Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 12
SKÝRSLA UM VIÐSKIPTAUMHVERFI 12 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í ÞEIM kafla skýrslu nefndar við- skiptaráðherra sem fjallar um stjórnir og stjórnendur fyrirtækja er meðal annars lagt til að stjórn- arformanni hlutafélags verði ekki lengur heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarfor- manns. Segir í skýrslunni að stjórnarfor- menn félaga gegni mikilvægu hlut- verki innan stjórna, enda sjái þeir meðal annars um að stýra fundum stjórnar og boða til stjórnarfunda, að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni stjórnarmanna eða fram- kvæmdastjóra. Hætta á hagsmunaárekstrum Hérlendis má ekki kjósa fram- kvæmdastjóra félags sem stjórnar- formann í því, en í skýrslunni segir að það sé hins vegar nokkuð um það að stjórnarformenn séu jafnframt meðal æðstu stjórnenda hjá viðkom- andi félagi og sinni daglegum störf- um fyrir það. Í slíkum tilvikum séu þeir ekki titlaðir sem framkvæmda- stjórar, heldur hafi myndast sú venja hérlendis að tala um þá sem starfandi stjórnarformenn. Svo segir í skýrslunni: „Ef stjórn- arformaður tekur í reynd að sér störf framkvæmdastjóra, þótt hann sé ekki formlega ráðinn sem fram- kvæmdastjóri, hlýtur að vera álita- mál hvort ekki sé með því verið að brjóta fyrrnefnt ákvæði um að ekki megi kjósa framkvæmdastjóra sem stjórnarformann.“ Nefndin telur ekki æskilegt að stjórnarformenn séu í reynd hluti af framkvæmdastjórn félags enda sé eitt af hlutverkum stjórnarformanns að stýra eftirliti stjórnar með félag- inu. Það sé því hætta á hagsmuna- árekstrum sé stjórnarformaður jafnframt starfsmaður félags. Til að minnka líkur á slíkum hagsmuna- árekstrum leggur nefndin því til, eins og áður segir, að stjórnarfor- manni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir fé- lagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Stjórn fé- lagsins verði þó heimilt að fela for- manni stjórnar að vinna einstök verkefni fyrir stjórnina. Komi upp sú tilvik að stjórnarformaður þurfi að taka tímabundið við starfi for- stjóra skuli hann víkja sem stjórn- arformaður meðan á því standi. Í skýrslunni kemur fram að ofan- greind tillaga sé byggð á dönskum hlutafélagalögum, og sé í samræmi við það viðhorf sem ríkjandi sé í flestum löndum að ekki sé talið æskilegt að æðstu stjórnendur fé- laga séu jafnframt stjórnarformenn þess. Í skýrslunni segir að í fyrir- tækjum með starfandi stjórnarfor- mann sé oft nokkuð skýr verkaskipt- ing milli stjórnarformanns og framkvæmdastjóra. Sá síðarnefndi sinni málum sem lúti að daglegum rekstri en stjórnarformaðurinn vinni að öðrum verkefnum, t.d. stefnumót- un, meiri háttar samningum o.s.frv. „Álitamál getur verið hvort slík verk falla undir eðlilegt verksvið stjórn- arformanns enda hefur félagsstjórn- in sem heild nokkuð hlutverk við stefnumótun og þarf að gefa fram- kvæmdastjóra heimild til ráðstafana sem teljast óvenjulegar eða meiri- háttar,“ segir í tillögu meirihluta nefndarinnar. Starfskjör stjórnar í hendur hluthafa Til að tryggja hluthöfum meiri áhrif varðandi starfskjör stjórnenda leggur nefndin til að sett verði laga- ákvæði um að stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en fjóra hluthafa verði skylt að fá sam- þykki hluthafafundar við starfs- kjarastefnu fyrir stjórnendur. Í slíkri stefnu væri meðal annars tekið á kaupréttarsamningum, árangurs- tengdum greiðslum, hlunnindum, uppsagnarfrestum og starfsloka- samningum. Nefndin leggur ekki til að starfs- kjarastefnan verði bindandi fyrir stjórnir, en þeim verði skylt að greina frá því ef vikið er frá stefn- unni