Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 29 Í NÝLEGRI skýrslu ríkisend- urskoðunar um starfsemi FSA er nokkru púðri eytt í að fjalla um sér- fræðilæknisþjónustu í Reykjavík. Sagt er að sérfræðilæknisþjón- usta þar myndi lækka um nær 1300 milljónir króna – úr 1652 millj- ónum í 400 milljónir króna – ef Reykvík- ingar færu að dæmi norðanmanna. Í skýrslunni segir m.a.: „Á Akureyri er al- menn heilbrigðisþjón- usta í meginatriðum í höndum sjúkrahúss og heilsugæslu. Þetta er í raun annað fyr- irkomulag en í Reykjavík þar sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar gegna stóru hlutverki. Þar leitar hver íbúi að jafnaði um fjórum sinnum oftar til sjálfstætt starfandi sérfræðinga en íbúar Akureyrar gera að meðaltali. Heilbrigðisyf- irvöld verða að meta hvaða fyr- irkomulag tryggir best hagkvæmni og jöfnuð og stýra þróun heilbrigð- iskerfisins í þá átt.“ Þegar þetta er lesið kemur fyrst upp í hugann hvað verði um alla þá sem leitað hafa svona oft til sérfræð- ings í Reykjavík ef gerð verður kerf- isbreyting? Hætta þeir við að leita læknis? Leita þeir til heilsugæslu- læknis? Á sjúkrahús? Hversu mikið eykst þá rekstrarkostnaður heilsu- gæslu og sjúkrahúsa í staðinn? Hver græðir og hvað mikið? Verður hrein- lega tap á breytingunni eftir allt? Sambærilegur kostnaður? Upplýsingar skýrslunnar hafa fjöl- miðlar vitanlega gert að umfjöll- unarefni enda gott ef satt væri að unnt væri að minnka kostnað við heilbrigðisþjónustu svo stórkostlega sem nánast er gefið í skyn. Sá alvar- legi ágalli er hins vegar á skýrslu ríkisendurskoðunar að ekki kemur þar fram hvort heildarkostnaður vegna þjónustu við þá sem veikjast sé meiri eða minni eftir því hvort þeir veikjast fyrir norðan eða sunn- an, – þ.e. hver sé kostnaður við sam- bærilega þjónustu hjá heilsugæslu og á sjúkrahúsi eins og fyrir norðan og hjá sjálfstætt starfandi sérfræð- ingum „úti í bæ“ fyrir sunnan. Þessi ágalli skýrslunnar er þeim mun verri sem svo oft og lengi hefur verið kallað eftir kostnaðartölum heilsugæslu og sjúkrahúsa vegna þessarar þjónustu. Í skýrslunni er reyndar viðurkennt að tölurnar vanti, en samt fullyrt að kerfi norð- anmanna hafi gefið „góða raun“. Þótt vitað sé að læknisþjónusta á Akureyri sé með miklum ágætum hlýtur þetta að teljast heldur und- arleg fullyrðing af „endurskoð- anda“, sem hefur ekki einu sinni handbærar nauðsyn- legar kostnaðartölur til viðmiðunar. Helsta hlutverk endurskoð- anda á væntanlega að vera að skoða reikninga og krónutölur, en ann- arra, t.d. lækna eða þeirra sem veikjast, að hafa það hlutverk að meta gæði („góða raun“) heilbrigðisþjón- ustu. Trygging hag- kvæmni og jöfnuðar Í skýrslu ríkisend- urskoðanda segir: „Heilbrigðisyfirvöld verða að meta hvaða fyrirkomulag tryggir best hagkvæmni og jöfnuð“. Til að unnt verði að ræða þau mál af skynsemi þurfa heilbrigðisyf- irvöld nú að láta ríkisendurskoðanda eða hliðstæða aðila fá það verkefni að kanna hvar það sé hagkvæmast fyrir skattgreiðendur að ein- staklingar með t.d. hálsbólgu, brjóstsviða, þunglyndi eða bakverki verði þjónustaðir, – hjá heilsugæslu, sjúkrahúsi eða sjálfstætt starfandi sérfræðingi. Þá fyrst þegar þær töl- ur liggja fyrir verður hægt að draga vitrænar ályktanir af „niðurstöðum“ skýrslu eins og þeirrar sem hér hef- ur verið gerð að umtalsefni. Þess má að lokum geta að heil- brigðisyfirvöld hafa ákveðið að láta þann sem leitar til sérfræðings vegna ofangreindra kvilla greiða um 3000 krónur úr eigin vasa fyrir þjón- ustuna, en aðeins 600 krónur fyrir þjónustu heilsugæslulæknis. Í því tilviki er a.m.k. ljóst að ekki er um „jöfnuð“ að ræða né er hitt heldur víst, eins og fram hefur komið, að