Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 35 ✝ Thelma GígjaKristjánsdóttir fæddist í Mosfells- sveit 17. nóvember 1974. Hún lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 20. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Una Hrönn Kristinsdóttir, f. 15. desember 1958 og Kristján Jón Jó- hannsson, f. 12. des- ember 1956. Systkini Thelmu sammæðra eru Herberg Haf- steinn Birgisson, unn- usta Ragnhildur Guðmundsdóttir, Þórhallur Ævar Birgisson og Tinna Hrönn Unudóttir. Systkini hennar samfeðra eru Ragna Björg og Jóhann Helgi Ís- fjörð. Thelma Gígja eignaðist fjögur börn. Sonur hennar og Jóns Valgeirs Pálssonar er Unnar Freyr, f. 18. júní 1993. Thelma Gígja giftist 31. desember 1999 Hróari Reynis- syni, þau slitu sam- vistir 2002. Börn þeirra eru Elís Andri, f. 24. október 1995, Jón Ísak, f. 17. mars 1999 og Sigur- ást Perla, f. 22. júní 2000. Útför Thelmu Gígju fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þá er hún farin, litla hressa og ákveðna telpan, sem gerði okkur að afa og ömmu 38 og 33 ára gömul. Hún bjó hjá okkur fyrstu árin ásamt móður sinni og móðursystr- um, naut sín vel sem miðpunktur heimilisins sem allt snerist um. Seinna bjó hún hjá okkur tíma og tíma eins og þegar hún átti elsta drenginn sinn, hann Unnar Frey. Og lífið hélt áfram, hún fór í sam- búð, eignaðist Elís Andra, Jón Ísak og litlu Sigurást Perlu. Um nokkurra ára skeið bjuggu þau vestur á fjörðum, en svo kom hún aftur í Mosfellsbæ fráskilin með börnin sín fjögur. Einhvern veginn fór það svo að litla telpan sem hóf vegferð sína full af ákefð og bjartsýni átti með hverju árinu erfiðara með að fóta sig í lífsins fjötrum. Síðustu árin hafa reynst telpunni hressu ótrúlega erfið. Hún verður nú jarðsungin frá Lágafellskirkju þar sem hún hafði átt ófáar stundir með afa sínum á kirkjuloftinu. Þar voru einnig börnin hennar skírð. Börnin sem hún elskaði af öllu hjarta, en auðnaðist ekki að hafa hjá sér í seinni tíð, nema elsta drenginn, Unnar Frey, sem lengst af bjó hjá henni, þau voru mjög náin og góðir vinir. Hvíldu í friði, elsku Thelma Gígja. Blessuð sé minning þín. Leið oss, ljúfi faðir, lífs vors hirðir trúr, nú er fáráð förum fræðsluhúsum úr. Enginn veit á undan ævi sinnar kjör, samt vér örugg syngjum, sértu, Guð, í för. (Matthías Jochumsson.) Esther amma og Herberg afi. Það var eitt sinn eyrarblóm á eyðistað. Og lítill fugl að kvöldi kom og kyssti það. Hann elskaði svo undurheitt sitt eyrarblóm. Og veröldin var án þess öll, svo auð og tóm. Að morgni eftir nepjunótt og nístings él. Fram og aftur flögrar hann um frosinn mel. (Jón Thoroddsen.) Guð geymi þig, elsku systir. Þín Ragna Björk. Til „litlu“ stóru frænku minnar. Elsku Thelma, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért dáin. Ég vona innilega að þér líði betur þar sem þú ert. Það er svo stutt síðan þú komst til mín einn morguninn klyfjuð bakk- elsi, ég hellti uppá og við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Það lá svo vel á þér, þú varst svo sæt, ham- ingjan skein úr andliti þínu. Ég sem vonaði svo innilega að við gætum átt fleiri svona morgna saman. Núna er talað um þig í minningum. Þú varst svo góð og hlý. Mér finnst einsog fólk skilji ekki af hverju þú ákvaðst að fara á þennan hátt. Þessvegna ætla ég að birta ljóð eftir þig sem þú send- ir mér í sveitina. Mér finnst það segja allt sem segja þarf. Dulinn er minn heimur, enginn hann skilur skapgerðin sterk en viðkvæm hugurinn stór sem geimur sem öll mín reiði mylur. Ef ég