og rökstyðja ástæður þess. Stefna varðandi kaupréttarsamn- inga skuli þó vera bindandi fyrir stjórnir. Ræddi nefndin einnig starfskjör stjórnarmanna, sérstaklega hvort ástæða væri til að banna kauprétt- arsamninga fyrir stjórnarmenn, en ákvað að leggja ekki fram tillögu þar að lútandi. Hins vegar segir í skýrsl- unni að kaupréttarsamningar fyrir stjórnarmenn skapi sérstaka hættu á hagsmunaárekstrum vegna eftir- litshlutverks stjórnar, þar sem slíkir samningar auki hættu á að eigin skammtímahagsmunir stjórnar- manna séu teknir fram yfir lang- tímahagsmuni félags og hluthafa. Á móti þeim galla vegi hins vegar al- mennir kostir kaupréttarsamninga, enda geti verið æskilegt að stjórn- armenn fyrirtækis hafi fjárhagsleg- an hag af því að rekstur þess gangi vel og verð hlutabréfa í því hækki. Greini frá nýtingu atkvæðisréttar Í skýrslunni er rifjuð upp athugun Samkeppnisstofnunar frá árinu 2001 um stjórnunar og eignatengls í ís- lensku atvinnulífi og miklu umfangi lífeyrissjóðanna á fjármagnsmark- aðnum. Þar sé bent á að fjárfesting lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum leiði gjarnan af sér stjórnarsetu í þeim og þar sé um að ræða tilviki þar sem einstaklingar fái völd í fyrirtækjum án þess að þeir eigi í þeim sjálfir. Til- hneiging sé hjá tilteknum lífeyris- sjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem hafi tengls við ákveðnar við- skiptablokkir. Til að auka gagnsæi og minnka líkur á hagsmunaárekstrum leggur nefndin til að hérlendis verði lögfest ákvæði sem skyldar lífeyrissjóði og verðbréfasjóði til að gera eigendum sínum grein fyrir nýtingu atkvæð- isréttar í þeim félögum sem þeir fjárfesta í. Vilja ekki starfandi stjórnarformenn Hluthafar ráði Nefndin vill auka upplýsingagjöf til hluthafa og að stefna um kjör stjórnenda sé borin undir þá. NEFNDIN gerir þónokkrar til- lögur um lagabreytingar sem snerta stjórnarhætti fyrirtækja. Hluthafafundir og stjórnarkjör Lagt er til að lágmarksfrestur stjórnar hlutafélags til að boða til hluthafafundar og leggja fram til- skilin gögn fyrir fundinn verði lengdur í 14 daga. Þá leggur nefndin til að frambjóðendur til stjórnar verði skyldugir til að skila inn tilkynningu um framboð eigi síðar en fimm dögum fyrir hlut- hafafund. Þessar upplýsingar skulu vera hluthöfum aðgengilegar og sendar þeim verðbréfamarkaði þar sem félag er skráð. Nefndin leggur einnig til að skráðum félögum verði skylt að gefa hluthöfum sínum kost á að greiða atkvæði bréflega eða með rafrænum hætti um mál sem eru á dagskrá hluthafafundar og að heimilt verði að halda rafræna hluthafa- og stjórnafundi, sem og að eiga rafræn samskipti við hlut- hafa sína. Stjórnendur og skyldur stjórna Lagt er til að stjórnum hluta- félaga verði skylt að fá samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur og að starfs- kjarastefnan verði leiðbeinandi fyrir stjórnir, en þeim verði skylt að greina frá því ef vikið er frá stefnunni. Þá leggur meirihluti nefndarinnar til að stjórnarfor- manni hlutafélags verði ekki heim- ilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðli- leg störf stjórnarformanns. Einnig leggur nefndin til að skýrt verði tekið fram í lögum að stjórnir megi funda án framkvæmdastjóra og að líf- eyrissjóðir og verðbréfasjóðir verði skyldugir til að gera eig- endum sínum grein fyrir nýtingu atkvæðisréttar í þeim félögum sem þeir fjárfesta í. Þá er lagt til að skylt verði að upplýsa stjórn um öll viðskipti fé- lagsins við tengda aðila teljist við- skiptin veruleg. Réttindi hluthafa Lagt er til að hluthöfum í hluta- félögum og einkahlutafélögum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi fé- lags, og að hluthafar í hluta- félögum og einkahlutafélögum sem ráða yfir 1⁄10 hlutafjár geti höfðað skaðabótamál í nafni félags, en á eigin kostnað, gegn stjórnendum og öðrum tilteknum aðilum sem taldir eru hafa valdið félaginu tjóni í störfum sínum. Starfsreglur stjórnar Mælt er með því að í starfs- reglum stjórna sé tekið tillit til leiðbeininga Verslunarráðs, Kaup- hallar Íslands og Samtaka at- vinnulífsins um stjórnhætti fyr- irtækja. Þá er mælt er með því að í starfsreglunum sé tekin afstaða til þess hvort óháðir stjórnarmenn skuli halda sérstaka fundi án framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna félagsins sem sitja í stjórn. Einnig er mælt með því að í starfsreglunum sé tekin afstaða til þess hvort skipa skuli sérstakar undirnefndir um innra eftirlit, bókhald og endurskoðun, kjaramál æðstu stjórnenda, og þess háttar. Aðrar breytingar Auk þess að leggja til breyt- ingar á lögum gerir nefndin eft- irfarandi tillögur. Útgáfa fræðsluefnis Lagt er til að viðskiptaráðu- neytið hafi forgöngu um gerð fræðsluefnis um hlutverk og skyldur stjórnarmanna í íslensk- um fyrirtækjum og að það láti gera bækling eða setji upp vefsíðu með upplýsingum um réttindi hluthafa. Yfirtökur Mælt er með því að löggjöf um yfirtökur og yfirtökutilboð verði endurskoðuð sem fyrst. Kosning stjórnar og óháðir stjórnarmenn Nefndin telur að láta eigi reyna á ákvæði leiðbeininga Versl- unarráðs, Kauphallarinnar og Samtaka atvinnulífsins um óháða stjórnarmenn og leggur því ekki til breytingar á lagaákvæðum um stjórnarkjör. Fyrirtæki sem ekki eru hlutafélög Nefndin telur tímabært að lagt verði í vinnu við að skoða laga- og rekstrarumhverfi annarra fyr- irtækja- og félagaforma en hluta- félaga. Helstu tillögur nefndarinnar Lög um óháða stjórnar- menn óraunhæf Í SKÝRSLU nefndar við- skiptaráðherra segir að æski- legt sé að meirihluti stjórnar- manna í hlutafélaginu sé óháður félaginu, en í því felst að þeir séu ekki stjórnarmenn eða starfsmenn þess, stórir hlut- hafar í félagi, ráðgjafar þess eða í viðskiptasambandi við það, né heldur að vera nátengd- ir slíkum aðilum. Í skýrslunni segir að í mörg- um stjórnum hérlendis sé meirihluti stjórnar skipaður að- ilum sem á einhvern hátt eru tengdir viðkomandi félagi, stjórnendum þess eða stærstu hluthöfum. Er nefnt sem dæmi að í tæp- lega helmingi félaga í úrvals- vísitölu Kauphallarinnar í júlí 2004 hafi meirihluti stjórnar verið skipaður aðilum sem ekki gætu talist óháðir stjórnar- menn. Séu öll félög á aðallista Kauphallarinnar skoðuð virðist sem þar sé jafnvel enn lægra hlutfall félaga þar sem meiri- hluti stjórnarmanna er ekki óháður félagi. Dæmi séu um fé- lög þar sem enginn stjórnar- manna geti talist óháður. Leggur ekki til lagabreytingu Segir í skýrslunni að væri þess krafist í lögum að meiri- hluti stjórnarmanna teldist óháður viðkomandi félagi hefði það miklar breytingar í för með sér fyrir mörg félög. Þar að auki sé hugsanlegt að slík krafa væri óraunhæf hérlendis vegna smæðar samfélagsins. Þá verði að hafa í huga að hlutverk stjórnar sé bæði að sinna eft- irliti með framkvæmdastjórn og að móta stefnu fyrirtækis- ins. Óháðir aðilar séu e.t.v. bet- ur til þess fallnir að sinna eft- irlitshlutverki, en hugsanlegur þekkingarskortur þeirra á við- komandi fyrirtæki gerði þeim erfiðara um vik að leggja til málanna við stefnumótun. Telur nefndin að láta eigi reyna á leiðbeiningar Verslun- arráðs, Kauphallar og Samtaka atvinnulífsins um óháða stjórn- armenn og leggur því ekki til breytingar á lögum um stjórn- arkjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.