Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 10
SKÝRSLA UM VIÐSKIPTAUMHVERFI 10 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRJÓTI fyrirtæki gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapi aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni eiga samkeppnisyfirvöld að hafa heimild til að krefjast þess að fyrir- tækið breyti skipulagi sínu. Í því get- ur falist að skipta fyrirtækinu upp í tvö eða fleiri fyrirtæki. Þetta er meðal þess sem nefnd, sem Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra skipaði um stefnu- mótun íslensks viðskiptaumhverfis, leggur til að fest verði í lög. Nefndarmenn telja nauðsynlegt að skerpa eftirlit með samkeppnishöml- um á markaði, m.a. með því að gera skipulag samkeppnisyfirvalda skil- virkara og veita meira fjármagn til þeirra. Jafnframt er lagt til að þau verkefni er lúta að eftirliti með órétt- mætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins verði ekki unnin í sömu stofnun og þau verkefni sem snúa sérstaklega að samkeppnismálum. Einnig er lagt til að samkeppnisyf- irvöld fái víðtækari heimild til vett- vangsrannsókna vegna samkeppnis- eftirlits; bæði í fyrirtækjum og á heimilum stjórnenda, framkvæmda- stjóra eða annarra starfsmanna. Ekki er lagt til að settar verði nein- ar frekari skorður við því með hvaða hætti fyrirtæki geti átt samstarf eða hvernig eignatengslum þeirra eða samstarfi eigenda megi vera háttað umfram þær sem þegar eru í lögum eða eru lagðar til og snúa að yfirtöku- skyldu. Telur nefndin að samstarf fyrirtækja sem starfa á ólíkum svið- um eigi yfirleitt ekki að hafa áhrif á samkeppni. Það sama megi segja um eign eins fyrirtækis í öðru. Í samræmi við reglur ESB Samkvæmt gildandi lögum hafa samkeppnisyfirvöld einungis heim- ildir til að kveða á um atferlisbreyt- ingar, þ.e. hegðun fyrirtækis á mark- aði, til að stöðva brot gegn lögunum og aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á samkeppnina. Segir í skýrslunni að tillagan um að samkeppniseftirlit geti krafist skipulagsbreytinga sé í sam- ræmi við breytingar sem nýlega voru gerðar á samkeppnisreglum Evrópu- sambandsins og norskum samkeppn- islögum. Nefndin leggur til að samkeppnis- yfirvöld geti beitt úrræðum bæði til breytingar á atferli og skipulagi í hlutfalli við það brot sem framið hef- ur verið og nauðsynlegt telst til að stöðva það í reynd. Þó verði einungis heimilt að beita úrræðum til breyt- ingar á skipulagi ef fullreynt þyki að ekki sé fyrir hendi jafnárangursríkt úrræði til breytingar á atferli. Í skýrslunni segir að ef ágreiningur rísi um beitingu þessa úrræðis komi það ekki til framkvæmda fyrr en búið sé að leysa úr ágreiningnum fyrir dómstólum. Sem dæmi um aðgerðir sem lagt er til í skýrslunni að samkeppnisyfvöld geti beitt til skipulagsbreytinga er krafa um að eitt eða fleiri fyrirtæki selji hlut sinn í fyrirtæki keppinaut- arins ef aðilar í samkeppnishamlandi samstarfi eigi hlut hver í öðrum. Þá fellur það einnig undir skipulags- breytingar að samkeppniseftirlit krefjist þess að fyrirtæki sé skipt upp í tvö eða fleiri fyrirtæki. Nefndin telur þó ekki rétt að sam- keppnisyfirvöld fái frjálsar hendur við beitingu úrræðanna heldur þurfi ákveðin og skýr skilyrði að vera fyrir hendi til að hægt sé að beita þeim. Fram kemur að beita verði heimild- um mjög varlega því ella gætu afleið- ingarnar orðið þveröfugar við það sem stefnt sé að, þ.e. afskipti sam- keppnisyfirvalda gætu dregið úr samkeppni frekar en aukið hana vegna þess að stór fyrirtæki haldi aft- ur af sér í keppni um viðskiptavini. Tvískipt eftirlit Bent er á í skýrslu nefndarinnar að Samkeppnisstofnun gegni nú sam- kvæmt samkeppnislögum mjög fjöl- þættu hlutverki og ýmis verkefni sem henni hafi verið falin séu í höndum annars konar stofnana í nágranna- löndum. Nefndin telur eðlilegra að ákvæði um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og eftirlit með gagnsæi markaðarins verði felld brott úr samkeppnislögum og lögfest með öðrum hætti. Þessi verkefni verði í framhaldinu ekki unnin í sömu stofnun og þau