Morgunblaðið - 01.09.2004, Page 1

Morgunblaðið - 01.09.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 237. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Símanúmer, netföng, vefföng, heimilisföng, áframtenging og SMS með upplýsingum um símanúmer. Eina númerið sem þú þarft að muna. Konungleg heimsókn Karl Gústaf og Silvía í viðtali um væntanlega Íslandsferð | 6 Bílar og íþróttir í dag Bílar| Porsche 911 goðsögn sportbílanna  Djass undir stýri Íþróttir | Meistararnir í fallbaráttu  FH með pálmann í höndunum Rooney til United HAMAS-samtökin, herská hreyfing Palestínumanna, segjast bera ábyrgð á tveimur sprengjutilræðum sem urðu a.m.k. 16 manns að bana í Ísrael í gær. Um var að ræða sjálfsmorðs- árásir þar sem tilræðismennirnir sprengdu sig í loft upp í strætisvögn- um í borginni Beersheva í suðurhluta landsins. Áttatíu manns særðust, þar af tuttugu alvarlega. Árásirnar voru gerðar nánast samtímis. Í yfirlýsingu frá Hamas segir að árásirnar hafi verið hefnd fyrir dráp á tveimur leiðtogum samtakanna fyrr á árinu, þeim Sheikh Ahmed Yassin og Abdelaziz Rantissi. „Þið hafið rangt fyrir ykkur ef þið teljið dráp á leiðtog- um okkar eyðileggja baráttuanda meðal okkar,“ sagði í yfirlýsingunni. Ariel Sharon forsætisráðherra kallaði saman ríkisstjórnarfund í gær til að ræða viðbrögð við tilræðunum en þetta eru fyrstu skæðu sjálfs- morðsárásirnar í tæpa sex mánuði. Ísraelskir embættismenn sögðu til- ræðið í gær sýna fram á að múrinn umdeildi sem Ísraelar eru að reisa væri nauðsynlegur til að tryggja ör- yggi þjóðarinnar. Hamas lýsir yfir ábyrgð Hebron, Beersheva, Jerúsalem. AFP. Fólk sem særðist í sprengingunni sést hér flutt af vettvangi. AÐ MINNSTA kosti tíu manns létu lífið og fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk fyrir utan neðanjarðarlestarstöð í Moskvu í gær. Yfirvöld í Rússlandi telja að kona hafi sprengt sig í loft upp. Samtök sem kalla sig Íslömsku sveitirnar hafa lýst tilræðinu á hendur sér. Sagði Yuri Luzhkov, borgarstjóri Moskvu, að konan hefði ætlað inn í lestarstöðina en hætt við er hún sá tvo lögregluþjóna við stöð- ina og ákveðið að sprengja sig í loft upp fyrir utan þar sem mikið af fólki var samankomið. Einungis vika er síðan níutíu manns fórust með tveimur flugvélum sem yfirvöld telja að herskáir tétsenskir aðskilnaðarsinnar hafi sprengt í loft upp. AP Lík manns sem fórst í sprengingunni í Moskvu liggur í götunni. Í bakgrunni sjást slökkviliðsmenn slökkva eld í bíl. Mannskæð sprengjuárás í Moskvu Moskvu. AFP. VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hyggst leggja fram til kynningar á næstu þremur til fjórum vikum frumvörp byggð á áliti nefndar um stefnumótun ís- lensks viðskiptalífs, sem gert var opinbert í gær. Frumvörpin verða síðan lögð fyrir haustþing og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er stefnt að því að þau verði að lögum frá Alþingi fyrir jól. Meðal tillagna nefndarinnar er að eftirlit með samkeppnishömlum á markaði verði skerpt, meðal ann- ars með því að gera skipulag sam- keppnisyfirvalda skilvirkara og veita meira fé til þeirra. Á sam- keppniseftirlit að fara fram í tveim- ur stofnunum að mati nefndar- manna. Önnur hafi eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins og hin sinni þeim verkefnum sem snúi sérstak- lega að samkeppnismálum. Í skýrslunni er lagt til að sam- keppnisyfirvöld fái heimild til að krefjast þess að fyrirtæki breyti skipulagi sínu brjóti það gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapi aðstæður sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Í því getur falist