Morgunblaðið - 31.07.2004, Side 40

Morgunblaðið - 31.07.2004, Side 40
© DARGAUD Bubbi og Billi Grettir Grettir Smáfólk GEISP! ROP! ÞÚ HEFUR SLÆM ÁHRIF Á MEINDÝRIN HA! HENTIRÐU TYGGJÓINU ÞÍNU GRETTIR? NEI ÉG ER AÐ GEYMA ÞAÐ Í SAMLOKUNNI ÞINNI ÞANGAÐ TIL EFTIR MAT GOTT HJÁ ÞÉR! ÞAÐ ÞURFA ALLIR HRÓS VIÐ OG VIÐ PABBI, ER ÞAÐ EKKI RÉTT AÐ ERFÐABREYTT GRÆNMETI GETI VERIÐ HÆTTULEGT? JÚ, FRÆÐILEGA SÉÐ ÞÁ GETUR ÞAÐ... EN... ÉG HELD AÐ VIÐ HEFÐUM EKKI ÁTT AÐ GEFA KARÓLÍNU ALLT ÞETTA BREYTTA SALAT AF HVERJU EKKI? ER HÚN VEIK? KOMDU BARA AÐ SJÁ! AAAAA!! KARÓLÍNA! ÓTRÚLEGT ER ÞAÐ EKKI? HEYRÐU BUBBI, ERTU ENNÞÁ AÐ NOTA GALAPAGOS-SKJALDBÖKUNA? VIÐ ÞURFUM HANA Í ATRIÐIÐ OKKAR KOMDU ESMERALDA! VIÐ SJÁUMST BUBBI! SEINNA... FARIÐ ÞRJÁ HRINGI Í VIÐBÓT Í KRING UM HVERFIÐ! ERTU EKKI ALLT OF STRANGUR? ÉG SEM VILDI BARA BÆTA MATARÆÐIÐ MITT Dagbók Í dag er laugardagur 31. júlí, 213. dagur ársins 2004 Víkverji getur stund-um verið óþol- inmóður. Þessa dag- ana hefur reynt sérlega mikið á þol- inmæði Víkverja við vinnu. Ástæðan er sú að hálf þjóðin virðist vera í sumarfríi. Ekki það að Víkverji hafi neitt á móti sum- arfríum, en þegar Vík- verji þarf að ná í fólk vegna fréttaskrifa er afar þreytandi að fá sí- fellt þau svör að þessi og hinn sé í fríi. x x x Viðmót gagnvart blaðamönnum erafar misjafnt. Víkverji finnur stundum fyrir því að í stað þess að vera fúst til að veita upplýsingar þyk- ir starfsfólki ýmissa stofnana það vera truflun að fá símtal frá blaða- manni. Þetta þykir Víkverja baga- legt, sérstaklega þegar um er að ræða stofnanir ríkisins, sem skatt- borgarar standa undir rekstri á. Í barnaskap sínum hélt Víkverji að flestir væru farnir að átta sig á hlut- verki fjölmiðla í samfélaginu. Hlut- verki þeirra sem sagnaritara samtím- ans, sem aðhaldstækis við stjórnvöld, upplýsingagjafa fyrir almenning o.s.frv. Víkverji er far- inn að efast um að allir hafi kveikt á þessu. Meira að segja ráðu- neyti, sem þó ættu að hafa mikla reynslu af því að taka við fyr- irspurnum fjölmiðla, eru erfið viðfangs. Þannig er t.d. öllum blaðamönnum sem hringja í dóms- málaráðuneytið gert að ræða fyrst við ritara ráðherra sem ber er- indið undir ráðherra, áður en viðkomandi getur fengið að ræða við starfsmann sem getur svarað fyr- irspurn, hversu einföld og ómerkileg sem hún kann að vera. Raunar lenti Víkverji í því um daginn að fá ekki að tala við starfsmann, heldur var hon- um gert að senda póst og bíða svo þolinmóður eftir svari. Það skal tekið fram að erindinu var svarað fljótt og vel. En ástæða þess að Víkverji fékk ekki að tala strax við starfsmanninn var ekki sú að hann væri í fríi, heldur sú að hann gæti ekki rætt við Vík- verja fyrr en erindið hefði verið borið undir ráðherra. Víkverja þykir slík miðstýring upplýsinga ekki gefa til- efni til að ætla að mikill skilningur sé hjá ráðuneytinu á hlutverki fjölmiðla. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Flutningar| Nýlistasafnið stendur í flutningum um þessar mundir og liggur skilti þess nú fyrir framan ný húsakynni safnsins að Laugavegi 26, þar sem unnið er hörðum höndum við að innrétta sýningarrýmið. Safnið mun opna á nýja staðnum þann 14. ágúst næstkomandi, með sýningu sem heitir ALDREI –NIE – NEVER en þar sýna saman íslenskir og þýskir listamenn undir listrænni stjórn Hlyns Hallssonar myndlistamanns. Á menningarnótt þann 22. ágúst stendur síðan til að opna langþráða sýn- ingu á verkum úr eigu safnsins, en þar kennir eins og flestir vita margra og mjög forvitnilegra grasa. Morgunblaðið/Eggert Nýlistasafnið fært um set MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jh. 14, 26.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.