þar sé „hagkvæmni“ höfð að leið- arljósi. Ríkisendurskoðun og læknisþjónusta Árni Tómas Ragnarsson skrifar um heilbrigðiskerfið Árni Tómas Ragnarsson ’Í skýrslunni erreyndar viður- kennt að tölurn- ar vanti …‘ Höfundur er læknir. Framsóknarflokkurinn fórnar einum ráðherra 15. september nk. Það er gjaldið, sem flokkurinn verður að greiða fyrir að fá fund- arstjóra ríkisstjórn- arinnar. Í rauninni er gjaldið þó enn hærra því Framsókn verður að fórna tveimur ráðuneytum, utanrík- isráðuneyti og um- hverfisráðuneyti og fær aðeins í staðinn Hagstofuna, sem er sjálfstæð stofnun. Ut- anríkisráðuneytið og umhverfisráðuneytið eru mikilvæg og valdamikil ráðuneyti en fundarstjóri ríkis- stjórnar (forsætisráðherra) er nánast valdalaus nema hann hafi eitthvert fagráðuneyti undir sinni stjórn. Staða Framsóknar mjög veik Ríkisstjórnin er fjölskipað stjórn- vald. Það vill segja, að hver ráð- herra ræður sínum málaflokki. Ráðherrar kynna sín mál á fund- um ríkisstjórnar en forsætisráð- herra hefur ekkert vald yfir fag- ráðherrum. Forsætisráðherra hefur ekkert vald yfir fagráðherr- um. Völd og áhrif Davíðs Odds- sonar hafa byggst á því, að hann hefur verið formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Sem slíkur hefur hann getað beitt áhrifum sínum gagnvart öðrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Staða formanns Framsóknar- flokksins í ríkisstjórninni verður allt önnur en formanns Sjálfstæð- isflokksins. Hún verður mjög veik. Framsókn er mjög veikur aðili í stjórnar- samstarfinu. Og fylgi Framsóknar fer minnkandi. Flokkur- inn mælist nú aðeins með 7,5% fylgi. Fram- sókn er í ríkisstjórn algerlega undir náð og miskunn Sjálfstæð- isflokksins komin. Umbun fyrir dygga þjónustu við íhaldið Það er heiður og við- urkenning fyrir stjórnmálaleiðtoga að fá umboð frá forseta Íslands til þess að mynda ríkisstjórn. En það er lítill heiður að fá slíkt umboð frá öðrum stjórnmálaleiðtoga sem umbun fyrir dygga þjónustu í stjórnarsamstarfi áður. En þannig er því varið með Framsókn. Sjálf- stæðisflokkurinn er að launa Framsókn dygga þjónustu und- anfarandi 8-9 ár með því að sam- þykkja að Framsókn fái fund- arstjóra ríkisstjórnar hluta kjörtímabilsins. Dýrkeyptur hégómi Það er undarlegt, að Framsókn skuli leggja svo mikla áherslu á það að fá fundarstjóra rík- isstjórnar. Þetta er dýrkeyptur hégómi. Þetta er aðallega táknrænt. Fundarstjórinn mætir hér og þar við hátíðlegar athafnir og í veislum en völd hans eru lítil sem engin. Það hefði verið mun mikilvægara fyrir Framsókn- arflokkinn að halda utanríkisráðu- neyti og umhverfisráðuneyti að ekki sé nú talað um þá fórn flokksins að þurfa að láta mann fyrir borð, þ.e. að missa einn ráð- herra. Stjórnarflokkarnir töpuðu fylgi Ef allt hefði verið með felldu hefðu stjórnarflokkarnir átt að fara frá völdum eftir síðustu kosn- ingar. Þeir töpuðu báðir fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn þó mun meira eða úr rúml. 40% í 33%. En Framsókn hafði tapað miklu fylgi í kosningunum 1999, fór þá úr 23,3% í 18,4% og tap flokksins hélt áfram nú. Flokkurinn tapaði tæplega einu prósentustigi í kosn- ingunum í fyrra. En flokkarnir vildu ekki una úrslitum kosning- anna. Þeir vildu hanga áfram við völd þrátt fyrir dóm kjósenda. Þess vegna beitti Sjálfstæðisflokk- urinn fyrir Framsókn, og bauð fundarstjóra ríkisstjórnar, for- sætisráðherra, aðeins ef Fram- sókn vildi styðja áframhaldandi stjórnarsetu. Og Framsókn beit á agnið. Hún stóðst ekki freist- inguna. Það skipti flokkinn engu þó fórna þyrfti einum ráðherra og tveimur ráðuneytum! Hégóminn varð yfirsterkari. Framsókn fórnar ráðherra Björgvin Guðmundsson skrifar um stjórnmál ’Það skipti flokkinnengu þó fórna þyrfti ein- um ráðherra og tveimur ráðuneytum!‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is. Jón Steinsson: „Það er eng- in tilviljun að hlutabréfa- markaðurinn í Bandaríkjun- um er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgar- anna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meiri- hluti jarðarbúa, svokallaður almenningur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóð- ur við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmæt- um fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrir- liggjandi skipulagstillögu bæjaryfirvalda …“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdótt- ir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnu- eftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með því- líkum vinnubrögðum er auð- vitað lítil von um sættir.“ Á mbl.is Aðsendar greinar LAUGARDAGINN 18. sept- ember nk. verður haldið opið þing í Íþróttahöllinni á Akureyri. Efni þingsins er þróun miðbæj- arins í víðu sam- hengi. Að und- anförnu hefur farið fram mikill undirbún- ingur af hálfu stýri- hóps verkefnisins sem skipaður var af hagsmunaaðilum í miðbænum. En nú er tími fyrir íbúa Ak- ureyrar og nágrennis og í raun alla lands- menn að láta sitt álit í ljós, koma með til- lögur til úrbóta og horfa til framtíðar. Þingið er öllum opið og við Akureyringar fögnum öllum gestum sem vilja leggja okk- ur lið í þessu máli – fögnum þeim sem vilja horfa á lausnir í stað vandamála, fögn- um þeim sem vilja leggja grunn að öfl- ugu borgarsamfélagi norðanlands. Þarna gefst okkur kostur á að vinna með sam- félagið með það að markmiði að styrkja innviði og bæta ytri aðstæður. Miðbær Akureyrar er gott dæmi um þróun bæjarsamfélags á Ís- landi – þar er að finna yfir 100 ára gömul hús og eins nýleg og nýreist hús og það má í raun lesa bygging- arlistasögu landsins þegar maður gengur hér um götur. Bærinn er fullur af sögu sem við getum lesið á gönguför, ef svo má segja, húsin og göturnar segja frá athafna og hugmyndalífi fólksins sem reisti bæinn og þau segja okkur frá fólk- inu sem gekk göturnar og bjó í húsunum. Við þennan texta er sí- fellt verið að bæta. Gömul hús eru rifin og og ný bætast við og þörfin fyrir að endurnýja og þétta byggð til að efla hagkvæmni og sjálfbærni hefur verið að aukast. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur íbúana að horfa á miðbæinn í heild sinni og leggja fram mótaðar for- sendur fyrir næsta skref verkefnisins „Ak- ureyri í öndvegi“ sem er alþjóðleg hug- myndasamkeppni um skipulag og nýtingu miðbæjarins. Þetta spennandi verkefni munum við takast á við hinn 18. september – að setja fram hugmyndir og sammælast um grunn- forsendur skipulagsins – finna taktinn í þeim bæ sem við viljum byggja. Ríkjandi hug- arfar bæjar er sá jarð- vegur sem setur hegð- un þeirra einstaklinga sem ákveða að setjast þar að skilyrði og þess vegna er mikilvægt að íbúarnir sjálfir trúi á mátt bæj- arins og megin og leggi sitt af mörkum til að bæjarfélagið haldi áfram að þróast fram á við. Ég hvet alla áhugasama til að setja Akureyri í öndvegi hinn 18. sept- ember og taka þátt í þingstörfum af krafti og heilum hug. Settu Akureyri í öndvegi hinn 18. september Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar um íbúaþing Sigrún Björk Jakobsdóttir ’Þarna gefstokkur kostur á að vinna með samfélagið með það að mark- miði að styrkja innviði og bæta ytri aðstæður.‘ Höfundur er bæjarfulltrúi og á sæti í stýrihóp verkefnisins Akureyri í öndvegi. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Flott föt fyrir konur á aldrinum 25-90 ára Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.