verkefni sem snúa sérstaklega að samkeppnismálum. Markmiðið yrði að gera eftirlit með samkeppnishömlum skilvirkara. Jafnframt þarf að einfalda stjórn- sýslu samkeppnismála og skipulag samkeppnisyfirvalda að mati nefnd- armanna. Leggur nefndin til að sam- keppnisráð, sem gegni lykilhlutverki í stjórnsýslu samkeppismála, verði lagt niður og verkefni ráðsins að mestu falin samkeppniseftirliti sem kæmi fram sem einn aðili. Nú geti málsaðilar ekki flutt mál sitt fyrir samkeppnisráði öðruvísi en í gegnum Samkeppnisstofnun. Þessi tvískipt- ing í stofnun og ráð skapi ákveðið ójafnvægi milli málsaðila. Samkvæmt þessu yrði skipuð fimm manna stjórn yfir stofnun sem færi með samkeppnismál og tæki að nokkru leyti yfir verkefni samkeppn- isráðs. Áfram verði hægt að áfrýja ákvörðunum neðra stjórnsýslustigs til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála og að meðlimir áfrýjunarnefnd- ar verði skipaðir af ráðherra eftir til- nefningu Hæstaréttar. Samkvæmt tillögunum á viðskipta- ráðherra, sem fer með yfirstjórn samkeppnismála á Íslandi, ekki að hafa bein afskipti af stjórn sam- keppniseftirlits. Því sé talið nauðsyn- legt að sérstök stjórn fari með yfir- stjórn þess og hafi eftirlit með starfseminni. Slíkt fyrirkomulag hafi gefist vel hjá Fjármálaeftirlitinu. Víðtæk rannsóknarheimild Nefndarmenn telja eðlilegt og leggja til að samkeppnisyfirvöld á Ís- landi fái sambærilegar heimildir til Ekki lagt til að settar verði skorður á samstarf eða eignatengsl fyrirtækja Skerpa á eftirlit með samkeppnishömlum Tvískipt eftirlit Lagt til að þau verkefni er lúta að eftirliti með óréttmætum við- skiptaháttum og gagnsæi mark- aðarins verði ekki unnin í sömu stofnun og þau verkefni sem snúa sérstaklega að samkeppnis- málum. Veita þurfi meira fjármagn til samkeppnisyfirvalda. Fyrirtæki breyti skipulagi Lagt er til að samkeppnisyf- irvöldum verði veitt heimild til að krefjast þess að fyrirtæki breyti skipulagi sínu, m.a. með því að skipta því upp, brjóti það sam- keppnislög eða hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Víðtækari rannsóknarheimild Lagt er til að samkeppnisyf- irvöld fái ríkari heimildir til vett- vangsrannsókna, þar á meðal á heimilum, landsvæðum eða flutn- ingatækjum í eigu stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna fyrirtækja. Engin lög um hringamyndun Nefndin leggur ekki til að settar verði neinar frekari skorður við því með hvaða hætti fyrirtæki geta átt samstarf eða hvernig eigna- tengslum þeirra eða samstarfi eigenda má vera háttað umfram þær sem þegar eru í lögum. Birti skýrslur Lagt er til að samkeppnisyf- irvöld birti skýrslur um athuganir m.a. á samkeppnis- og við- skiptaháttum og stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja og grípi á grundvelli þeirra til aðgerða til að stuðla að virkari samkeppni. Helstu tillögur nefndarinnar FRUMVÖRP sem byggjast á áliti nefndar um stefnumótun íslensks við- skiptaumhverfis verða væntanlega kynnt almenningi á næstu þremur til fjórum vikum. Í framhaldinu verða þau formlega lögð fram á Alþingi. Kom þetta m.a. fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í gær, er hún ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við Há- skóla Íslands og formanni nefndar- innar, kynnti skýrslu nefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er stefnt að því að afgreiða frumvörpin frá Alþingi fyrir jól. Valgerður sagði í upphafi fundarins að leikreglurnar í viðskiptalífinu þyrftu að vera skýrar og sanngjarnar. „Það kemur alltaf betur og betur í ljós að það þarf skýrar reglur um við- skiptalífið,“ sagði hún og bætti því við að það viðhorf væri almennt ríkjandi í hinum vestræna heimi. „Leikreglurn- ar þurfa að vera skýrar og sanngjarn- ar. Ég legg áherslu á að markaðurinn er til fyrir almenning en ekki fyrir forstjórana og fyrirtækin. Aukin upp- lýsingagjöf er sjálfsögð og aukinn réttur hluthafa er ekki íþyngjandi fyrir fyrirtækin.