Morgunblaðið - 31.07.2004, Side 47

Morgunblaðið - 31.07.2004, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 47 www.laugarasbio.is ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“  „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ .ÞÞ.FBL. Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal Sýnd kl. 2 og 8. enskt tal Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. Sýnd með íslensku og ensku tali. SV.MBL Kvikmyndir.is  Allt er vænt sem vel er grænt. KD. Fréttablaðið. H.K.H. kvikmyndir.com DV 35 þúsund gestir 34.000 gestir á 13 dögum „Öðruvísi og spennandi skemmtun“  SV MBL Missið ekki af svakalegum spennutrylli af bestu gerð. „Hasarinn er góður.“  ÓÖH DV FRUMSÝNING Sýnd kl. 2, 4 og 6. m/ísl.tali. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Finnst þér þú stundum vera umkringdur uppvakningum? HÆTTULEGA FYNDIN RÓMANTÍSK HRYLLINGSMYND ATH. SÝNINGARTÍMAR GILDA EINNIG SUNNUDAG OG MÁNUDAG Mjáumst í bíó 6. ágúst! Kr. 500 www .regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Nýr og betri Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 10.30. ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5 og 8. B.i. 12 ára. Missið ekki af svakalegum spennutrylli af bestu gerð. Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30 B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. „Öðruvísi og spennandi skemmtun“  SV MBL 35 þúsund gestir Sjálfstætt framhald fyrri myndar Mynd í anda Nafn Rósarinnar með Jean Reno í fantaformi. FRUMSÝNING „Hasarinn er góður.“  ÓÖH DV Magnaður spennutryllir frá Luc Besson ETERNAL SUNSHINE ATH. SÝNINGARTÍMAR GILDA EINNIG SUNNUDAG OG MÁNUDAG Mjáumst í bíó 6. ágúst! EWAN McGregor kom til New York í fyrrakvöld, eftir rúmlega 32.000 km langa för víða um heim á mótorhjóli, ásamt besta vini sínum, Charley Boorman. Hafa þeir félagar verið á ferðalagi í þrjá mánuði á öflugum bif- hjólum. Skotinn McGregor skartaði síðu skeggi við komuna til New York. Hann þótti líta nokkuð ósnyrtilega út og var þreytulegur. Þrátt fyrir það sagðist leikarinn aldrei hafa skemmt sér jafn vel á ævinni, og sagði ferðina hafa verið hreint út sagt ótrúlega og fulla af góðum minningum. Ferð félaganna hófst í Lundúnum í byrjun maí og lá leið þeirra í fyrstu vítt og breitt um Evrópu. Nokkrum sinnum mátti minnstu muna að þeir lentu í alvarlegum slysum á ferð sinni og einnig voru þeir ósjaldan stöðv- aðar af landamæravörðum. Aðspurður hvort McGregor muni fara í aðra slíka ferð segir hann ekk- ert slíkt hafa verið ákveðið enn, en það sé þó víst að hann langi til að þeysa meira um á mótorfáknum. Skeggjaður McGregor Mótorhjólaferð | 32.000 km að baki Reuters Vinirnir Ewan McGregor og Charley Boorman veifa til aðdá- enda eftir komuna til New York. LONG John Baldry er Ís- lendingum að góðu kunnur fyrir samstarf sitt við Stuð- menn. Hann á sér langa sögu í breskum blús og blúsuðu rokki og var á sín- um tíma samherji margra fremstu tónlistarmanna breskrar rokksögu. Baldry byrjaði að syngja blús op- inberlega á sjötta áratugnum, þá tán- ingur að aldri, og söng meðal annars með hljómsveitum á borð við Blues Incorporated, sem meðal annars hafði þá Jack Bruce og Mick Jagger innan sinna vébanda, Blues Incorp- orated, Cyril Davies R&B All Stars, sem Rod Stewart söng einnig með, Steampacket, sem Baldry stofnaði með Rod Stewart, Julie Driscoll og Brian Auger, Bluesology, þar sem ungur maður, Reg Dwight, sem síðar tók sér nafnið Elton John, steig sín fyrstu spor. Þó Baldry hafi ekki orðið eins mikil stjarna og aðrir þeir sem nefndir hafa verið var hann mjög virtur af öðrum tónlistarmönnum og segir sitt að Bítl- arnir fengu hann sem sérstakan gest í sjónvarpsþátt þegar þeir voru á há- tindi frægðarinnar. Long John Baldry er búinn að standa á sviði meira og minna í 47 ár og segist hlakka til þess að halda upp á fimmtíu ára starfsafmæli. Hann segist ekki þreyttur á að syngja þó hann verði stundum þreyttur á að ferðast. „Mér finnst alltaf gaman að koma til nýrra landa og kynnast nýju fólki, en það er óneitanlega þreytandi að vera sífellt í flugvélum, það er ferðamáti sem á ekki vel við mig.“ Baldry kynntist Jakob Magn- ússyni 1973 og Jakob lék í hljómsveit hans á tónleikaferð um Bretland það ár. Þeir varð vel til vina að því er Baldry segir og hafa haldið vináttu síðan. Long John Baldry kemur fyrst við sögu Stuðmanna á smáskífunni Gjugg í borg, syngur þar eina línu í viðlagi, sem tekið var upp 1974. Þeg- ar kom svo að því að Stuðmenn gerðu eigin plötu var hann einnig með því hann söng lagið fræga „She Broke My Heart“. Undanfarin ár hefur Baldry búið í Kanada, í Vancouver, en verið dug- legur við að fara um heiminn til tón- leikahalds. Hann er reyndar hingað kominn í stutt frí, er annars á leið á blúshátíð í Noregi. Hann segist hafa langað til að staldra hér við um stund, heilsa upp á gamla vini, og því tekið því fegins hendi þegar Jakob Magn- ússon bauð honum að troða upp á tón- leikum, fyrst í Fjölskyldugarðinum í kvöld og svo á Neistaflugi í Neskaup- stað annað kvöld. Baldry treður upp í kvöld einn með órafmagnaðan blús á nýju sviði sem KB Banki gaf garðinum, en síðan tín- ast þeir Stuðmenn inn á sviðið og blúsinn verður rafmagnaðri þar til hljómsveitin tekur alfarið við og held- ur uppi fjöri fram eftir kvöldi. Tónlist | Blúsaður Stuðmannavinur Long John Baldry er búinn að standa á sviði meira og minna í 47 ár. Morgunblaðið/Eggert Long John í Laugar- dalnum Long John Baldry og Stuðmenn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í kvöld. Skemmtunin hefst kl. 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.