að skipta fyrirtækinu upp í tvö eða fleiri fyrirtæki. Jafnframt er lagt til að veittar verði ríkari heimildir til vettvangs- rannsókna, þar á meðal á heimilum, landsvæðum eða flutningatækjum í eigu stjórnarmanna, framkvæmda- stjóra og annarra starfsmanna hlutaðeigandi fyrirtækis og sam- taka fyrirtækja. Ekki frekari skorður við samstarfi Nefndin ræðir í skýrslu sinni hvort þörf sé á sérstakri löggjöf gegn hringamyndun. Hún leggur þar ekki til að settar verði neinar frekari skorður við því með hvaða það kæmi æ betur í ljós að skýrar reglur þyrfti um viðskiptalífið. „Leikreglurnar þurfa að vera skýr- ar og sanngjarnar. Ég legg áherslu á að markaðurinn er til fyrir al- menning en ekki fyrir forstjórana og fyrirtækin,“ sagði Valgerður. Vinna við frumvörp hafin Hún sagði að vinna við frumvörp- in, sem byggðust á skýrslunni, væri þegar hafin. „Það verður ábyggi- lega heilmikið samræmi milli frum- varpa og skýrslu,“ sagði ráðherra. samkeppnisyfirvöld krefjist skipu- lagsbreytinga hjá fyrirtækjum „sé gengið eins langt og æskilegt sé í að reyna að tryggja að samtenging fyrirtækja, hvort heldur er í sam- steypum eða með öðrum hætti eða vöxtur fyrirtækja, verði ekki til tjóns fyrir viðskiptavini þeirra“. Nefndin leggur til að ýmis ákvæði um stjórnarhætti fyrir- tækja verði lögfest, m.a. að ekki verði svokallaðir starfandi stjórn- arformenn í hlutafélögum og að stefna um kjör stjórnenda verði lögð fyrir hluthafafundi. Valgerður Sverrisdóttir sagði á blaðamannafundi um skýrsluna að hætti fyrirtæki geti átt samstarf eða hvernig eignatengslum þeirra eða samstarfi eigenda megi vera háttað umfram þær sem þegar séu í núgildandi lögum eða felist í öðrum tillögum nefndarinnar, sem lúta að yfirtökuskyldu og vernd smærri hluthafa við yfirtöku fyrirtækis. Þar leggur nefndin til ýmsar laga- breytingar, sem eiga að tryggja jafna meðferð hluthafa við yfirtöku og aukna vernd fyrir eigendur minnihluta hlutafjár. Nefndin telur að með þeirri efl- ingu samkeppnisyfirvalda, sem hún leggur til, þeim heimildum sem þau hafi nú þegar og heimildinni til að Nefnd viðskiptaráðherra vill efla samkeppnisyfirvöld, setja reglur um stjórnarhætti fyrirtækja og herða ákvæði um yfirtökur Hert samkeppniseftirlit verði að lögum fyrir jól  Samkeppniseftirlit verði í tveimur stofnunum  Ekki tillögur um lög gegn hringamyndun  Ekki starfandi stjórnarformenn Morgunblaðið/Árni Torfason Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Gylfi Magnússon, formaður nefndar um stefnu- mótun íslensks viðskiptaumhverfis, kynntu tillögur nefndarinnar í Iðnó í gær.  Skýrslan/10–14  Forystugrein/26 FRÉTTABLAÐIÐ City Pages í Minnesota í Bandaríkjunum stendur nú fyrir herferð þar sem ungt fólk getur unnið ferð til Ís- lands skrái það sig til að kjósa í forsetakosn- ingunum í nóvember, að því er fram kemur á vefsíðu Star Tribune. Herferðin er sögð í samvinnu við Icelandair sem bjóði vinnings- hafanum ferð til Íslands og miða á tónlist- arhátíð sem þar verði haldin í október. Er þar væntanlega átt við Airwaves-hátíðina. Mary Kiffmeyer, háttsettur embættis- maður hjá Minnesotaríki, efast um að her- ferðin standist alríkislög þar sem segi að óheimilt sé að borga fólki fyrir að kjósa eða fyrir að skrá sig til að kjósa. Mark Bartel, útgefandi City Pages, segist eiga erfitt með að trúa því, þar sem fólk sem taki þátt í leiknum skuldbindi sig ekki á neinn hátt. „Það er ekkert verið að borga neinum. Við gefum fólki ekki neitt.“ Nú þegar hafa 1.500 manns skráð sig til þátttöku. Íslandsferð fyrir að kjósa ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.