“ Valgerður sagði að vinna við frum- vörp, sem byggjast á skýrslunni, væri þegar hafin. „Það verður ábyggilega heilmikið samræmi milli frumvarpa og skýrslu,“ sagði hún aðspurð. Skynsamlegar tillögur Valgerður var m.a. spurð út í til- lögur nefndarinnar varðandi sam- keppniseftirlit, en nefndarmenn leggja til að það fari fram á tveimur stöðum. Sagði hún tillögurnar skyn- samlegar en tók fram að ekki væri ljóst á þessu stigi hvernig þær yrðu útfærðar nákvæmlega. Hugsanlega væri hægt að færa umrædd verkefni til annarrar stofnunar en Samkeppn- isstofnunar, þ.e. þannig að ekki þyrfti að koma nýrri stofnun á fót. „Það er almennt ekki vinsælt í þjóðfélaginu að fjölga stofnunum,“ sagði hún. Leikreglur séu skýr- ar og sanngjarnar Morgunblaðið/Árni Torfason Fyrir fólkið Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra leggur áherslu á að markaðurinn sé til fyrir almenning en ekki fyrir forstjórana og fyrirtækin. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar, segir tillögur hennar ekki beinast gegn einstökum fyrirtækjum. TILLÖGUM nefndar um stefnumót- un íslensks viðskiptaumhverfis er ekki beint gegn einstökum fyrir- tækjum, segir Gylfi Magnússon, dós- ent við Háskóla Íslands, og formaður nefndarinnar. Skýrsla hennar var kynnt á blaðamannafundi í gær. Meðal þess sem hún leggur til er að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önn- ur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Stjórn félagsins geti þó falið for- manni að vinna einstök verkefni fyr- ir stjórnina. Þegar Gylfi var spurður út í þessa tillögu í gær sagði hann: „Ég held að það sé ekki rétt að líta á þetta út frá einstökum fyrirtækjum vegna þess að þessi tillaga okkar er í raun og veru angi af miklu stærri breytingu sem er að verða um allan heim, og kannski sérstaklega í Evrópu.“ Breytingin, sem hann vísar til, snýst um að skilja á milli framkvæmda- stjórnar og félagsstjórnar fyrir- tækja. „Reyndar er þessi þróun komin styttra á veg í Bandaríkjun- um, en þar hefur mjög verið gagn- rýnt ef framkvæmdastjóri og stjórn- arformaður er sami maðurinn.“ Ítrekaði Gylfi því að fyrrgreind til- laga nefndarinnar væri ekki til kom- in vegna einhverra tiltekinna at- burða eða fyrirtækja á Íslandi. „Það er hún alls ekki. Orðalagið er fengið úr dönskum hlutafélagalögum en hugsunin er almennt viðurkennd miklu víðar.“ Sú hugsun væri jafn- framt að ryðja sér til rúms í lögum og reglum víða um heim. Inntur eftir því hvort fyrirtæki hér á landi þyrftu að breyta skipulagi sínu, verði um- rædd tillaga nefndarinnar lögleidd, sagðist hann ekki geta sagt til um það á þessari stundu. „Það mun þó án efa koma fyrir í einhverjum til- fellum.“ Ekki beint gegn einstökum fyrirtækjum Í JANÚAR skipaði Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, nefnd um stefnumótun ís- lensks viðskiptaumhverfis sem meðal annars var ætlað að taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í viðskiptalífinu og með hvaða hætti þróa ætti reglur þannig að það væri skilvirkt og nyti trausts. Nefndina skipuðu: Gylfi Magn- ússon, dósent við Háskóla Íslands, sem var formaður, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, hdl. og rekstrarhag- fræðingur, Illugi Gunnarsson, að- stoðarmaður forsætisráðherra, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri, Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoð- andi og Þórdís J. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík. Í inngangi skýrslu nefndarinnar segir að nefndarmenn hafi setti sér það markmið að koma með tillögur sem myndu auka skilvirkni íslensks viðskiptalífs, auka traust á því og ýta undir öfluga samkeppni fyr- irtækja, viðskiptavinum þeirra og hluthöfum til hagsbóta. Farið var ít- arlega yfir margvíslega þætti ís- lensks viðskiptaumhverfis með hlið- sjón af skipunarbréfi nefndarinnar og sérstaklega skoðað hvort sam- anburður við önnur lönd benti til þess að gera mætti betur á Íslandi. Vilja auka skilvirkni viðskiptalífsins ● ÁLIT nefndar viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi má nálg- ast í heild sinni á vef iðnaðarráðu- neytisins, idnadarraduneyti.is. Skýrslan í heild á vefnum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.