reyni að útskýra hugsanir mínar og vonir verður aðeins rifrildi og nöldur. Ofsinn kemur sem hópur bíla og ekki opnast nýjar dyr. Dauðinn ekki hræðir mig, ég get alveg dáið. En fari einhver nálægt mér er mín mesta hræðsla á jörðu hér. Ég horfi á hafið með söknuði og þrá og óttablandinni hræðslu því botninn á því er ógert að sjá og ókunnugt þarfnast fræðslu. Á einu bliki ég horfið get niður á hafsbotninn. Ég á eftir að sakna þín, ástin mín. Hlakka til að sjá þig aftur. Þín Júlíana. Elsku Thelma mín. Þær eru ófáar minningarnar sem ég á um þig og ekki auðvelt að velja úr, því allar eru þær ofarlega í huga mínum þessa dagana. Ég var 11 ára þegar þú komst í heiminn. Ég pass- aði þig oft þegar Unu systur vantaði barnapíu. Svo liðu árin og dæmið snerist við, þú passaðir mín börn. Eins og þegar Júlíana datt í tröpp- unum hjá afa og ömmu, þú komst með hana inn og beiðst svo heima á meðan við fórum með hana á slysó, þú stóðst þig einsog hetja. Tíminn leið og þú eignaðist þín börn, Unnar Frey, Elís Andra, Jón Ísak og Sig- urást Perlu. Seinna, þegar þú varst flutt á Tálknafjörð, stóð ekki á hjálp- seminni, Berglind fékk að búa hjá þér. Svo komstu aftur í Mosó og fluttir í sama hús og við. Það var mikið rölt á milli og Berglind var þar hjá þér líka. Þegar Daníel fermdist í vor bjóst þú til fallega gestabók handa honum. Þú varst alltaf tilbúin að aðstoða. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég bið Guð og alla hans engla að gæta þín, elsku Thelma mín, börnin þín og alla þína ástvini. Þín verður sárt saknað. Sigrún. Það er erfitt að trúa að Thelma Gígja sé dáin, hún sem var svo lífs- glöð og sæl öllum stundum eða að minnsta kosti bar hún ekki á öðru ... Hvað á almættið svona brýnt erindi við Thelmu frænku að hann kallar hana til sín svona unga frá fjórum börnum? Ég varð í senn bálreiður og fylltist mikilli sorg er ég og fjöl- skylda mín fengum fréttirnar af and- láti hennar. Thelma var ekki bara Thelma frænka eins og ég kallaði hana alltaf, heldur mikil og traust vinkona einnig og hófst sá vinskapur snemma á lífsleiðinni. Það er aðeins um fjögurra mánaða aldursmunur á okkur og strax þegar ég gat talað suðaði ég í mömmu og pabba að heimsækja Thelmu sem bjó hjá afa og ömmu sinni í Mosfellsbæ. Þar lék- um við okkur oft saman og í fyllingu tímans skemmtum við okkur saman, oft ótæpilega en veittum hvoru öðru stuðning ef eitthvað fór eða var að fara úr böndunum eins og vill oft verða. Um tíma leigðum við saman í Silungakvísl ásamt Jónsa, og þá var Thelma orðin móðir og tók þá alvar- an við og sinnti hún því hlutverki með sóma þó ekki væri alltaf mikið til hnífs og skeiðar hjá ungri ein- stæðri móður og hjálpuðust allir að við að halda heimili í stuttan tíma en góðan. Ég flutti vestur á Patró til pabba og kom hún oft í heimsókn og kynntist mörgum Patreksfirðingum, enda vel liðin og skemmtileg stelpa. Flutti hún vestur um tíma, fyrst í Krossholt á Barðaströnd og síðar í Tálknafjörð og þá voru heimsóknir tíðar af beggja hálfu. Mér er minnisstætt þegar ég og kærasta mín komum í heimsókn til hennar í Árbæinn. Sá hún að Rakel var ófrísk. Þá hljóp Thelma niður í kjallara og náði í öll óléttufötin sín, barnaföt og leikföng og sagði „Þið getið byrjað á þessu, þá þarf ekki að kaupa eins mikið strax“. Hjarta- gæska og hugulsemi var henni í blóð borin, og það fellur mér eflaust aldr- ei úr minni frekar en öðrum sem hana þekktu, hennar einlæga og gullfallega bros sem var alltaf svo grunnt á og auðvelt að laða fram. Elsku