Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við ætlum öll að fá eins og hann. Skipulegar mælingarog rannsóknir á eld-ingum hafa farið fram hér á landi frá árinu 1996, þegar átta stofnanir hófu tilraunaverkefni á þessu sviði. Nú standa tíu stofnanir og fyrirtæki að rannsóknarsamstarfinu, en gengið var frá nýjum samstarfssamningi til fimm ára í maí í fyrra. Mælingar eru einnig unn- ar í samstarfi við erlendar rannsóknastofnanir, þar á meðal bresku veðurstof- una. Í nýrri greinargerð Samstarfsnefndar um rannsóknir á eldingum er fjallað um mælingar og skráningu á eldingum á Íslandi og á hafinu kringum landið. Fjórar eldingamælistöðvar gegna lykilhlutverki hér á landi. Þrjár þeirra eru svokallaðar LLP, „Lightning location and protect- ion,“ stöðvar og eru þær staðsettar á Syðri-Neslöndum við Mývatn, Ásgarði í Dölum og í Reykjavík. Þessar stöðvar nema rafsvið og segulsviðssmell eldinga. Segul- sviðsnemarnir eru stefnuvirkir og skynja þá stefnu sem eldingin kemur úr. Því þarf aðeins merki frá tveim af þrem stöðvum á sama tíma til að staðsetja eldingu. Þá er ein svonefnd ATD (Arrival time difference) stöð á Keflavíkurflug- velli, í eigu bresku veðurstofunnar, en hún er hluti af bresku kerfi sem mælir eldingar um alla Evrópu. ATD-mælir eldingar á öðrum en LLP-tækin, en þar er um að ræða nema sem nema rafsviðssmelli frá eldingum. ATD-kerfið virðist þó missa af sumum þrumuveðrum hér á landi. Árið 2003 keypti samstarfs- nefndin fjóra ALDF (Advanced lightning direction finder) eldinga- nema af dönsku veðurstofunni og er í greinargerð nefndarinnar áætlað að þau tæki taki bráðlega við af LLP-tækjunum sem eru frá árinu 1980. Grundvallarmunurinn á þessum mælitækjum felst í því að ALDF-tækin eru nýrri og ná- kvæmari í mælingum. Vænta veð- urfræðingar nákvæmari niður- staðna frá þessum nýrri tækjum, en þau eru um tíu árum yngri en eldri búnaðurinn. Ólíkar tegundir eldinga Þórður Arason, jarðeðlisfræð- ingur hjá Veðurstofu, er með- stjórnandi samstarfsnefndarinnar og hefur hann unnið við rannsókn- ir á þrumuveðrum hér við land undanfarin ár. Segir hann í grund- vallaratriðum um tvenns konar þrumuveður að ræða á Íslandi, annars vegar vetrarveður og hins vegar sumarveður. Ólíkt flestum öðrum stöðum eru vetrarveðrin mun tíðari hér á landi, en þau myndast með þeim hætti að mjög kalt loft fer yfir hlýjan sjó og há- reistir éljaklakkar myndast í kalda loftinu. Eldingarnar verða í þess- um skýjum vegna spennumunar innan skýjanna og einnig vegna spennumunar milli skýjanna og yf- irborðs jarðar. Stærstu þrumu- veðrin á sumrin virðast, að sögn veðurfræðinga, ekki hafa þessa tengingu við sjóinn, en þau mynd- ast í hlýjum og rökum loftmössum sem koma frá meginlandi Evrópu. Árekstur við fjöll er stundum kornið sem fyllir mælinn og hrind- ir af stað þrumuveðri. Því myndast gjarnan þrumuveður við fjöll á Ís- landi. Vetrarþrumuveður eru lang- algengust á sunnan- og vestan- verðu landinu þar sem éljaklakkar hafa náð að vaxa í köldum loft- massa yfir mun hlýrri sjó. Þórður segir eðli eldinga vera ólíkt eftir árstíðum. Í sumar- þrumuveðrum séu eldingarnar lík- ar því sem gerist í Evrópu. Vetr- arþrumuveðrin eru algengari hér á landi. Komið hefur í ljós að straumstyrkur eldinganna er afar ólíkur. Þannig eru vetrareldingar mun kraftmeiri og hafa meiri straum en sumareldingar. Hins vegar eru vetrareldingarnar yfir- leitt stakar á meðan sumarelding- arnar koma fleiri saman. Þá koma eldingar hvenær sem er sólar- hringsins á veturna, en á sumrin koma þær aðallega milli þrjú og sex á daginn, þegar sólin hefur náð að hita landið upp. Mesta þrumuveðrið 1976 Ekki hefur orðið vart við neina sérstaka aukningu í þrumuveðrum undanfarin ár, þrátt fyrir hlýnandi veðurfar og segja veðurfræðingar erfitt að meta slíkt, enda sé breyti- leiki í tíðni eldingaveðra töluvert mikill milli ára. Sá breytileiki er sagður yfirgnæfa þær langtíma- breytingar sem kunna að leynast í mæligögnum. Á síðasta ári mældust um 500 eldingar hér á landi en gert er ráð fyrir að allt að