Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 44
MENNING 44 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 31. júlí kl. 12.00: Kári Þormar orgel 1. ágúst kl. 20.00: Kári Þormar, organisti Áskirkju, leikur verk eftir Bach, Jón Nordal, Vierne og Messiaen. 2. ágúst kl. 20.00: Kórtónleikar: Madrigalchor Kiel. LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ Kl. 14:00 Helga Ingólfsdóttir flytur minningabrot úr 30 sumra sögu. Kl. 15:00 Ítölsk strengjatónlist frá 17. öld. Bachsveitin í Skálholti Kl. 17:00 Strengjakvartettar eftir L. Boccherini og J. Haydn. Skálholtskvartettinn Kl. 21:00 Íslensk og evrópsk tónlist frá endurreisn og barokktíma. Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla og Arngeir H. Hauksson teorbe. SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST KL. 15:00 Sjá laugard. kl. 21:00. Kl. 17:00 Messa með þátttöku Eyjólfs Eyjólfss. og hljóðfæraleikara. MÁNUDAGUR 2. ÁGÚST KL. 15:00 Sjá laugard. kl. 15:00. AÐGANGUR ÓKEYPIS SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTSSKIRKJU 26. júní - 2. ágúst 2004 Stuðbandalagið frá Borgarnesi Aðaldansleikur helgarinnar í kvöld Fös . 06 .08 20 .00 Fös . 13 .08 20 .00 Lau . 14 .08 20 .00 ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Þriðjudagstónleikar 3. ágúst kl. 20:30 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Margrét Árnadóttir selló og Lin Hong píanó. Fantasiestücke eftir R. Schumann, Duo eftir B. Adolphe og Sónata í A-dúr eftir C. Franck 10. ágúst kl. 20:30 Kristjana Helgadóttir flauta, Ingólfur Vilhjálmsson klarinetta og Gunnhildur Einarsdóttir harpa. Verk m.a. eftir Berio, Scelsi, Carter, Stockhausen og Takemitsu MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 12.000 miðar seldir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Fös. 6. ágúst kl. 19.30 Lau. 7. ágúst kl. 19.30 Fim. 12. ágúst kl. 19.30 Fös. 13. ágúst kl. 19.30 Lau. 14. ágúst kl. 18.00 Fim. 19. ágúst kl. 19.30 Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30 Erla B. Skúladóttir er leik-stjóri, framleiðandi og hand-ritshöfundur verðlaunastutt- myndarinnar Bjargvætts, sem var sýnd síðastliðinn þriðjudag í Há- skólabíói. Myndin hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir í Evrópu og Bandaríkjunum og sópað að sér og leikstjóra sínum verðlaunum, meðal annars á kvikmyndahátíðinni í Nas- hville sem gefur stuttmyndinni að- gang að úrtaki fyrir Óskarsverðlaun í þeim flokki. Erla hlaut einnig í ár verðlaun Leikstjórafélags Ameríku, DGA Awards, sem besti nýútskrifaði kvenleikstjórinn frá háskóla í Banda- ríkjunum. En Erla hefur verið í umræðunni lengur en stuttmyndin Bjargvættur. Sumir muna ef til vill eftir henni sem leikkonu, en hún útskrifaðist úr Leik- listarskóla Íslands árið 1982. „Ég var meðal annars með Pálma Gestssyni og Erni Árnasyni í bekk. Strax að lokinni útskrift flutti ég til Parísar og hóf nám í látbragðsleik, en ég fékk styrk frá franska ríkinu til þess. Það nám hefur nýst mér á margvíslegan hátt síðan, á ólíklegustu stöðum.