litlu systkini, Una Hrönn, Hebbi og Beggý. Megi allar góðar vættir hugga ykkur í þeirri miklu sorg sem nú er við að glíma og veita þann styrk sem til þarf að takast á við svona aðstæður. Haukur frændi og fjölskylda. Elsku Thelma. Það er erfitt að trúa því að ég fái ekki að hitta eða tala við þig aftur. Þegar ég sit hér og rifja upp allar minningar mínar með þér, man ég eftir fyrst og fremst eftir stóra og fallega brosinu þínu. Við kynntumst uppá Skaga í Fjölbraut og urðum vinkonur eins og skot. Það var skemmtilegur tími sem við höfðum saman og ég kem alltaf til með að minnast þess með brosi. Þó að það sé sárt núna þá þakka ég fyrir minning- arnar. Það var frábært að fá að kynnast þér og eiga þig sem vin- konu. Ég kem aldrei til með að gleyma þér. Elsku Unnar, Elís, Jón Ísak, Sig- urást Perla og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur innilega samúð mína og bið guð að varðveita ykkur. Elsku vinkona, ég á eftir að sakna þín, hvíl í friði. Þín vinkona, Unnur. Elsku Thelma mín. Að þurfa að setjast niður og skrifa minningargrein um þig, bestu vin- konu mína, er eitt það sárasta sem ég hef þurft að gera á minni ævi. Við áttum margar góðar stundir saman og ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér. Það er svo erfitt að reyna að sætta sig við það að þú komir ekki til mín aftur, ég heyri ennþá í bílnum þínum fyrir utan og finnst að þú hljótir að fara að koma og banka hjá mér. Við gengum í gegnum ýmislegt saman en þér tókst samt að brosa og standa allt af þér. Við vorum búin að plana svo margt en þær ferðir verða aðeins farnar í huga mér, elsku Thelma mín. Ég sendi börnum og nánustu ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Vertu sterkur, Unnar minn. Hvíldu í friði, Thelma mín. Agnar Árni Stefánsson. THELMA GÍGJA KRISTJÁNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Thelmu Gígju Kristjánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga: Höfundar þeirra eru: Hrafnhildur (Didda) og börn. ✝ Jón Jónsson fædd-ist á Brjánsstöðum á Skeiðum 22. septem- ber 1916. Hann lést á Líknardeild Landa- kotsspítala 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurðsson bóndi á Brjánsstöðum, f. 1865, d. 1934 og Helga Þórð- ardóttir f. 1876, d. 1949. Þau eignuðust átján börn en fjögur þeirra létust í barnæsku. Þau sem upp komust voru: 1) Þórður, f. 1896, d. 1986, verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Kristínu Þorbergsdóttur. 2) Guðmundur, f. 1898, d. 1967, bóndi á Brjánsstöðum. 3) Samúel, f. 1905, d. 1992, bóndi í Þingdal, kvæntur Stefaníu Eiríksdóttur. 4) Guðmundur Helgi, f. 1906, d. 1974, mjólkurbílstjóri, síðar starfsmaður við jarðboranir og bóndi á Brjáns- stöðum. 5) Sigurlaugur, f. 1907, d. 1989, bjó í Hveragerði og síðast í Reykjavík, tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jónína Eiríksdóttir, síðari kona Aðalheiður Halldórsdóttir, 6) Kjartan, f. 1908, d. 1984, lengst af bóndi í Bitru í Flóa, kvæntur Sess- elju Gísladóttur. 7) Anna Eyrún, f. 1909, d. 1970. 8) Sig- urmundur, f. 1910, d. 1995, í Reykjavík, starfsmaður við jarðboranir, kvænt- ur Eddu Kristjáns- dóttur kennara. 9) Guðlaug, f. 1912, d. 1998 10) Svanborg Pálfríður, f. 1913. 11) Guðni, f. 1915, d. 2000, starfsmaður við jarðboranir, síð- ar bóndi á Brjáns- stöðum, bjó síðast í Reykjavík. 