Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 22
MINNSTAÐUR 22 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI UMFERÐARSKILTI sem sett voru upp í nágrenni Lundarskóla á dög- unum hafa verið eyðilögð. Máln- ingu var sprautað yfir skilti sem staðsett var við Skógarlund og skilti við Þingvallastræti neðan Hrísalundar var brotið. Fjölmörg skilti, þar sem á stóð Skólinn er byrjaður, voru sett upp við grunn- skóla bæjarins á dögunum, til að minna vegfarendur á að sýna fyllstu varúð í umferðinni. Gunnþór Hákonarson yfirverkstjóri gatna- mála hjá Akureyrarbæ sagði að þessi skemmdarverk sýndu mikið virðingarleysi gagnvart eigum bæj- arins og ekki síður gagnvart börn- unum. En það er ekki aðeins að skilti séu eyðilögð, því á hverju ári er skiltum af ýmsum stærðum og gerðum stolið, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Ástandið var orðið svo slæmt í sumar að fyrirtæki og stofnanir sem nota um- ferðarskilti og skilti við vinnu- svæði, sáu ástæðu til að auglýsa í staðarmiðli á Akureyri, þar sem fólk var hvatt til þess að koma ábendingum til lögreglu eða þeirra sjálfra, ef það vissi af skiltum þar sem þau ættu ekki að vera. Enn sem komið er hefur hins vegar lítið komið út úr auglýsingunni. Morgunblaðið/Kristján Skemmdarverk: Arnaldur Snorrason, starfsmaður Framkvæmdamið- stöðvar Akureyrarbæjar, við brotið umferðarskilti og annað sem hafði verið sprautað yfir með málningu. Umferð- arskilti eyðilögð Grindavík | Sjómannastofan Vör er liðin undir lok og Veitingahúsið Brim er komið í þess stað. Jóhanna Jóhannesdóttir og Þórarinn Sig- valdason hafa tekið við staðnum. Veitingastaðurinn fór í hálf- gerðan slipp því allt var hreinsað út úr eldhúsinu og nýtt sett í þess stað auk þess sem allur staðurinn fékk andlitslyftingu. Þórarinn segir að mötuneyti verði í hádeginu og einnig matseð- ill. „Á kvöldin breytumst við síðan í flottan matsölustað með góðum mat og fjölbreyttum,“ segir Þórarinn. Gunnar Sigvaldason er mat- reiðslumeistari staðarins. „Opnunarkvöldið var mjög gott og ekki annað að sjá á gestum en að þeir væru hæstánægðir með matinn og þjónustuna,“ segir Þórarinn. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Nýr staður: Jóhanna Jóhannesdóttir og Þórarinn Sigvaldason hafa opnað veitingastaðinn Brim þar sem Sjómannastofan Vör var til húsa. Nýr veitingastaður á gömlum grunni SUÐURNES Innri-Njarðvík | Lifandi lestur er heiti á þróunarverkefni sem leik- skólinn Holt í Reykjanesbæ er að fara af stað með. Leikskólinn fékk styrk úr þróunarsjóði leikskóla til verkefnisins, auk þess sem foreldra- félag skólans styrkir það með bóka- gjöfum. „Markmið þessa verkefnis er þríþætt. Í fyrsta lagi er að kynna börnum bókmenntir, en verkefnið er unnið út frá einni bók sem börnin fá til eignar, í öðru lagi eflir verkefnið foreldrasamstarf og í þriðja lagi er um markvissa málörvun að ræða,“ sagði Anna Sofia Wahlström, verk- efnisstjóri Lifandi lesturs, í samtali við Morgunblaðið. Verkefnið Lestrarmenning í Reykjanesbæ hófst á vormánuðum 2003 og strax um haustið hófst verk- efni í leikskólanum Holti þar sem bókin var í brennidepli. Að sögn Kristínar Helgadóttur leik- skólastjóra var um að ræða forvinnu þróunarverkefnisins Lifandi lestur. „Við reyndum þetta verkefni á tveimur elstu árgöngunum síðastlið- inn vetur og notuðum söguna um Gilitrutt. Foreldrafélag leikskólans gaf börnunum eitt eintak af bókinni til eignar og við báðum foreldra þeirra að skoða hana með þeim heima, t.d. eina blaðsíðu eða opnu og ræða um innihaldið. Þannig urðu foreldrar virkir og meðvitaðir um hvað átti sér stað í leikskólanum og heimilið varð vettvangur fyrir barn- ið að ræða og dýpka þekkingu sína á viðfangsefninu. Í leikskólanum var síðan haldið áfram með þær umræð- ur og unnið úr spurningum barnanna og það sama verður gert nú,“ sagði Kristín í samtali við blaða- mann. Anna Sofia Wahlström verkefn- isstjóri sagði að unnið væri út frá hugmyndafræði könnunaraðferðar sem skiptist í þrjú stig. „Það fyrsta er að finna út hversu mikið börnin vita um viðfangsefnið, síðan er að rannsaka viðfangsefnið í raun með athugunum, tilraunum, umræðum, lestri, vettvangsferðum og heim- sóknum og að endingu að koma vinnunni á framfæri við aðra,“ sagði Anna Sofia. Sauðkindin er rannsökuð sérstaklega Hún nefndi sem dæmi söguna af Gilitrutt þar sem sauðkindin var sér- staklega rannsökuð með könnunar- aðferðinni. Rætt var um líkamshluta sauðkindarinnar, farið í verslun og athugað hvað væri á boðstólum mat- arkyns úr sauðkindinni og það rann- sakað og borðað eftir matreiðslu. Börnin fengu að kynnast ullinni og fengu sjálf að meðhöndla hana, auk þess sem eitt foreldri gaf gæru af nýslátruðu, sem rannsökuð var gaumgæfilega og hún síðan send í sútun. Þá voru tröll einnig sér- staklega tekin fyrir. Að sögn Kristínar og Önnu Sofiu er þetta verkefnið komið til að vera í leikskólanum. „Við munum notast við bókmenntir meðan lestrarmenn- ingarverkefnið er í gangi, en þetta er í raun hægt að framkvæma með einu afmörkuðu viðfangsefni. Kannski eigum við alltaf eftir að nota bók- menntir, það á bara eftir að koma í ljós.