þúsund hafi slegið niður. Á svæðinu kringum Ísland slær um þúsund sinnum færri eld- ingum niður á svipuðu landsvæði í Þýskalandi og segir Þórður að gróflega séu líkur á því að verða fyrir eldingu hér á landi einn þús- undasti af líkunum í Þýskalandi. Eitthvert mesta þrumuveður allra tíma hér á landi varð sumarið 1976, þegar stór hluti landsins log- aði í þrumuveðrum. Stærsta þrumuveður síðan mælingar hóf- ust árið 1996 var níunda og tíunda ágúst 2003 á miðhálendinu og náði hámarki á Kili, en þá sló niður a.m.k. 237 eldingum. Fréttaskýring | Rannsóknir á eldingum Engin aukning merkjanleg Eldingar eru heillandi og í senn ógnvekjandi. Gríðarlegt afl á stuttum tíma en lítil heildarorka  Menn hafa velt fyrir sér þeim möguleika að virkja það afl sem býr í eldingum, en það er erf- iðleikum háð. Í fyrsta lagi eru eldingar í meira lagi óútreikn- anlegar. Í öðru lagi er orkan í eldingum ekki mjög mikil í sjálfu sér. Sú orka sem býr í eldingu nægir til að láta ljósaperu loga í mánuð. Hins vegar er aflið gíf- urlegt þá míkrósekúndu sem eld- ingin varir, eða álíka mikið og ef öll orka allra fallvatna Íslands væri virkjuð í einu. svavar@mbl.is Eldingar eru þúsund sinnum sjaldgæf- ari hér á landi en á meginlandi Evrópu Valhöll, sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Undanfarna 10 daga hefur Valhöll fasteignasala selt 15 ein- býlishús, parhús og raðhús á Reykjavíkursvæðinu. Þess vegna vantar okkur strax hús á söluskrá fyrir fjölmarga kaupendur að eignum á verðbilinu 20-40 millj. með sterkar greiðslur í boði. Hafið samband við sölumenn okkar, þá Bárð, 896 5221, Ellert, 893 4477, Ingólf, 896 5222 eða Þórarinn, 899 1882. Áratuga reynsla tryggir fagleg vinnubrögð! EINBÝLI - PARHÚS - RAÐHÚS ÓSKAST STRAX DORRIT Moussaieff heimsótti ál- ver Alcan í Straumsvík í gær og kynnti sér starfsemi fyrirtæk- isins. Hún fór í skoðunarferð um svæðið ásamt Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, og ræddi við starfsfólk álversins. Á myndinni má sjá Dorrit, Rannveigu og Guðbjart Þormóðs- son, verkstjóra í kerskála álvers- ins, ræða saman. Morgunblaðið/Jim Smart Forsetafrúin heimsótti álverið RITHÖFUNDASAMBAND Ís- lands sendi í gær út ábendingu til félagsmanna sinna þar sem vakin er athygli þeirra á því að skilmálar handritasamkeppni um víkingasögu sem auglýst var í sl. viku eru mjög frábrugðnir samningum og skilmál- um sem gilda um höfundarrétt hér- lendis. Ragnheiður Tryggvadóttir fram- kvæmdastjóri RSÍ sagði í samtali við Morgunblaðið að skilmálarnir væru frábrugðnir að því leyti að með undirskrift samningsins afsal- aði höfundur sér öllum ráðstöfunar- rétti yfir hugmynd sinni eða sögu. „Þetta samræmist í rauninni ekki íslenskum höfundarlögum en vissu- lega er mönnum frjálst að framselja afnotarétt. Höfundarréttinn geta menn hinsvegar ekki framselt og því er þetta ekki í samræmi við ís- lensk höfundarlög. Svona samning- ar tíðkast í Bandaríkjunum og Kan- ada en þetta er allt annars konar samningur en íslenskir höfundar eru vanir og við viljum einfaldlega vekja athygli þeirra á því. Hvort svona samningur stæðist gagnvart íslenskum lögum ef á hann myndi reyna treysti ég mér ekki til að segja til um,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir. Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður, sem lengi hefur verið lögfræðingur Rithöfundasambands- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið að höfundur gæti afsalað sér ýmsum réttindum gagnvart verki sínu og það væri ekki óalgengt að kvikmyndaframleiðendur gerðu miklar kröfur um ráðstöfunarrétt yfir hugverkum höfunda. „Hins vegar geta menn ekki afsalað sér sæmdarrétti að fullu og það felur í sér að skylt er að geta nafns höf- undar og það má ekki breyta verk- um hans á vafasaman hátt nema með samþykki hans. Það er grund- vallaratriði þó um flest önnur ákvæði sé hægt að semja,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hrl. Afsal á ráðstöf- unarrétti Stjórn RSÍ varar við skilmálum í keppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.