Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLIT NEFNDAR Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hyggst leggja fram tilkynningar á næstu þremur til fjór- um vikum frumvörp byggð á áliti nefndar um stefnumótun íslensks við- skiptalífs, sem gert var opinbert í gær. Hamas á bak við ódæði Að minnsta kosti 16 manns létu líf- ið og 80 særðust í tveimur sjálfs- morðssprengjuárásum sem urðu nán- ast samtímis í strætisvögnum í borginni Beersheva í Ísrael. Hamas- samtökin segjast hafa framið ódæðið. Vextir lækkaðir meira Allir viðskiptabankarnir, ásamt SPRON og Sparisjóði vélstjóra, lækkuðu í gær vexti á verðtryggðum húsnæðislánum sínum úr 4,4% niður í 4,2%, hver á eftir öðrum. Lækk- unarhrina gærdagsins hófst með til- kynningu KB banka en aðrir bankar og sparisjóðir fylgdu í kjölfarið síðar um daginn. Moore á repúblikanaþingi Kvikmyndagerðarmaðurinn Mich- ael Moore stal senunni stundarkorn er hann mætti á flokksþing repúblik- ana í fyrrakvöld. Viðstaddir púuðu mikið á hann en Moore virtist líka at- hyglin. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 28/31 Viðskipti 15/18 Minningar 35/37 Erlent 20 Staksteinar 51 Höfuðborgin 23 Bréf 31 Akureyri 22 Kirkjustarf 42 Suðurnes 22 Dagbók 40/42 Landið 23 Fólk 46/49 Listir 43/45 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 28 Veður 51 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið Ljósanótt. Blaðinu er dreift á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #          $         %&' ( )***                             „ÉG VAR að koma aftur í vinnuna eftir matartíma og þá blasti flugvélarflak við mér á bílastæðinu og mikil ringulreið,“ sagði Margrét Margrétardóttir, sem bú- sett er á Azor-eyjum, en henni brá held- ur betur í gærkvöldi er lítil flugvél hafði skollið á bílastæðið utan við flugvöllinn sem hún vinnur á. Lögreglan sagði engan hafa farist í flugslysinu, en tveir menn voru í vélinni, að sögn Margrétar. „Slysið varð rétt fyr- ir klukkan átta sem var lán í óláni því bílastæðið fyllist alltaf klukkan átta,“ sagði hún. Sjálf sagði hún tilviljun hafa ráðið því að hún fór í mat með vinkonu sinni sem keyrði hana en ekki á sínum eigin bíl en þá hefði hún líklega verið á stæðinu þegar flugvélin hrapaði. „Það var heppni að ég var ekki á stæðinu,“ bætti Margrét við. „Heppni að ég var ekki á stæðinu“ HLJÓÐFÆRUM að andvirði um hálf millj- ón króna var stolið úr æfingahúsnæði á Hverfisgötu, en lögreglu barst tilkynning um innbrot laust fyrir klukkan 19 í gær- kvöldi. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík fór sá eða þeir sem hlut áttu að máli inn um glugga og stálu tveimur hljómborðum, trommusetti og tösku sem í voru hljóð- gervlar. Málið er í rannsókn. Hljóðfærum fyrir hálfa milljón stolið SVANHILDUR Hólm Valsdóttir, sem er einn gestgjafa í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, hef- ur verið ráðin yfir á Stöð 2. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur verið gengið frá ráðningu Svanhildar yf- ir á Stöð 2. Mun hún starfa í þættinum Ís- landi í dag, en ekki er frágengið nákvæm- lega hvenær hún hefur þar störf. Svanhildur yfir á Stöð 2 Svanhildur Hólm Valsdóttir KEVIN G. Lowery, talsmaður Al- coa, staðfestir að fyrirtækið hafi skoðað mögulega staði undir álver á Norðurlandi. ,,Þetta er eitthvað sem við höfum áhuga á að skoða nánar í frekari viðræðum. En í verkefnum sem þessu þarf að huga að mörgu og þar á meðal samkeppnishæfu verði og orku til lengri tíma litið. Við lítum alltaf til margra verkefna, enda stærsta álfyrirtækið með þau markmið að vaxa á heimsvísu,“ seg- ir Lowery um áhuga Alcoa. Fulltrúar frá stórfyrirtækjunum BHP-Billiton og Rio Tinto eru sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins væntanlegir til landsins til frekari viðræðna við stjórnvöld um stóriðju- kosti á Norðurlandi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hafa Alcoa, BHP- Billiton, Rio Tinto og RUSSAL sýnt áhuga á að reisa álver á Norður- landi. Talsmenn BHP-Billiton, Tania Price og Michael Campbell, segja að svo stórt fyrirtæki sé ávallt að leita að nýjum viðskiptatækifærum um allan heim. Þau gætu hins vegar ekki staðfest fréttir eða vangaveltur um ákveðin tækifæri. Af þeim sök- um vildu þau ekki tjá sig frekar um áhuga BHP-Billiton á Íslandi. Vildi Campbell ekki staðfesta að fulltrúar frá fyrirtækinu væru væntanlegir til landsins. Morgunblaðið sendi fyrir- spurnir til Rio Tinto og RUSSAL en svör hafa ekki borist. Fulltrúar Billiton og Rio Tinto á leiðinni til landsins vegna álvers á Norðurlandi Alcoa hefur áhuga á frekari viðræðum MIKLIR vatnavextir voru á Suðurlandi í gær frá Markarfljóti austur að Kirkjubæjarklaustri og skemmdust varnargarðar í ánni Klifandi í Mýrdal. Vatnavextirnir komu í kjölfar mikillar rigningar sem var í gær og undanfarna daga á Suðurlandi en hún minnkaði þegar leið á kvöldið og voru vatnavext- irnir í rénun í gærkvöldi, að sögn Gylfa Júlíussonar hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal. Auk rigningarinnar hafa hlýindi undanfarinna daga að öllum líkindum valdið því að bráðnað hefur úr Mýrdals- og Eyjafjallajöklum, samkvæmt upplýsing- um frá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin í Vík hélt úti eftirliti á vegum í gær og fór grafa á hennar vegum m.a. út í Klifandi til að veita ánni frá varnargarðinum sem varð fyrir skemmdum, en garðurinn varnar ánni frá því að renna að þjóðvegi eitt. Gylfi Júlíusson hjá Vegagerðinni í Vík segir að hvorki jarðvegi né vegum hafi verið hætta búin í gær, en segist þó hafa bent ökumönnum sem voru á ferð- inni í gær á að hafa varann á. Bergur Elíasson, bóndi á Vestri-Pétursey, sem er nokkrum kílómetrum vestan við Vík í Mýrdal, segir að viðkvæmt gróðurlendi hefði verið í hættu ef Klif- andi hefði vaxið meira og ljóst að skjót viðbrögð Vegagerðarinnar hafi bjargað miklu. 37 manns fluttir úr Þórsmörk Flugbjörgunarsveitin á Hellu var beðin að koma inn í Þórsmörk í gær og aðstoða þar ferðafólk sem var strandað vegna vatnavaxtanna og segir Svanur Lár- usson, formaður flugbjörgunarsveitarinnar, að þeir hafi ferjað 37 manns yfir árnar í gær. Stærstur hluti hópsins var ferðamenn og segir Svanur að margir þeirra hafi verið því afar fegnir að komast yfir enda annars misst af flugi sem þeir áttu bókað. Flugbjörgunarsveitin aðstoðaði einnig rútu frá Austurleið við að komast yfir og fóru margir ferða- mannanna með henni í bæinn. „Fólkinu var orðið dá- lítið kalt en það hefði verið í skála í nótt hefðum við ekki komið,“ segir Svanur. Miklir vatnavextir voru í ám á Suðurlandi í gær Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Unnið að því að beina ánni Klifandi frá varnargarði sem skemmdist í vatnavöxtum í gær. Varnargarðar í Klifandi skemmdust KREDITKORTAVELTA heimila var 2,6% meiri fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma á síðasta ári. Aukning síðustu tólf mánuði er 4,1% borið saman við tólf mánuðina næstu á undan. Debetkortavelta jókst hins vegar um 13,7% fyrstu sjö mánuðina en um 12,7% sé litið til síðustu tólf mánaða. Inn- lend greiðslukortavelta heimila jókst sl. 12 mánuði um 8,1%, borið saman við fyrri 12 mánuði. Kreditkortavelta Íslendinga er- lendis jókst um 19,2% janúar–júlí frá sama tíma árið áður. Erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 3,8% fyrstu sjö mánuði þessa árs borið saman við sömu mánuði fyrra árs. Mikil velta á kredit- og debetkortum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.