12) Jón, 13) Jóhanna, f. 1919, d. 1938, 14) Rannveig, f. 1922, gift Axel Guðmundssyni bifreiðar- stjóra í Reykjavík. Jón bjó lengst af á Brjánsstöð- um, í fyrstu ásamt systkinum sín- um Önnu og Guðmundi eldra og síðar í félagi við bræður sína Guðna og Guðmund Helga. Frá árinu 1970 var Jón í sambúð með Sveindísi Sveinsdóttur, f. 1922, d. 1989 og bjuggu þau á Brjánsstöð- um. Hann hætti búskap og fluttist til Reykjavíkur árið 1989. Útför Jóns fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 30. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Hann Nonni frá Brjánsstöðum er dáinn, í hárri elli. Hann var góður maður. Ég er búin að þekkja hann í tæplega 30 ár, hann bjó með tengda- móður minni um nokkurt skeið. Það var gott að koma að Brjánsstöðum og við komum oft þangað, fórum í fjós með bræðrunum, Nonna og Guðna og það var hlýtt og notalegt, tókum í spil við eldhúsborðið, fórum út að Ölfusá, í Kaupfélagið, í mjólkurbúið og svona mætti lengi telja. Já, það var yndis- legt að vera á Brjánsstöðum, ég á margar góðar minningar þaðan sem ég geymi í hjarta mínu. Tengdamamma lést í ársbyrjun 1989 og þá um vorið flutti Nonni til Reykjavíkur. Það hlýtur að hafa verið svolítið öðruvísi eftir rúm 70 ár í sveit- inni en hann var ánægður í borginni. Fyrst fór hann á Kleppsveginn og svo í Norðurbrúnina. Það var alltaf gott að koma þangað og alltaf fékk maður eitthvert góðgæti og hlýtt faðmlag. Ég minnist Nonna með hlýju og þakklæti fyrir allt og allt í gegnum ár- in. Innilegar kveðjur eru líka frá minni fjölskyldu með þökk fyrir liðna tíð, aðstandendum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Kristjana Helgadóttir (Didda). Nú þegar ég er komin í seinni hálf- leik í lífinu og lít yfir farinn veg þá skipa systkinin á Brjánsstöðum þar stóran sess. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór fyrst þangað í sveit ásamt bróður mínum og átti ég eftir að fara þangað í mörg sumur. Var mætt í rúning að vori og fór ekki aftur heim fyrr en ég hafði fengið nýtt slát- ur og rófur að hausti. Nonni er mér mjög minnisstæður frá þessum tíma. Hann var mjög glettinn, eins og þegar ég ætlaði að setjast til borðs í fyrsta skipti, þá sneri hann upp á eyrun og blikkaði augunum, en þetta var meira en litla hjartað mitt þoldi svo ég fór inn í búr og borðaði þar. Þegar líða tók á dvöl- ina fór ég nú að færa mig nær honum svo ég tali nú ekki um þegar hann smíðaði rúm handa mér og orti ljóð til mín. Mér lærðist að skilja að svona var lífið á Brjánsstöðum, alltaf gleði, grín og einstök hjartahlýja. Við krakkarnir fengum að taka fullan þátt í öllu og vorum alltaf tekin sem jafn- ingjar. Systkinin á Brjánsstöðum eru svo stór þáttur í mínu lífi því fjögur systkini bjuggu á Vífilsgötunni þar sem ég ólst upp og fjögur bjuggu á Brjánsstöðum og á báðum stöðum var manni alltaf tekið opnum örmum. Nú þegar ég hugsa um liðinn tíma og allar góðu stundirnar og minning- arnar sem ég á um Nonna og hin systkinin langar mig til að þakka fyrir alla umhyggjuna sem ég varð aðnjót- andi. Guðrún Árnadóttir (Gullý). JÓN JÓNSSON Okkar ástkæri bróðir og mágur, ÁGÚST HALLMANN MATTHÍASSON, sem lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 26. ágúst, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju föstudaginn 3. september kl. 14.00. Jarðsett verður í Útskálakirkjugarði. Kristín Matthíasdóttir, Kjartan Ólason, Guðmundur Matthíasson, Inga Björk Hólmsteinsdóttir, Hjörleifur Matthíasson. Sonur okkar og bróðir, SIGURÐUR GÍSLI GUÐNASON EDDY EKHOL, Svíþjóð, lést á heimili foreldra sinna í Svíþjóð þriðjudaginn 24. ágúst. Guðni Vilmundsson, Svava Gísladóttir, Guðni B. Guðnason, Jón Guðnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.