“ Verkefnið var kynnt á foreldra- fundi sl. mánudag og því formlega hrundið í framkvæmd þennan vet- urinn. Foreldrum gafst kostur á að kynna sér þær bækur sem starfs- menn verkefnisins höfðu forvalið og taka þátt í vali á einni ákveðinni bók fyrir hvern árgang, en öll 3–6 ára börn á leikskólanum munu taka þátt í því. Lesið um Gilitrutt Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Verkefni: Lifandi lestur er hafinn á leikskólanum Holti. Hér eru Kristín Helgadóttir leikskólastjóri og Anna Sofie verkefnisstjóri í bókakróknum. ALLS voru 34 á biðlista eftir hjúkr- unar- eða þjónusturými á Akureyri um síðastliðin mánaðamót að því er fram kemur í yfirliti sem lagt var fram á fundi félagsmálaráðs nýlega. Fram kemur í yfirlitinu að af þess- um 34 einstaklingum séu 6 nú þeg- ar í þjónusturými og 7 teppa rými á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eða Kristnesi. Heldur hefur fækkað á biðlistanum, en um áramótin síð- ustu voru 42 á biðlista eftir rými. Á fundinum var einnig rætt um viðbyggingu við Dvalarheimilið Hlíð og kom fram að hönnun bygg- ingarinnar er ekki lokið. Jarðvegs- skipti vegna bílastæða og fleira hafa hins vegar verið boðin út og gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljótlega. Viðbyggingin við Hlíð er ætluð fyrir 60 hjúkrunarrými og stoðrými vegna þeirra, en byggingin verður um 3.600 fermetrar að stærð. Fyrr á árinu var tilboði frá VST og Arki- tektur.is í hönnun byggingarinnar tekið og á henni að vera lokið nú í september næstkomandi. Samningar náðust við ríkið um viðbygginguna við Hlíð vorið 2003, en til að flýta fyrir samningagerð- inni buðust heimamenn til að greiða 30% af kostnaði í stað 15% eins og venja er. Tafir hafa orðið á því að framkvæmdir hefjist og til að mæta bráðum vanda voru endurbætur gerðar á Skjaldarvík í Hörgár- byggð þar sem eitt sinn var rekið dvalarheimili fyrir aldraða. Það var tekið í notkun í apríl í vor og þar er rými fyrir 15 manns. Heimilið í Skjaldarvík verður rekið til bráða- birgða í tvö ár, en stefnt er að því að opna nýja viðbyggingu við Hlíð vorið 2006. 34 bíða eftir hjúkrunarrými Sænsku konungs- hjónin í heimsókn SÆNSKU konungshjónin og krón- prinsessan koma til Akureyrar í næstu viku, fimmtudaginn 9. sept- ember. Þau verða í fylgd með forseta Íslands og fylgdarliði. Í tilefni af heimsókninni heldur ut- anríkisráðherra Svía, frú Laila Frei- valds, fyrirlestur í Oddfellowhúsinu sem nefnist „Swedish Arctic Policy“. Fyrirlesturinn er hluti af árlegum minningarfyrirlestri Vilhjálms Stef- ánssonar sem að þessu sinni er tví- skiptur. Í síðari hlutanum flytur Sverker Sörlin erindið „The Humar Arctic: Stefansson, Ahlmann, and the Quest for an Arctic within History“. Prófessor Ahlman var þekktur sænskur landfræðingur og jöklafræðingur sem m.a. stundaði rannsóknir á Vatnajökli með Jóni Eyþórssyni og Sigurði Þórarinssyni. Fyrirlesturinn hefst klukkan 11 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Konungshjónin og krónprinsessan lenda um morguninn á Akureyrar- flugvelli ásamt forsetahjónunum þar sem skólabörn munu taka á móti þeim ásamt bæjarstjóra. Þau staldra ekki lengi við, því síðdegis verður haldið í Mývatnssveit. NORÐURORKA hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að leigja lista- verk, hengja þau upp á veggjum í húsakynnum fyrirtækisins og bjóða gestum og gangandi að skoða. Franz Árnason forstjóri Norð- urorku sagði að ætlunin væri að sýna verk eftir listamenn búsetta á Akureyri og taka þannig þátt í að kynna list þeirra. „Við leigjum verkin í tiltekinn tíma, minnst þrjá mánuði,“ sagði Franz, en nú hafa fyrstu verkin verið hengd upp hjá Norðurorku. Þau eru eftir Jónas Viðar, tvö verk, bæði úr seríu sem hann nefnir Myndir af Íslandi. Annað af Skógarfossi og hitt Eyja- firði, frá nokkuð óvenjulegu sjón- arhorni, 2.800 feta hæð yfir Grímsey og inn fjörðinn. Þetta eru akrílmálverk, unnin með aðferð sem listamaðurinn hefur þróað. „Það er að mínu mati afar jákvætt að fyrirtæki sjái sér fært að styðja við bakið á listamönnum með þess- um hætti,“ sagði Jónas Viðar. „Ég er þakklátur.“ Norðurorka kynnir listamenn Morgunblaðið/Kristján Jónas Viðar sýnir verk sín í hús- næði Norðurorku á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.