Morgunblaðið - 31.07.2004, Page 35

Morgunblaðið - 31.07.2004, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 35 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi óskar eftir að ráða forstöðuþroskaþjálfa á heimilið að Vallholti 9 á Selfossi. Æskilegt er að umsækjendur séu þroskaþjálfar eða hafi sambærilega menntun. Mikilvægt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun og starfi með fólki með fötlun. Hæfniskröfur:  Reynsla af stjórnun og starfsmannamálum.  Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.  Frumkvæði og metnaður til að takast á við margvísleg verkefni.  Jákvæðni og áræðni í daglegri stjórnun.  Góð samstarfs- og samskiptahæfni. Hjá Svæðisskrifstofu Suðurlands er boðið upp á handleiðslu og ráðgjöf og áhersla lögð á markvisst samstarf milli þjónustueininga. Þar er unnið metnaðarfullt þróunarstarf við mótun þjónustu við fatlað fólk, með kjörorðin efling sjálfstæðis og aukning lífsgæða að leiðarljósi. Starfið er laust frá 1. september nk. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Um kjör fer skv. kjarasamningum fjármála- ráðuneytis og ÞÍ eða SFR. Allar nánari upplýsingar veitir Sandra D. Gunnarsdóttir starfsmannastjóri, netfang: sandra@smfs.is, og í síma 482 1922. Umsóknir skulu sendar á Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra á Suðurlandi, Gagnheiði 40, 800 Selfossi, merktar: Forstöðumaður. Starfsmaður í kjötvinnslu Óskum eftir að ráða sem fyrst starfsmann í kjötvinnslu. Umsóknir berist Kjötbankanum, Flatarhrauni 27, 220 Hafnarfirði, fyrir 5. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir Óli í síma 565 2011. Kjötbankinn er framsækið og traust matvælafyrirtæki, sem leggur áherslu á framúrskarandi vöru og þjónustu. Ritari óskast Fasteignamiðlun leitar að ritara til starfa hálfan daginn. Starfið felst í afgreiðslu viðskiptavina, símsvörun, skjalavinnslu og almennum ritar- astörfum. Viðkomandi þarf að hafa góða þjón- ustulund, geta unnið sjálfstætt, vera stundvís og geta hafið störf fljótlega. Áhugasamir sendi inn svör til auglýsingadeild- ar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir laugadaginn 14. ágúst 2004, merkt: „Ritari — 15710.“ Rafvirkjar Óskum eftir rafvirkjum í vinnu. Upplýsingar í síma 896 4901. Straumvirki ehf. Rafsuðumenn Vélsmiðja Suðurlands Selfossi óskar eftir raf- suðumönnum nú þegar. Einungis koma til greina þeir rafsuðumenn, sem hafa gild hæfnisvottorð í rörasuðu. Upplýsingar veitir Stefán Örn í síma 897 5760. Meiraprófsbílstjórar með trailerréttindi Óska eftir góðum mönnum í vinnu í 3—4 mánuði. Góð laun í boði fyrir rétta aðila. Vinnu- vélaréttindi eru æskileg. Uppl. í síma 696 2258. Lögmaður Fasteignasala leitar að lögmanni til þess að starfa við skjalafrágang í hlutastarfi. Hentar mjög vel starfandi lögmönnum sem geta bætt við sig verkefnum. Reynsla af fasteignasölu æskileg, en ekki skilyrði. Við leitum að traust- um aðila með metnað fyrir vönduðum vinnu- brögðum. Fullum trúnaði heitið. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl. eða í box@mbl.is fyrir fimmtudag- inn 12. ágúst 2004, merktar: „L — 15714“. Raufarhafnarhreppur Grunnskólakennarar Kennara vantar til almennrar bekkjarkennslu í 1.—10. bekk, kennslu í íþróttum, tölvufræði, tónmennt, myndmennt, handmennt og sér- kennslu. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk. Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn, rúmgóður og vel búinn skóli með tæplega 50 nemendum í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Raufarhöfn búa um 300 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Undirstaða atvinnulífsins er sjávarútvegur - veiðar og vinnsla - sem hefur tryggt sig í sessi undanfarin ár og skapað forsendur fyrir auk- inni þjónustu sveitarfélagsins. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Atvinnuástand er ágætt og sumarvinna fyrir unglinga. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþrótta- miðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjöl- breyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Í boði er flutningsstyrkur. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá skóla- stjóra, Sigríði Margréti Sigurðardóttur, í símum 465 1241/846 9380 siggamagga@raufarhofn.is eða á skrifstofu hreppsins í síma 465 1151, skrifstofa@raufarhofn.is. Einnig er hægt að nálgast almennar upplýsingar um skólastarfið á heimasíðu hreppsins www.raufarhofn.is undir liðnum Grunnskóli. Forstjóri Staða forstjóra Norðurlandahússins í Færeyjum er laus frá og með 1. febrúar 2005 Norðurlandahúsið í Færeyjum er norræn menningarstofnun sem miðlar norrænni menningu í Færeyjum, færeyskri til annarra Norðurlanda og styður og eflir færeyskt lista- og menningarlíf. Norðurlandahúsið er í Þórs- höfn (Tórshavn) og starfsemin fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni og Landstjórn Færeyja. Norðurlandahúsið rekur mjög víðtæka og lif- andi menningarstarfsemi sem nær til allra lista- og menningarsviða. Árleg fjárhagsáætlun nemur u.þ.b. 16 milljónum færeyskra króna. Starfslið hússins samsvarar u.þ.b. 17 ársverk- um. Ráðningartími er fjögur ár og framlenging möguleg. Leitað er eftir atorkusömum og hug- myndaríkum forstjóra með nána þekkingu á norrænu lista- og menningarlífi í víðasta skiln- ingi, auk stjórnunar- og fjármálaþekkingar. Umsækjendur með skipulagshæfileika og nútíma stjórnunarreynslu njóta forgangs, en auk þess er lögð rík áhersla á skapandi hugsun, samningalipurð og samskiptahæfni. Launakjör og ráðningarskilmáli hlíta reglum Norrænu ráðherranefndarinnar. Umsókn, (tvö A2 blöð eða styttri), ásamt fylgi- skjölum og upplýsingum um meðmælendur, sendist til Norðurlandahússins, utanáskrift: Norðurlandahúsið í Færeyjum, Norðari Ring- vegur, Póstsmoga 1260, FO-110 Tórshavn, Færeyjum, fyrir 20. ágúst 2004. Captain/Chief Mate Seaflower Whitefish Corporation Pty. Ltd, a hake fishing and processing company based in Luderitz, Namibia requires to recruit a CAPT- AIN/Chief Mate for 50 m wetfish trawler operat- ing in the Namibian EEZ out of Luderitz. Requirements of applicants: Extensive exper- ience in bottom trawling, master of fishing ves- sels unlimited certificate, Namibian fishing conditions experience. Availabilty immediate. Contact Human Recource Manager, or Fleet Manager via e-mail fleet@iway.na. KÓPAVOGSBÆR LAUS STÖRF Félagsþjónusta Kópavogs: • Félagsráðgjafi hjá Fjölskyldudeild Gjábakki - félagsstarf aldraðra: • Ræstir Leikskólar Kópavogs: • Leikskólasérkennari með umsjón Leikskólinn Kópasteinn: • Leikskólakennarar Leikskólinn Rjúpnahæð: • Deildarstjóri Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn: • Starfskraftur í kaffiteríu Leikskólinn Smárahvammur: • Deildarstjóri • Leikskólakennarar • Aðstoð í eldhús Snælandsskóli: • Sérkennari • Starfsmaður í Dægradvöl • Gangavörður Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is Atvinna á Austurlandi Óskum eftir að ráða duglegan, jákvæðan og samviskusaman hársnyrtisvein/meistara eða lengra kominn nema í vinnu. Áhugasamir hringið í Vordísi í síma 860 2980 e. kl. 17.00. Hársnyrtistofan Caró, Einbúablá 29, Suður Egilsstöðum. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík Yfirþroskaþjálfi Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík óskar eftir að ráða yfirþroskaþjálfa á skamm- tímavistun fyrir einhverf börn á svæði 111 í Reykjavík Yfirþroskaþjálfi þarf  að taka þátt í mótun og uppbyggingu á innra skipulagi heimilisins,  að vera staðgengill forstöðuþroskaþjálfa,  að geta unnið vaktavinnu,  að hafa jákvæð viðhorf og góða hæfni í sam- skiptum og samstarfi. Menntunarkröfur:  Þroskaþjálfapróf frá Kennaraháskóla Íslands eða sambærileg menntun Starfsreynsla:  Að lágmarki 3ja ára reynsla af starfi með fötluð börn Launakjör eru samvæmt samningum ríkisins og Þroskaþjálfafélags Íslands. Skriflegar umsóknir, ásamt lífsferilskrá, berist til Kolbrúnar Jónsdóttur, forstöðuþroskaþjálfa, Hólabergi 86, 111 Reykjavík. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi á skrifstofunni og á netinu, www.ssr.is. Öllum umsóknum verður svarað, eftir að umsóknarfrestur rennur út 15. ágúst 2004. Allar nánari upplýsingar veita Kolbrún Jóns- dóttir, forstöðuþroskaþjálfi, í símum 587 9169 og 822 6817, netfang: holaberg86@simnet.is og Guðný Anna Arnþórsdóttir, starfsmanna- stjóri SSR, netfang gudnya@ssr.is .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.