst er systur hans misstu börnin sín í umferðarslysum. Allt þetta markaði hans líf og jafnvel sárar en það var fyrir hann að enda sjálfur lamaður í hjólastól. Á bak við brosandi og góð- legt andlit hans bjó sorgin, sem hann var ekki tilbúinn að bera á torg fyrir hvern sem var. Á lífsleiðinni töluðum við oft um andleg málefni og hvernig við myndum gefa það til kynna er sá, er fyrri yrði til að fara, færi yfir móð- una miklu. Í mínum huga stóð Haf- þór við sitt þó svo að ég hafi ekki gert ráð fyrir því á þeirri stundu. Það er erfitt að lýsa manni eins og besta vini mínum Hafþóri því hann var vissulega ótrúlegur persónuleiki og gæti hver sem er verið stoltur af hans lífshugsjón sem því miður end- aði svo sviplega. Hjálpsemi, vinátta og kærleikur til þeirra sem minna máttu sín. Þannig var hann Hafþór minn. Farðu í friði kæri vinur og á guðs vegum. Ég votta syni Hafþórs og fjöl- skyldu hans, svo og öllum aðstand- endum, mína dýpstu samúð. Oddur Sigurðsson. Það getur verið erfið lífsreynsla fyrir unga og feimna stúlku að norðan að giftast inn í reykvíska stórfjölskyldu, já, ekki bara fjöl- skyldu, heldur inn í heilt samfélag af vinum og skólafélögum úr Bústaða- hverfinu, svo ekki sé minnst á íþróttafélagið Víking. En önnur kornung stúlka, frá Hafnarfirði, lét sér fátt um finnast, giftist inn í fjöl- skylduna, manninum sem hún elsk- JÓHANNA GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR ✝ Jóhanna GuðrúnKjartansdóttir fæddist í Hafnarfirði 27. nóvember 1948. Hún lést á krabba- meinsdeild Landspít- ala – háskólasjúkra- húss við Hringbraut 19. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 1. júlí. aði og stóð með honum alla tíð. Þessi stúlka var Jóhanna Guðrún Kjart- ansdóttir. Þegar ég horfði á þessa fallegu stúlku ganga inn kirkjugólfið vissi ég ekki að hún ætti eftir að reynast mér sú stoð og stytta sem raun varð á. Það er mikið búið að minnast á myndarskap Jóhönnu og hjálpsemi við aðra. Jóhanna var þeim ein- stöku hæfileikum búin að nærvera hennar gaf mér, ungu stúlkunni að norðan, styrk og þrek. Ef börnin voru óróleg tók hún þau í faðminn og það var eins og þau skynjuðu eitthvað hlýtt og notalegt, því ævinlega sofnuðu þau vært hjá henni. Mér er einkum minnisstæð skírn- arveisla dóttur minnar jóladag 1971. Aðfangadagskvöld og megnið af jóla- nótt fór í að baka og skreyta tertur fyrir fjölskylduna. Eftir nær svefn- lausa nótt var farið í árlegan jólahá- degisverð til fjölskyldunnar. Þar hafði önnur mágkona mín á orði að ef giftar konur létu eins mikið á sjá og ég við barneignir og hússtörf þá ætl- aði hún aldrei að giftast. Skírnarathöfnin fór fram í Dóm- kirkjunni og að henni lokinni kom- umst við hjónin að því að allir voru farnir og við stóðum ein með dóttur okkar í skírnarkjólnum, sem faðir hennar hafði verið skírður í 30 árum áður, á tröppum kirkjunnar í grenj- andi rigningu og glærahálku. Það varð úr að maðurinn minn fór og náði í leigubíl til að koma okkur heim í veisluna. Ég veit ekki hvernig Jóhanna fór að þessu, en heima var hún búin að opna húsið, hita kaffi og leggja á borð. Allir voru í veisluskapi og eng- inn virtist taka eftir húsmóðurinni né tilefni veislunnar, skírnarbarninu, nema Jóhanna. Hún tók regnvott barnið úr örmum mér og sagði mér að snúa mér að gestunum. Skömmu seinna kom hún til mín og sagði mér að barnið svæfi vært í hlýjum nátt- fötum og nú skyldi ég bara njóta veislunnar. Meðan á þessu stóð hafði fjöl- skyldan stillt sér upp til myndatöku og svili minn var látinn taka hverja myndina af annarri af fjölskyldunni, ömmu og afa, bræðrum og systrum sem voru öll saman komin í fyrsta sinn um langt skeið. Þegar ég minntist Jóhönnu frá þessum degi kemur í ljós að engin mynd hafði verið tekin af henni né skírnarbarninu. Nei, enginn hafði tekið eftir hver sá um kaffið og veit- ingarnar, skírnarbarnið gleymdist og í þessum allsherjarfögnuði fjöl- skyldunnar voru engar myndir tekn- ar af óskyldum. Elsku Brynjar, mikið gladdi það mig þegar ég hitti ykkur hjónin á förnum vegi, hversu fölskvalaus gleði ykkar var við endurfundina. Það svíður í hjartað að geta ekki þakkað Jóhönnu fyrir það sem hún var mér á þessum árum. Ég held ég hafi gleymt að þakka henni það. En minning um góða konu lifir. Ég treysti því að vinir ykkar Jó- hönnu standi með þér á þessum erf- iðu tímum. Þín fyrrverandi mágkona, Auður. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar Stíflulosun og röramyndun Ásgeirs sf. Skolphreinsun Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. s. 892 7260 og 567 0530, f. 587 6030 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR ÁGÚSTSSON, áður til heimilis að Bauganesi 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík miðvikudaginn 4. ágúst kl. 15.00. Sigurlaug Guðlaugsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Ingiborg Guðlaugsdóttir, Bjartmar Guðlaugsson, María H. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir mín, tengdamóðir og amma, NÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Sundlaugavegi 22, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 3. ágúst kl. 10.30. Kristín Halla Traustadóttir, Jón Ingimarsson, Nína Björk Jónsdóttir, Ingimar Trausti Jónsson, Helga Vala Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför MARGEIRS JÓNSSONAR fyrrv. útgerðarmanns, Keflavík. Hjartans þakkir til starfsfólks á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og á Landspítalanum við Hringbraut. Aðstandendur hins látna. Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og tengdamóður, KRISTÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Blásölum 22, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 2 (Hvammi) og hjúkrunarfor- stjóra, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir frábæra umhyggju, samkennd og virðingu. Guð blessi ykkur öll. Sigurjón Ingi Hilaríusson, börn, tengdabörn og barnabörn. Bestu þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar hjartfólgnu dóttur og systur, JÓHÖNNU MARGRÉTAR HLYNSDÓTTUR, Dalbraut 54, Bíldudal. Hlynur Vigfús Björnsson, Guðbjörg Klara Harðardóttir, Ívar Örn Hlynsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.