“ Eftir útskrift vann hún sem leik- kona, meðal annars í Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar, þar sem hún lék annað aðalhlutverkið í söngleiknum Blóð- bræður. Hún hóf svo störf hjá Rík- isútvarpinu þegar Rás 2 var gerð að sólarhringsútvarpi, með þátt sem nefndist Í bítið og hófst kl. 6 á morgn- ana og síðar Hringiðuna, sem nú nefnist Dægurmálaútvarpið. „Við vinkona mín, Guðlaug María Bjarna- dóttir, fengum síðan hugmynd að þætti um flogaveiki barna. Útvarpið tók ekki vel í hugmyndina, þannig að við leituðum til Sjónvarpsins, sem tók hugmyndinni mjög vel. Á endanum urðu til tólf þættir um mismunandi sjúkdóma barna, sem hétu Ef að er gáð,“ segir Erla. Þessi þáttagerð varð til að kveikja ástríðu hjá Erlu fyrir myndrænum miðlum. „Þetta var eiginlega sama til- finning og ég hafði haft fyrir leikhús- inu. Það getur verið erfitt fyrir leik- ara að losna undan leikhúsbakterí- unni þegar hún grípur þá, án þess að verða óhamingjusamir í lífinu. Þannig að ég má kallast heppin að hafa fund- ið þessa ástríðu einnig á öðrum vett- vangi.“ Eins og í bíómynd Um þessar mundir var Erla að draga sig saman við eiginmann sinn sem er bandarískur og hún hafði kynnst á útikaffihúsi í París. „Það var hreinlega eins og í bíómynd, hvernig við kynntumst. Eftir að ég flutti heim og hann var farinn aftur til Banda- ríkjanna, héldum við sambandi, sem var mun flóknara þá en nú enda fyrir tíma tölvu og netpósts. Það tók okkur næstum fjögur ár að fatta að við ætt- um bara að gifta okkur og búa saman, annað hvort á Íslandi eða í Bandaríkj- unum.“ Úr brúðkaupinu varð árið 1989 og þá tók Erla þá ákvörðun að flytjast til Bandaríkjanna með manni sínum og vinna enn frekar að ferli í nýfenginni ástríðu sinni, sjónvarpi og kvikmynd- um. Í kjölfar kvöldskóla í kvikmynda- gerð fékk Erla vinnu á kvikmynda- setti og komst fljótlega í stöðu aðstoðartökumanns, A.C. „Eftir sjö ár í því fagi ætlaði ég að ganga í stétt- arfélag kvikmyndatökumanna, til þess að geta fengið almennileg laun. Það kostaði 10.000 dollara að taka próf til að komast inn í félagið og mik- inn undirbúning. Ég hugsaði með mér að ég gæti allt eins notað þá pen- inga til þess að borga fyrir hluta af kvikmyndanámi, sem hugur minn stóð til.“ Erla sótti þá um í mastersnám í kvikmyndagerð í New York Univers- ity og var í hópi 30 umsækjenda af 2.000 sem fengu skólavist. Þaðan út- skrifaðist hún árið 2002 og var Bjarg- vættur lokaverkefni hennar frá skól- anum. „Myndin var auðvitað langt frá því að vera tilbúin þá, einungis gróf- klippt, en ég fékk leyfi til að útskrif- ast þrátt fyrir það. Þeir gera það til að koma manni út úr húsi og hleypa öðrum að,“ segir hún og hlær. Miramax og Dreamworks Verðlaunin sem Bjargvættur hefur verið að fá að undanförnu hafa opnað margar dyr fyrir Erlu sem leikstjóra og hafa risar í kvikmyndagerð á borð við Dreamworks og Miramax verið meðal þeirra sem hafa óskað eftir við- tali við Erlu. „Síminn, sem er núna í tölvuformi, hefur varla stoppað að undanförnu. Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum og beiðnum um að hitta fólk í hinum ýmsu framleiðslufyr- irtækjum, bæði stórum og smáum.“ Bjargvættur hlaut meðal annars fjölda verðlauna á svonefndri First Run Film Festival í New York, meðal annars sem besta mynd hátíðarinnar og besta handritið. „Það voru í raun þau verðlaun sem hrintu öllu af stað. Okkur í þremur efstu sætunum var í kjölfarið boðið til Los Angeles þar sem var haldin heljarinnar mikil sýn- ing fyrir fólk sem er í kvikmynda- bransanum, stúdíófólk, umboðsmenn og framleiðendur. Það var mjög skemmtilegt, og reyndar var sýn- ingin haldin í fallegasta og besta bíó- sal sem ég hef nokkru sinni komið í. Leikstjórafélag Ameríku í Los Ang- eles hélt sýninguna og þar fékk ég síðan að vita að ég hefði hlotið verð- laun þeirra sem besti nýútskrifaði kvenleikstjórinn, sem eru stærstu verðlaun sem mér hafa hlotnast, mesti heiðurinn. Því þar kemur til greina fólk úr öllum kvikmyndahá- skólum í Bandaríkjunum og Kanada, skilst mér, og það eru ekki nema fern verðlaun sem veitt eru til svokallaðra minnihlutahópa.