Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 41
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 41 Óviðeigandi auglýsingar SS? ÉG ER hættur að skilja Íslendinga. Sláturfélag Suðurlands auglýsir nú með SS sérsveitunum. Er ekki allt í lagi með auglýsingamálin á þessum bænum, hvað þá að enginn geri at- hugasemdir við þetta? Ég fullyrði að svona lagað myndi hvergi líðast ann- ars staðar. Að bendla sig við ein- hvern ógeðslegasta kafla mannkyns- sögunnar. Það er alveg á hreinu að ég mun ekki kaupa vörur frá SS fyrr en þeir biðjast afsökunar og hvet ég aðra til þess að gera það sama. Með von um að geta keypt vörur frá SS aftur. Hneykslaður neytandi. 171284-3339. Svar frá Strætó bs. JÓNÍNA Helgadóttir, Álfheimum 28, skrifaði hinn 29. júlí í Velvakanda um strætisvagnakerfið. Greinin hefst á þessum orðum: „Stræt- isvagnarnir hætta í haust að keyra um hálfan bæinn.“ Nú stendur yfir heildarend- urskoðun leiðakerfis Strætó bs., og er gert ráð fyrir að nýtt leiðakerfi taki gildi síðla hausts. Strætó bs. var stofnað árið 2001 af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, og var þegar í upphafi ákveðið að ráðast í end- urskipulagningu leiðakerfisins. Byggðasamlaginu er þannig ætlað að sinna almenningssamgöngum á öllu höfuðborgarsvæðinu með sam- ræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Nú hillir senn undir lok þessa um- fangsmikla verkefnis. Tillagan hefur verið kynnt rækilega undanfarna mánuði, bæði með opnum fundum í hverfum borgarinnar og nágranna- sveitarfélögum, á vefsíðum strætó o.s.frv. Í þessu kynningar- og sam- ráðsferli hafa komið fram marg- víslegar gagnlegar og nytsamlegar ábendingar, sem svo sannarlega hef- ur verið reynt að taka tillit til. Þegar tillagan að nýju leiðakerfi er borin saman við núverandi leiða- kerfi kemur í ljós að ferðatíminn styttist, og skiptingum fækkar. Í einhverjum tilvikum kemur þetta fram í auknum gönguvegalengdum. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því, að allar gönguvegalengdir eru innan þeirra viðmiðunarmarka sem kynnt hafa verið, og samþykkt að skuli gilda við hönnun leiðakerf- isins. Þjónustan mun einnig gjör- breytast með tilkomu nýrra hrað- leiða, s.k. stofnleiða, en þær eru sex talsins og munu aka á 10 mínútna fresti á álagstímum á virkum dög- um. Þessar leiðir hafa það hlutverk að koma íbúum fjölmennustu og þéttbýlustu hverfanna á fljótan og skilvirkan hátt til og frá fjölmenn- ustu atvinnu- og þjónustusvæð- unum. Við hjá Strætó bs. höfum þá reynslu eftir að hafa hitt íbúa höf- uðborgarsvæðisins á kynningar- og samráðsfundunum, að þegar við- komandi hafa fengið svör við spurn- ingum sínum og útskýringu á því hvernig leiðakerfið er uppbyggt, hafa þeir nánast undantekningalaust lýst yfir ánægju sinni með hið nýja kerfi, og gera sér grein fyrir því að með tilkomu þess muni þjónusta al- menningsvagna stórbatna. Bestu kveðjur frá Strætó bs., Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri H-búðin í Garðabæ MIG vantar upplýsingar um hver rak H-búðina sem var í Garða- bænum fyrir um fjórum árum. Síma- númerið er 865 3668. Læða á vergangi í Ölfusi ÞRÍLIT hálfstálpuð læða fannst í Hjarðarbóli í Ölfusi. Mjög gæf og falleg. Upplýsingar í síma 567 4203 ef einhver hefur áhuga á að taka hana, þar sem líklegt virðist að einhver hafi losað sig við hana. Greinilegt er að um heimiliskött er að ræða. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Um helgina verður boðið upp á fjölbreyttadagskrá í Árbæjarsafni fyrir þá semætla að njóta þess sem Reykjavík býð-ur upp á þessa mestu ferðahelgi ársins, að sögn Gerðar Róbertsdóttur deildarstjóra sýn- inga- og fræðsludeildar safnsins. Hvers vegna hvetur þú fólk til að líta inn í Ár- bæjarsafn um helgina? „Hér í safninu er svolítið annar taktur, ró og friður, því Árbæjarsafn er hálfgerð sveit í borg. Hérna getur fólk losnað undan stressi, rölt um og börnin leikið sér. Við erum einnig með nestisbekki, þannig að fólk getur komið með nesti ef það kýs það. Við reynum að búa til þannig umhverfi að öll fjölskyldan geti átt ánægjulega samverustund, og oft eru afar og ömmur í för með fjölskyldunum. Þannig verður oft til skemmtilegt spjall milli kyn- slóða meðan fólk röltir milli húsanna og kynnist lið- inni tíð. Það er ákaflega gaman að verða vitni að því.“ Hvernig hljóðar dagskráin? „Laugardagurinn 31. júlí er helgaður börnum. Þá er skipulögð leikjadagskrá sem hefst kl. 14 en einnig er teymt undir börnum milli kl. 13 og15. Grænmetismarkaður verður í gangi og einnig eru handsaumuð dúkkuföt til sölu sem og útsaumaðir vettlingar. Í Árbæ verða saumaðir roðskór og mjaltir eru kl. 16.30. Sunnudagurinn 1. ágúst ber hjá okkur yfirskrift- ina Pósturinn kemur. Þá fer póstlest um svæðið og gestir fylgjast með póstinum færa íbúum gömlu húsanna bréf. Húsfreyjan í Árbænum býður póst- inum, ferðalöngum og öðrum gestum upp á nýbak- aðar lummur og handverksfólk saumar roðskó og spinnur. Mánudagurinn 2. ágúst, frídagur versl- unarmanna, er tileinkaður leikjum og leikföngum fyrrum. Þá er sérstök barna- og fjölskyldudagskrá, ratleikur verður í boði, farið verður í gamla og góða hópleiki og leikið með leggi og skeljar, stultur, húlahringi, sippubönd og fleira. Hestvagn verður á ferð um safnsvæðið og hressir krakkar geta tekið þátt í kappakstri á kassabílum. Leiðsögumenn kenna börnum að nota Völuna og fræða börn og fullorðna um leikföng og leiki fyrrum, eins og að stökkva yfir sauðarlegg og að reisa horgemling. Einnig er vert að minna á skepnurnar í safninu, hér er að finna kýr og kálf, hesta og folald, kindur og lömb. Mjaltir eru kl. 16:30 alla daga og þá gefst gestum kostur á að smakka spenvolga mjólk. Teymt er undir börnum frá kl. 13 - 15 við Árbæinn laugardag, sunnudag og mánudag. Í Dillonshúsi eru auk þess ljúffengar veitingar í boði alla helgina, auk þess sem sýning um 6. áratuginn og þjóðbúningasýning standa nú yfir í safninu.“ Söfn | Árbæjarsafn með þjóðlega skemmtidagskrá um helgina Spenvolg mjólk smökkuð  Gerður Róbertsdóttir er fædd á Akureyri árið 1961. Hún lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri, BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og upp- eldis- og kennslufræði frá sama skóla. Gerður stundaði einnig nám í listasögu við Kaup- mannahafnarháskóla. Gerður starfaði við kennslu í Árbæjarskóla en hefur unnið í Árbæjarsafni undanfarin sjö ár, fyrst sem safnkennari en nú sem deildarstjóri sýninga- og fræðsludeildar. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Df6 5. Be3 Bc5 6. c3 Dg6 7. De2 Rxd4 8. cxd4 Bb4+ 9. Bd2 Bxd2+ 10. Rxd2 Re7 11. g3 O-O 12. Bg2 d5 13. exd5 Bg4 14. Dc4 b5 15. Dc3 Had8 16. O-O Rxd5 17. Dc5 Db6 18. Hac1 Be6 19. Rf3 f6 20. Hfe1 Bf7 21. a3 Hd7 22. Rd2 Dxc5 23. Hxc5 a6 24. Bh3 Hd6 25. Re4 He8 26. Hcc1 Hb6 27. Rc5 Hxe1+ 28. Hxe1 a5 29. Bg2 a4 30. f4 Hd6 31. Rb7 Hd7 32. Rc5 Hd6 33. Rb7 Hd7 34. Bh3 He7 35. Hxe7 Rxe7 36. Bd7 Bd5 37. Ra5 c6 38. Kf2 Kf7 39. Ke3 g6 40. Kd3 Bg2 41. Kc3 Rd5+ 42. Kd2 Re7 43. Kc3 Rd5+ 44. Kd2 Re7 Staðan kom upp á sænska meist- aramótinu en annar sigurvegari þess varð Emanuel Berg (2510) sem hafði hvítt í stöðunni gegn Tom Wedberg (2533). 45. d5! Glæsileg peðsfórn þar sem með því tekst hvíta kónginum að nýta sér veilurnar á svörtu reitunum. 45...Bxd5 46. Kc3 c5 að öðrum kosti hefði hvítur leikið Kc3-d4-c5 og unnið. 47. Bxb5 Ke6 48. Bxa4 g5 49. fxg5 fxg5 50. Rc4 h5 51. Re3 Bf3 52. Kc4 Kd6 53. Bd1 Bxd1 54. Rxd1 Rf5 55. Kb5 Kd5 56. Rc3+ Kd4 57. a4 Rd6+ 58. Kc6 Rc4 59. Re2+ Ke3 60. Kxc5 Rxb2 61. a5 Rd3+ 62. Kb5 Kxe2 63. a6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Í HEYDALAKIRKJU í Breiðdal verða sungin lög úr íslenskum kirkjusöngbókum kl. 16 í dag. Sungin verða lög úr íslenskum kirkjusöngbókum, allt frá 16. öld til dagsins í dag, við texta séra Einars Sigurðssonar prests í Heydölum. Flytjendur eru Anna Jónsdóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt, Garðar Guðnason bassi og Bjartur Logi Guðnason tenór en hann leik- ur einnig á orgel á tónleikunum. Séra Einar er best þekktur í dag fyrir jólasálminn kunna Nóttin var sú ágæt ein, en hann er jafnframt eini sálmurinn eftir Einar í sálma- bókinni. Eftir séra Einar liggja fleiri kvæði en nokkurn annan mann honum samtíða eða eldri. Hann gegnir þannig viðamiklu hlutverki í hinni opinberu sálma- sögu Íslendinga og í Vísnabókinni 1612 er hann leiddur fram sem fyrsta íslenska sálmaskáldið. Auk flutnings tónlistarmannanna mun Kári Bjarnason, starfsmaður handritadeildar Landsbókasafns, kynna líf og störf séra Einars. Tónleikar til heiðurs sr. Einari í Heydölum SÍÐASTA tónleikahelgi Sum- artónleika í Skálholti að þessu sinni gengur nú í garð. Dagskráin hefst á fyrirlestri í Skálholtsskóla kl. 14 í dag. Helga Ingólfsdóttir, listrænn stjórnandi Sumartónleikanna frá upphafi, flytur minningabrot úr þrjátíu ára sögu Sumartónleika í Skálholtskirkju. Bachsveitin í Skál- holti flytur ítalska strengjatónlist frá 17. öld kl. 14 undir stjórn Jaap Schröder. Skálholtskvartettinn flyt- ur strengjakvartetta eftir L. Bocc- herini og J. Haydn kl. 17. Kvart- ettinn skipa þau Jaap Schröder og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson selló- leikari. Aukatónleikar verða kl. 21 með tenórnum Eyjólfi Eyjólfssyni. Flutt verða íslensk og erlend söng- verk frá barokktíma ásamt Hildi- gunni Halldórsdóttur fiðluleikara og Arngeiri Heiðari Haukssyni á teorbu (bassalútu). Á sunnudag verða tónleikar Eyj- ólfs endurteknir kl. 15. Kl. 17 verð- ur messa með þátttöku Eyjólfs og hljóðfæraleikara. Þá verða tón- leikar Bachsveitarinnar frá laug- ardegi endurteknir kl. 15 á mánu- dag. Morgunblaðið/Jim Smart Bachsveitin í Skálholti. Síðasta tónleika- helgi gengur í garð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.