Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 15
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 15 Aðeins 49.900 Loftleiðastemning í London Flugsýning - Glæsileg kvöldskemmtun - Haustútsölurnar 40 ára afmælissýning Rauðu örvana UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR Flugmálafélag Íslands 5 61 61 12 + 6663 5800 Iceland Express 5 500 600 Brottför laugardag 4. september kl. 15:00 Heimkoma mánudag 6. september kl. 20:45 1 dagur á flottustu flugsýningu Evrópu - 1 dagur frjáls Hræódýrt að lengja ferðina um einn dag Fimm heiðursgestir Tveir furðufuglar fararstjórar Ómar Ragnarsson, sjónvarpsmaður Gunnar Þorsteinsson, formaður Fyrsta flugs félagsins GERUM ÁVALLT BETUR EN AUGLÝST ER ÝMISLEGT MUN KOMA Á ÓVART Komið, upplifið, sparið og hlægið að þessu öllu saman eftirá! Þetta verður brillíant ferð! Innifalið: Flug, flugvallarskattar, tvær nætur á glæsihóteli, morgunmatur, rútur til og frá flugvelli og flugsýningu, aðgöngumiði á flugsýningu, skemmtiatriði Ómars Ragnarssonar, heiðursskírteini og nafnspjald. Verið hagsýn Borgið stóran hluta ferðarinnar með því að kaupa jólagjafirnar. HAUSTÚTSÖLURNAR: Nú er besti árstíminn til að versla í London. TOLLFRJÁLST: Jólagjafirnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. TOLLFRJÁLST: Enginn vsk á barnafötum í London. Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elíassonar Magnús Guðmundsson, Loftleiðaflugstjóri Dagfinnur Stefánsson, Loftleiðaflugstjóri Smári Karlsson, Loftleiðaflugstjóri Arngrímur B. Jóhannsson, forseti Flugmálafélags Íslands Gist á fjögurra stjörnu Holiday Inn glæsihóteli í mið- borg London. Oxford Street í göngufæri. 60 ára Loftleiða afmæliskvöldverður til heiðurs . Ómar Ragnarsson og fleiri munu fara á kostum. Kynntur verður nýr baráttusöngur flugáhugamanna. Allir farþegar fá nafnspjöld og heiðursskírteini. Fljú gan di fjör í lo ndo n Aukasæti vegna gríðarlegrar eftirspurnar INDVERJAR eru nú að feta í fótspor Íslendinga við sameiningar sjávarútvegsfyrirtækja. Telja þeir að nauðsynlegt sé að fyrirtækin séu stærri og færri til að geta staðizt hina alþjóðlegu samkeppni. Frá þessu er greint á heimasíðu indverska blaðsins The Financial Express. Þar segir að fyrirmyndin frá hinu fjarlæga Íslandi, verði hún tekin upp, geti orðið til bjargar illa staddri indverskri fiskvinnslu, sem sjái sína sæng uppreidda í vaxandi veraldarvæðingu og baráttu við innflutn- ingshöft sem dulbúin séu sem kröfur um hreinlæti, aðbúnað og rekjanleika. „Fyrir tveimur áratugum stóðu Íslendingar, með meira en 150 smá fyrirtæki, frammi fyrir svipuðum erfiðleikum vegna veraldarvæðingarinnar. En þeir unnu bug á erfiðleikunum með því að steypa fyrir- tækjunum saman. Tíu lítil fyrirtæki runnu saman í eitt nógu stórt til að standa jafnfætis hinum stóru í þróuðu ríkjunum. Átta af 68 sjávarútvegsfyrirtækjum í Kerala-héraði hafa því ákveðið að fara að dæmi Ís- lendinga og sameinast í einu öflugu hlutafélagi, en meðal þeirra eru öflug útflutningsfyrirtæki,“ segir á heimasíðunni. Fulltrúi eins fyrirtækjanna segir í samtali við blað- ið að framtíðin sé lítil ef fyrirtækin stækki ekki nægi- lega mikið til að standast hinum stóru úti í heimi snúning. Stór hlutafélög geti dregið úr áhættu í rekstri, fengið aukið fjármagn, náð betri árangri á mörkuðunum og geti staðið keppinautum sínum á heimsvísu á sporði. Kerala-hérað hafi verið í far- arbroddi í fiskiðnaði og þessi félög vilji halda áfram að vera í forystu. Þessi leið gæti ekki aðeins reynzt lausnin fyrir sjávarútveginn heldur aðrar atvinnu- greinar líka. Indverjar nota íslenzku aðferðina VERÐMÆTI fiskaflans á fyrstu fimm mánuðum ársins 2004 var um 30 milljarðar króna, af íslenskum skip- um á öllum miðum. Það er 1,3 millj- örðum króna minna verðmæti en á sama tímabili síðasta árs, á verðlagi hvors árs fyrir sig, og hefur því dreg- ist saman um 4,2% á milli ára, sam- kvæmt útreikningum Hagstofu Ís- lands. Verðmæti botnfiskaflans var 21,4 milljarðar króna á fyrstu 5 mán- uðum ársins og dróst saman um tæp- lega 200 milljónir króna eða 0,8%. Verðmæti þorsks var 14 milljarðar króna og jókst um 1,2 milljarða króna eða 9,6%. Verðmæti ýsuaflans nam 3,2 milljörðum króna og jókst verð- mæti hans um 670 milljónir króna eða ríflega fjórðung. Verðmæti karfa minnkaði hinsvegar um nærri fjórð- ung, var 1,9 milljarðar króna og dróst því saman um 575 milljónir króna en verðmæti úthafskarfaaflans var ein- ungis tæpar 330 milljónir króna og er það eins milljarðs króna samdráttur á milli ára. Verðmæti uppsjávaraflans nam 5,3 milljörðum króna og dróst saman um rúmar 160 milljónir króna eða 3%.Þá var verðmæti skel- og krabbadýraafla 946 milljónir króna en var 1.650 milljónir króna á sama tímabili 2003. Verðmæti afla í beinni sölu útgerða til vinnslustöðva var á tímabilinu 15 milljarðar króna samanborið við 15,7 milljarða á árinu 2003 og er það sam- dráttur um 4,7%. Verðmæti sjófrysts afla var 7 milljarðar króna samanbor- ið við 8 milljarða króna á árinu 2003 en þetta er sama upphæð og nemur lækkun verðmæta úthafskarfaaflans á milli ára. Verðmæti afla sem seldur var á fiskmörkuðum til fiskvinnslu innanlands dróst saman um 5,1%, var 4,7 milljarðar króna samanborið við tæplega 5 milljarða króna á sama tímabili 2003. Í gámum var fluttur út ferskur fiskur fyrir 2,8 milljarða króna sem er aukning frá fyrra ári um tæpan milljarð króna. Á Suðurnesjum var unnið úr afla að verðmæti 6 milljarða króna og er það aukning um 248 milljónir króna á milli ára eða 4,3%. Mestur samdráttur milli ára í krónum talið varð á höfuð- borgarsvæðinu, 469 milljónir króna eða sem nemur 10%. Verðmæti afla íslenskra skipa sem unninn var er- lendis jókst um 800 milljónir og var 2,8 milljarðar króna á fyrstu fimm mánuðum ársins 2004. 4,2% lægra verð fyrir fiskaflann                  ! ! "   "    #  $ % % % &  !                ! " #$ % $    &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.