“ Erla er um þessar mundir að leggja lokahönd á handritið að næstu bíómynd sinni og segir hún mikinn áhuga fólks úr kvikmyndageiranum beinast að því. „Miramax eru að biðja um að fá fyrsta lestrarrétt á handrit- inu, og margir fleiri hafa óskað eftir að framleiða myndina og þar fram- eftir götum. Það er auðvitað voða gaman þegar fólk slæst um að gefa manni peninga til að framleiða næstu mynd,“ segir hún hlæjandi. Álfatrú mætir vísindaheimi Bíómyndin sem er í bígerð er vís- indatryllir í fullri lengd og segist Erla vonast til að hún verði samvinnuverk- efni milli bandarískra og íslenskra að- ila. „Enda gerist hún að miklum hluta til á Íslandi. Það að redda fjámagni var eitt af því sem ég lærði af reynsl- unni við gerð Bjargvætts. Ég fann að fólk hér í Bandaríkjunum varð al- gjörlega kjaftstopp þegar ég sagði að myndin yrði á íslensku, því þeim finnst allt sem er textað svolítið erfitt í meðförum. Það gerði mér svolítið erfitt um vik að fá fjármagn inn, þrátt fyrir að að sagan sé alþjóðleg. Þess vegna stefni ég á að taka myndina upp á tveimur tungumálum núna, eins og hefur raunar oft verið gert. Þá er myndin tvíklippt og allt gert í tvíriti í raun,“ segir Erla. Að myndin sé bæði skrifuð á ensku og íslensku ætti ekki að vefjast fyrir Erlu, þar sem hún hefur það vinnulag að skrifa alltaf á ensku. Bjargvætt skrifaði hún til dæmis á ensku og þýddi svo á íslensku. „Ég hef búið svo lengi í Bandaríkjunum og lærði að skrifa hér þannig að ég hef lengi not- að þessa aðferð, þó að hugmyndirnar séu allar sprottnar úr mínum íslenska brunni.“ Nýja myndin, sem gerist á Íslandi nútímans, fjallar um völd, bæði hug- læg og veraldleg, og þar mætir for- laga- og álfatrú vísindaheimi 21. ald- arinnar. Erla segir þá hugmynd hafa fallið vel í kramið hjá hugsanlegum framleiðendum myndarinnar. Vinnu- heitið er „In the dead of day“ og er stefnt að því að taka myndina að sum- arlagi á Íslandi. Miramax og Dream- works líst að sögn Erlu vel á sögu- þráð nýju myndarinnar, sem hún hefur rakið fyrir þeim í grófum drátt- um. „En maður vill ekki fara of ná- kvæmlega í söguna fyrr en ég hef fengið höfundarréttinn að henni,“ segir hún. Aðspurð um áhrifavalda í kvik- myndagerð sinni nefnir Erla Alfred Hitchcock fyrstan. „Fast á hæla hans koma svo François Truffaut og nokkrir amerískir leikstjórar, t.d. Barry Levinson sem segir svo fal- legar og skemmtilegar sögur. Einnig finnst mér sagnahefð Krzysztof Kies- lowski frábær og kvikmyndir Martin Scorsese, sérstaklega þær eldri. Svo er ég mikill Hilmars Oddssonar- aðdáandi, og hrifin af myndum Frið- riks Þórs og Baltasars. Það er bara orðið tímabært að við bætum fleiri konum í hóp íslenskra kvikmynda- leikstjóra,“ segir kvikmyndagerð- arkonan Erla B. Skúladóttir að lok- um. Úr íslenskum brunni Úr verðlaunastuttmyndinni Bjargvætti, sem hefur sópað að sér viðurkenningum að undanförnu. Morgunblaðið/Jim Smart Erla B. Skúladóttir ingamaria@mbl.is Kvikmyndir | Púlsinn tekinn á Erlu B. Skúladóttur, höfundi Bjargvætts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.